Skessuhorn


Skessuhorn - 16.07.2014, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 16.07.2014, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2014 Illugi Gunnars- son mennta- og menningar mála- ráðherra hefur skipað dr. Björn Þ o r s t e i n s s o n aðstoðar rektor k e n n s l u m á l a tíma bundið sem rektor Landbún- aðarháskóla Íslands frá 1. ágúst nk. til 31. desember 2014. Þetta kem- ur fram í tilkynningu frá skólan- um. Þessi skipan kemur í framhaldi af ákvörðun sem tekin var á fundi háskólaráðs LbhÍ 8. júlí síðastlið- inn. En á þeim fundi var eftirfar- andi samþykkt gerð: „Skipunartíma núverandi rektors Landbúnaðarhá- skóla Íslands lýkur 31. júlí nk. Fyrir liggur að hann sækist ekki eftir end- urráðningu á nýju skipunartímabili. Samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um opinbera háskóla, nr. 85/2008, ber háskólaráði við þessar aðstæður að undirbúa tilnefningu nýs rektors. Í ljósi þessa leggur háskólaráð Landbúnaðarháskóla Íslands til við mennta- og menningarmálaráð- herra að Dr. Björn Þorsteinsson aðstoðarrektor kennslumála verði með heimild í 24. gr. laga um rétt- indi og skyldur starfsmanna ríkis- ins, nr. 70/1996, settur í embætti rektors til 31. desember nk. Há- skólaráðið mun þegar hefja und- irbúning að tilnefningu nýs rekt- ors Landbúnaðarháskóla Íslands sem ráðherra skipar til fimm ára frá og með 1. janúar 2015. Háskólaráð hefur ákveðið að starfið verði aug- lýst opinberlega.“ Háskólaráð hefur skipað sérstaka undirbúningsnefnd sem í sitja Sig- ríður Hallgrímsdóttir, Bjarni Stef- ánsson og Hilmar Janusson sem mun undirbúa ráðningarferlið. Gert er ráð fyrir að auglýsa starf- ið í byrjun september. Stefnt er að því að niðurstaða um ráðningu nýs rektors liggi fyrir í desember“ kóp Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.480 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.150. Verð í lausasölu er 600 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir, blaðamaður gudny@skessuhorn.is Jóhann Skúli Björnsson, blaðamaður jsb@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Tinna Ósk Grímarsdóttir (vefauglýsingar) tinna@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Heppnasti áhorfandinn og óheppnasti spilarinn Á næstu dögum mun það koma í ljós hvort Íslendingar eiga sér líf eftir HM í fótbolta. Nú 64 leikjum og heilum mánuði síðar er mótinu loks lokið, með næstum eins fyrirsjáanlegum úrslitum og búast hefði mátt við. Reyndar hefði ég giskað á að Holland myndi spila úrslitaleikinn en ég tek það fram að sú spá byggir eingöngu á ummælum annarra. Ég er nefnilega einn af þeim sem hef áhuga á fótbolta í afskaplega litlum skömmtum, af og til. Finnst t.d. al- veg fráleitt að fótboltaleikir skuli þurfa að vara í heilar 90 mínútur ásamt löngu hléi á milli. Það mætti svo hæglega gera út um það á skemmri tíma hvort liðið af tveimur er betra. Svo skil ég alls ekki hvernig gera má úr þess- ari íþrótt svona mikla peningamaskínu. Að leikmenn þurfi að kosta millj- arða. Svo kannski eru þessir milljarðamenn búnir að vera eftir eina slæma tæklingu. Oft þarf ekki mikið til. Hvenær haldið þið til dæmis að hinn arg- entíski landsliðsmaður Javier Mascherano verði búinn að ná sér, andlega og líkamlega, eftir að hann reif á sér endaþarminn í undanúrslitaleiknum gegn Hollandi? Reyndar var það hann sem var að tækla einn hollenska spilarann og getur því sjálfum sér um kennt. Til allrar hamingju var Mascherano hik- andi þegar hann greindi frá þessum óförum sínum á blaðamannafundi eftir leikinn; „sagðist ekki vilja vera dónalegur með því að lýsa meiðslunum of ná- kvæmlega,“ sagði orðrétt á fréttavef RUV og augljóst að fréttamanninum var ekki skemmt. Líklega er Macherano óheppnasti spilari mótsins. Svipurinn á honum eftir tapið í úrslitaleiknum ýtti allavega undir þá skoðun mína. Reyndar hef ég ekkert á móti fótbolta og hef heldur ekki almennt skoðun á ólíkum gerðum íþróttameiðsla. Hef þó meiri áhyggjur af því þegar hross t.d. meiða sig af því óíþróttamannslegum mélum er troðið upp í þau fyrir keppni. Þau hafa nefnilega ekki val. Engu að síður finnst mér miklu meira spennandi að horfa á fótboltakappleik heldur en t.d. beina lýsingu frá golf- móti í rigningarsudda á Bretlandseyjum, eða beina lýsingu frá heimsmeist- aramótinu í skák. En fyrst á annað borð þarf að sýna alla þessa fótboltaleiki í Ríkissjónvarpinu, sem ég borga áskrift fyrir hvernig svo sem mér líkar dag- skráin, er ég þakklátur fyrir að mótið er haldið að sumri til. Mér er nefni- lega miklu meira sama hvort dagskránni er spillt með því að sýna fótbolta á bestu áhorfstímum, dag eftir dag í heilan mánuð, ef valinn er heitasti tími ársins til þess. Ég ítreka enn og aftur að ég tel mig alls ekki vera svona öfga andstæð- ing knattspyrnu. Ég hafði meira að segja fyrirfram ákveðið að horfa sjálfur á einn leik á þessu HM móti og valdi að sjá leik Brasilíu og Þýskalands í und- anúrslitunum. Reyndar var ég alveg svakalega heppinn, heppnasti áhorfandi í heimi. Þetta kvöld var ég átta mínútum of seinn framan við skjáinn þannig að ég sá ekki þessar fyrstu mínútur, enda gerðist víst ekkert á þeim. Svo sett- ist ég - og viti menn! Á næstu þrjátíu mínútum skoraði þýska stálið hvorki fleiri né færri en fimm mörk án þess að Brassarnir gætu rönd við reist. Eft- ir það gat þessi leikur ekki orðið spennandi þannig að mínúturnar mínar framan við sjónvarpsskjáinn á þessu HM í knattspyrnu 2014 urðu einung- is 30 og uppfylltu þær með öllu þörf mína á þessu sviði að minnsta kosti til ársins 2018. Eftir á að hyggja er ég handviss um að enginn áhorfandi á heilu heimsmeistaramóti hafi orðið vitni að jafn mörgum mörkum á áhorfstíma, eins og ég. Þetta var mark á sjöttu hverri mínútu, svona rétt eins og í miðl- ungsslöppum handboltalandsleik. Þetta heitir því að fá mikið fyrir pening- inn og fyrir þessar 30 mínútur er ég afskaplega þakklátur fyrir að hafa borg- að afnotagjaldið mitt til RUV. Eftir þennan hálftíma við skjáinn fannst mér reyndar alveg einboðið að Þjóðverjar yrðu heimsmeistarar og fannst mót- ið búið í mínum huga. Ég frétti svo seint á sunnudagskvöldið að þeir þýsku hefðu unnið með einu marki og að það hafi tekið þá heilar 113 mínútur að skora það. Þá var ekki mark sjöttu hverja mínútu. Nei, það eru ekki allir jafn heppnir! Magnús Magnússon. Dr. Björn Þorsteinsson skipaður rektor LbhÍ Vindhæli flutt Íbúðarhúsið Vindhæli sem stóð við Vesturgötu 51 á Akranesi var flutt síðastliðinn föstudag. Áður hafði verið veitt heimild til að rífa húsið en það var talið ónýtt. Líkt og fram kom í síðasta tölublaði Skessu- horns var það Jón Friðrik Jónsson frá Hvítárbakka sem flutti húsið á heimaslóðir sínar í Bæjarsveitinni. Hið rúmlega hundrað ára gamla Vindhæli hefur því fengið nýtt stæði að Vindheimum í Borgar- firði. grþ Vindhæli var flutt frá Akranesi að Vindheimum aðfararnótt föstudagsins. Ljósm. Jónas Ottósson. Tilboð barst í húsin í Englendingavík Hjá Byggðastofnun liggur nú fyrir kauptilboð í húsin í Englendinga- vík í Borgarnesi. Eignin er skráð sem Skúlagata 17 og er ríflega 650m² safn/veitingahús. Að sögn Hjalta Árnasonar lögfræðings hjá Byggðastofnun er tilboðið jafnhátt ásettu verði fyrir eignina, eða 50 milljónir króna. Í húsunum í Eng- lendingavík hefur á annað ár ver- ið starfrækt Edduveröld, veitinga- og kaffihús. Eigendur Edduver- aldar hafa frest til 22. júlí nk. til að ganga inn í tilboðið. Þeir funduðu með sveitarstjórn Borgarbyggð- ar á dögunum um málið. Sveitar- stjórn taldi sig ekki hafa aðkomu að málinu lengur, en húsin í Englend- ingavík fóru á sínum tíma úr eigu sveitarfélagins við kaup Brúðu- heima á þeim. Húsin fóru síðan í fang Byggðastofnunar við gjald- þrot Brúðuheima. Tilboð í hús- in í Englendingavík setja rekstur Edduveraldar í uppnám. Eigend- ur Edduveraldar sögðust ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu þeg- ar haft var samband sl. mánudag. Það mun vera rekstraraðili Iðnós veitingahúss í Reykjavík sem hefur gert tilboð í húsin í Englendinga- vík. þá Þrjú skip væntanleg í Grundarfjörð í dag Franska skemmtiferðaskipið Le Austral átti viðkomu í Grund- arfirði síðastliðinn miðvikudag. Þetta var í fyrsta skipti sem skip- ið kom til Grundarfjarðar, en hér er um að ræða systurskip Le Bori- al. Tæplega 300 farþegar voru um borð og fóru þeir flestallir í rútu- ferð um Snæfellsnes áður en skip- ið sigldi burt klukkan 17. Le Astral er 10.944 brúttótonn og 181 metri á lengd. Eins og við greindum frá í Skessuhorni í síðustu viku er von á alls 19 skipum til Grundarfjarðar í sumar, sem er met. Það stefnir þó í að það met verði slegið strax næsta sumar. „Við höfum nú þegar feng- ið 32 bókanir fyrir sumarið 2015 og hafa þær aldrei verið fleiri,“ segir Hafsteinn Garðarsson hafn- arstjóri í Grundarfirði í samtali við Skessuhorn. Í dag, miðvikudag- inn 16. júlí, mun það í fyrsta skipti gerast að þrjú skip verða samtímis í Grundarfirði. mm/ Ljósm. sk.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.