Skessuhorn


Skessuhorn - 16.07.2014, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 16.07.2014, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2014 Guðjón Guðmundsson vélvirki og áhugaljósmyndari Haldinn mikilli söfnunaráráttu og á stórt safn myndavéla „Ég eignaðist nú ekki fyrstu myndavélina fyrr en á fermingar- daginn og hún var svo sem ekk- ert merkileg, Kodak Instamatic, ekki þó ekki með flasskubbi held- ur peruflassi með einnota perum. Ég tók svolítið af myndum á hana en alltaf ef mig langaði til að taka einhverjar merkilegri myndir fékk ég lánaða ágætis vél fyrir 35 milli- metra filmur sem Óli Bachmann stjúpi minn átti,“ segir Guðjón Guðmundsson vélvirki hjá GTT á Grundartanga, en hann hefur síð- ustu áratugi verið mikill áhugaljós- myndari og ekki síst myndavéla- safnari. „Þær hafa nú bara komið til mín og eru núna um 250 held ég,“ segir Guðjón um myndavél- ar sínar sem eru af öllum gerð- um og stærðum. „Vinir og kunn- ingjar hafa gefið mér vélar og svo hafa Kolaportið og Góði hirðirinn reynst mér vel en á þeim stöðum hef ég keypt þær nokkrar.“ Safnari frá barnsaldri Guðjón, sem nálgast 65 ára ald- urinn, segir að verulegur ljós- myndaáhugi hafi ekki blossað upp hjá sér fyrr en hann var þrítugur. „Þá fékk ég svolitla peninga í af- mælisgjöf og keypti mér góða vél. Ætli Árni Árnason vinur minn og vinnufélagi úr slippnum hafi ekki einna helst smitað mig af þessu. Svo þegar við Ríkey konan mín keyptum þetta hús hérna, Nýlendu við Suðurgötuna, þá var kjallar- inn þar blessunarlega óinnréttað- ur og þar fékk ég gott pláss fyrir söfunaráráttuna og ljósmyndadell- una. Eitt það fyrsta sem ég gerði hér var að útbúa myrkraherbergi til framköllunar. Ég er alveg hætt- ur að taka á filmur. Það voru ein- hverjir að þráast við í fyrstu eftir að stafrænu vélarnar komu og þá helst í svart-hvítu því stafrænu vél- arnar þóttu ekki leysa það eins vel, en svo er þetta orðið jafngott eða betra núna.“ Mikið af alls konar Í kjallaranum og 60 fermetra bíl- skúrnum fær Guðjón líka útrás fyrir söfunaráráttu sína en hann safnar öllu mögulegu. „Ég hef ver- ið svona alveg síðan ég var krakki og á t.d. leikföng alveg frá því ég var smákrakki og öll kort sem ég fékk í æsku ásamt ýmsum skjölum og pappírum. Svo eru það spilajó- kerar af öllum gerðum, spilastokk- ar og bjórmottur sem ýmsir hafa Guðjón í athvarfi sínu í kjallaranum á Nýlendu. fært mér úr ferðum sínum til út- landa. Svo á ég smá safn af vinyl- plötum og er með plötuspilara hér í kjallaranum. Ég á líka mikið af alls konar bókum um myndavélar og margar bækur og möppur um Ford Mustang enda er Mustanginn minn, sem er hérna út í skúr, eitt aðalnúmerið. Hann er 1966 mód- elið og sjáðu, hér er afsalið af hon- um síðan ég keypti hann af Gunnu í Melbæ árið 1987. Við Ríkey höf- um búið í þessu húsi í 35 ár og ég byði ekki í það að flytja neitt með allt þetta safn. Annars eru krakk- arnir búnir að tala um að fylla karl- inn einhvern daginn og taka ræki- lega til á meðan. Verst að þynnkan eftir það yrði svo rosaleg þegar ég myndi uppgötva hvað væri horf- ið,“ segir hann og brosir. Guðjón flettir möppu með ýms- um pappírum. Þar eru einkunna- spjöld frá barnaskóla og upp í Vél- skóla Íslands en hann stundaði vél- stjórnarnám en kláraði það ekki því honum fannst sjómennskan ekki henta sér. Þá var helsti starfs- vettvangur vélstjóra á sjó. Vélvirkj- unina lærði hann í Iðnaskólanum á Akranesi og var á námssamningi hjá Þorgeir og Ellert. Þorgeir var skemmti­ legur karl Níu ára gamall flutti Guðjón til Akraness úr Reykjavík en hann fæddist í Saurbænum í Dalasýslu og ólst þar upp fyrstu árin. Móð- ir hans kynntist Ólafi Bachmann húsasmiði á Akranesi og þau fluttu til hans. Gaui ólst upp neðarlega á Vesturgötunni og fór snemma að vinna í slippnum. „Fyrst var ég hjá Felli hf sem Þorgeir Jósefsson og Einar Helgason áttu en þetta var byggingafyrirtæki og ég kom að ýmsum merkum byggingum hér eins og að steypa upp kjallarann á íþróttahúsinu við Vesturgötu og viðbyggingu sjúkrahússins þeg- ar það var stækkað margfalt með- fram Merkigerðinu og yfir Heið- arbrautina.“ Hann segir margar sögur af Þor- geiri Jósefssyni enda er hann mjög minnisstæður öllum þeim sem unnu hjá honum. „Það var oft að karlinn kom og fékk mig með sér ef þurfti. Hann var alltaf á stórum amerískum bílum og oftar en ekki fór maður með honum á þvottapl- an en þegar búið var að þvo bíl- inn datt honum kannski í hug að skreppa inn að Krossi og kíkja á eignir sínar þar. Svo var farið inn að Hólabrú, þar sem malarnám- ið var, og bíllinn var yfirleitt orð- inn jafn skítugur og hann var fyr- ir. Þá var bara skroppið á þvottapl- anið aftur. Svo gerðist það oft eft- ir svona túra að Sigurður Helga- son, sem var verkstjóri, skammaði mann fyrir að slugsa svona en ekki gat maður rekið á eftir forstjóran- um. Þorgeir átti það líka oft til, þegar við vorum að byggja sjúkra- húsið, að koma þegar hann var bú- inn að spjalla við karlana í slippn- um í kaffitímanum þar. Við vorum þá oftast að fara úr kaffi en hann sagði þá gjarnan: „Hvaða asi er þetta, eruð þið ekki að vinna hjá mér!“ Hann var ómetanlegur karl- inn. Einu sinni kom hann þegar ver- ið var að járnabinda og undir- búa að steypa svalirnar á sjúkra- húsinu. Siggi Helga og karlarnir þarna höfðu eitthvað verið að spá í hvort þetta væri nógu traust. Þor- geir fór út á járnanetið og hopp- Nokkrar af ljósmyndum Guðjóns Guðjón Guðmundsson leitar víða fanga þegar hann finnur sér mynd- efni. Akranes og nágrenni eru þó áberandi í ljósmyndum hans en myndirnar eru bæði svarthvítar og í lit. Hér er smá sýnishorn af myndum Guðjóns ásamt nöfnum sem hann hefur gefið þeim. Akrafjallið ljómar. Birgir Veigar barnabarn. Grabbar í sementinu. Kvöldstemning við hitaveitutankinn. Rauðklædd kona myndar Akrafjallið.Jólastemning í Sælukoti.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.