Skessuhorn


Skessuhorn - 16.07.2014, Page 18

Skessuhorn - 16.07.2014, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2014 Ásmundur „formaður“ Þórðarson á Háteigi á Akranesi fór eins og fleiri Akurnesingar í beitufjöru. Þessi veiðiskapur var stundaður fram yfir aldamótin 1900, eða meðan opnu skipanna naut við. Frá Akranesi var oftast farið í kræklingafjöru inn á Sanda í Hvalfirði, þ.e. að Litla- sandi, Miðsandi, Brekku og Bjart- eyjarsandi og allt að Kalastaða- landi, og þá helst seinni part sum- ars. Beitufjara er fjara þar sem beitu var safnað; kræklingi, sem var oft- ast stór og feitur og talinn ákaflega góð beita. Lá hann oft í kerfum eða klösum, laus á leirbotninum. Voru skeljarnar oftast hreinar að utan og því léttari til flutnings. Eina ferð fóru þeir Ásmundur í Hvalfjörð, seinni part sumars, og gekk vel; tóku þeir beitu í skipið og fóru þegar í stað heimleiðis. Þá tók að hvessa og gerði brátt versta veð- ur. Þegar komið var út að Laxvogi var hann svo hvass, að rifa þurfti seglið og haft alveg niður við þóft- ur og komust þeir þannig við ill- an leik í Kalmansárós, skammt frá Katanesi. Var báturinn dreginn á land, „borið af“ og skipið „sett,“ en ávallt þurfti að fara varlega ef bátar voru hálffullir af kræklingi. Gist var í Katanesi og gengið á Akranes daginn eftir. Eftir nokkra daga var farið í Kata- nes, „borið í“ og lagt af stað heim á leið. Út af Innra-Hólmi versnaði veður mjög. Aftur var „borið af“ og gist, en þetta var alvanalegur máti í beitufjöruferðum. Þegar heim kom var krækling- urinn lagður niður í hleinar, þ.e. klappir í flæðarmálinu þar sem sjór féll á til þess að hann festi sig þar, og „lifði“ þangað til hann var tek- inn til beitu. Þegar að fellur opn- ast skelin, en þegar af fellur lokast hún aftur, og þá full af sjó. Þeg- ar til þurfti að taka var svo beitan sótt smátt og smátt. Var skelin opn- uð og skorið úr með sjálfskeiðing. Var svo beitan krækt á önglana og línan „lögð niður“ í trog eða þar til gerða bala, svipað því sem síðar var gert þar sem „lóðir“ voru notaðar, þ.e. fiskilínur með mörgum öngl- um í röð. Það sem þurfti að varast var að fylla ekki bátinn af skelinni vegna þess að þegar sjó gaf inn í bátinn þá opnaði skelin sig og tók sjóinn inn í skelina. Við þetta gat báturinn þyngst mjög, svo hætta varð á að hann sykki, enda fórust mörg skip á þessum árum á leið úr beitufjöru. Ef bændur voru við heyskap þeg- ar sjómenn komu í beitufjöru var það alvanalegt að þeir aðstoðuðu við að afla heyanna og var litið á þá vinnu sem „greiðslu“ fyrir að fá að fara í fjöruna. Oftast var þó greitt fyrir beituna. Fyrir fjögurra manna far voru greiddar tvær krónur fyr- ir hleðsluna, fjórar krónur fyrir sex manna far og sex krónur, ef um átt- æring var að ræða. Margir formenn borguðu þó með þorskhausum eða grásleppu og fylgdi þá að landeig- andinn hitaði kaffi fyrir skipshöfn- ina, meðan hún dvaldist þar. Þeg- ar mest var voru allt upp undir 100 skip í einu í beitufjöru á sama tíma í Hvalfirði, bæði norðanmeg- in sem sunnan. Helstu beitustað- ir í Hvalfirði, sunnan frá voru þess- ir: Laxvogur, Stampar, Hvamms- vík, Hvítanes, Fossá, Brynjudals- og Botnsvogar og Þyrill. Aðstæð- ur voru misjafnar eftir stöðum og gæði beitunnar sömuleiðis. Kræklingur, öðru nafni krákuskel er samloka af kræklingsætt; ílöng, dökk- eða svarblá og festir sig oft með spunaþráðum við steina. Hún er algeng við strendur Íslands, nema suðurströndina og rekur oft á fjörur, 5 til 10 sm. á lengd. Kræk- lingur þykir góður til matar og er víða tíndur. Á Íslandi hafa tilraunir með eldi verið gerðar, m.a. í Hvíta- nesi í Hvalfirði. Hafrenningur og Biskupinn Opin skip voru oftast sexæringar eða áttæringar. Það skipalag sem mest var notað á Akranesi og við Faxaflóa á þessum árum var kennt við Engey, þar sem flest þeirra voru smíðuð, og kölluð skip með „Eng- eyjarlagi.“ Seinasti áttæringurinn sem hér var til var frá Heimaskaga og hét Hafrenningur. Á honum var Ólafur Bjarnason frá Litlateigi og félagar hans í hinu mikla mann- skaðaveðri 7. janúar 1884 (Hoff- mannsveðrinu). Var það eina skip- ið af þremur sem þá komst af frá Akranesi og lenti fyrir innan Mela í Melasveit. Eftir 1896 gekk þetta skip undir nafninu Biskupinn, en þannig var mál með vexti að Haf- renningur var fenginn til að sækja Hallgrím „biskup“ Sveinsson til Reykjavíkur en hann átti að annast vígslu hinnar nýbyggðu Akranes- kirkju hinn 23. ágúst 1896. Um aðra farkosti var ekki að ræða en áraskip, þar eð sjóleiðin var valin. Var skipið málað hátt og lágt í grænum lit og það prýtt að öðru leyti eins og tök voru á og þótti hæfa jafn virðuleg- um farþegum. Að morgni vígsludagsins var kominn feikna útsynningur, hvass- viðri af suðvestri og úfinn sjór, og því alls ófært milli Akraness og Reykjavíkur. Að ráði gætinna manna var Hafrenningi því ekki ýtt úr vör og Hallgrímur biskup og fylgdar- lið hans sté aldrei fæti um borð og komst þar af leiðandi ekki til vígsl- unnar. Báturinn hafði þó hlotið sína eldskírn og var upp frá því nefndur Biskupinn manna á meðal. Vanstill- ingu veðurguðanna urðu menn að lúta, þá sem oftar, og ekki á annað kosið en að sóknarpresturinn sjálf- ur, séra Jón Sveinsson sem þá var jafnframt nýlega skipaður prófastur Borgarfjarðarumdæmis, vígði kirkj- una í umboði biskups. Engeyjarlag Bátalag árabáta við Faxaflóa á seinni hluta 19. aldar var kennt við Eng- ey þar sem það þróaðist. Bátar með Engeyjarlagi voru með beinu, lot- uðu stefni og skut og fremur stokk- reistir en skábyrtir. Þeir voru stöð- ugir, léttir og liprir undir árum og létt að sigla þeim. Oftast voru þeir tvísigldir, með tveimur sprytsegl- um, fokku og seinna klýfi. Kom það fyrir að farið var á þessum bátum milli Reykjavíkur og Akraness á að- eins 75 mínútum, eða eins og hrað- skreiðustu mótorbátar fóru síðar. Auk þess að smíða árabáta með seglum tóku Engeyjarmenn þátt í að smíða fyrstu þilfarsvélbátana í byrjun seinustu aldar. Meðal annars var Otti Guðmundsson skipasmið- ur frá Engey yfirsmiður að fyrsta þilfarsvélbáti sem smíðaður var fyr- ir Akurnesinga. Hét hann Fram og var smíðaður árið 1906. Einnig var hann yfirsmiður að tveimur fyrstu vélbátunum sem smíðaðir voru á Akranesi; Svaninum og Eldingu árið 1912. Engeyjarmenn voru orðlagðir sjósóknarar og skipa- smiðir, mann fram af manni, og var haft eftir Jóni Helgasyni biskupi að „yfir höfuð mátti svo heita að all- ir sem einhverja dvöl höfðu í Eng- ey, kæmu þaðan sem hálf- eða alút- lærðir skipasmiðir.“ Einn Akurnes- ingur var orðlagður útvegsbóndi og skipasmiður í Engey. Var það Brynj- ólfur Bjarnason frá Kjaransstöðum, en hann mun hafa smíðað um 400 báta og skip á seinni hluta 19. aldar. Brynjólfur var bróðir Ólafs Bjarna- sonar frá Litlateigi og mágur Ás- mundar á Háteigi, en þeirra beggja er getið hér að framan. Ólafur B. Björnsson nafngreinir í riti sínu um 100 formenn á Akra- nesi á fjögramannaförum, á sex- æringum og áttæringum á sein- ustu áratugum 19. aldar. Um 1890 kemur svo skútuöldin til sögunn- ar og fór þá þessi aldagamli útveg- ur, opnir árabátar, að dragast veru- lega saman. Ásmundur Ólafsson tók saman. Heimildir: Rit Ólafs B. Björns- sonar, Akraneskirkja eftir Gunnlaug Haraldsson og endurminningar Er- lendar Björnssonar frá Breiðabólsstað. Beitufjöruferð í Hvalfjörð um 1890 Beitningarkeppni á Sjómannadaginn á Akranesi. Myndhöfundur: Árni Böðvarsson. Myndin er varðveitt í Ljósmyndasafni Akraness. Líkan af sexæringi með Engeyjarlagi sem Björn Ólafsson fyrrv. ráðherra (f. Í Mýrarholti á Akranesi) færði Byggðasafninu í Görðum að gjöf. Líkanið er af Rjúpunni, sexæringi Björns Ólafssonar, föðurbróður Björns ráðherra. Björn for- maður var afi skipstjóranna frá Sigurvöllum, Björns og Valdimars Ágústssona. Ein föðursystir Björns ráðherra var Sesselja Ólafsdóttir, móðir bræðranna þriggja, Jóhanns, Björns Ágústs og Ingvars sem fórust í Hafmeyjarslysinu 16. sept. 1905 og einnig Guðmundar Björnssonar bónda á Arkarlæk. Helgi Eyjólfsson frá Litlabakka á Akranesi smíðaði líkanið eftir teikningu Hafliða Hafliðasonar, skipasmiðs. Mynd: Ólafur Árnason. Myndin er varðveitt í Ljósmyndasafni Akraness. Ásmundur Þórðarson bóndi og formaður á Háteigi og Ólína Bjarnadóttir frá Kjaransstöðum ásamt börnum sínum, frá vinstri: Ólafína í Nýlendu (g. Sveini Ingjaldssyni, vélstjóra), Ólafur verkstjóri og bóndi á Háteigi (kv. Helgu Olivers- dóttur), Elín á Borg (g. Bjarna Ólafssyni, skipstjóra), Þórður útgerðarm. (kv. Emilíu Þorsteinsdóttur á Grund), og lengst til hægri er Bjarnfríður (g. Halldóri Jónssyni, skipstjóra og útg.m. í Aðalbóli). Myndhöfundur: Sæmundur Guðmundsson. Myndin er varðveitt í Ljósmyndasafni Akraness. Akraneskirkja á vígsludaginn 23. ágúst 1896. Spariklæddir kirkjugestir ganga úr kirkju. Til vinstri handar sjást bæjarþil Sandabæjar og trúlega Litlabakka og Traðarbakka fjær. Við norðausturhorn kirkjunnar sést húsið Bræðraborg (frá 1896). Myndhöfundur: Sigfús Eymundsson, en myndin er trúlega tekin af Magnúsi Ólafssyni, faktor í Thomsensverslun og ljósmyndara. Myndin er varðveitt í Ljósmyndasafni Akraness. Björn Ólafsson (1895-1974) fæddur Í Mýrarholti á Akranesi. Björn var lengst af stórkaupmaður og iðnrekandi. Var fjármála-, mennta- og viðskiptamálaráðherra í utanþings- stjórninni 1942-44. Á árum síðari heimsstyrjaldarinnar gerði Björn samning við the Coca-Cola Company og 1. júní 1942 tók verksmiðja hans Vífilfell til starfa. Dóri í Sól með bjóðin. Halldór Árnason (1914-89) frá Sóleyjartungu átti og réri á Sigursæli AK 87, sem nú er í Byggðasafninu að Görðum. Myndhöfundur: Ólafur Frímann Sigurðsson. Myndin er varðveitt í Ljósmyndasafni Akraness.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.