Skessuhorn


Skessuhorn - 16.07.2014, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 16.07.2014, Blaðsíða 5
5MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2014 Afgreiðslutími þriðjud. til föstud. 12.30 – 18.00 Veiðivörur í miklu úrvali Stekkjarholti 8-10 • Akranesi • 431 4318 • 894 2298 www.veidibudin.is • veidibudin@veidibudin.is S K E S S U H O R N 2 01 4 Umsjón: Gunnar Bender og Magnús Magnússon Flugustangir Fluguhjól Línur Taumefni Flugur Veiðivörur í úrvali Guð láti gott á vita og fullt af fiski Vestlendingar hafa ekki farið var- hluta af hinu milda og hlýja veðri sem ríkt hefur á landinu í sumar. Því fylgir að spretta á öllum gróðri hefur verið með eindæmum góð. Landshlutanum hefur hins vegar ekki verið úthlutað mörgum sól- ardögum. Bændur hafa vaxandi áhyggjur af vætutíðinni og segja heyfeng verða mikinn að vöxtum en með mjög litlu næringargildi. Margir sem slógu í júní náðu þó af- bragðs töðu. Tún eru nú víða gríð- arlega blaut þannig að meira en eins eða tveggja daga þurrk þarf til að hægt sé að fara um þau með vél- ar. Bjarni Guðmundsson bóndi á Skálpastöðum í Lundarreykjadal segir sprettuna alveg gríðarlega mikla en næringargildinu hraki stöðugt og horfur á þurrki séu litl- ar ef marka má veðurspár. „Ég tel að bændur í kringum mig séu flest- ir byrjaðir að slá og margir langt komnir. Ég rúllaði stykki sem er svona 1,5 ha og fékk af því 37 rúll- ur. Það er allt of mikið, 15-20 hefði verið fínt. Það síðasta sem ég náði af heyjum hafði lélegt fóðurgildi og almennt hefði ég þurft að vera bú- inn að slá fyrir svona 2-3 vikum síð- an. Ástandið er í raun mikið verra en í fyrra. Þá var nefnilega vor- ið kalt svo það spratt hægar.“ Að- spurður um háarslátt segir Bjarni að vöxtur á henni fari alltaf seinna af stað þegar grasið er fullsprottið þegar fyrsti sláttur er sleginn svo tíminn verði að leiða í ljós hvern- ig það fari. Hins vegar liggi fyr- ir að fóðurbætissalar munu kætast. „Annars kemur þetta í ljós þegar ég læt rannsaka heysýnin. Svo voru hundadagar að byrja og ef hefur rignt á hundadeginum, þýðir það þá ekki rigningu næstu 5-6 vikur,“ spyr Bjarni. Á Stakkhamri í Eyja- og Mikla- holtshreppi búa Laufey Bjarnadótt- ir og Þröstur Aðalbjarnarson. Þau náðu gríðarlega góðum heyjum í byrjun júní, kjarnfóðursígildi. Úr- vals kúafóður eins og Laufey kemst að orði. Síðan hefur hins vegar ver- ið erfitt um heyskap. Það sem ekki náðist í júní er orðið mikið sprott- ið og úr sér sprottið og umferð um tún er erfið sérstaklega á nýræktum og gamalræktuðum túnum með lé- legum skurðum. Háin er þó öll eft- ir. „Við erum líklega búin að ná um 40% af heyforða fyrir kýrnar. Svo eigum við eftir grænfóður og svona helminginn af heyfeng fyrir aðrar skepnur. Við viljum reyna að þurrka það sem eftir er svo það sé einhver lystileiki í því fyrir skepn- urnar. Þannig að hver glýja er not- uð til að taka blett og blett en hver hektari ber gríðarlegt magn af heyj- um,“ segir Laufey. Haraldur Benediktsson býr á Vestri Reyn við Akrafjall. Hann segir sprettuna feiknarlega mikla en uppskeruna lakari að gæðum. Tún séu með eindæmum blaut og minni á árin 1983-84 þegar vatn stóð eftir í hjólförum þegar ver- ið var við slátt. Haraldur telur að þroskinn sé svona 7-10 dögum fyrr en í góðu ári. „Hér er búið að slá allt hey fyrir kýr og við stólum ekki mikið á háarslátt. En ég hef aldrei séð svona mikla uppskeru af tún- um eins og núna en að sama skapi kraftlítið hey. Hér eru m.a. göm- ul mýratún. Og eins og ástandið er núna er orðinn vandi að koma kún- um inn á stykkin vegna bleytu og jafnvel orðið að færa þær til vegna þess. Það er eins og komið sé harða haust með endalausar moldarsúp- ur.“ Í Vífilsdal í Dölum býr Hörð- ur Hjartarson. Hann segir að þau ófriðuðu tún sem ekki var borið snemma á, hefðu fram undir þetta verið í þokkalegu lagi. Hörður er búinn að ná heyi af um sjö hekt- urum af þeim 50 sem hann slær. „Þetta var vallarfoxgras sem hafði verið beitt í vor. Ég sló það í þurru og fékk tvo sólarhringa sem var al- veg nóg. Í raun sló ég bara þarna til að byrja. En síðan hefur ekki ver- ið þurrkur. Ég vil helst ná heyjum þurrum ef möguleiki er. Ég er með gjafagrindur og það er leiðinlegt að eiga við þetta blautt.“ Hörð- ur segir ástandið hjá sér hafa verið þolanlegt fram að þessu en nú fari að síga á ógæfuhliðina og ástand- ið fari að verða slæmt. „En ef gef- ur nokkra daga verður maður ekki lengi að taka þetta. Þá er hins veg- ar orðin spurning um undirlagið. Það þarf ábyggilega uppundir viku sumsstaðar til að síga úr jarðveg- inum.“ bgk Um nær allt land bíða menn eftir smálaxagöngum sem verulega hef- ur skort á í sumar. Ýmsar kenningar hafa heyrst um ástæðurnar eins og kalt vor í fyrra eða makríllinn. Hver sem ástæðan er þá var stór straum- ur um helgina og bíða margir veiði- menn með öndina í hálsinum yfir því hverju hann skilar. Laxagöngur hafa sést í sjónum úti fyrir árósum sem virðast ekki skila sér inn í árn- ar. Kenna menn gríðarlegu vatns- magni um. Allflestar laxveiðiár eru með afla langt undir væntingum, en vonin er enn til staðar. Héðan og þaðan Fyrsti laxinn er kominn á land á Vatnasvæði Lýsu á Snæfellsnesi og virðist vel haldinn. Á svæðinu er töluvert um fisk en minna af veiði- mönnum. Í Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum er búið að landa fyrstu löxunum. Ekki fara margar sögur af fjölda þeirra en vatnið í ánum er mikið. Veiðin hefur farið rólega af stað í Laxá í Dölum. Búðardalsá hefur gefið níu laxa og í Hörðudalsá hafa veiðst fjórir laxar og fimm bleikj- ur. Stærsti laxinn var 12 pund. Þyk- ir það ágæt byrjun. Þá hefur eitt- hvað veiðst í Miðá en við höfum ekki fjölda. ,,Við fengum fjóra laxa og það var lítið af fiski,“ sagði Ævar Rafns- son sem var að koma úr Flókadalsá í Borgarfirði. Veiðin í Flóku hefur farið rólega af stað líkt og víðar, en áin hefur nú gefið um 80 laxa. Laxá í Leirársveit hefur gefið 50 laxa og veiðimenn voru að berja al- veg niður við sjó í fyrradag á flóð- inu. „Við erum að veiða í Álftá á Mýr- um og eru búnir að veiða einn lít- inn lax og nokkra sjóbirtinga, það er ekki mikið af fiski,“ sagði Snorri Tómasson við Álftá á Mýrum um helgina. „Við sáum stórar göngur fyr- ir utan Langá á Mýrum um dag- inn,“ sagði Hörður B. Hafsteinsson stjórnarmaður í SVFR sem var á veiðislóðum við Langá um helgina. Veiðimenn voru að berja Langá en fiskurinn gaf sig lítið. Einn og einn lax stökk. Krafturinn var ekki mik- ill. Nýi staðurinn heitir Hlaupastrengur Líkt og í öðrum ám í Borgarfirði hefur veiðin í Gufuá farið rólega af stað og er minni en í fyrra þótt vatnið sé margfalt meira. Þann 11. júlí voru skráðir til bókar 23 lax- ar. Á sama tíma í fyrra voru komn- ir 53 laxar á land. Gufuá er tveggja stanga á og hefur því veiðst ríflega einn fiskur á dag að sögn þeirra félaga Gylfa Jóns Gylfasonar og Guðlaugs Fjeldsted. Þeir segja mikilvægt að halda einbeitingunni í veiðinni. Þegar lítið fiskist sé mik- ilvægt að reyna sem víðast og missa ekki trúna á að fisk sé að finna. Það gildir reyndar um allar ár. Nú er mikilvægt að reyna sem víðast og veiða á stöðum sem sjaldan er far- ið á, þá getur ýmislegt skemmti- legt skeð. Til dæmis lenti Róbert Orri Skúlason í ævintýralegri upp- Gríðarleg spretta en næringargildi hrakar í fóðrinu Spretta á öllum gróðri hefur verið með eindæmum mikil í sumar. Ekki bara á grasi, heldur t.d. líka á rabarbara. Hér er myndarlegur rabararbari hjá Þórunni Jónu Kristjánsdóttur í Túni í Borgarhrepp. ákomu í ómerktum streng fyrir ofan hundrað metra fossaflúðir í síðustu viku. Fiskurinn tók og datt ekkert betra í hug en að stinga sér niður úr strengnum og æða niður flúðirnar. Baráttunni lauk 400 metrum neðar þar sem fiskinum var landað af laf- móðum veiðimanni. Gylfi Jón tók fisk þarna deginum áður sem gerði nákvæmlega það sama. Strengur- inn heitir því upp frá þessu Hlaupa- strengur. Fallegar bleikjur úr Hörðudalsá þar sem veiðin byrjar ágætlega. Fallegur lax borinn ofurliði úr Gufuá. Úlfar Reynisson með einn af fyrstu löxunum úr Staðarhólsá í Dölum, hér við Brúarhylinn. Jón Þ. Ingimundarson með fallega laxa á Mýrunum í fyrradag.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.