Skessuhorn


Skessuhorn - 16.07.2014, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 16.07.2014, Blaðsíða 15
15MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2014 Að óska eftir aðildarviðræðum við ESB og leggja kosti og galla aðildar undir dóm þjóðarinnar. Að auka aflaheimildir í þorski um 30 til 40 þúsund tonn og leigja þær á frjálsum markaði. Að stöðva útflutning á óunnum gámafiski, en slíkt myndi skapa fjölmörg störf hér á landi. Að auðlindum hafsins verði komið aftur í eigu þjóðarinnar. Að afnema verðtrygginguna við fyrsta tækifæri. Að koma með skýra aðgerðaáætlun um hvernig á að hjálpa skuldsettum heimilum. Þessar vikurnar er þeim að blæða út. Að koma með skýra aðgerðaáætlun um hvernig á að örva og efla atvinnulífið. Að atvinnuleitendum verði heimilt að stunda nám á meðan þeir eru á atvinnuleysisbótum. Að koma okkar sjónarmiðum vegna deilna við Breta vel á framfæri við alþjóðasamfélagið. Að misbjóða ekki þjóðinni með því fá Breta til að sinna hér loftrýmisvörnum á sama tíma og þeir telja okkur vera hryðjuverkamenn. Að skipt verði út stjórnendum í Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu enda virðast þeir aðilar ekki njóta trausts og trúnaðar íslensku þjóðarinnar. Að stórefla upplýsingaflæði til almennings. Íslenska þjóðin vill vita, hvað er verið að gera - hvað er búið að gera og hvað hyggist þið gera. Að fenginn verði óháður erlendur aðili til að rannsaka hrun bankakerfisins og þar verði hverjum steini velt við. Að leitað verði allra leiða til að frysta eigur þeirra útrásarvíkinga sem stóðu að útrás bankanna á meðan rannsókn fer fram á hruni bankakerfisins. Að allir þeir aðilar sem skuldsettu íslenska alþýðu uppí rjáfur á erlendri grundu verði látnir sæta ábyrgð og einnig þeir eftirlitsaðilar sem brugðust sínu hlutverki. Stjórn Verkalýðsfélags Akraness skorar á ríkisstjórn Íslands Stjórn Verkalýðsfélags Akraness www.vlfa.is l l l l l l l l l l l l l l l Verkalýðsfélag Akraness Sunnubraut 13 | 300 Akranes | Sími 430 9900 | Fax 430 9901 | skrifstofa@vlfa.is Kynningarfundur á kjarasa ningi við Samband íslenskra sveitarfélaga S K E S S U H O R N 2 01 4 www.vlfa.is Að óska eftir aðildarviðræðum við ESB og leggja kosti og galla aðildar undir dóm þjóðarinnar. Að auka aflaheimildir í þorski um 30 til 40 þúsund tonn og leigja þær á frjálsum markaði. Að stöðva útflutning á óunnum gámafiski, en slíkt myndi skapa fjölmörg störf hér á landi. Að auðlindum hafsins verði komið aftur í eigu þjóðarinn r. Að afnema verðtrygginguna við fyrsta tækifæri. Að koma með skýra aðgerðaáætlun um hvernig á að hjálpa skuldsettum heimilum. Þessar vikurnar er þeim að blæða út. Að koma með skýra aðgerðaáætlun um hvernig á að örva og efla atvinnulífið. Að atvinnuleitendum verði eimilt að stunda nám á meðan þeir eru á atvinnuleysisbótum. Að koma okkar sjónarmiðum vegna deilna við Breta vel á framfæri við alþjóðasamfélagið. Að misbjóða ekki þjóðinni með því fá Breta til að sinna hér loftrýmisvörnum á sama tíma og þeir telja okkur vera hryðjuverkamenn. Að skipt verði út stjórnendum í Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu enda virðast þeir aðilar ekki njóta trausts og trúnaðar íslensku þjóðarinnar. Að stórefla upplýsingaflæði til almennings. Íslenska þjóðin vill vita, hvað er verið að gera - hvað er búið að gera og hvað hyggist þið gera. Að fenginn verði óháður erlendur aðili til að rannsaka hrun bankakerfisins og þar verði hverjum steini velt við. Að leitað verði allra leiða til að frysta eigur þeirra útrásarvíkinga sem stóðu að útrás bankanna á meðan rannsókn fer fram á hruni bankakerfisins. Að allir þeir aðilar sem skuldsettu íslenska alþýðu uppí rjáfur á erlendri grundu verði látnir sæta ábyrgð og einnig þeir eftirlitsaðilar sem brugðust sínu hlutverki. Stjórn Verkalýðsfélags Akraness skorar á ríkisstjórn Íslands Stjórn Verkalýðsfélags Akraness www.vlfa.is l l l l l l l l l l l l l l l Verkalýðsfélag Akraness Sunnubraut 13 | 300 Akranes | Sími 430 9900 | Fax 430 9901 | skrifstofa@vlfa.is Félagsmenn sem starfa eftir kjarasamningi sem Verkalýðsfélag kra ess hefur gert vi Samband íslenskr sveitarféla og undirritaður var þann 11. júlí sl. athugið! Kynningarfundur verður haldinn fi mtudaginn 17. júlí kl. 18:00 á Gamla Kaupfélaginu, Akranesi og eru þeir félagar sem starfa efti samningnum eindregið hvattir til að mæta. Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu félagsins og fá kynningu og nánari upplýsingar. Kosið verður um samninginn með póstatkvæðagreiðslu og hafa kjörgögn þegar verið póstlög ásamt kynningarefni. Atkvæð greiðslu lýkur mánudaginn 28. júlí og þurfa atkvæða­ seðlar að hafa borist kjörstjórn félagsins, Sunnubraut 13, 300 Akranesi fyrir kl. 14:00 þann dag. Póststimpill gildir ekki og eru félagsmenn því beðnir að koma kjörseðlum tímanlega í póst. Berist kjörgögn ekki til félagsmanns sem telur sig hafa atkvæðisrétt um samninginn, er viðkomandi félagsmanni bent á að hafa samband við skrifstofu félagsins hið fyrsta. Kjörstjórn Verkalýðsfélags Akraness Fjölbreytt dagskrá frá kl. 12.00 til 22.00 út um alla sveit Ýmislegt skemmtilegt verður á boðstólum sem hægt er að fá nánari upplýsingar um á kjos.is og „Kátt í Kjós“ Á túninu við Félagsgarð munu ungir bændur etja kappi sín á milli kl. 14.00 – 16.00 um titilinn Ungi bóndi ársins 2014 Kátt í KJÓS Laugardaginn 19. júlí 2014 VELKOMIN Í KJÓSINA OG NJÓTIÐ DAGSINS MEÐ OKKUR KJÓSARHREPPUR S K E S S U H O R N 2 01 4 Húsvíkingurinn Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir var nýlega ráðin skólameistari Menntaskóla Borgar- fjarðar. Hún tekur við af Kolfinnu Jóhannesdóttur sem tekur brátt við starfi sveitarstjóra í Borgarbyggð. Guðrún Björg er viðskiptafræðing- ur frá Bifröst og tók kennslurétt- indin við Háskólann á Akureyri. Hún hefur einnig lokið meistara- námi í alþjóðlegum viðskiptum frá Bifröst og hefur starfað við skól- ann undanfarin ár. „Ég flutti árið 2003 ásamt þáverandi eiginmanni mínum og tveggja ára syni okkar á Bifröst í Borgarfirði þar sem ég hóf nám í viðskiptafræði. Þremur árum seinna fékk ég vinnu við Háskólann á Bifröst í nemendaskránni þeg- ar maðurinn minn var nýbyrjaður í námi. Ég fékk að þroskast og þró- ast í starfi þar jafnt og þétt og hef sinnt ýmsum störfum innan skól- ans,“ segir Guðrún Björg í samtali við Skessuhorn. Hún segist hafa tekið sér pásu frá Bifröst og farið á Húsavík frá 2012 til 2013. „Þar starfaði ég hjá Orku- veitu Húsavíkur. Það var fróðleg- ur og góður tími en Borgarfjörður- inn kallaði mig heim. Ég réði mig sem forstöðumann Háskólagáttar og bætti fljótlega á mig starfi fram- kvæmdastjóra kennslu og þjón- ustu.“ Spurð um hvers vegna hún sótti um starfið sem skólameistari MB segir hún að henni hafi þótt það eðlileg framvinda fyrir sinn starfsframa. „Auk þess hef ég mik- inn áhuga á að vinna að mennta- málum og að vinna með ungu fólki finnst mér rosalega spennandi. Mér fannst hreinlega sem verið væri að auglýsa eftir mér. Ég er metnaðar- full manneskja og vil setja markið hátt.“ Vill reyna að tengja skólastigin Guðrún Björg segist hlakka mikið til að hefja störf við menntaskólann. „En fyrst og fremst hlakka ég til að kynnast því góða fólki sem starfar við MB, ræða við það og átta mig á hver staðan er nákvæmlega. Svo vil ég eiga gott samstarf við alla aðila hvað varðar mögulegt umbótastarf innan skólans og mögulegar breytt- ar áherslur. Af því sem ég hef þegar kynnst þá get ég ekki séð annað en að MB sé góður skóli og þar hef- ur mikið og gott starf verið unnið.“ Hún segist hrifin af því kerfi þar sem nemendur geta útskrifast eftir þrjá vetur í námi og hinu svokall- aða símati eða vörðum. Hún segir formleg próf ekki endilega eiga allt- af við. „Mér finnst samt mikilvægt að nemendur kynnist fjölbreyttum námsmatsaðferðum, til að undirbúa sig fyrir háskólanám. Ég vil einnig reyna að tengja skólastigin betur í góðu samstarfi við viðeigandi aðila, svo sem við grunnskóla í Borgar- byggð, Símenntunarmiðstöð Vest- urlands og háskólana í sveitarfé- laginu. Þar á ég nokkuð gott tengsl- anet og hlakka til að finna flöt á slíkri tengingu,“ útskýrir hún. Að öðru leyti telur Guðrún mikilvægt að sinna þeim nemendum sem eru við skólann eins vel og kostur er. „Ég tel að ánægðir nemendur séu besta auglýsing skólans. Mig lang- ar einnig að kynna skólann betur í nærsveitum Borgarness, með það í huga að fá fleiri nemendur úr sveit- unum í skólann. Nú er skólinn og sveitarfélagið búið að festa kaup á húsnæði sem mun þjóna hlutverki heimavistar. Það mun styrkja þann lið.“ Hlakkar til að flytja í Borgarnes Guðrún Björg mun flytja í Borg- arnes í haust ásamt sonum sínum, Fannari Óla 13 ára og Jökli Smára 6 ára. „Mér finnst mikilvægt að skóla- meistari MB sé sýnilegur í samfé- laginu og því vil ég búa í Borgar- nesi og taka þátt í daglegu lífi þar. Við fjölskyldan flytjum því í haust og strákarnir fara í Grunnskólann í Borgarnesi. Við erum bara að leita okkur að leiguhúsnæði sem hæf- ir okkur. Við hlökkum mikið til að taka þátt í samfélaginu í Borg- arnesi, strákarnir æfa fótbolta og körfubolta og eiga nú þegar nokkra vini á sínum aldri úr Skallagrími,“ segir Guðrún Björg og bætir því við að henni hafi líkað mjög vel að búa á Bifröst. „Drengjunum leið einnig vel þar. Það sem helst vantaði upp á var tækifærið til að stunda íþrótt- ir af kappi og því hlökkum við mik- ið til að þurfa ekki að takmarka það eins mikið vegna keyrslu og við þurftum að gera þar.“ Hún segir Borgarbyggð hafa upphaflega orð- ið fyrir valinu þar sem hún stundaði nám við Bifröst og vann síðar þar. Á þeim tíma kynntist hún mikið af fólki og eignaðist góða vini. „Ég hlakka því mikið til að flytja í Borg- arnes og vera í nánum samskiptum við vini mína. Og auðvitað að sinna starfi skólameistara af trúmennsku og dugnaði,“ segir Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir skólameistari MB að lokum. grþ Nýlega barst Ungmennafélaginu Íslendingi í Borgarfirði staðfesting frá forsætisráðuneytinu um frið- lýsingu Hreppslaugar, sem sótt var um síðasta haust. Friðlýsingin tek- ur til steinsteypts hluta upphaf- legs laugarmannvirkis en nær ekki til seinni tíma breytinga eða þjón- ustuhúss. Ulla R Pedersen formað- ur Umf. Íslendings segir að frið- lýsingin staðfesti upplifun félags- manna í Íslendingi fyrir þýðingu Hreppslaugar fyrir félagið og sam- félagið. „Við fögnum því að fá frið- lýsinguna. Laugin hefur verið baggi á félaginu en þarna er tekið af skar- ið með verndun hennar. Rekstur sundlauga er kostnaðarsamur og við höfum sótt um styrki til margra aðila á hverju ári, þar á meðal sveit- arfélagsins. Það er mikil þörf á að ráðast í viðhald á Hreppslaug og vonandi hjálpar þetta okkur að fá styrki til þess. Fólk er sammála um að Hreppslaug er dásamlegur stað- ur og í fyrra komu um 3600 gestir á níu vikna opnunartímabili sem telst sjálfsagt nokkuð gott,“ segir Ulla R Pedersen. Að mati Minjastofnunar hef- ur Hreppslaug gildi fá sjónarhóli byggingarlistar sem óvenjulegt steinsteypumannvirki, hannað af Sigurði Björnssyni yfirsmið Hvít- árbrúar. Í friðlýsingarplagginu segir einnig að laugin hafi mikið menn- ingarsögulegt gildi sem vitnisburð- ur um félags- og íþróttastarf ung- mennafélaganna og sem mikilvæg- ur staður í menningar- og félags- lífi héraðsins. Mannvirkið sitji fal- lega í landinu og tengist umhverfi sínu á áhrifamikinn hátt. Ung- mennafélagið Íslendingur réðist í byggingu Hreppslaugar árið 1928. Mannvirkið reis í landi Efri-Hrepps í Skorradal og er byggt samkvæmt þeim tíðaranda sem þá ríkti. Með- al annars var hesthús reist undir laugarhúsinu við hlið búningsklefa. Vegna ónógs viðhalds og peninga- leysis var Hreppslaug ekki opin al- menningi á tímabili en fyrir 80 ára afmæli laugarinnar árið 2008 réð- ust félagsmenn í að hressa upp á mannvirkin með góðum stuðningi Skorradalshrepps. Í byrjun sum- ars er jafnan skólasund í Hrepps- laug og sundæfingar þar stundaðar. Þar eru haldin af og til svokölluð Ármót, þar sem sundfólk frá ung- mennafélögunum Íslendingi, Da- grenningu, Reykdælum og Staf- holtstungum reyna með sér. Var Ármótið í ár haldið þar sl. mánu- dagskvöld. Þá er Hreppslaug opin almenningi og oft þar fjör í kring- um fóninn að sögn Ullu. Ekki síst á fimmtudagskvöldum en þá er laug- in opin frá kl. 19-23 og tónlist spil- uð milli klukkan 21 og 22. þá/ Ljósm. Helga Jensína Svavarsdóttir. Hreppslaug er í góðu ástandi miðað við aldur. Myndin er frá Ármótinu á laugardaginn. Friðlýsing Hreppslaugar staðfest Það var glaður hópur sem kom saman í Hreppslaug sl. mánudagskvöld. Þar fór fram Ármót sem jafnan er haldið árlega til skiptist hjá ungmennafélögum í upp- sveitum Borgarfjarðar. Þar kemur saman og reynir með sér í ýmsum sundgreinum ungt íþróttafólk frá Íslendingi, Dagrenningu, Reykdælum og Stafholtstungum. Fannst að verið væri að auglýsa eftir sér Rætt við Guðrúnu Björgu Aðalsteinsdóttur, nýjan skólameistara Menntaskóla Borgarfjarðar Guðrún Björg ásamt sonum sínum Fannari Óla og Jökli Smára. Ljósm. Lukasz Machul.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.