Skessuhorn


Skessuhorn - 16.07.2014, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 16.07.2014, Blaðsíða 7
7MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2014 Starf á skrifstofu UMSB Ungmennasamband Borgarfjarðar óskar eftir starfsmanni í fullt starf á skrifstofu sambandsins í nýtt og spennandi starf á sviði tómstundamála í Borgarbyggð. Helstu verkefni eru: Skipulagning og yfirumsjón með íþrótta- og tómstundaskóla fyrir börn í 1. - 4. bekk, sumarstarf grunnskólabarna og starfsemi félagsmiðstöðva í Borgarbyggð ásamt öðrum verkefnum á sviði tómstunda og íþróttamála. Menntunar og hæfniskröfur: Menntun á sviði uppeldis-, félags- eða tómstundamála er kostur. Frumkvæði og sjálfstæði í starfi auk grunnþekkingar á tölvum í t.d. Word og Excel. Þekking á íþrótta og tómstundastarfi ungmenna er kostur. Nánari upplýsingar um starfið og starfsemi UMSB gefur framkvæmdastjóri í síma: 869 7092 eða umsb@umsb.is Umsóknarfrestur er til 23. júlí 2014 og skal skila umsóknum ásamt ferilskrá á netfangið umsb@umsb.is eða á skrifstofu UMSB á Borgarbraut 61, 310 Borgarnesi. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og verður öllum umsóknum svarað. Ungmennasamband Borgarfjarðar - Borgarbraut 61 - 310 Borgarnesi Sími 437 1411 - www.umsb.is SK ES SU H O R N 2 01 4 Opið alla daga 11.00 - 18.00 Verið velkomin Sólbakka 2, Borgarnesi - 437 1400 - ljomalind.is SK ES SU H O R N 2 01 4 „Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur áður lýst yfir stuðningi við að að- alskrifstofa lögreglustjóra Vestur- lands verði í Borgarnesi og gerir ekki athugasemdir við að aðalskrif- stofa sýslumanns Vesturlands verði í Stykkishólmi.“ Þetta kemur fram í bókun frá fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar í byrjun mánaðarins þar sem fjallað var um framkomn- ar tillögur frá Innanríkisráðuneyt- inu um breytingar á umdæmum embætta sýslumanna og lögreglu- stjóra. Samkvæmt þeim er gert ráð fyrir að einn sýslumaður verði fyrir Vesturland allt með aðsetur í Stykkishólmi og einn lögreglu- stjóri með aðsetur í Borgarnesi. Gert er ráð fyrir að lögreglu- stöð verði áfram í Búðardal sem og sýsluskrifstofa með takmark- aðri þjónustu við íbúana. Í bókun frá fundinum segir að margra ára barátta gegn niðurlagningu emb- ættis sýslumanns Dalasýslu og lok- un lögregluvarðstofu sé greini- lega töpuð, en sveitarstjórn Dala- byggðar ítreki áður fram sett- ar kröfur um að í Búðardal verði bæði mönnuð varðstöð lögreglu og sýsluskrifstofa þar sem íbúar gangi að eðlilegri þjónustu. „Sjálf- sögð krafa er að þessi starfsemi verði styrkt frá því sem verið hefur t.d. þannig að tveir lögregluþjónar verði staðsettir á varðstöð í Búðar- dal og sýsluskrifstofu verði úthlut- að nýjum verkefnum. Það mætti gera t.d. með því að á sýsluskrif- stofu í Búðardal verði staðsettur löglærður fulltrúi sem gæti einn- ig þjónað sýsluskrifstofu á Hólma- vík,“ segir í bókun sveitarstjórnar Dalabyggðar. þá Um síðustu helgi var haldin í Stykkishólmi þjóðbúningahátíð- in Skotthúfan. Þetta var í tíunda sinn sem þjóðbúningadagurinn var haldinn hátíðlegur í Hólmin- um. Jafnan hefur hann farið fram í Norska húsinu, Byggðasafni Snæ- fellinga og Hnappdæla. Á síðasta ári voru einnig haldnir tónleikar í gömlu kirkjunni. Heppnuðust þeir og þjóðbúningahátíðin það vel að í framhaldinu kom fram hugmynd um að halda þriggja daga þjóðbún- ingahátíð. „Hátíðin núna heppnað- ist mjög vel og gestirnir voru yfir sig ánægðir með skemmtilega helgi í Hólminum. Dagskrá hátíðarinn- ar gekk samkvæmt áætlun og bær- inn var sneisafullur af fólki. Það stytti upp á föstudeginum áður en hátíðin byrjaði og veðrið var gott um helgina. Það var gaman að sjá á ferðinni milli húsa margt prúðbúið fólk sem tengdist hátíðinni,“ segir Anna Melsteð, formaður Listvina- félags Stykkishólmskirkju, sem var einn nokkurra aðila sem stóðu að Skotthúfunni. Auk listvinafélagsins og byggðasafnsins voru það Vinnu- stofan Tang & Riis, Menningarfé- lagið Embla, danshópurinn Spor- ið úr Borgarfirði og Heimilisiðnað- arfélag Íslands sem stóðu að þjóð- búningahátíðinni. Um 40 manns sá um undirbúning hátíðarinnar að sögn Önnu Melsteð. Frumlegasta og fallegasta skotthúfan Dagskrá Skotthúfunnar hófst með setningu hátíðarinnar í Gömlu kirkjunni á föstudagskvöld. Á laug- ardeginum var fjölbreytt dag- skrá, m.a. í vinnustofu Ingibjarg- ar Ágústsdóttur í Tang & Riis þar sem Bjarni Lárentsínusson og Ingi- björg fræddu gesti um ýmiss stig langspilssmíði. Á fyrstu hæð Tang & Riis þar sem alla jafna er anddyri útgerðarfyrirtækisins Agustsson ehf var komið fyrir verslun Heimilis- iðnarfélags Íslands, sem félagsmenn fluttu með sér frá Reykjavík. Er það eina sérhæfða verslunin í landinu sem býður upp á efni til þjóðbún- ingagerðar. Guðrún Bjarnadótt- ir frá Hespuhúsinu í Andakíl sýndi handlitað band í Krambúð Norska hússins auk þess sem félagskonur úr Heimilisiðnaðarfélagi Íslands voru að störfum við sitt handverk. Krist- ín Bjarnadóttir hélt fyrirlestur um breiðfirsku handlínuna. Tónlistar- menn litu inn í Norska húsið og kl. 16 sýndi þjóðdansahópurinn Spor- ið á torginu við húsið en dansararn- ir stóðu einnig fyrir örnámskeiði í þjóðdönsum síðar um kvöldið í gamla KST frystihúsinu. Tón- leikar voru í Gömlu kirkjunni þar sem leikið var á langspil, sungið og kveðnar rímur Sigurðar Breiðfjörð af þeim Erni Magnússyni, Eyjólfi Eyjólfssyni, Pétri Húna Björnssyni, Júlíu Traustadóttur og Hildi Heim- isdóttur. Þá var meðal margra dag- skrárliða á laugardag þjóðdansaball sem haldið var í gamla frystihúsinu KST. Við Frúarhúsið kom Hörð- ur Geirsson sér fyrir og tók mynd- ir með votplötutækni af búninga- fólki. Efnt var til skotthúfukeppni þar sem gestir Norska hússins kusu frumlegustu húfuna og dómnefnd valdi svo fallegustu húfuna. Að þeirra mati var það Arnór Orri S. Hjaltalín 13 ára strákur sem hann- aði frumlegustu húfuna og Una M. Karlsdóttir prjónaði. Brynhildur Bergþórsdóttir átti fallegustu húf- una. Þjóðbúningahátíðinni lauk síð- an þar sem hún hófst í gömlu kirkj- unni um hádegisbil á sunnudaginn. Þar var haldin þjóðlagamessa og sá tónlistarfólkið frá tónleikunum daginn áður um tónlistina ásamt Kór Stykkishólmskirkju en séra Gunnar Eiríkur Hauksson messaði. Anna Melsteð segir að hátíðin núna lofi góðu og sé stefnt að næstu há- tíð aðra helgina í júlí 2015. þá Ítreka mönnun hjá lögreglu og sýslumanni í Dölum Pétur Björnsson í Norska húsinu þar sem hann var að kveða Númarímur Sigurðar Breiðfjörð. Ljósm. Anok/Stykkishólmi. Vel heppnuð þjóðbúningahátíð haldin í Stykkishólmi Dansfólk úr Sporinu úr Borgarfirði sýnir. Ljósm. Guðrún Jónsdóttir. Þau tóku sig vel út í búningunum Ingibjörg Ágústs- dóttir, Eyjólfur Eyjólfsson, Marta Halldórsdóttir og Örn Magnússon. Ljósm. Guðrún Jónsdóttir. Brynhildur Bergþórsdóttir vinnings- hafinn í skotthúfukeppninni með verðlaun frá Ístex, Sæferðum og Byggðasafni Snæfellinga og Hnapp- dæla. Ljósm. Anok/Stykkishólmi. Dvalarheimili aldraðra Stykkishólmi auglýsir eftir matráð Starfið felur í sér yfirumsjón með starfsemi eldhúss og eldamennsku fyrir íbúa Dvalarheimilisins og annarra sem kaupa mat á heimilinu. Auk þess er á veturna eldaður matur fyrir nemendur og starfsfólk Grunnskólans og hann fluttur í skólann. Æskilegt er að umsækjendur hafi einhverja menntun í matreiðslu og næringarfræði og góða reynslu af starfi í mötuneyti. Umsóknarfrestur er til 25. júlí, ráðið verður í starfið frá og með 15. ágúst n.k. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á heimasíðu Stykkishólmsbæjar – www.stykkisholmur.is og á skrifstofu Stykkishólmsbæjar. Umsóknir berist undirritaðri á Dvalarheimili aldraðra, Skólastíg 14, 340 Stykkishólmur eða á netfangið hildigunnur@stykkisholmur.is. Allar nánari upplýsingar á staðnum eða í síma: 433 8165 alla virka daga. Hildigunnur Jóhannesdóttir Forstöðumaður Dvalarheimilis aldraðra SK ES SU H O R N 2 01 4

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.