Skessuhorn


Skessuhorn - 16.07.2014, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 16.07.2014, Blaðsíða 11
11MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2014 Hannyrðavörur í úrvali Opið: Mánud. – föstud. kl. 9 – 18 Lokað á laugard. til 31. ágúst Ármúla 18, 108 Reykjavík - Sími 511 3388 S K E S S U H O R N 2 01 4 SK ES SU H O R N 2 01 4 Skemmtilegri fimmtudagar á Aggapalli! 17. júlí kl. 17.00: Sjávarperlur. Þórður Sævarsson og Valgerður Jónsdóttir flytja tónlist tengda hafinu 24. júlí kl. 17.00: Kjartan Trausti les ljóð sín Frábær útistemning á Aggapalli! Lét klippa sig til styrktar Krabbameinsfélaginu Skagamærin Dagmar Elsa Jónsdótt- ir lét skerða hár sitt um 47 sentí- metra síðastliðinn föstudag. Hún lét klippa sig til styrktar Krabba- meinsfélagi Íslands eftir að hafa látið það vaxa í rúm átta ár, líkt og fram kom í viðtali við hana í Skessu- horni á dögunum. Upphaflega ætl- aði Dagmar að gefa hárið til hár- kollugerðar en í ljós kom að það var ekki hægt hérlendis og ekki auðsótt að gefa hár til útlanda. „Þess vegna ákvað ég að stofna Facebook-síð- una „Söfnun fyrir Krabbameins- félagið“ og safna áheitum,“ sagði Dagmar Elsa í samtali við Skessu- horn. Dagmar Elsa færði Krabba- meinsfélaginu 36.500 krónur og Stefanía á Mozart gaf vinnu sína við klippinguna. „Ég ætlaði upphaflega að safna 50 þúsund en það náðist því mið- ur ekki,“ sagði Dagmar. Hún segist ekki sjá eftir hárinu og líkar vel við nýju klippinguna þótt henni finn- ist skrítið að hárið sé farið. „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu, þetta er svo undarleg tilfinning. Ég reikna með að ég eigi eftir að sakna þess mest að geta ekki sett hárið niður ef mér verður kalt eða sett það upp ef mér verður heitt. Það var ótrúlega hentugt.“ grþ Dagmar Elsa með tæplega 50 cm. flétt- una sem hún lét klippa af til styrktar Krabbameinsfélaginu. Hér má sjá Dagmar Elsu með síða hárið, áður en það var klippt. Hátíðarhöld framundan í Reykholti Hin árlega Reykholtshátíð verður haldin dagana 25. - 27. júlí næst- komandi. Að vanda kemur fram einvala lið listamanna. Að sögn Sigurgeirs Agnarssonar, listræns stjórnanda hátíðarinnar, er Reyk- holtshátíð nú haldin í átjánda sinn og er því orðin ein af elstu tónlist- arhátíðum landsins. Opnunartón- leikar verða kl. 20 á föstudeginum. „Þar verða flutt verk eftir tvo af ris- um 20. aldarinnar, sónata fyrir tvær fiðlur eftir Prokofiev og strengja- kvartett nr. 7 eftir Shostakovitch. Tónleikunum lýkur svo á mögn- uðum píanókvartett eftir lettneska tónskálið Peteris Vasks sem er eitt dáðasta tónskáld sinnar samtíðar,“ segir Sigurgeir. Tvennir tónleikar fara fram á laugardeginum. Klukkan 17 verða Hanna Dóra Sturludóttir söngkona og Steinunn Birna Ragnarsdóttir með söngtónleika. Þar mun kenna ýmissa grasa og þær meðal annars flytja nokkur íslensk lög í glænýjum útsetningum eftir Þórð Magnússon tónskáld. Klukkan 20 verða kamm- ertónleikar með yfirskriftinni Nor- egur – Tékkland, en verkin eru eft- ir tónskáld frá þeim löndum. „Þar munu þjóðleg rómantík og ástríða svífa yfir vötnum. Þemað á tón- leikunum eru tvö stór rómantísk verk og þeir hefjast á stuttu dúói fyrir selló og fiðlu,“ segir Sigur- geir. Verkin sem flutt verða eru eft- ir Grieg, Smetana og Halvorsen. Flytjendur eru Lonneke van Straalen, Sif Margrét Tul- inius og Ari Þór Vilhjálms- son á fiðlu, Jan Bastiaan Neven og Sigurgeir Agn- arsson á selló, Þórunn Ósk Marinósdóttir á lágfiðlu og Domenico Codispoti píanóleik- ari. Að sögn Sigur- geirs verður há- tíðin í ár með he fðbundnu sniði og tón- l e i k a r n i r fernir líkt og verið hefur und- anfarin ár. L o k a t ó n - leikarnir verða haldnir á sunnu- degi kl. 16. „Þar ber hæst að frumflutt verður nýtt verk eft- ir Huga Guðmunds- son tónskáld. Hann hefur notið mikill- ar velgengni undanfarin ár og hef- ur meðal annars tvívegis hlotið ís- lensku tónlistarverðlaunin auk þess að hafa verið tilnefndur til tón- listarverðlauna Norðurlandaráðs 2014. Nýver- ið hlaut hann starfslaun frá danska ríkinu til þriggja á r a e n einungis eitt til tvö tónskáld hljóta þá viðurkenningu á ári,“ útskýr- ir Sigurgeir. Verkið er samið fyrir píanókvintett og söngrödd við texta upp úr Hávamálum. Að auki verð- ur flutt útsetning á tríósónötu eft- ir Handel fyrir tvö selló og píanó. „Hátíðinni lýkur á bitastæðu verki, tilfinningaríkum píanókvintett eftir Franck, sem er einstakt verk. Mjög stórt, ljóðrænt og rómantískt sem ætti ekki að láta neinn ósnortinn.“ Afmæli norsku stjórnar­ skrárinnar Það verður óvenju mikið um að vera í Reykholti þessa helgi því auk Reykholtshátíðarinnar mun Snorrastofa standa fyrir dagskrá í tilefni af 200 ára af- mæli norsku stjórnarskrárinnar. Dagskráin verður á milli klukk- an 13 og 16 þar sem flutt verða hin ýmsu ávörp og erindi. Með- al þeirra sem koma fram eru Olemic Thommessen forseti norska Stórþingsins, Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis og Dag Wernø Holter, sendi- herra Noregs á Íslandi. Einn- ig verða flutt tónlistaratriði á vegum Reykholtshátíðarinn- ar. Aðgangur að afmælishátíð- inni er ókeypis. Reykholtshátíð fer að vanda fram í Reykholts- kirkju og allar nánari upplýsing- ar um hátíðina auk miðapantana má finna á heimasíðu hátíðarinnar reykholtshatid.is og midi.is. grþ Reykholtskirkja. Sigurgeir Agnarsson sellóleikari er listrænn stjórnandi Reykholtshá- tíðar. Gott útsýni af svölum úr pottinum af pallinum SÍ A 196 9 GLER OG SPEGLARSmiðjuvegi 7 Kópavogi • Sími 54 54 300 • ispan .is SKJÓLVEGGIR MEÐ GLERI

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.