Skessuhorn


Skessuhorn - 16.07.2014, Side 20

Skessuhorn - 16.07.2014, Side 20
20 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2014 Vörur og þjónusta PARKETLIST PARKETSLÍPUN OG LÖKKUN Sigurbjörn Grétarsson GSM 699 7566 parketlist@simnet.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Vélabær ehf. Bæ í Bæjarsveit Alhliða viðgerðarþjónusta á bílum, dráttarvélum og vélum tengdum landbúnaði Smur og hjólbarðaþjónusta 435-1252 • 893-0688 • velabaer@vesturland.is SK ES SU H O R N 2 01 3 Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Dreifi bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is Hreppslaug • Skorradal • Borgarfirði • Sími: 437 0027 S K E S S U H O R N 2 0 1 3 Hreppslaug í Skorradal Opið til 10. ágúst 2014 Fimmtudaga og föstudaga kl. 19.00 – 23.00 Helgar kl. 13.00 – 22.00 Öll almenn raflagnavinna Sími: 431 1201 • rafstodin@simnet.is Símar: Viðar 894 4556 og Magnús 891 9458 Múrverk flísalögn Dalamenn héldu hátíð sína, Heim í Búðardal, um síðustu helgi. Jón Egill Jóhannsson bóndi á Skerð- ingsstöðu og rekstrarstjóri segir bæinn hafa verið fullan af fólki sem naut hátíðarinnar í góða veðrinu. Enda búinn að lofa að unnið yrði í því að hafa veðrið til friðs. Þetta er fjórða hátíðin sem Dalamenn halda með þessu heiti en hún er haldin annað hvert ár, á móti Jörvagleði. Búðardalur skartaði sínu fegursta, bæjarbúar flestir búnir að skreyta garða sína og hús. Alls staðar sást að hátíð var í bæ. Undarlegur stræt- isvagn sást fara um götur en það var Karl Ingi Karlsson sem ók um þorpið á traktor með heyvagn aftan í. Stoppaði hann á nokkrum stöð- um í bænum fólki til hægðarauka. Ekkert kostaði að nýta farkostinn. Jón Egill segir að þessi ferðamáti hafi verið vel nýttur. „Við vorum að spá í það eitt árið hvort við gæt- um bryddað upp á nýjungum. Þá datt okkur Karli í hug hvort þetta væri reynandi. Ég átti hásingu sem hægt var að nota í vagn og hann átti traktor til að draga. Upp úr þess- ari samvinnu varð þessi óvenjulegi bæjarstrætó til. Hins vegar verðum við líklega að bæta við vagni fyrir næstu hátíð. Strætóinn var svo vin- sæll.“ Sumir bæjarbúar hafa tekið upp þann skemmtilega sið að elda kjöt- súpu og bjóða gestum heim í garð, til að spjalla og hafa gaman. Mjög margir nýttu sér þetta kostaboð og margt var rætt og reifað í húsagörð- um Búðardals yfir góðri kjötsúpu um síðustu helgi. Kassabílarallý var vinsælt eins og verið hefur og kenn- ir þar ýmissa grasa í ökutækjum og ökumönnum sem eru á öllum aldri. Veltibíll var einnig á staðnum og var öllum boðið kostnaðarlaus þátt- taka. Jón Egill segir að safnað hafi verið fyrir því heima að fá bílinn til að hægt væri að hafa aðganginn frí- an. „Þetta er gríðarleg forvörn að prófa að fara í þennan veltibíl,“ seg- ir Jón Egill. „Þarna gat fólk próf- að margt og séð sem gerst getur í raunveruleikanum.“ Sú nýbreytni var tekin upp á há- tíðinni núna að bjóða upp á morg- unverð fyrir alla þá sem vildu og var þátttakan í því góð eins og í flestu öðru. Vestfjarðavíkingar sáust einn- ig í bænum og kepptu sín á milli í tveimur greinum, trukkadrætti og steinalyftu og fornbílar – traktórar af heimaslóðum, höfðu verið leitað- ir uppi, pússaðir í tilefni hátíðarinn- ar og gestum og gangandi til sýnis. Tónleikar, kvöldvaka og dansleikur var einnig meðal þess sem hægt var að sækja ásamt ótal öðrum atriðum. Jón Egill segir að hátíðin hafi far- ið í alla staði vel fram. „Mig langar bara að þakka öllum fyrir samstarf- ið og skemmtilega daga. Þetta tókst gríðarvel,“ segir Jón Egill Jóhanns- son. bgk/ Ljósm. bae. Auður Jónasdóttir húsfreyja á Eiði II við Grundarfjörð á afmæli á gamlársdag, 31. desember næst- komandi og verður þá áttræð. Öllu óvenjulegra er að upp á daginn var haldið tæplega hálfu ári áður. Auð- ur sagði í samtali við Skessuhorn að sú ákvörðun hafi verið tekin vegna þess hvenær í árinu fæðingardagur hennar er. „Börnunum datt í hug að halda upp á daginn og gera þetta svona. Sjálfur afmælisdagurinn er hálf leiðinlegur dagur til að halda veislu. Fólk er að sinna öðru og kemst kannski ekki vegna veðurs og færðar.“ Veislan var haldinn í stórri vélaskemmu heima á Eiði. Boðið var upp á mat og kaffi. „Dagurinn var afar ánægjulegur,“ sagði Auður í samtali við blaðamann. „Það voru um hundrað manns sem mættu. Veðrið var gott; þurrt og bjart en ekki hefur verið mikið um þann- ig veður í sumar. Mér barst mik- ið af blómum og allir voru í hátíð- arskapi. Allt eins og best verður á kosið,“ segir Auður Jónasdóttir. bgk Annað slagið bregður svo við að kúnum á Erpsstöðum í Dölum er boðið upp á lifandi flutning á tón- list í fjósinu. Fimmtudaginn 17. júlí verður tónlistarmaðurinn Svav- ar Knútur með tónleika í fjósinu en þetta er í annað sinn sem hann kemur og spilar fyrir áheyrendur, hvort sem þeir eru menn eða dýr. Á efnisskránni verður bæði nýtt og eldra efni frá Svavari Knúti. Tón- leikarnir verða í fjósinu og hefj- ast klukkan 20:30 og er aðgangs- eyrir kr. 1500 og frítt fyrir börn að vanda. Allir eru velkomnir. Erpsstaðir eru um 45 mínútna akstur frá Borgarnesi og Húsafelli, klukkutíma akstur frá Hvamms- tanga og Hólmavík og um fimm kortera akstur frá Akranesi og Stykkishólmi. Vonumst til að sjá sem flesta, því stemmingin skapar minninguna. -fréttatilkynning Fjöldi fólks kom heim í Búðardal um síðustu helgi Nokkrir bæjarbúar hafa boðið upp á kjötsúpu heima í garði. Hér eru feðginin Baldvin Guðmundsson og Edda María að gæða sér á súpu í góðum garði. Morgunverður var í Dalabúð í boði Samkaupa, Brauðvals, Erpsstaða, Vífilfells, Sölufélags garðyrkjumanna og MS. KM þjónustan sá um kassabílarallýið. Allir aldurshópar tóku þátt og mismunandi ökutæki voru reynd til hins ýtrasta. Hluti keppninnar Vestfjarðavíkingurinn fór fram þar sem kapparnir drógu trukka við Leifsbúð og lyftu steinum við Dalabúð. Úlfur Orri Pétursson tekur hér vel á. Auður Jónasdóttir húsfreyja á Eiði II. Ljósm. sk. Haldið upp á afmælið fyrirfram Svavar Knútur með tónleika í fjósinu á Erpsstöðum

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.