Skessuhorn


Skessuhorn - 16.07.2014, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 16.07.2014, Blaðsíða 19
19MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2014 Lára Hólm Heimisdóttir hefur lært tannlækningar í Háskóla Íslands síðastliðin fimm ár og á aðeins eitt ár eftir af náminu. Hún starfar nú á tannlæknastofu á Akranesi en er þegar komin með reynslu í tann- lækningum við margvíslegar að- stæður. Lára fór ásamt tveimur öðr- um tannlæknanemum, þeim Elísa- betu Ástu Bjarkardóttur og Unni Flemming Jensen, til Tansaníu að stunda tannlækningar. Þær stöllur fóru til utan í byrjun maí og voru í Tansaníu í sex vikur en af þeim unnu þær í fimm. Að sögn Láru var ferðin mikið ævintýri en um leið mjög lærdómsrík enda aðstæður í Tansaníu gjörólíkar þeim sem við þekkjum hér á Íslandi. Frumstæðar aðstæður „Við fórum fyrst til borgarinn- ar Dar es Salaam, sem er stærsta borg Tansaníu. Þar heimsóttum við munaðarleysingjahælið Mala- ika sem Margrét Pála, forsprakki Hjallastefnunnar á Íslandi, stofn- aði fyrir nokkrum árum ásamt öðr- um Íslendingum. Þar hjálpuðum við stelpum á aldrinum fjögurra til þrettán ára við að fá tannlækna- þjónustu. Okkur tókst að koma þeim fyrir hjá tannlæknanema í há- skólanum í Dares Salaam og var það mikil sigur fyrir okkur. Eftir það fórum við að vinna sem tannlæknar á Karatu Lutheran sjúkrahúsinu í Bashay þorpi. Þar fengum við að kynnast heilbrigðiskerfinu í Tans- aníu fyrir alvöru. Það voru aðeins tveir tannlæknastólar sem mætti helst kalla bekki, en hægt var að halla örlítið. Á stofunni var aðeins ein innstunga svo allar viðgerðir voru framkvæmdar með handverk- færum. Engir borar, ekkert sog eða vatnsprautur. Við vorum með ljós- lampa á hausnum því lampinn sem var fyrir ofan stólinn lýsti ekki nógu vel svo hægt væri að sjá skemmdir. Þá var fata höfð á gólfinu sem fólk skyrpti í en gólfið var þakið mold sem sjúklingarnir báru inn með sér. Þá var einn ofn á stofunni sem öll tæki voru sótthreinsuð í og fékk sá ofn rafmagn frá einu innstungunni sem var í stofunni. Mjög fáir töluðu svo ensku og því var annar lækn- ir sem túlkaði fyrir okkur en við lærðum fljótlega að segja, „skyrptu í fötuna“ á svahílí. Aðstæður voru því mjög frábrugðnar þeim sem við þekkjum hérna heima,“ segir Lára um aðstæður á tannlæknastofunni í Tansaníu. Lára man sérstaklega vel eftir einum sjúklingnum sem kom inn á biðstofuna til hennar. „Sá bar und- ir hendi sér poka sem í var lifandi kjúklingur. Hann setti svo pokann með kjúklingnum undir stól í bið- stofunni á meðan hann fékk lækn- ingu og tók hann með sér þegar hann fór út.“ Mikið um skemmdir hjá eldra fólki „Þegar við fórum til Tansaníu vor- um við vissar um að lítið væri um tannskemmdir hjá íbúum landsins. Við töldum að þar væri fólk ekki sí- fellt að borða nammi og drekka gos- drykki eins og hér á Íslandi. Annað kom hins vegar á daginn og við tók- um eftir því að mikið var um tann- skemmdir hjá fólki í landinu. Eitt af verkefnum okkar var að mæla flú- or í vatni en of mikið flúor í vatni getur valdið skemmdum á glerungi. Eðlilegt flúormagn í vatni er 1 ppm en á þessu svæði mældist flúorið allt að 25 ppm. Auk þess drekkur fólk í Tansaníu mikið af kaffi og tei og með miklum sykri. Því voru tenn- urnar, sérstaklega hjá eldra fólki, oft mjög illa farnar.“ Hjálpuðu úr eigin vasa Lára, Elísabet og Unnur fóru út á eigin vegum en fengu hugmynd- ina að ferðinni frá öðrum nem- um sem höfðu farið til Tansaníu. „Við töluðum við tvo tannlækna- nema sem höfðu farið í svipaða ferð fyrir nokkrum árum og urð- um strax mjög hrifnar af hugmynd- inni. Þeir hjálpuðu okkur mikið að skipuleggja ferðina og koma okkur í samband við rétta aðila. Þannig fengum við gistingu á gistiheimili sem rekið er af Íslendingi og ýmsar aðrar upplýsingar sem gerðu ferð- ina mun þægilegri. Við fórum sem dæmi með um 40 kíló af áhöldum til lækninga sem við gáfum sjúkrahús- inu. Það var samt erfitt að undirbúa sig fyrir þá miklu fátækt sem fólk býr við í landinu. Fátæktin er gríð- arleg, fólk átti litla sem enga pen- inga og bjó við slæmar aðstæður. Við voru minntar á fátækt heima- manna þegar ein af okkur borgaði með klinki í búð. Þeim í búðinni var mjög brugðið að sjá hvíta mann- eskju borga með einhverju öðru en seðli. Hvítt fólk er stundum kallað músungú, sem þýðir hvítingi. Hvít- ingar eru oft rukkaðir meira en aðr- ir og lærðum við fljótt að biðja um ekkert músungúverð í búðum. Við fengum að kynnast fátæktinni fyrir alvöru þegar við hittum konu sem bjó langt frá sjúkrahúsi og þurfti nauðsynlega á krabbameinsmeð- ferð að halda. Læknaþjónustan er frí en hins vegar átti konan ekki fyrir farinu til sjúkrahússins. Við ákváðum því að borga fyrir hana farið. Eftir það spurðumst við fyrir um hvað venjuleg laun verkakonu væru og fengum þau svör að þau væri á bilinu 3500 til 4000 krónur á mánuði. Eftir það hjálpuðum við fleirum sem þurftu nauðsynlega á aðstoð að halda og gleðin sem því fylgdi var ólýsanleg. Fólk hreinlega grét af gleði.“ Ferðuðust víða og sáu margt Lára segir að þær stelpurnar hafi gert ýmislegt fleira en að vinna á meðan þær dvöldu í Tansaníu. „Við unnum alla virka daga frá hálf átta til þrjú. Þegar við vorum ekki í vinnunni ferðuðumst við víða og sáum margt áhugavert. Við fórum meðal annars í tvö þjóðgarða. Í ein- um ferðuðumst við á bíl og sáum fullt af villtum dýrum eins og ljón, fíla og strúta. Í öðrum þjóðgarðin- um fórum við hins vegar fótgang- andi með vopnuðum fylgdarmanni. Þar var mikið um mjög stóra buffa- lóa. Fylgdarmaðurinn var með byssuna ef hann þyrfti að skjóta út í loftið til að hræða dýrin frá okk- ur. Ef það myndi hins vegar ekki virka sagði hann okkur að leggjast á jörðina og láta hjörðina hlaupa yfir okkur, dýrin myndu þá hoppa yfir okkur. Sem betur fer kom ekki til þess.Við gerðum okkur einnig ferð til að hitta Hatzabe ættbálkinn sem bjó utan borganna og lifði þar á sjálfsþurftarbúskap. Þar hittum við mann sem sagður var 102 ára. Hann átti átta konur og var sagður eiga 88 börn. Það var mjög skemmtilegt og hélt ættbálkurinn grillveislu okkur til heiðurs það kvöld. Þar var grill- uð geit en fólkið drakk blóðið úr henni áður en við borðuðum.“ Margir ólíkir siðir Lára segir að þær vinkonur hafi þurft að venjast mörgum siðum í Tansaníu sem þykja eðlilegir þar en skrýtnir hér á landi. „Sem betur fer var vetur í Tansaníu þegar við vor- Dag ur í lífi... Nafn: María Rós Björnsdóttir. Starfsheiti/fyrirtæki: Starfsmað- ur í ferðaþjónustu hjá Snjófelli á Arnarstapa. Fjölskylduhagir/búseta: Er í sambandi með Pálma Snæ Hlyns- syni og bý á Akranesi. Áhugamál: Dýr og að ferðast. Vinnudagurinn: Miðvikudagur- inn 9. júlí 2014. Mætt til vinnu og fyrstu verk: Ég mætti klukkan hálf átta. Fyrsta verk dagsins var að gera klárt fyrir morgunverðinn á gistiheimilinu. Undirbúa matinn og bjóða gest- um góðan daginn. Klukkan 9 Þá fór ég að þrífa sal- ernisaðstöðuna á tjaldsvæðinu og var búinn að því um klukkan 10 en eftir það fór ég að þrífa her- bergi á gistiheimilinu. Klukkan 14 Var að bíða eftir því að þvottavélin kláraði. Tók svo úr henni hreina þvottinn og gekk frá honum. Ég þurfti ekki að bíða lengi eftir þvottinum svo ég fór að þrífa gangana á gistiheimilinu eft- ir það. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Ég hætti klukkan 15. Það síðasta sem ég gerði var að skila öllum lyklum af þeim herbergjum sem ég þreif um morguninn. Fastir liðir alla daga? Ég sé allt- af um að draga íslenska fánann að húni klukkan átta. Hvað stendur upp úr eftir vinnudaginn? Það gerðist ekk- ert merkilegt þennan daginn. Við fáum mikinn fjölda af gestum á hverjum degi og það er oft mikið um að vera á svæðinu. Var hann hefðbundinn? Já, dag- urinn var frekar hefðbundinn. Hvenær byrjaðir þú í þessu starfi? Ég byrjaði 25. maí á þessu ári. Er þetta framtíðarstarfið þitt? Nei, þetta er bara sumarstarf en ég gæti vel hugsað mér að vinna við hótelstörf í framtíðinni. Hlakkar þú til að mæta í vinn­ una? Já, mér finnst þetta skemmti- legt starf. Það eru oft spennandi hlutir að gerast á Arnarstapa yfir sumarið og svo hittir maður alltaf nýtt fólk á hverjum degi. Eitthvað að lokum? Allir að koma á Arnarstapa, einn falleg- asta stað landsins. starfsmanns í ferðaþjónustu Tannlæknatríó hjálpaði fátækum í Tansaníu Ferðasaga Láru Hólm Heimisdóttur tannlæknanema frá Akranesi um þar, svo hitinn var ekki nema um 25 gráður. Það varð þó oft mjög heitt í Dar es Salaam þegar sólin skein og mikill raki myndaðist á daginn. Í Bashay var aftur á móti ekki eins heitt og hófst hver dagur með messu í kapellu sjúkrahússins. Við gleyptum í okkur menninguna og mættum að sjálfsögðu alltaf í messu fyrir vinnu. Við urðum auð- vitað fyrir miklu menningarsjokki en það sem er svo skrýtið er að engin af okkur fékk heimþrá. Við vorum eiginlega búnar að venjast þessum heimi tiltölulega fljótt og þetta varð bara eðlilegt. Við kynnt- umst konu á gistiheimilinu sem hafði búið á Íslandi í eitt ár og hún hjálpaði okkur mikið að komast inn í menninguna. Hún kenndi okkur meðal annars að þekkja hljóð hýena en við heyrðum í þeim á kvöldin þegar við fórum að sofa. Sú kona reyndist okkur líka vel þegar við höfðum frían tíma og tók hún okk- ur á staði sem við hefðum sennilega aldrei annars farið á.“ Kennir manni að meta það sem maður hefur „Áður en við fórum út vorum við vöruð við ýmsum hættum og þótti mörgum hættulegt fyrir þrjár ung- ar stúlkur frá Íslandi að fara einar til Tansaníu. Hins vegar lentum við ekki í neinu veseni. Fólk í Tansaníu er lífsglaðasta fólk sem ég hef á æv- inni kynnst. Það er mjög hjálpsamt og allir vilja kynnast manni. Það er hreint ótrúlegt hvað allir eru ham- ingjusamir þrátt fyrir þá fátækt sem ríkjandi er í landinu. Okkur var oft sagt að slaka á og hætta að stressa okkur á tímanum. Íslendingar, sem og aðrir Vesturlandabúar, eru alltaf að keppa við klukkuna. Þarna úti var ekki einu sinni klukka á sjúkrahús- inu. Þetta gaf okkur því nýja lífssýn og kenndi okkur að meta betur það við höfum. Ég held að fólk á Íslandi gleymi því oft hversu gott við höf- um það í raun og veru. Ég held að allir sem hafa upplifað heilbrigðis- kerfið í Tansaníu séu ekki að kvarta yfir kerfinu sem er á Íslandi,“ seg- ir Lára og bætir við að hún gæti vel hugsað sér að fara aftur utan. „Þetta var svo gaman og gefandi að það er aldrei að vita nema ég fari aftur. Ég gæti allavega alveg hugsað mér að gera það.“ jsb Lára að huga að tönnum ungs drengs í Tansaníu. Dömurnar eru hér nýkomnar af veiðum með Hatzabe ættbálknum, með Baobab ávöxt og hunang. Lára, Elísabet og Unnur með stelpunum sem búa á munaðarleysingjahælinu Malaika en hópur Íslendinga stendur að því.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.