Skessuhorn


Skessuhorn - 09.07.2014, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 09.07.2014, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2014 Þeir flengríða á fegurðinni – en færast lítt úr stað Vísnahorn Þar sem Landsmót hestamanna er nú nýaf- staðið er ekki úr vegi að helga þennan þátt hestum og hestamótum og byrja aðeins á sagnfræðinni. Árið 1897 munu hafa verið fyrstu skipu- lögðu kappreiðar í Reykjavík og meðal þeirra sem þangað lögðu leið sína var Jón Tómasson í Hjarðarholti. Varð hann svo hrifinn af þess- um viðburði að hann færði það í tal við nokkra vini sína að halda álíka samkomu í héraðinu. Munu því fyrstu kappreiðar í Borgarfirði hafa verið haldnar haustið 1897 á Aðsetunni í Efra Nesi. Voru þær haldnar með ,,pomp og prakt“ og dansað við dynjandi harmonikkuleik þar á eyrum Þverár. Allmargir hestar voru reynd- ir á þessum kappreiðum og margt fólk saman komið. Sprettfærið var mælt 120 faðmar og reyndust fjórir hestar skara fram úr. Þrír al- veg jafnir en einn hafði jafnan sigur þó skipt væri um knapa en það var gráskjóttur fimm vetra foli sem átti Erlendur á Sturlu-Reykj- um. Um Gráskjóna og þennan viðburð kvað Guðmundur Gottskálksson sem bjó á Ökrum og víðar: Keyrðu á stað til kappreiðar klára Borgfirðinga. Af hundrað jórum hófa bar hann Gráskjóni Erlendar. Fleiðraði nára Fjörgynjar fremstur allra jóa, fimm þó árin full ei bar folinn knár þá reyndur var. Í fákaleik sá fjörugi fagran búkinn teygði. Stökk óveikur, stríðaldi, Sturlureykja Gráskjóni. Það kom fyrir að eitthvað var talið sukk- samt á hestamannamótum hér áður fyrr og á fyrri árum kappreiðanna í Faxaborg voru kjörnir gæslumenn á fundum sem skyldu gæta þess að allt færi vel fram. Magnús Sigurðs- son í Arnþórsholti var lengi löggæslumað- ur í Faxaborg á vegum félagsins enda hraust- menni. En þegar fyrirkomulaginu var breytt og farið að semja við Héraðslögregluna um gæslu varð Magnúsi að orði: Ef við hinir öls við gný eykjum hrinu sverða mundu hin penu pólití puttalinir verða. Einn af þekktari hestamönnum síns tíma var Eyjólfur Jónasson á Sólheimum í Laxár- dal og auk hestamennskunnar afbragðs hag- yrðingur. Fyrsti reiðhestur hans var grár og taldi hann síðar að það hefði að upplagi ver- ið með albestu hestum sem hann hefði eign- ast um dagana en hann sjálfur hefði mátt vera þroskaðri. Um þann Grána mun eftirfarandi vísa: Fóður meira en fer í kríu fékk í jötuna enda næstu árin tíu átti hann götuna. Þegar Gráni féll orti Jóhannes Sturlaugsson eftirfarandi vísur í orðastað Eyjólfs: Grána hótin geðs um mót geymast hljóta í orðum. Beitti fótum fast að rót færði grjót úr skorðum Voru stundum verkin hörð, vel þó mundað stýrið, klauf í sundur svala jörð söðla bundið dýrið. Fór oft geyst um foldarhlað úr flestum leysti vonum. Makkann reisti mundum að mátti treysta honum Falla tár á föla kinn fyllist sárum kvíða gráa klárinn man ég minn meðan árin líða. Þegar Eyjólfur hélt upp á 75 ára afmælið sitt flutti hann þar nokkrar vísur þar sem hann leit til baka yfir ævina og þar á meðal þessar: Ungur sá ég heiði háa, haldinn dável knár. Yfir flár og frerann bláa flaug á gráum klár. Þurfti ekki þæfða glófa, þá var í mér blóð. Treysti bara á harða hófa hunsaði hverja slóð. Seinna kom svo þessi: Hýrgaður ég hesti renndi heims í asanum. Pota ég nú með prik í hendi og pontu í vasanum. Á stórmóti hestamanna þar sem Eyjólfur var staddur þóttu honum gæðingarnir að vísu glæsilegir en ekki afköstin á gangi að sama skapi. Varð það tilefni eftirfarandi: Verður lengi mér í minni mér varð á og kvað. Þeir flengríða á fegurðinni en færast lítt úr stað. Þeir voru góðir vinir og um margt sálu- félagar Eyjólfur og Jóhann Kristjánsson frá Bugðustöðum. Báðir hestamenn fram í fing- urgóma og liprir og næmir hagyrðingar. Eftir einhver samskipti þeirra fékk Eyjólfur bréf frá Jóhanni sem endaði á þessari stöku: Ég læt vaða öllu á, eldar hraðir glóa, eigðu blað með bögu frá Bugðustaða Jóa. Ég held (og takið eftir því að ég held en ekki veit) að næsta vísa sé svar við þeirri á undan: Svalt á klárnum sýnir lag. Sindra járn og glóa. Þakka ég fyrir bros og brag Bugðustaða Jóa. Eiginlega má hafa nákvæmlega sama for- mála fyrir þessari: Yfir birtir öllu þar, eldi járnin dreifa, sýnir klárinn sveiflurnar Sólheima hjá Eyfa. Næsta vísa finnst mér falla vel í kram- ið í þessu samhengi en er ekki viss um höf- und. Held þó að þar hafi verið að verki annar- hvor þeirra félaga og þó líklega Eyjólfur frek- ar. Hún var í mínum fræðum merkt sem af- mælisvísa til Sigurðar í Gröf og væri gaman ef einhver gæti frætt mig nánar þar um: Enn er klárnum gatan greið, gleði árnar staka. Þó að kárni og hvessi reið hvergi járnin slaka. Eigum við svo ekki að enda þetta á vísu sem er þó örugglega eftir Eyfa (held ég): Löngum er mér létt um spor lífsins kenndir vaka. Svona er þegar sól og vor saman höndum taka. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Út er komin ljóðabókin Innlögn eftir Pétur Önund Andrésson. Bók- in skiptist í tvo kafla sem heita ann- ars vegar Staðir og hins vegar Nátt- mál. Höfundur hefur á ferðum sín- um um landið orðið fyrir áhrifum sem birtast í fyrri hluta bókarinn- ar. Þar má m.a. finna ljóð sem heita Hafnarhólmi, Síðsumar á Þing- völlum, Í Öræfasveit, Fjallfoss og Hólar svo eitthvað sé nefnt. Bók- in telur 34 ljóð sem öll taka tilfinn- ingarnar í ferðalag. Kápan er hönn- uð af listakonunni Elísabetu Helgu Harðardóttur. Pétur Önundur er menntað- ur grunnskólakennari og skóla- safnvörður. Hann hefur haft lifi- brauð sitt af þeim störfum. Ljóð hans hafa birst í safnritum og á sýn- ingum. Hann er félagsmaður í Fé- lagi íslenskra rithöfunda. ,,Ljóðlist- in hefur verið hjákona mín frá ung- lingsaldri. Hún er kröfuharður og agandi förunautur en líka fullnægj- andi og yndisleg,“ segir Pétur Ön- undur. Áður útkomnar ljóðabæk- ur eftir Péturs Önundar eru: Næt- urfrost (1976), Hlustað á vorið (1978), Skýjað með köflum (1983), Úr rökkri bakvið draum (1990), Yrja (1993) og Ljóðnætur -orðin úr síðasta hali (2010). Bókin Innlögn fæst í Eymunds- son Reykjavík og Akureyri, Sunn- lenska Bókakaffinu á Selfossi, Bóka- kaffinu á Egilsstöðum, Myndsmiðj- unni á Egilsstöðum og hjá höfundi í síma 895-1292, 849-8423 eða 482- 2998. mm Vegurinn um Holtavörðuheiði er að stofni til um þrjátíu ára gam- all sem ekki telst hár aldur þeg- ar vegir á Íslandi eru annars vegar. Færsla á svokallaðri Biskupsbeygju er verkefni sem hefur lengi verið á dagskrá hjá Vegagerðinni, að að sögn Magnúsar Vals Jóhannsson- ar, svæðisstjóra Vegagerðarinnar á Norðvestursvæði. Ekki er komin tímasetning á framkvæmdir enda er verkið ekki á langtímaáætlun fyrir stærri vegaframkvæmdir. „Fljótlega á eftir Biskupsbeygju kemur síðan Hæðarsteinsbrekkan, þar ofan við er oft vindasamt og skafrenningur á vetrum. Við höfum einnig ver- ið að skoða að breyta þeim vegar- kafla, færa þann hluta vegarins neð- ar í landið, nær Holtavörðuvatninu, ekki á ósvipuðum slóðum og vegur- inn lá einu sinni.“ Magnús segir að á sínum tíma hafi vegurinn einmitt verið færður upp vegna þess að sá gamli var snjóþyngri enda á skjól- betri stað. „Í dag getum við lagt vegi út um allar trissur, ef því er að skipta. Um mýrar eða hvar sem er og snjó- ruðningstæki eru einnig mun öfl- ugri en þau voru. Auk þess er nú mokað daglega þótt leggist snjór þarna á meðan hér fyrr var verið að moka þrisvar í viku. Við teljum því að vegur sem liggur lægra myndi verða greiðfærari. Það er fyrst og fremst veðurhæð og skafrenning- ur sem lokar heiðinni í dag.“ Vega- gerðin hefur verið að vindhraða- mæla á þessum slóðum, bæði þar sem núverandi vegur liggur og eins neðar, þar sem nýtt vegstæði gæti mögulega verið. Magnús segir mikinn mun vera á vindhraða. „Auk þess er það staðreynd að vegur sem liggur lægra yfir sjávarmáli græðir eina til tvær gráður í hita, frýs því seinna en sá sem hærra liggur. Um- ferðin hefur einnig breyst mikið. Flestir flutningar eru á landi. Það er umhverfisvænna að þurfa ekki að klífa eins háar brekkur vegna minni eldsneytisnotkunar. En okk- ar hlutvert er að skoða hvaða val- kostir geta verið til staðar. Verð- um að velta ýmsum kostum fyr- ir okkur. Svo er það spurning um fjárveitingavaldið, hvort og hve- nær af framkvæmdum verður,“ seg- ir Magnús Valur Jóhannsson. bgk Ljóðabókin Innlögn eftir Pétur Önund Vegagerðin skoðar nýtt veg- stæði á Holtavörðuheiði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.