Skessuhorn


Skessuhorn - 16.07.2014, Qupperneq 17

Skessuhorn - 16.07.2014, Qupperneq 17
17MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2014 Himnafaðirinn skaffaði gott veður á fjölmennri sveitahátíð á Hvanneyri Sæmundur Sigmundsson á kunnuglegum stað; undir stýri. Sigurjón Valdimarsson á Glitsstöðum og séra Geir Waage á tali. Í boði voru alíslenskir drykkir. Hér skenkir Haraldur Reynisson í glösin. Fjölmenn sveitahátíð var hald- in á Hvanneyri síðastliðinn laug- ardag. Tilefnið var ærið. Í ár eru liðin125 ár síðan fyrsti nemandinn var skráður þar í skóla. Þess var vert að minnast. Þá var safnadag- urinn haldinn hátíðlegur um leið. Bryndís Geirsdóttir og Steph- anie Nindel sinntu ýmissi undir- búningsvinnu vegna hátíðarinn- ar og höfðu reyndar frumkvæði að henni. Bryndís sagði í samtali við Skessuhorn að allur undirbún- ingur hafi gengið gríðarlega vel og allir íbúar lagst á eitt að láta hlut- ina ganga og leggja auk þess hönd á plóg. „Við byggjum nokkuð á safna- deginum sem haldinn hefur verið hátíðlegur um hríð. En nú bættum við ýmsu við eins og markaði, tón- leikum, dýrum, ratleik og ýmsu fleiru. Sem sagt meira var stílað inn á að allur aldur fyndi eitthvað við sitt hæfi,“ sagði Bryndís. Hún sagði jafnframt að í þetta sinn virt- ust gestir koma af fleiri ástæðum en áhuga fyrir öldnum dráttarvél- um. „Búvéladagurinn dregur allt- af að, en núna komu einnig margir sem unna staðnum, hafa verið hér í skóla en auk þess fjöldi fólks sem hefur aldrei komið að Hvanneyri áður. Það var sannkallaður ævin- týrabragur yfir þessum degi og það smitaðist alla leið, bæði til við- burða dagsins og tónleika Brother Grass um kvöldið. Ekki skemmdi fyrir að veðrið var dásamlegt.“ Bjarni Guðmundsson forstöðu- maður Landbúnaðarsafnsins seg- ir himnaföðurinn hafa skaffað Hvanneyringum og gestum þeirra gott veður sem hann voni að flest- ir hafi munað eftir að þakka fyrir því þegar búið sé að rigna í mánuð muni vera þakkarvert að ský fari af himni. Að mati Bjarna voru ríflega eitt þúsund manns sem mættu, allt gekk ljúflega og tiltókst með ágæt- um. Í samtali við Skessuhorn sagði Bjarni ennfremur að safnadag- urinn á Hvanneyri hafi mótað ákveðinn hóp sem skilar sér alla jafnan. „Auk þess komu margir að kynna sér það sem var á boðstóln- um og einnig gamlir skólafélag- ar. Sem dæmi veit ég um skóla- félaga mína, 51 árs nemendur, sem komu. Á þessari sveitahátíð nut- um við skipulags sem mótast hef- ur í árafjöld.“ Í ávarpi Bjarna á hátíðinni nefndi hann að skóli þyrfti að hafa rætur og vængi. Ræturnar þyrftu að tengjast fólki. Þeim sem hafa stundað námið, fólk sem er núna og væntanlegum nemendum. Án þessa yrði ekki skóli. Almennt tel- ur Bjarni að skólasaga Borgfirð- inga sé afar merkileg og alveg ástæða til að halda henni á lofti. bgk/ Ljósm. Áskell Þórisson. Pennagrein Glæsileg hátíð á Hvanneyri ­ takk fyrir! Það var mik- ið um dýrðir á Hvanneyri síðastliðinn laugardag en þá blésu heimamenn til hátíð- ar í tilefni þess að 125 ár eru lið- in síðan fyrsti nemandinn hóf nám við Bændaskólann. Hátíðahöldin voru tengd við hinn árlega safndag og var Landbúnaðarsafnið með sína dráttarvélasýningu og félagar í Fornbílafélagi Borgarfjarðar mættu með lystikerrur á ýmsum aldri. Há- tíðahöldin voru þó fyrst og fremst til þess að minnast upphafs skóla- starfs á Hvanneyri og vekja athygli á langri og merkilegri skólasögu á Hvanneyri og þess mikla starfs sem þar hefur verið unnið í þágu land- búnaðarframfara samfellt í fjórð- ung á aðra öld. Hátíðin á laugardaginn var ekki hugmynd eða að frumkvæði for- svarsmanna Landbúnaðarháskól- ans. Hugmyndin og allt frum- kvæði að þessum glæsilega degi áttu tvær ungar athafnakonur sem búsettar eru á Hvanneyri. Þessar ungu konur, Bryndís Geirsdóttir og Stefanía Nindel, hrundu þessu í framkvæmd, kynntu hugmynd- ina fyrir forsvarsmönnum skólans og heimamönnum á Hvanneyri. Forsvarsmenn skólans sýndu hug- myndinni ekki áhuga svo úr varð þeirra eigin framkvæmd með að- stoð heimaaðila. Árangur þessa frumkvæðis varð svo hinn glæsilegasti hátíðardag- ur þar sem staðurinn skartaði sínu fegursta. Fjölbreytt dagskrá við allra hæfi var í boði og veður- guðirnir tóku gleði sína og fögn- uðu með 1200-1400 gestum sem sóttu heim staðinn. Það var hátíð- leg stund í Hvanneyrarhirkjugarði þegar börnin gróðursettu blóm á leiði Hjartar Hanssonar, hins fyrsta nemanda skólans, og litlar hendur fóru varfærnum höndum um litlar plönturnar sem prýddu leiði hans. Í því ölduróti sem ríkt hefur á Hvanneyri undanfarið misseri og í þeirri óvisssu sem ríkir um fram- tíð skólastarfs á staðnum var þessi dagur kærkominn og mun lengi lifa í minningu okkar allra sem hans nutum. Við viljum hér með koma á framfæri alúaðarþökkum og ham- ingjuóskum til þeirra Bryndísar og Stefaníu fyrir þann kjark og áræðni að hrinda þessum atburði í fram- kvæmd. Láta ekki tómlæti ráða- manna né nokkra aðra hindrun koma í veg fyrir að þessum merku tímamótum í sögu Hvanneyrar og skólasögu Íslands hafi verið minnst með viðeigandi hætti. Hafið heila þökk kjörkuðu konur! Magnús B. Jónsson og Steinunn S. Ingólfsdóttir, Hvanneyri. Heimafólk, nágrannar og aðrir gestir áttu notalega stund. Árni í Árdal sem fyrr í hlutverki gestgjafans þar sem hann er manna bestur. Hér er boðið upp á Árdals - lambamána. Stephanie Nindel og Bryndís Geirsdóttir skipulögðu hátíðina. Hér eru þær ásamt Boggu á Bárustöðum. Ingibjörg Jónasdóttir er óþreytandi að kynna íslensku ullina og afurðir úr henni. Ragnhildur Jónsdóttir í Ausu við vænan stafla af pönnukökum. Rósa Marinósdóttir í bakgrunni. Þess má geta að steiktar voru pönnukökur upp úr 21 lítra af mjólk. Erlendur Sigurðsson og Guðmundur Hallgrímsson hafa vafalítið getað spaugað og hlegið dátt. Glaðst á góðum degi. Bjarni Guðmundsson forstöðumaður sagði í ávarpi sínu að skólar þyrftu að hafa rætur og vængi.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.