Skessuhorn


Skessuhorn - 16.07.2014, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 16.07.2014, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2014 Fjölgun íbúa SNÆFELLSBÆR: Snæ- fellingum hefur fjölgað um 33 frá síðustu áramót- um, eða um 2%. Um ára- mót var 1691 íbúi skráð- ur í Snæfellsbæ samkvæmt Hagstofunni en þann 7. júlí voru íbúarnir orðnir 1724 talsins. Kristinn Jón- asson bæjarstjóri í Snæ- fellsbæ segist halda að fjöl- skylduflutningar í bæinn útskýri þessa fjölgun. „Það hafa verið að flytja hingað einstaklingar og barnmarg- ar fjölskyldur. Það útskýrir þetta helst að ég tel,“ segir Kristinn og bætir því við að ágætis atvinnuástand sé nú í Snæfellsbæ. Hann segir að barnsfæðingar hafi auð- vitað einhver áhrif á íbúa- fjöldann en þær hafi ekki verið óvenju margar und- anfarna mánuði. „Þetta er mjög jákvæð þróun sem vonandi heldur áfram.“ -grþ Fæðingum fækkaði í fyrra LANDIÐ: Árið 2013 fædd- ust 4.326 börn á Íslandi, sem er nokkur fækkun frá árinu á undan þegar hér fæddust 4.533 börn. Fleiri stúlkur komu í heiminn en drengir, eða 2.197 á móti 2.129. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands. Á Vesturlandi er sama þró- un uppi á teningnum hvað varðar fækkun fæðinga, en árið 2013 fæddust 190 börn sem áttu móður með lög- heimili á Vesturlandi. Árið 2012 voru þau hins vegar 222. -mm Vilja ræða sameiningu með haustinu DALIR: Á fundi sveit- arstjórnar Dalabyggð- ar í byrjun mánaðarins var rædd niðurstaða skoðana- könnunar um sameiningu sveitarfélaga sem fram- kvæmd var samhliða sveit- arstjórnarkosningum í vor. Um 60% þeirra sem tóku þátt voru hlynntir því að sveitarstjórn Dalabyggð- ar kanni áhuga nágranna- sveitarfélaga á sameiningu. Tæp 32% töldu vænlegast að ræða við Reykhólahrepp en rúm 30% við Reykhóla- hrepp og Stranda byggð. Jóhannes Haukur Hauks- son oddviti sveitarstjórnar lagði til að óskað verði eftir fundi með sveitarstjórnum Reykhólahrepps og Strand- abyggðar á haustmánuð- um þar sem þessi mál verði rædd sem og önnur mál sem varða sameiginlega hagsmuni sveitarfélaganna. Var tillagan samþykkt sam- hljóða á umræddum fundi sveitarstjórnar Dalabyggð- ar. –þá Þyrla sótti slasaðan mann DALIR: Tilkynning barst til lögreglunnar í Borgar- firði og Dölum og óskað eft- ir aðstoð björgunarsveitar um klukkan 15 á sunnudag- inn vegna ökumanns fjór- hjóls sem fallið hafði af hjóli sínu í Laugardal í Dölum. Maðurinn var á ferð utan alfaraleiðar ásamt nokkr- um félögum sínum en ekki var fært á svæðið á sjúkra- bíl, að sögn lögreglu. Leit- að var aðstoðar Landhelgis- gæslunnar og hittist þann- ig á að þyrla gæslunnar var skammt undan á leið í ann- að útkall í Jökulfjörðum. Var það látið bíða og hinn slasaði sóttur í Laugardal og hann fluttur á slysadeild í Reykja- vík. Áður höfðu björgunar- sveitarmenn hlúð að hinum slasaða og búið til flutnings. Maðurinn slasaðist mikið enda kastaðist hann nokkra metra af hjólinu. Hann var á gjörgæsludeild fyrsta sól- arhringinn eftir slysið en var kominn á sjúkradeild í gær- morgun. -þá Tíu umferðar­ óhöpp LBD: Tilkynnt var um tíu umferðaróhöpp til lögregl- unnar í Borgarfirði og Döl- um í liðinni viku. Urðu meiðsli á fólki í fimm af þess- um óhöppum, en ekki alvar- leg að sögn lögreglu nema í fjórhjólaslysi í Dölum sem sagt er frá í annarri frétt hér í blaðinu. Lögregla segir að nú sé mikil umferð á vegum vegna háferðamannatíma og því sérstakrar aðgæslu þörf. Í tveimur tilfellum var ekið á sauðfé. Sjö ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í vikunni og tveir fyrir ölv- un við akstur. Þá var ein lík- amsárás kærð til lögreglu en áverkar minniháttar. –þá Veiði makrílkrókabáta sem róa frá Snæfellsnesi er að glæðast þessa dagana eftir fremur rólega veiði fyrst í mánuðinum. Aðkomubátar hafa verið að streyma í hafnirnar í Snæfellsbæ. Er von á talsverðum fjölda báta þegar lengra líður á júlí- mánuð. Verið var að landa úr Pá- línu Ágústsdóttur GK-1 um þrem- ur tonnum af makríl á sunnudag- inn þegar fréttaritari Skessuhorns átti leið um. Á sama tíma var einnig verið að landa úr Brynju SH tveim- ur og hálfu tonni af góðum makríl. af Páll S. Brynjarsson hefur ver- ið ráðinn framkvæmdastjóri Sam- taka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV). Páll var sveitarstjóri Borg- arbyggðar í tólf ár en lét af störfum eftir kosningarnar í vor. Alls sóttu 19 um starfið og voru þrír teknir í viðtöl. Stjórn SSV samþykkti sam- hljóða á fundi sínum mánudaginn 7. júlí að ganga til samninga við Pál og nú hefur verið gengið frá þeim. Páll tekur til starfa 1. sept- ember nk. Páll segir að starfið leggist mjög vel í sig. Það hafi verið fyrsti kost- ur að finna starf í Borgarnesi, en þar hefur hann búið síðustu tólf árin. „Mér finnst afar áhuga- vert verkefni að fara að vinna fyr- ir Samtök sveitarfélaga á Vest- urlandi. Samtökin eru að ganga í gegnum ákveðnar breytingar núna og það er búið að setja fleiri verk- efni undir þeirra hatt. Mitt fyrsta verk verður að fara í gegnum all- ar þær breytingar og klára það sem framundan er.“ Páll telur að vægi landshlutasamtaka sveitarfélaga muni aukast í framtíðinni, þó ekki sé um lögbundið stjórnsýslustig að ræða. „Ég hef þá trú að verkefnum landshlutasamtakanna eigi eftir að fjölga og þau eigi eftir að fá meira vægi í stjórnsýslunni.“ Gunnar Sigurðsson, formað- ur stjórnar SSV, segir að stærstu verkefni framkvæmdastjórans muni snúa að málefnum fatlaðra og al- menningssamgöngum. Þau Hrefna B Jónsdóttir og Ólafur Sveins- son hafa skipt með sér starfi fram- kvæmdastjóra, en hvorugt þeirra hafði áhuga á að taka starfið að sér. Almenningssamgöngur hafa verið á borði Ólafs en Hrefna séð um mál- efni fatlaðra. Hún mun gegna starfi fjármálastjóra og framkvæmda- stjóra Sorpurðunar Vesturlands, en Ólafur sinna atvinnuáætlun, sókn- aráætlun og Vaxtarsamningi Vest- urlands. „Sambandið heldur aukaaðal- fund í september og þá verður þetta allt kynnt betur. Þetta er nýtt fyrir- komulag hjá okkur, að halda tvo að- alfundi á ári og ég held að það muni reynast vel,“ sagði Gunnar í samtali við Skessuhorn. Umsækjendur Um stöðu framkvæmdastjóra SSV sóttu eftirfarandi: Aðalsteinn J. Halldórsson, Björn S. Lárusson, Brynjar Daníelsson, Dagbjört Hild- ur Torfadóttir, Einar Pálsson, Ein- ar Örn Stefánsson, Gísli Páll Odds- son, Gunnar Kristinn Þórðarson, Hallgrímur Ó. Guðmundsson, Ívar Örn Lárusson, Jón Pálsson, Magn- ús Heimisson, Ólöf Vigdís Guðna- dóttir, Tómas Guðmundsson, Pá- lína Ásbjörnsdóttir, Páll S. Brynj- arsson, Rósamunda Jóna Baldurs- dóttir, Þórður Björn Sigurðsson og Þorsteinn Steinsson. -mm/kóp Verið að landa úr Pálínu Ágústsdóttur GK-1. Makrílveiði krókabátanna að glæðast Páll hefur störf sem framkvæmdastjóri SSV 1. september. Páll ráðinn framkvæmdastjóri SSV

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.