Skessuhorn


Skessuhorn - 16.07.2014, Page 22

Skessuhorn - 16.07.2014, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2014 Hvað er besti grillmaturinn? Spurning vikunnar (Spurt í Fjöruhúsinu á Hellnum) Ný heimasíða Knattspyrnufélags ÍA var formlega tekin í notkun í gær fyrir heimaleik Skagamanna gegn KA. Nýja heimasíðan tek- ur við af þeirri gömlu, www.kfia.is og mun þjóna sem upplýsingaveita um starfsemi knattspyrnufélags- ins. Til viðbótar bætist nýr gagna- grunnur um sögu meistaraflokks karla hjá félaginu. ÍA er eitt sigur- sælasta knattspyrnufélag landsins og verður meðal annars hægt að nálgast upplýsingar um hvern ein- asta leik sem meistaraflokkur karla hefur spilað og þá leikmann sem spiluðu þá leiki. Gagnasöfnun síðustu 68 ára Knattspyrnufélagið ÍA var stofnað árið 1946 og er gagnasöfnun þessi hugarfóstur Jóns Gunnlaugsson- ar, tryggingasala og fyrrum leika- manns ÍA. Jón hefur haldið utan um sögu knattspyrnufélagsins í hartnær 40 ár. „Ég var enn leik- maður þegar ég byrjaði að safna upplýsingum. Mér fannst alveg ótrúlegt að enginn skyldi halda utan um einstaka sögu félagsins. Ég vildi helst ekki gera það sem ungur leikmaður en einhver varð að gera það svo ég leiddist til. Það var erfitt að nálagst upplýsingar til að byrja með en Helgi Daníels- son hjálpaði mér mikið að finna og skrá upplýsingar. Í þá daga var ekki hægt að fletta upp leikskýrslum og því var notast við gömul dag- blöð af Landsbókasafninu en upp- lýsingar þar voru oft ansi takmark- aðar. Úr þessum upplýsingum kom svo út bók árið 1982 með tölfræði Skagaliðsins, fréttum og myndum. Árið 1992 gerði ég svo myndband um sögu félagsins en síðan þá hef- ur ekkert verið gert. Nú er tækn- in komin til að sameina þessa þætti og gera enn betur. Ég hef unnið að því í eitt ár með sonum mín- um, þeim Gunnlaugi og Stefáni, að koma þessu efni yfir í stafrænt form og er Stefán búinn að vera þar atkvæðamestur. Hugmynd- in er sótt frá stuðningsmannasíðu Breiðabliks en þeirra saga er hins vegar ekki sambærileg við sögu ÍA. Hvorki í fjölda ára né árangri og því verða síðurnar ólíkar að því leyti,“ segir Jón um vinnuna á bak við síðuna. Upplýsingar um alla leiki og leikmenn ÍA „Á síðunni verður hægt að skoða tölfræði allra leikja sem meistara- flokkur karla hjá ÍA hefur spilað og skoða leikmenn eftir leikjum. Hvert ár er gert upp með myndum, frétt- um og myndböndum. Þar verður sem dæmi hægt að smella á leik- mann og fá tölfræði um leiki hans, aldur og mörk. Séð fréttir, myndir og myndbönd af þeim leikmanni eða leik sem er valinn og margt fleira. Skagamenn hafa spilað tæplega tvö þúsund leiki og skorað um fjögur þúsund og fimm hundruð mörk og er þetta nú allt skráð og aðgengi- legt almenningi. Fyrir mér er þetta einstök saga sem hreinlega má ekki glatast, hvorki á prenti né í almennri vitneskju. Ég er búinn að skoða töl- fræði íslenskrar knattspyrnu til árs- ins 1946 og það er alveg á hreinu að Akranes á sigursælasta knattspyrnu- lið Íslands í deildarkeppni. Þarna er stór fjarsjóður sem mikil vinna hef- ur farið í að koma á stafrænt form. Gullmolar eins og myndbrot af leik ÍA og Barcelona á Camp Nou árið 1979 og mark Ólafs Þórðarsonar gegn Feyenoord á Laugardalsvelli árið 1993. Það var þó engin hægðar leikur að finna myndbönd af göml- um mörkum. Ríkissjónvarpið, sem var yfirleitt sá eini sem tóku upp leiki, hafði yfirleitt mjög takmark- aðan tíma fyrir íþróttafréttir og því voru ekki öll mörk sýnd í sjónvarp- inu. Sem dæmi spilaði ÍA úrslitaleik við Fram um Íslandsmeistaratitill- inn árið 1975 og endaði sá leikur 3-6 fyrir ÍA. RÚV sýndi hins vegar aðeins tvö af þeim níu mörkum sem skoruð voru,“ segir Jón um kosti nýja vefsins. Vefurinn í stöðugri þróun Stefnt er að því að bæta vefinn enn meira og eru ýmsar hugmyndir komnar á teikniborðið. „Við viljum að sjálfsögðu koma stelpunum bet- ur inn. Það er hins vegar erfiðara þar sem enginn virðist hafa hald- ið utan um þeirra sögu og þurfum við að vinna það frá grunni. Okk- ur langar líka að koma tölfræði og öðrum upplýsingum á framfæri um þá leikmenn frá Akranesi sem hafa spilað fyrir íslenska landsliðið. Um 50 leikmenn frá ÍA hafa spilað fyr- ir landsliðið sem er hreint ótrúlegt miðað við að aðeins 350 hafa spil- að fyrir félagið og þar af eru einhver hluti útlendingar. Það væri því mjög gaman að gera þeim árangri einhver skil. Hugmyndin er að síðan sé gott gagnasafn og fólk geti alltaf fundið eitthvað nýtt og spennandi,“ segir Jón og biður hann fólk sem á ljós- myndir eða jafnvel myndbandsupp- tökur af gömlum ÍA leikjum að hafa samband við sig eða einhvern starfs- manna KFÍA svo þeim gögnum geti verið bætt í safnið. Viktor Elvar Viktorsson, formað- ur afrekssviðs KFÍA, segir að nýja vefsíðan feli í sér mikil verðmæti. „Síðan sem við vorum með fram til þessa var barn síns tíma og það var orðið tímabært að uppfæra hana. Með þessu frábæra framtaki þeirra feðga tekst okkur að varðveita mik- ið af mjög verðmætu sögulegu efni um knattspyrnufélagið okkar.“ jsb Skagamenn unnu Hauka örugg- lega með þremur mörkum gegn einu á Ásvöllum þegar liðin mætt- ust í fyrstu deild karla á fimmtudag. Leikurinn fór fram í hávaðaroki og mikilli rigningu og hafði það áhrif á gang hans. Skagamenn byrjuðu með vindinn í bakið en áttu í miklu basli með að halda boltanum inn- an vallar. Heimamenn pressuðu stíft að marki ÍA undir lok fyrri hálfsleiks. Skagamenn sem höfðu varla átt færi í leiknum náðu þá skyndisókn og þeyttust upp völl- inn. Markvörður Hauka gerði sig svo sekan um skelfileg mistök sem Arnar Már Guðjónsson nýtti sér og skoraði fyrsta mark leiksins. Að- eins tveimur mínútum síðar skoraði Ingimar Elí Hlynsson annað mark Skagamanna eftir aðra skyndisókn þegar komið var fram í uppbótar- tíma. Fljótlega eftir annað markið var flautað til hálfleiks. Heimamenn byrjuðu seinni hálf- leik af krafti og voru fljótlega bún- ir að minnka muninn. Markið gaf þeim gulklæddu byr undir báða vængi og tóku þeir öll völd á vellin- um og á 75. mínútu skoraði Arnar Már sitt annað mark í leiknum eftir sendingu frá Andra Adolphssyni og urðu það lokatölur í leiknum. Næsti leikur Skagamanna var í gærkvöldi gegn KA á Akranesvelli, en leiknum var ekki lokið þegar Skessuhorn fór í prentun. jsb Skagakonur töpuðu stórt fyrir Ís- landsmeisturunum í Stjörnunni þegar liðin mættust í Garðabæ á mánudaginn í Pepsídeild kvenna. Skagakonur byrjuðu með boltann en fljótlega voru Stjörnustúlkur búnar að taka öll völd á vellinum. Skoruðu Garðbæingarnir mark á tíu mínútna fresti og staðan því fjögur mörk gegn engu í hálfleik. Stjörnukonur héldu uppteknum hætti í byrjun seinni hálfleiks. Sóttu þær hart að marki Skagakvenna og vildu greinilega bæta við foryst- una. Það gerðu þær svo þegar um tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik og þær gulklæddu komn- ar fimm mörkum undir. Fleiri urðu mörkin ekki en Stjörnukonur voru þó líklegri til að bæta við frekar en Skagakonur að minnka muninn. Leikurinn hafði engin áhrif á stöðu liðanna í deildinni. Stjarnan er enn í efsta sæti og ÍA í því neðsta. Næsti leikur Skagakvenna er gegn Fylki þegar liðin mætast á Fylkisvelli mánudaginn 21. júlí klukkan 19:15. jsb Á þriðjudag í liðinni viku tóku ÍA stúlkur á móti Breiðabliki á Skaganum og töpuðu 1:0. Stjarnan var of stór biti fyrir Skagakonur Öruggur sigur Skagamanna á Haukum á Ásvöllum Ný heimasíða KFÍA með sögulegum gagnagrunni Jón Gunnlaugsson hefur safnað upplýsingum um meistaraflokk ÍA í 40 ár og er nú hægt að finna þær upplýsingar á heimasíðu félagsins; www.kfia.is Emil Freyr Emilsson Að sjálfsögðu lambakjöt. Jónas Jónasson Ufsi, heilgrillaður með sítrónu- pipar. Jóhann Vignir Guðmundsson Lamba-prime, borið fram með bérnaisesósu. Katrín Lilja Kristinsdóttir Marineraðar svínakótelettur. Sigríður Einarsdóttir Grillaður humar með hvítlauk og ögn af hvítvíni með.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.