Skessuhorn


Skessuhorn - 16.07.2014, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 16.07.2014, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2014 Hjónin Hjörtur Sigurðsson og Eygló Kristjánsdóttir eiga og reka hestaleiguna á Stóra Kambi á Snæ- fellsnesi sem nú er opin annað sum- arið í röð. Þau segja að Stóri Kamb- ur hafi verið tilraun til að búa í sveit og sé sú tilraun enn í fullum gangi. „Árið 2005 ákveðum við Hjörtur að búa á Stóra Kambi eftir að hafa verið tvö ár á Arnarstapa þar sem Hjörtur gerir út bátinn Kviku yfir vetrarmánuðina. Við höfum verið lengi í hestamennsku og átt nokkra hesta fyrir okkur sjálf. Það var svo í fyrra að við ákváðum að fjölga hjá okkur hrossum og bjóða upp á hestaferðir,“ segir Eygló. Hjört- ur hefur verið lengi á sjó og gert ýmsar tilraunir með veiðar. „Ég hef reynt ýmsar veiðar en ákvað að það væri kominn tími til að prufa eitt- hvað alveg nýtt. Ég vildi komast í frí frá sjónum yfir sumartímann og búa til sumarvinnu fyrir börnin mín,“ segir Hjörtur en börn þeirra hjóna, Sigurður og Matthildur, að- stoða við hestaleiguna. Þau á Stóra Kambi bjóða upp á margvíslegar ferðir og leggja upp með að allir fái þjónustu við hæfi. „Það er alltaf farið niður á Breiða- víkursand en þaðan förum við með hópa í mismunandi ferðir. Það eru í boði allt frá eins tíma ferðir til fjög- urra tíma. Við erum nú með um 30 hross í okkar umsjón og ættu all- ir sem koma að finna hest við sitt hæfi. Það er ekki mikið af ferðum sem pantaðar eru með löngum fyr- irvara. Fólk er mikið að koma við og taka ferð á staðnum eða pantar með stuttum fyrirvara. Við reynum að sjálfsögðu að verða við óskum allra enda fá allir að fara í ferð sem vilja. Við erum nú á okkar öðru ári og það hefur gengið vonum framar. Gestum hefur fjölgað frá því í fyrra og við erum að fá hrós frá þeim. Það spyrst síðan út og eykur vin- sældir,“ segja þau Hjörtur og Eygló um fyrstu reynsluna af leigunni. Þarf ekki að kunna meira en íslensku Flestir sem koma eru erlend- ir ferðamenn og segir Hjörtur að það geri ekkert til þó hann tali lít- ið annað en íslensku. „Við höfum verið að fá til okkar fólk frá öllum heimshornum. Flestir eru þó Þjóð- verjar og Bandaríkjamenn. Ég kann mjög lítið í ensku og þýsku en það gerir ekkert til. Þjóðverjarnir eru flestir vanir hestamenn og þurfa flestir litla tilsögn. Börnin okkar hafa svo verið að fara með fjölda hópa og þau tala ensku alveg reip- rennandi. Það er því ekkert stórmál þótt ég geti ekki talað við alla gesti. Ég hins vegar segi oft bara okei og bless,“ segir Hjörtur, léttur í bragði um tungumálakunnáttu sína. Hestaferðir í vondu veðri vinsælar „Vont veður getur verið gott fyr- ir okkur. Ef það er rigning og skýj- að sést Snæfellsjökull illa og þá fara ferðamenn ekki upp á jökul en fara frekar í stuttan reiðtúr hjá okkur. Ef það er mikill vindur og vont í sjó- inn er heldur ekki óalgengt að þeir ferðamenn komi til okkar sem ella hefðu farið á sjó. Við förum hins vegar ekki út með fólk ef veðrið er mjög slæmt enda ekkert skemmti- legt í útsýnisferð ef fólk sér ekki handa sinna skil,“ segir Hjörtur sem vonar samt að það fari að stytta upp nógu lengi til að geta slegið túnin. Gott að vera lítið fjölskyldufyrirtæki Ásamt því að fara í reiðtúr í ein- staklega fallegu umhverfi er gest- um stundum boðið upp á kaffi og veitingar á Stóra Kambi. „Við viljum ekki hafa þetta of stórt. Þetta er fjölskyldufyrirtæki og við viljum að gestir okkar upp- lifi persónulega þjónustu. Þetta er mjög skemmtilegt starf. Við hittum nýtt fólk á hverjum degi og það lætur vel af okkar þjón- ustu. Þó að þetta sé aðeins annað sumarið sem við erum með leig- una höfum við verið að fá fólk til okkar aftur og er það sérstak- lega ánægjulegt. Við hljótum því að vera að gera eitthvað rétt og höfum engin sérstök áform um að breyta því,“ segir Eygló að lokum. jsb Fyrirtækið Brúnegg ehf hafa fest kaup á jörðinni Stafholtsveggjum II í Borgarbyggð. Fyrirtækið er tíu ára gamalt og hefur fyrir starfsstöðvar í Mosfellssveit, Kjalarnesi og í Kjós. Umsjónarmaður búsins á Stafholts- veggjum er Kristín Elísabet Möller en eigendur Brúneggs eru bræðurn- ir Kristinn Gylfi og Björn Jónssynir frá Brautarholti á Kjalarnesi. Krist- inn Gylfi sagði í samtali við Skessu- horn að þeir hefðu verið að leita að jörð til að auka við starfsemina þegar í ljós kom að Stafholsveggir II voru til sölu. Er gengið hafði ver- ið frá kaupum var farið í að breyta húsum sem fyrir voru á staðnum og hófst framleiðsla núna í júní. Þeg- ar starfsemin verður komin í fullan gang verða um 14-15 þúsund varp- hænur á Stafholtsveggjum en í dag eru þær um fimm þúsund. Vistvæn egg Kristinn Gylfi segir að um vist- væna framleiðslu sé að ræða. „Við erum með allar okkar hænur aldar upp á gólfi en ekki í búrum. Það er mjög mikilvægt þegar kemur að því að halda framleiðslunni vistvænni. Þær ganga frjálsar um gólfin, leggj- ast á hreiður og fara daglega í ryk- bað á gólfinu. Það er nauðsynlegur hluti af daglegri þörf hænsna sem þær geta ekki gert í búrum. Við erum því að framleiða undir vist- vænum vörumerkjum. Töluverð söluaukning á eggjum Margt kemur til að töluverð aukn- ing hefur orðið í eggjasölu. Krist- inn Gylfi skýrir það nánar. „Egg eru t.d. ekki óholl með tilliti til kólest- eróls eins og einu sinni var haldið fram. Svo hafa sprottið upp ýmsir matarkúrar þar sem egg eru mikið notuð. Einnig notar fólk sem mikið stundar líkamsrækt mikið af eggjum og jafnvel hreina eggjahvítu í ýmis- konar búst. Fleiri ferðamenn þýð- ir einnig meiri eggjaneyslu. Marg- ir hótelhaldarar bjóða sem dæmi upp á morgunverð sem er ríkur af eggjum, matreiddum á margvísleg- an máta. Svo er fátt eða ekkert eins ferskt og nýorpið egg og þau eru afar hagkvæmur kostur þegar kem- ur að innkaupum. Hollur og sað- samur matur. Fullt hús matar, eins og einu sinni var sagt.“ Eggin á markað innan viku Eggin frá Stafholtsveggjum fara á markað 5-7 dögum eftir að hæn- an hefur verpt þeim. Eggjunum er pakkað í Brautarholti enn sem komið er en þau haldast fersk í 6-8 vikur í kæli. Kristinn Gylfi segir að reyndar sé ekkert gott að fá ný- orpið egg því þá sé svo erfitt að ná skurninni af egginu ef á til dæmis að sjóða þau og nota ofan á brauð. Það skipti auðvitað engu máli ef á að brjóta eggið. Stefnt er að því að egg frá Stafholtsveggjum fari á markað á Vesturlandi. En Brún- egg selur í allar matvöruverslan- ir á svæðinu, hvort sem þær heita Nettó, Bónus, Krónan eða eitthvað allt annað. Stefnt að fleiri starfsmönnum Fram hefur komið að Kristín Elísa- bet Möller sér um búskapinn á Stafholtsveggjum. Eins og staðan er í dag er hún eini starfsmaður- inn á búinu og vinnur því alla daga vikunnar, en maður hennar, Jonni Jóhannes Jóhannesson, aðstoð- ar stundum konu sína í vinnunni. Hænur vita lítið um það hvort sé þriðjudagur eða sunnudagur. „Við stefnum að því að ráða fleiri starfs- menn,“ segir Kristinn Gylfi að- spurður. „Við viljum gjarnan eiga gott samstarf við Borgfirðinga og ráða heimafólk til vinnu. Hér gætu orðið tvo stöðugildi þegar allt verð- ur komið á fulla ferð, þótt fleiri manneskjur gætu gegnt því.“ Kristín segir skemmtilegt að vera aftur farin að hugsa um hænur. „Við Kristinn Gylfi erum systrabörn og síðast þegar ég starfaði á hænsnabúi var það fyrir mörgum árum, ein- mitt í Brautarholti, þar sem hann er fæddur og uppalinn. Mér finnst einnig ánægjulegt að hænsnabú sé aftur komið í Borgarfjörðinn. Held að það geti verið um þrjátíu ár síð- an slíkt bú var starfrækt hér síðast.“ Kristín Elísabet sagði jafnframt að almennt leggist starfið mjög vel í sig. Og ánægjulegt væri að fá að vera þátttakandi í svona uppbygg- ingarstarfi. bgk Annað sumar hestaleigunnar á Stóra Kambi gengur vel Hestaleigan á Stóra Kambi er fjölskyldufyrirtæki. Hér sjást, frá vinstri, Matthildur Hjartardóttir, Hjörtur Sigurðsson, Eygló Kristjánsdóttir og Leifur Hjartarson ásamt tveimur af þeim 30 hestum sem eru á Stóra Kambi. Egg frá Stafholtsveggjum á markað á Vesturlandi Kristín Elísabet Möller tekur hér egg og raðar í bakka, enda hvert þeirra meðhöndlað oft áður en neytandinn fær vöruna í hendur. Kristinn Gylfi Jónsson og Kristín Elísabet Möller í hænsnabúinu á Stafholtsveggjum Það væsir ekki um hænurnar og eins og sjá má geta þær spígsporað um gólfin að vild. Brúneggin tilbúin í verslanir á Vesturlandi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.