Skessuhorn


Skessuhorn - 16.07.2014, Side 2

Skessuhorn - 16.07.2014, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2014 Næstu blöð VESTURLAND: Skessu- horn kemur út miðviku- dagana 23. og 30. júlí. At- hygli er vakin á því að mið- vikudaginn 6. ágúst kem- ur ekki út blað vegna sum- arleyfa starfsmanna sem líkt og áður er vikan í kringum verslunarmannahelgi. Blöð- in í ágúst koma því út 13., 20. og 27. ágúst. –mm Ólafur valinn besti þjálfarinn LANDIÐ: Ólafur Þórðar- son var í gær valinn besti þjálfari fyrri umferðar Pepsí- deildar karla í knattspyrnu. Þetta var mat álitsgjafa vef- síðunnar www.fotbolti.net. Óli þjálfar nú Víking R. en Víkingsmenn, sem eru ný- liðar í deildinni, hafa náð góðum árangri undir stjórn Ólafs. Nú hafa ellefu leikir verið spilaðir hjá öllum lið- um í Pepsí-deild karla og er hún því hálfnuð þetta tíma- bilið. Ólafur hefur í þeim leikjum stýrt liðinu til sig- urs í sex leikjum og gert eitt jafntefli.Víkingur er nú í fjórða sæti Pepsí-deildar- innar með 19 stig, jafn mörg og Íslandsmeistararnir í KR sem eru í þriðja sætinu með hagstæðari markatölu. -jsb Verkfærum stolið í Munaðarnesi BORGARFJ: Aðfararnótt síðastliðins föstudags var brotist inn í tvö sumarhús í Munaðarnesi í Borgarfirði. Unnið er við endurbygg- ingu húsanna. Var talsverðu af handverkfærum stolið frá verktakanum, svo sem hjól- og stingsögum og ýms- um öðrum handverkfærum. Húsin eru í eigu SFR stéttar- félags og eru tvö síðustu hús- in af tíu sem sami verktakinn hefur endurbyggt á liðnum árum fyrir SFR. Lögreglan í Borgarfirði og Dölum tók skýrslu af málinu. Eru þeir sem hugsanlega hafa orð- ið vitni að grunsamlegum mannaferðum frá miðnætti og til klukkan 7:30 sl. föstu- dagsmorgun, beðnir að láta lögregluna vita. –mm Félagaskipta­ glugginn opinn LANDIÐ: Í gær opnað- ist félagaskiptaglugginn að nýju fyrir leikmenn meist- araflokka og samningsbund- inna leikmanna yngri flokka í knattspyrnu. Glugginn er opinn til 31. júlí en eftir þann tíma eru engin félagaskipti leyfð innanlands. Gildir það jafnt um leikmenn meistara- flokka eða leikmenn yngri flokka. –jsb Rétt er að koma þeirri ábendingu til ökumanna bifreiða sem eru með tengivagna í eftirdragi, svo sem fellihýsi, hjólhýsi, tjaldvagna eða hestakerrur, að væða bíla sína framlengingu á speglum þann- ig að þeir geti fylgst með umferð- inni fyrir aftan. Alltof algengt er að menn viti lítið eða ekkert hvað er í gangi fyrir aftan bílinn sinn og skapi með því hættu þar sem öku- maður bíls númer tvö t.d. þorir ekki eða getur ekki tekið framúr. Spáð er hægvirði og mildu næstu dagana. Sunnanáttir verða ríkjandi fram á helgina og víða skúrir en bjart með köflum. Hiti 10 til 20 stig og hlýjast fyrir norðan og austan. Á sunnudag og mánudag er sama hægviðrið áfram, úrkomulítið og hlýtt í veðri. Á þriðjudag er útlit fyrir austanátt með vætusömu og hlýju veðri. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Fylgdist þú með HM í knattspyrnu?“ Niðurstaðan var sú að 30,1% fylgdist með öllum leikj- um mótsins, 45,6% fylgdust með nokkrum leikjum en 24,3% sáu engan leik. Í þessari viku er spurt: Hvað finnst þér verst við mikla rigningu? Forsvarsmenn ferðaþjónustufyrir- tækja á Vesturlandi sem bjóða upp á góð tjaldstæði, með t.d. hreinlæt- isaðstöðu til fyrirmyndar og að- stöðu t.d. til að þurrka föt, eru Vest- lendingar vikunnar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Eggert Herbertsson læt- ur af starfi framkvæmda- stjóra í upplýsingatækni- fyrirtækinu Omnis á næstu dögum, en hann hefur gengt því starfi í níu ár. Eggert hefur til- kynnt starfsmönnum um þessa ákvörðun sína, en við starfinu tekur Skaga- maðurinn Andrés Helgi Hallgrímsson. Eggert verður áfram einn af stærstu hluthöfum fyrirtæk- isins og situr í stjórn þess. Omnis er með starfsemi á Akranesi, Borgar- nesi, Reykjavík og Reykjanesbæ. „Ég er búinn að vera í þessu starfi í níu ár og fannst vanta smá fersk- leika. Ég var orðinn þreyttur sjálfur og vildi fara að gera eitthvað ann- að, það er heiðarlega svarið,“ seg- ir Eggert um ástæður þess að hann lætur af störfum. Hann segist hafa ýmsar hugmyndir um hvað taki við, en ætli sér þó að taka því rólega fyrst um sinn og ekkert sé fast í hendi með það. Hann er ánægður með stöðu fyrirtækisins. „Omnis hefur skil- að hagnaði síðustu þrjú árin og fyrstu sex mán- uðir þessa árs líta vel út. Auðvitað vill maður alltaf að þetta gangi betur, en þetta hefur verið réttu megin síðustu þrjú ár. Ég geng því sáttur frá borði og hlakka til að vinna áfram með þessum strákum sem eigandi og í stjórninni. Efst í huga mér er þakklæti til samstarfs- fólksins.“ Eggert kveðst sérstak- lega ánægður með eftirmann sinn og segir gott að fá Andrés Helga til liðs við fyrirtækið. -mm Ný stjórn hefur verið skipuð fyrir Höfða hjúkrunar- og dvalarheim- il á Akranesi. Frá Akraneskaupstað voru kjörnir í stjórnina sem aðal- menn Kristjana Helga Ólafsdóttir formaður, Ólína Ingibjörg Gunn- arsdóttir og Kristján Sveinsson. Varamenn þeirra eru Atli Harð- arson, Svanberg J. Eyþórsson og Guðjón V. Guðjónsson. Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir var kjör- in varaformaður stjórnar. Frá Hval- fjarðarsveit var Margrét Magnús- dóttir kosin aðalmaður og Daníel Ottesen varamaður í stjórn Höfða. Sem kunnugt er á Akraneskaup- staður 90% eignarhlut í Höfða og Hvalfjarðarsveit 10%. Stjórnarkjörið var kynnt á fundi stjórnar Höfða sl. miðvikudag. Þar var einnig tilkynnt að svar hafði borðist frá Velferðarráðuneytinu fyrir skömmu þar sem ráðuneytið fellst á að breyta fjórum dvalarrým- um í tvö hjúkrunarrými, frá og með 16.júní sl. Eftir breytinguna verða 55 hjúkrunarrými og 21 dvalarrými á Höfða. þá Skagamaðurinn Sævar Freyr Þrá- insson er nýr forstjóri fjölmiðla- fyrirtækisins 365 og tekur við starf- inu af Ara Edwald. Sævar Freyr hóf nýlega störf hjá fyrirtækinu eftir að hafa verið forstjóri Símans um nokkurra ára skeið. Ari Edwald frá- farandi forstjóri verður Sævari inn- an handar næstu mánuði. Sævar Sveitarstjórn Borgarbyggðar sam- þykkti á fimmtudag í síðustu viku ályktun þar sem hún lýsir áhuga og metnaði til þess að koma að samtali við ríkisvaldið um eflingu Hvanneyrarstaðar sem háskóla- og fræðastaðar. Þá tekur sveitarstjór- nin heilshugar undir ályktun Holl- vinasamtaka Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ), en þau skoruðu á dögunum á stjórnvöld að tryggja stöðu og sjálfstæði skólans. Ályktun sveitarstjórnar: „Sveitarstjórn Borgarbyggðar fagn- ar framkominni ályktun Hollvina- samtaka Landbúnaðarháskóla Ís- lands og tekur heilsuhugar undir þau sjónarmið sem þar koma fram. Jafnframt lýsir sveitarstjórn Borg- arbyggðar yfir áhuga og metnaði til þess að koma að samtali við ríkis- valdið um eflingu Hvanneyrarstað- ar sem háskóla- og fræðastaðar. Sveitarstjórn Borgarbyggð- ar bindur vonir við að ríkis- stjórn Íslands muni ötullega fram- fylgja stefnumótandi byggðaáætl- un 2014-2017 sem samþykkt var á síðasta þingi. Þar er m.a. kveðið á um að stuðlað verði að fjölbreytt- um atvinnutækifærum um allt land með dreifingu starfa á vegum rík- isins og að staðsetning opinberra starfa verði notuð með markviss- um hætti til að skapa störf og efla mannauð og fagumhverfi um land allt. Á gildistíma áætlunarinnar er stefnt að því að fækkun opinberra starfa utan höfuðborgarsvæðisins snúist í fjölgun með nýjum verkefn- um eða tilflutningi verkefna. Sveitarstjórn Borgarbyggð- ar áréttar þá skoðun sína að sjálf- stæði Landbúnaðarháskóla Íslands sé tryggt og að skólanum þurfi að tryggja aukið fjármagn til rekst- urs og heimild til að selja eignir. Skólinn hefur ekki farið varhluta af miklum niðurskurði á síðustu árum sem m.a. hefur leitt til fækkunar starfa á landsbyggðinni. Áfram- haldandi sjálfstæði LBHÍ er ein grunnforsenda þess að það takist að skapa störf og efla mannauð og fag- umhverfi á landsbyggðinni.“ mm Snorri Þorsteinsson frá Hvassafelli lést síðastliðinn miðvikudag, 83 ára að aldri. Snorri var lengi kennari við Samvinnuskólann á Bifröst og fræðslustjóri Vesturlands frá 1975 til 1996. Hann veitti Skólaskrifstofu fyrir Vesturland, utan Akraness, for- stöðu frá 1996 til 2000. Snorri var fæddur og uppalinn á Hvassafelli í Norðurárdal og bjó þar alla tíð með- an hann kenndi í Samvinnuskólan- um á Bifröst. Hann sinnti búskap meðfram kennslunni. Árið 1976, ári eftir að hann tók við starfi fræðslu- stjóra, flutti hann í Borgarnes, en þar var fræðsluskrifstofan sett á stofn. Snorri gegndi ýmiskonar trúnaðar- störfum í gegnum tíðina og var til að mynda fulltrúi í svæðisráði um mál- efni fatlaðra á Vesturlandi í 28 ár. Sagan var Snorra hugleikin og skrifaði hann fjölmörg rit um söguleg málefni, meðal annars Sögu Spari- sjóðs Mýrasýslu og bók um barna- fræðslu í Mýrasýslu frá 1880-2008. Þá skrifaði hann um sögu Sambands veiðifélaga. Snorri starfaði lengi með Sögufélagi Borgfirðinga, var formað- ur þess um skeið og gegndi einnig starfi framkvæmdastjóra. Þar kom hann að útgáfu Borgfiskra æviskráa og hafði forgöngu um að Borgfirð- ingabók var gefin út á ný. Snorri var kvæntur Eygló Guðmundsdóttur, en hún lést árið 2012. Fósturdóttir hans og dóttir Eyglóar er Margrét Guð- jónsdóttir. kóp And lát: Snorri Þorsteinsson Kosin ný stjórn fyrir Höfða Sævar Freyr verður forstjóri 365 Freyr segir í tilkynningu að verk- efnið sé spennandi. „Við búum yfir afar hæfu starfsfólki, öflugum miðlum og ekki síst góðum við- skiptavinum til langs tíma,“ seg- ir hann í fréttatilkynningu. „Sævar Freyr hefur mikla reynslu í rekstri og þekkingu sem mun nýtast 365 á spennandi tímum,“ segir Ingibjörg S. Pálmadóttir, stjórnarformaður 365. Framundan hjá 365 miðlum eru tímamót sem felast m.a. í end- urfjármögnun og hlutafjáraukn- ingu. mm Eggert hættir sem fram­ kvæmdastjóri Omnis Sveitarstjórn vill koma að viðræðum um LbhÍ

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.