Skessuhorn


Skessuhorn - 16.07.2014, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 16.07.2014, Blaðsíða 13
13MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2014 aði á því en sagði svo að þetta þyldi heilan hval. Síðan þagði hann að- eins en sagði svo: „Það veitir svo sem ekkert af, þær geta verið as- skoti þungar þessar kerlingar.“ Hann fylgdist líka vel með okkur strákunum sem unnum á þessum 100 manna vinnustað hans og oft- ar en ekki fengu ungir menn meira í launaumslagið þegar hann frétti að menn væru farnir að búa eða að eignast barn. Hann var algjör öðl- ingur hann Þorgeir.“ Smíðaði gítar úr bensínbrúsa Guðjón segist ekki geta nefnt neina eina myndavél í safninu sínu og ekki hafi verið falast eftir neinni. „Þó er hérna ein vél í safninu, svolítið sérstök því það voru bara fluttar hingað til lands tvær vél- ar þessarar tegundar. Þetta er Ca- non R-2000 og það var einn sem vildi kaupa hana af mér en hún er ekki til sölu. Svo er hérna gömul Leica vél sem er eðalgripur,“ segir Guðjón sem nokkrum sinnum hef- ur sýnt hluta myndavélasafns síns opinberlega. „Já, ég hef sýnt þetta uppi í bókasafni og svo líka á ljós- myndasýningum hjá Ljósmynda- klúbbnum Vitanum.“ Gítarinn hefur alltaf verið Guð- jóni hugleikinn og hann gutlar svolítið á gítar. Hann dregur upp undarlegan gítar. „Sjáðu þenn- an. Hann er smíðaður úr grænum bensínbrúsa eins og voru á her- jeppunum. Bensínið fylgir bíla- dellunni svo þetta fer saman.“ Guðjón verður hneykslaður á svip þegar hann er spurður hvort gít- arinn virki. „Auðvitað virkar hann. Þessi fíni hljómur í honum,“ segir hann og slær á strengina. „Svo er ég með gítara hér í næsta herbergi og líka uppi í sumarbústað,“ seg- ir hann og við endum ferðina í bíl- skúrnum þar sem Mustanginn bíð- ur þess að verða viðraður og Guð- jón bendir á að uppi á bílskúrsloft- inu séu líka ýmsir safnmunir sem ekki hafi verið hreyfðir lengi. Það er því af nægu að taka hjá þess- um ástríðusafnara og heimsókn til Guðjóns Guðmundssonar í stutta stund veitir aðeins smjörþefinn af öllu því merkilega sem hjá honum er að finna. hb Með bensínbrúsagítarinn. Gamalt útvarp og myndavélar af öllum stærðum og gerðum. Guðjón við tæplega fimmtugan Mustanginn í skúrnum. Sumarlesari vikunnar Nú eru 140 börn búin að skrá sig í Sumarlesturinn á Bókasafni Akraness. Hann Bjarni Snær er lesari vikunnar. Nafn: Bjarni Snær Skarphéðins- son Aldur: 8 ára Hvenær lestu? Á daginn og á kvöldin Áttu uppáhalds bók? Já, Bóbó bangsa Áttu einhvern uppáhalds höf- und? Nei Hvaða bók lastu síðast? Bóbó bangsi við ströndina Viltu mæla með einhverri bók fyrir aðra krakka að lesa? Nei Í hvaða skóla ertu? Grunda- skóla Áttu einhver önnur áhuga- mál? Sund, vera í tölvunni og horfa á sjónvarpið. Sýnir skírnarkjóla á Hellissandi Hannyrðaverslunin Rifssaumur á Hellissandi opnaði sýningu á prjón- uðum og hekluðum skírnarkjólum fimmtudaginn 8. júlí. Óskað var eft- ir þátttöku viðskiptavina þar sem óskað var eftir að fá sem flesta kjóla og mögulega sögu þeirra með. „Við erum komin með nokkra prjón- aða kjóla og aðra handsaumaða líka. Þeir eru flestir héðan af svæðinu en þó ekki allir. Það er alltaf að bæt- ast við, konurnar koma og skoða og finnst gaman að sjá kjólana hjá öðr- um. Þær sjá kannski sömu uppskrift og þær hafa gert sjálfar en útfærða á annan hátt,“ segir Katrín Gísladóttir hjá Rifssaumi. Kjólarnir á sýningunni eru flest- ir nýlegir en von er á gömlum kjól- um, sem saumaðir voru í húsmæðra- skólanum í gamla daga. Katrín segir margar konur á svæðinu hafa prjón- að skírnarkjól. „Það var eitthvað æði hérna fyrir nokkrum árum og margar sem prjónuðu skírnarkjól. Þá kviknaði sú hugmynd að það væri gaman að halda sýningu á öll- um kjólunum. Nú höfum við sem sagt látið verða af því.“ Rifssaumur er til húsa að Hafnargötu 14 á Hell- issandi og hefur verið þar í rúm tvö ár. Vöruúrvalið hefur farið vaxandi og haldin eru hannyrðanámskeið í versluninni reglulega en þetta er í fyrsta sinn sem haldin er sýning í versluninni. Kjólarnir verða til sýnis í Rifssaumi út júlímánuð. grþ Tónlistarmarkaður Bjössa Lú Björn Lúðvíksson áhugaljós- myndari með meiru á Akranesi, eða Bjössi Lú eins og hann er jafn- an kallaður, hefur um nokkra hríð haldið úti síðu á Facebook sem kallast Tónlist á Akranesi. Þar hefur hann safnað saman upplýs- ingum um tónlist Skagamanna og þar hefur líka verið hægt að koma að upplýsingum um nýjar plötur og tónleika. Laugardaginn 26. júlí ætl- ar Bjössi að standa fyrir tónlist- armarkaði og bjóða upp á sem mest af þeirri tónlist sem Skaga- menn hafa gefið út á diskum eða vinylplötum. Tónlistamarkaður- inn verður í tengslum við Mat- ar- og antikmarkaðinn á Akra- torgi. Bjössi segir marga Skaga- menn hafa gefið út tónlist en hún hafi oft ekki verið mjög aðgengi- leg og því hafi óselt efni endað niður í kössum í geymslum. Hann segir að nú sé ljóst að þarna verði hægt að fá plötur eða diska með Orra Harðar, Geir Harðarsyni, Worm is Green, My Sweet Bak- lava, Önnu Halldórs, Kirkjukór Akraness, Þjóðlagasveit TOSKA, Héðni, Sonum syndanna, Söng- kvartettinum Ópus, Kvenna- kórnum Ym, South Lane Basem- ent Band, Skerðingu, Akranesi, Heima við hafið, Valgerði Jóns- dóttur og Karlakórnum Svönum. Vonandi eigi svo ýmislegt annað eftir að bætast við og hvetur hann þá sem vilja koma tónlist á fram- færi til að hafa samband við sig. hb Bjössi Lú býður upp á fjölbreytta tónlist sem Skagamenn hafa gefið út. Katrín Gísladóttir hefur hengt fjölda skírnarkjóla upp til sýnis í verslun sinni. Von er á fleiri kjólum næstu daga.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.