Skessuhorn


Skessuhorn - 09.07.2014, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 09.07.2014, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2014 Hver er fallegasti stað- urinn sem þú hefur séð á Vesturlandi? Spurning vikunnar Mirna Vohnsen Fallegasti staðurinn finnst mér Stykkishólmur. Það er gríðar- lega fallegur bær. Gaman að fá svona spurningu. Nú ætla ég að vera á Vesturlandi fram á mið- vikudag og kaupa Skessuhorn til að sjá myndina af mér í blaðinu! Brian Vohnsen Af þeim stöðum sem ég hef séð hér á Vesturlandi stendur Stykk- ishólmur upp úr. Borgarnes er líka fallegt en ekki eins snyrti- legur. Amanda Riffo Hraunfossar eru fallegur stað- ur en ef ég á að velja einhvern stað sem mér finnst undraverð- ur myndi ég segja Snæfellsjök- ull. Hann er alveg magnaður og allt svæðið í kringum hann. María Eugenia Cauhépé Ég hef dvalið á Íslandi um nokk- urn tíma og á Vesturlandi finnst mér Stykkishólmur vera með fallegustu stöðunum sem ég hef séð. (Spurt í Landnámssetrinu í Borgarnesi) Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA Á föstudaginn mætt- ust Grundarfjörð- ur og ÍH í þriðju deild karla í knatt- spyrnu. Leikið var í Kaplakrika í Hafnarfirði og lauk leiknum með jafntefli þar sem bæði lið skoruðu tvö mörk. Grund- firðingar komust yfir í fyrri hálfleik með marki frá Heimi Þór Ásgeirs- syni. Gestirnir juku svo forystu sína í tvö mörk með marki frá Danijel Smiljkovic á 54. mínútu. Heima- menn í ÍH gáfust þó ekki upp og jöfnuðu leikinn áður en flautað var til leiksloka. Grundarfjörður er eft- ir jafnteflið í sjöunda sæti deildar- innar þegar sjö umferðum er lokið. Næsti leikur Grundarfjarðar er fimmtudaginn 17. júlí þegar liðið mætir Víði á Grundarfjarðarvelli klukkan 20. jsb Öll liðin af Vest- urlandi sem leika í fjórðu deild karla í knattspyrnu spiluðu leiki á fimmtudag- inn síðasta. Þar litu allar tegund- ir niðurstaðna dagsins ljós. Snæfell gerði jafntefli við Álftanes á Stykk- ishólmsvelli þar sem lokatölur urðu 1-1. Skallagrímsmenn fóru á Hvammstanga þar sem þeir þurftu að sætta sig við 4-3 tap gegn Kor- máki/Hvöt. Sigurganga Kára frá Akranesi heldur áfram og var eini sigur liðanna af Vesturlandi þennan daginn. Niðurstaðan varð 1-8 sigur Kára gegn Kóngunum á Framvell- inum í Úlfarsárdal. jsb Hér í suðurhlíðum Purkhóls fáum við helst tvær spurningar frá ferða- mönnum sem heimsækja Vatns- helli. Báðar þessar spurningar tengjast helstu grunnþörfum nú- tímamannsins. -Hvar kemst ég á klósett? -Hvar kemst ég í netsamband? Önnur þessara grunnþarfa ligg- ur í augum uppi og verður ekki til umræðu í þessari grein, þó eflaust sé mikil þörf á betri aðstöðu í þeim málum. Hin grunnþörfin er svo til ný- komin. Mjög stór hluti samskipta ferðamanna við ferðaþjónustu hér innanlands byggist á vefpóstum ásamt bókunarsíðum á netinu. Jafn- vel er svo komið að ýmsar upplýs- ingar og ferðaþjónustu er einung- is hægt að fá með því að vera net- tengdur. Til dæmis má nefna allar bókunarsíður hótela og gististaða, afþreyingu sem krefst bókana á net- inu, upplýsingar um öryggi, færð og veður á landinu, þ.á.m. vefsíður og smáforrit á borð við 112 appið, vegagerdin.is, safetravel.is og ved- ur.is. Upplýsingar þurfa að berast hratt og örugglega til ferðalanga sem eru svo til allir mjög tækni- væddir, með snjallsímana og tölv- ur sínar klárar til að fylgjast með breytingum á bókunum sínum, veðri og færð vega. Það væri svo sem mjög einfalt á flestum stöðum á landinu, þó ekki á einu helsta aðdráttarafli vestur- lands, þ.e. Þjóðgarðinum Snæ- fellsjökli. Frá Beruvík, suður eftir og austur Breiðuvíkina er lítið sem ekkert 3G samband hjá símafyrir- tækjum og jafnvel alls ekkert GSM samband (2G) á fjölförnum stöðum og vegköflum við Hólahóla. Ég spyr mig stundum hverjar áherslur Fjarskiptasjóðs og símafyr- irtækjanna hafi verið síðustu ár. Það er svo sem mjög þægilegt að rölta um Elliðaárdalinn, setjast niður á bekk, niðurhala og horfa á eina bíó- mynd eða tvær á sunnudagsmorgni enda fer 4G væðingu höfuðborgar- svæðisins að ljúka. Snæfellsbær hefur beitt sér fyrir og pressað á að koma þessum mál- um í lag, m.a. hér í Þjóðgarðinum en ekki hefur það gengið enn. Sjálf- ur hef ég eytt klukkutímum í sam- tölum við starfsfólk Símans um úr- lausnir og hvort eitthvað standi til í uppbyggingu. Sambandsleysi þetta hefur hamlað okkar uppbyggingu töluvert, svo ég tali nú ekki um hversu leiðinlegt það er að missa viðskiptavini af símalínunni. Ferða- mennirnir halda áfram að kvarta undan sambandsleysi, bæði vegna símasambands og 3G og veit ég til þess að þetta hefur ollið þeim vand- ræðum vegna breytinga í veðri og færð, bókunum í afþreyingu og gististaða. Síminn hefur sagt mér að minnsta kosti tvisvar sinnum að þeir hafi ekki áhuga á frekari uppbyggingu á 3G hér á svæðinu að svo stöddu og segja að 2G ,,eigi að duga“. Ann- ars benda þeir mér á að best sé að koma þessu á framfæri með öðrum hætti en símtölum og tölvupóstum. Ætli það sé ekki ástæðan fyrir grein sem þessari? Nú held ég (og þá væntan- lega ásamt Símanum) að press- an þurfi að koma frá samfélaginu öllu, Þjóðgarðinum Snæfellsjökli, Snæfellsbæ, ferðaþjónustuaðilum og þeim sem telja þetta sjálfsagða þjónustu við íbúa og ferðamenn þessa fjölfarna svæðis. Hafi einhverjir áhuga á að kynna sér þetta frekar og halda baráttunni áfram með okkur, endilega sendið mér tölvupóst á vatnshellir@vatns- hellir.is. (Milli kl. 10 og 18 er einn- ig hægt að senda 5G bréfdúfu á skrifstofu okkar við Vatnshelli). Ægir Þór Þórsson Vatnshelli Skagakonur töpuðu 0-3 fyrir ÍBV á mið- vikudaginn í síð- ustu viku þegar liðin mættust í sjöundu um- ferð Pepsí-deildar kvenna. Veðrið á Akranesi var mjög slæmt þann dag- inn og því fór leikurinn fram innan- dyra í Akraneshöllinni. Skagakonur byrjuðu leikinn vel og áttu nokkur góð marktækifæri á upphafsmínút- unum. Það voru hins vegar Eyja- konur sem skoruðu fyrsta mark leiksins á 23. mínútu og annað á 34. mínútu eftir slæm mistök í vörn Skagakvenna. Þannig var staðan í hálfleik. Á upphafsmínútum seinni hálfleiks skoraði svo Shaneka Jodi- an Gordon sitt þriðja mark í leikn- um og kom Eyjakonum í þriggja marka forystu. Síðari hálfleikur var að öðru leyti mjög rólegur og tíð- indalítill og lengra komust liðin ekki. Lokatölur því 0-3 fyrir Eyja- konur og þær gulklæddu enn án stiga í deildinni. Skagakonur mættu svo Breiða- blik í gærkvöldi á Akranesvelli en þeim leik var ekki lokið þegar Skessuhorn fór í prentun. jsb Kvennalið Víkings Ólafsvík mætti Haukastúlkum á Ólafsvíkurvelli á föstudaginn í fyrstu deild kvenna, A-riðli. Unnu heimakonur leik- inn með tveimur mörkum gegn einu. Fyrsta mark leiksins skoraði Yekaterina Mazareva Gohkman fyrir Víkingsstúlkur á 49. mín- útu. Freydís Bjarnadóttir bætti svo við öðru marki heimakvenna á 65. mínútu. Gestirnir úr Hafn- arfirði minnkuðu svo muninn á 79. mínútu en fleiri urðu mörkin ekki. Lokatölur í Ólafsvík 2-1 fyr- ir Víking sem er nú í sjötta sæti deildarinnar. Næsti leikur kvennaliðs Víkings Ó. er laugardaginn 12. júlí þeg- ar liðið tekur á móti Tindastóls- stúlkum á Ólafsvíkurvelli klukkan 14. Ástæða er til að hvetja heima- fólk til að bæta mætinguna á völl- inn og hvetja sitt lið til dáða. jsb Víkingur frá Ólafsvík tapaði gegn BÍ/Bolungarvík með tveim- ur mörkum gegn fjórum í níundu umferð fyrstu deildar karla í knatt- spyrnu á miðvikudaginn. Leik- ið var á Ólafsvíkurvelli við fremur erfiðar aðstæður en töluvert hvass- viðri var á meðan leikurinn fór fram. Heimamenn í Víkingi byrj- uðu með vindinn í bakið og skor- uðu fyrsta markið á 32. mínútu. Eyþór Helgi Birgisson skallaði þá boltann í markið eftir sendingu frá Samuel Hernandez. Staðan var enn 1-0 þegar flautað var til hálfleiks eftir frekar bragðdaufan fyrri hálf- leik. Seinni hálfleikur byrjaði með látum. Gestirnir frá Vestfjörðunum sem þá voru komnir með vindinn í bakið skoruðu jöfnunarmark strax á upphafsmínútunum. BÍ/Bolungar- vík komst svo yfir með marki á 70. mínútu en strax í næstu sókn jöfn- uðu heimamenn metin. Steinar Már Ragnarsson fylgdi eftir skoti sem markvörður BÍ/Bolungarvík hafði varið og kom boltanum í net- ið. Leikurinn róaðist aðeins eft- ir þetta og voru gestirnir aftarlega á vellinum þrátt fyrir meðvindinn. Þeir skoruðu svo mark á 80. mín- útu og Víkingsmenn sáu svo sjálf- ir um að klára leikinn fyrir gestina með klaufalegu sjálfsmarki þremur mínútum síðar. Næsti leikur Víkings Ó. er gegn KV á gervigrasinu í Laugardalnum þegar liðin mætast föstudaginn 11. júlí klukkan 20. jsb/ Ljósm. þa. Skagakonur töpuðu Grundar- fjörður gerði jafntefli Misjafnt gengi liðanna Pennagrein Alltaf í sambandi! – Það er Síminn Víkingsstúlkur unnu heimasigur Víkingur Ó. tapaði fyrir BÍ/Bolungarvík

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.