Skessuhorn


Skessuhorn - 16.07.2014, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 16.07.2014, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2014 Himnarnir grétu er Víkingur var kvaddur Kaflaskil urðu í atvinnusögu Akra- ness á föstudaginn þegar Víking- ur AK-100, sem gerður hefur ver- ið út frá Akranesi í 54 ár, var kvadd- ur. Skipinu var síðustu daga siglt til Danmerkur þaðan sem það mun að öllum líkindum ekki snúa aftur. Fjöldi fólks var mættur til að fylgjast með brottförinni enda skipið eins konar holdgervingur sjómennsk- unnar á Akranesi og því margir sem bera sterk tengsl til skipsins. Segja má að himnarnir hafi grátið þegar skipið hélt úr höfn en úrhellisrign- ing var á meðan. Með skipinu fór sex manna áhöfn. Gunnar Gunn- arsson skipstjóri, Magnús Þorvalds- son stýrimaður, Sigurður Villi Guð- mundsson vélstjóri, Gunnlaugur Pálmason vélstjóri, Pétur Baldvins- son háseti og Haraldur Bjarnason blaðamaður, sem rita mun frásögn af siglingunni sem birt verður hér í Skessuhorni innan tíðar. jsb Síðasta áhöfn Víkings AK-100. Á myndina vantar Gunnlaug Pálmason en hann var upptekinn í vélarrúminu. Skipið losað frá bryggjunni. Siglt úr Akraneshöfn. Víkingur AK-100 kominn út fyrir hafnargarðinn á Akranesi. Skipið komið út á Faxaflóa. Séð frá Suðurflös. Landsmót skáta verður á Akureyri Landsmót skáta verður haldið að Hömrum við Akureyri daga 20.-27. júlí næstkomandi. Þema mótsins í ár er: „Í takt við tímann.“ Þar verð- ur flakkað um tíma og rúm þar sem þátttakendur kynnast fortíð, nútíð og skyggnst auk þess inn í framtíð- ina. Landsmót er því gott tækifæri fyrir íslenska skáta að kynnast skát- um erlendis frá. Héðan frá Vestur- landi er vitað um nokkra tugi skáta sem stefna á mótið. Um sextíu fara frá Akranesi og Borgarnesi auk skáta frá Grundarfirði og Dölum. Bandalag íslenskra skáta (BÍS) stendur að mótinu. Skátahreyfingin er stærsta æskulýðshreyfing í heim- inum og taka um 600 erlendir skát- ar frá um 20 löndum þátt í mótinu í ár, en þátttakendur verða um tvö þúsund. Þegar mest verður er reikn- að með að 6000-8000 manns verði á svæðinu. Þátttakendur eru á aldrin- um 10-22 ára. Einnig er boðið upp á fjölskyldubúðir þar sem allir sem vilja geta komið og notið útivistar- innar, samverunnar og um leið upp- lifað töfra skátastarfsins. Dagskrá mótsins verður með nokkuð hefðbundnu sniði en þó með nýjum áherslum til að tengja við þema mótsins og staðhætti að Hömrum. Mikið er lagt upp úr því að hafa dagskrána sem fjölbreytt- asta og að allir finna sér eitthvað við hæfi. Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðunni HYPERLINK “http://www.skata- mot.is” www.skatamot.is mm Veðrið lék við gesti á Sandara­ og Rifsaragleði Um helgina fór fram bæjarhátíð- in Sandara- og Rifsaragleðin. Að sögn Drífu Skúladóttir fór hátíð- in vel fram og margir gestir lögðu leið sína til Hellissands og Rifs. „Það var mikil gleði alla helgina. Við vorum heppin með veðrið og allir gátu skemmt sér vel. Þetta hefði ekki getað verið betra,“ sagði Drífa í samtali við Skessuhorn. Mörg skemmtiatriði voru á dag- skrá og hófst gleðin á fimmtudag- inn með aflraunakeppni í Tröð. Þá voru myndlistarsýningar á dagskrá ásamt markaði og leikþáttum fyr- ir börn. Þar skemmtu Jónatan og töfrakarlinn og Skoppa og Skrítla yngstu kynslóð gesta. Á föstu- dags- og laugardagskvöld voru svo haldnir dansleikir þar sem dansað var fram á rauða nótt. Á sunnudaginn var nýtt skilti vígt við Krossavík. Að sögn Skúla Alexanderssonar gaf Snæfellsbær skiltið en á því eru upplýsingar um sögu Krossavíkur. Krossavík er víkin vestan við Hellissand en það- an var róið til ársins 1976 og var um áraraðir aðalhöfn Sandara. af Steingerður Jóhannsdóttir, Ásbjörg Emanúelsdóttir og Selina Reber voru með myndlistarsýningar í Hvítahúsinu. Drengjakór Íslenska lýðveldisins sló í gegn á tónleikum sínum sem haldir voru í Hvítahúsinu. Góð stemning í góða veðrinu í Rifi og á Hellissandi um helgina. Nýtt skilti við Krossavík. Á myndinni eru Skúli Alexandersson, Drífa Skúladóttir, Steingerður Jóhannsdóttir og Kristinn Jónasson. Skoppa og Skrítla skemmtu yngstu gestunum. Hoppukastalar voru vinsælir og mikið notaðir af börnum alla helgina á Sandara- og Rifsaragleðinni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.