Skessuhorn


Skessuhorn - 16.07.2014, Síða 9

Skessuhorn - 16.07.2014, Síða 9
9MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2014 ÞJÓNUSTA ÞJÓNUSTA BLIKKSMIÐJA Loftræstingar – Reykrör Klæðningar – Nýsmíði Viðhald – Efnissala JÁRNSMIÐJA Gjafagrindur – Nýsmíði Viðhald – Þjónusta Hesthúsinnréttingar RAFMAGNS- VERKSTÆÐI Nýlagnir – Viðhald Viðgerðaþjónusta Borgarbraut 74 • 310 Borgarnesi • 412-5300 • limtrevirnet.is Fangelsið á Kvíabryggju á Snæ- fellsnesi er sérstakt fangelsi fyrir ýmsar sakir. Þar stunda fangar bú- skap og er á Kvíabryggju það sem kallað er opið fangelsi en það þýðir að fangar hafa meira frelsi en geng- ur og gerist í hefðbundnum fang- elsum. Fangelsið er blandað og eru þar vistaðir afbrotamenn af báðum kynjum. Þar eru einnig fangaverð- ir af báðum kynjum. Sævör Þor- varðardóttir er einn fangavarðanna á Kvíabryggju en hún sér um eftir- lit með föngum ásamt öðrum verk- efnum. „Það eru mörg mismun- andi verkefni sem fangavörður þarf að sinna. Þó svo að á Kvíabryggju sé opið fangelsi þarf að hafa eftirlit með föngunum enda eru útivistar- tímar og annað sem þarf að fylgja. Ásamt því þarf að úthluta föngum verkefnum á hverjum degi. Á Kvía- bryggju sinna fangar ýmsum verk- efnum. Hér er búskapur og þurfa þeir því að huga að almennum bú- störfum eins og að gefa dýrum og sinna þeim. Þá eru þeir oft í beitn- ingarvinnu og öðrum störfum sem til falla,“ segir Sævör um starfsem- ina á Kvíabryggju. Líkar vel við starfið Sævör hóf störf sem fangavörð- ur í fyrrahaust en hún vann áður á heilsugæslunni í Grundarfirði. „Mér var sagt að það væri laus staða fangavarðar þegar ég var starfsmaður heilsugæslunnar í Grundarfirði. Ég lít á þetta fyrst og fremst sem umönnunarstarf en auðvitað á örlítið annan máta en gengur og gerist á heilsugæslum. Því fannst mér ekkert athugun- arvert við að sækja um starf sem fangavörður og ég sé ekki eftir því enda kann ég vel við starfið.“ Á Kvíabryggju er allar tegund- ir afbrotamanna en aðeins fang- ar sem hafa sýnt góða hegðun fá þar vist. „Þetta gengur allt mjög vel. Starfsemin er mjög skilvirk, fangarnir þrífa og elda sjálfir og það gengur yfirleitt bara mjög vel. Fangarnir sem dvelja á Kvía- bryggju er valdir vegna góðr- ar hegðunar og fá tækifæri til að koma sér betur inn í samfé- lagið á ný. Þeir vita að agabrot þýðir brottrekstur sem þýðir til- færslu í lokað fangelsi. Þetta er starf þar sem unnið er með fólki og er ég sem fangavörður að sjálf- sögðu bundinn trúnaði. Það er því ekki hægt að ræða einstaka atvik vinnudagsins en maður er til stað- ar fyrir fólkið í fangelsinu þegar það þarf á því að halda,“ segir Sæ- vör að endingu. jsb Út er komin bókin Konan með slöngupennann eftir Þuríði Guð- mundsdóttur ljóðskáld frá Sáms- stöðum í Hvítársíðu. Þess skal get- ið að Þuríður þessi er systir Ólafs bónda á Sámsstöðum og alnafna mágkona sinnar, húsfreyjunnar sem nú býr á Sámsstöðum. Konan með slöngupennann er skáldverk. Bókin fjallar um konuna Heiðu sem lítur yfir líf sitt í fylgd völvu. Þar skiptast á í ljóðum og frásögn annars veg- ar atburðir sem að nokkru leyti eiga sér fyrirmynd úr lífi höfundar. Hins vegar sögur, ljóð og lífsspeki völv- unnar. Bókin er kilja, 162 blaðsíður að stærð. Útgefandi er höfundur en Leturprent prentaði. Mynd á bók- arkápu er eftir Unni Guðrúnu Ótt- arsdóttur. Umbrot og hönnun bók- arkápu: Sveinbjörg Bjarnadóttir/ stella. Kongó ehf sér um dreifingu, dreifing@kongoshop.com (867 6121). Eftir sama höfund hafa áður komið út sjö ljóðabækur. Bókin fæst í verslunum Ey- mundsson á höfuðborgarsvæðinu og víða um land t.d. í verslun Ey- mundsson á Akranesi og bókabúð Máls og menningar. -fréttatilkynning Konan með slöngupennan Sævör Þorvarðardóttir fangavörður á Kvíabryggju. Hefur eftirlit með bústörf­ um fanga á Kvíabryggju Fjölbreytt úrval aF hurðum, Framhliðum, klæðningum og einingum, geFa þér endalausa möguleika á að setja saman þitt eigið rými. 25% aFslát tur aF öllu m eldhúsinn réttingum út júlÍ aFsláttur 25 Sjóðheitt Sumar tilboð Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • Opið: Mán. - fim. kl. 09-18 / Fös. 9-17 - Lokað á laugardögum í sumar friform.is Gríslan dstúr 20 14 Hótel E ddu Lau gum í S ælingsd al 20. júlí k lukkan 15:00 Í Hótelgarðinum Bolla kl. 15:00 Aðgangur er ókeypis Grísalappalísa og DJ Flugvél og Geimskip blása til veislu á Laugum í Sælingsdal en þessar tvær rísandi stjörnur í íslensku tónlistarlífi eru nú í hringferð um Ísland til að kynna sig og sjá aðra. Boðið verður upp á veitingar í hótelgarðinum meðan á tónleikunum stendur. Réttur dagsins að þessu sinni er “Pulled Pork” og franskar. Upplýsingar í síma 444-4930 eða á www.hoteledda.is www.hoteledda.is

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.