Skessuhorn


Skessuhorn - 16.07.2014, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 16.07.2014, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 29. tbl. 17. árg. 16. júlí 2014 - kr. 600 í lausasölu HEFUR SAFNAÐ FYRIR ÖKUTÆKI FYRIR HVERJU LANGAR ÞIG AÐ SAFNA? Allt um sparnað á arionbanki.is/sparnaður Loratadin Fæst án lyfseðils LYFIS Restaurant Munaðarnes Borgarfirði 525 8441 / 852 1601 Njótið veitinga í fallegu umhverfi S K E S S U H O R N 2 01 4 OPIÐ 12.00 – 22.00 Í HJARTA BÆJARINS VIÐ AKRATORG Matar- og antikmarkaður á Akranesi í sumar - Ekta markaðsstemning! Opið alla laugardaga kl. 13 - 17 Hér má sjá bæjarstrætóinn bruna um breiðstrætin á bæjarhátíðinni Heim í Búðardal um helgina. Hátíðir voru haldnar víðar um helgina á Vesturlandi, svo sem í Snæfellsbæ þar sem Sandara- og Rifsaragleði fór fram. Þjóðbúningahátíðin Skotthúfan var í Stykkishólmi og vegleg afmælishátíð og fornvéladagur á Hvanneyri. Þetta og margt fleira í Skessuhorni vikunnar. Ljósm. bae. Glysgjarn ufsi eða tæknilega sinnaður? Alfons Finnsson sjómaður og frétta- ritari Skessuhorns í Snæfellsbæ ger- ir út á strandveiðar í sumar á Frosta HF-320. Veiðarnar í síðustu viku gengu illa enda bræla framan af vik- unni. Annað var uppi á teningnum síðastliðinn mánudag enda veðrið orðið prýðisgott. Alfons sigldi laust fyrir klukkan fimm á mánudags- morguninn áleiðis um 20 sjómíl- ur vestur af Ólafsvík og komst þar í prýðilega veiði. „Þetta var mest aula- þorskur, margir 15 til 20 kílóa þung- ir og einn yfir 30 kílóin. Ég var því fljótur að fylla í kvóta dagsins þrátt fyrir að hafa einungis verið með tvær handfærarúllur í lagi. Þá var slatti af ufsa að koma líka á krókana.“ En Fonsi segist hafa rekið í rogast- ans þegar hann dró línuna undir lok veiðiferðar. „Það hafði ufsi bitið á lás- inn sem ég nota til að tengja færið og slóðann. Lásinn var glansandi og lík- lega hefur skinið á hann þarna niðri í djúpinu. Fiskurinn var engu að síð- ur kyrfilega fastur á lásnum. Þar sem ég hef aldrei séð neitt þessu líkt áður tók ég mynd, það hefði enginn trúað mér annars,“sagði Fonsi glaðbeittur í símann þar sem hann var á stíminu heim á leið með góðan dagsskammt af aulaþorski og ufsa. mm Netsamband lélegt í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli Í pennagrein sem birtist í síð- asta tölublaði S k e s s u h o r n s skrifar Ægir Þór Þórsson starfs- maður í Vatns- hellinum að net- tengingu á Snæ- fellsnesi sé veru- lega ábótavant. Ægir Þór segir frá því að algeng- asta spurning ferðamanna á svæð- inu snúist um hvar þeir komist í net- samband. Í Þjóðgarðinum Snæfells- jökli er lítið sem ekkert 3G sam- band frá símafyrirtækjum. Um er að ræða svæðið frá Beruvík, suður eftir og austur Breiðuvíkina. Á fjöl- förnum stöðum er jafnvel ekkert farsímasamband (2G) heldur. Hef- ur þetta komið sér illa fyrir ferða- menn, ferðaþjónustuaðila og aðra á umræddu svæði enda byggist stór hluti samskipta ferðmanna við fyrir- tækin í dag á bókunarsíðum á netinu og vefpóstsamskiptum. Ýmsar upp- lýsingar um ferðaþjónustu er nánast einungis hægt að fá á netinu. Þar má nefna bókunarsíður gististaða, upp- lýsingar um öryggi, færð og veður, svo eitthvað sé nefnt. Ferðamenn nú til dags eru flest- ir búnir snjallsímum eða tölvum og nota þann búnað til að fylgjast með breytingum á bókunum sínum, veðri og svo framvegis. „Snæfellsbær hefur beitt sér fyrir og pressað á að koma þessum málum í lag, m.a. hér í Þjóð- garðinum en ekki hefur það geng- ið enn. Þetta sambandsleysi hefur hamlað okkar uppbyggingu tölu- vert, svo ég tali nú ekki um hversu leiðinlegt það er að missa viðskipta- vini af símalínunni. Ferðamenn- irnir halda áfram að kvarta undan sambandsleysi, bæði vegna síma- sambands og 3G. Ég veit til þess að þetta hefur ollið þeim vandræðum vegna breytinga í veðri og færð, bókunum á afþreyingu og gististöðum,“ segir Ægir Þór í greininni. Hann hvetur til þess að pressa komi frá samfélaginu öllu, Þjóðgarðin- um Snæfellsjökli, Snæfellsbæ, ferða- þjónustuaðilum og þeim sem telja þetta sjálfsagða þjónustu við íbúa og ferðamenn þessa fjölfarna svæðis. Þá segir í greininni að þeir sem hafi áhuga á að kynna sér málið frekar og vilji halda baráttunni áfram geti haft samband við sig með tölvupósti á HYPERLINK “mailto:vatnshell- ir@vatnshellir.is” vatnshellir@vatns- hellir.is nú eða senda honum 5G bréfdúfu á skrifstofuna við Vatns- helli! grþ Ægir Þór Þórsson. Ægir Þór bendir á að vilji fólk hafa samband við sig sé 5G bréfdúfa jafnvel öruggasta samskiptaleiðin. Ufsinn sem beit á lásinn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.