Skessuhorn


Skessuhorn - 16.07.2014, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 16.07.2014, Blaðsíða 23
23MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2014 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA Íslenska kvennalandsliðið í körfu- bolta tapaði fyrir því danska í æfing- arleik í Stykkishólmi á fimmtudag í síðustu viku. Leikurinn í Stykk- ishólmi var annar leikur liðanna á tveimur dögum. Danska liðið vann sannfærandi sigur í fyrri leiknum, 84-53 en í seinni leiknum í Hólm- inum var meira jafnræði með liðun- um. Leikurinn byrjaði ágætlega hjá báðum liðum en þær dönsku voru sterkari og leiddu með tíu stigum í hálfleik. Íslenska liðið átti svo góð- an seinni hálfleik og náði að vinna upp muninn. Eftir venjulegan leiktíma var jafnt á milli liðanna 73-73 og þurfti því að framlengja. Í framlengingunni komust þær dönsku aftur í forystu en litlu mátti muna að íslenska lið- ið næði að jafna á síðustu sekúnd- unum. Helena Sverrisdóttir klúðr- aði tveimur vítaskotum þegar fimm sekúndur voru eftir og Kristrún Sigurjónsdóttir reyndi þriggja stiga skot á lokasekúndunni en í körfuna fór boltinn ekki. Danska liðið sigr- aði því að lokum 83-80. jsb Meistaramót golfklúbbsins Vestarr var haldið um síðustu helgi. Keppt var í höggleik og voru 72 holur leiknar á laugardaginn. Að þessu sinni var keppt í fimm flokkum og voru fleiri konur sem tóku þátt en karlar. Í fyrsta flokki karla sigraði Margeir Ingi Rúnarsson með 318 högg og í fyrsta flokki kvenna var það Jófríður Friðgeirsdóttir sem sigraði með 379 högg. Í öðrum flokki sigraði Steinar Þór Alfreðs- son í karlaflokki með 386 högg og í kvennaflokki Unnur Birna Þór- hallsdóttir með 449 högg. Þá var keppt í öldungaflokki en þar sigr- aði Guðni E. Hallgrímsson með 381 högg. Margeir var svo einnig punktameistari mótsins með 124 punkta. Að móti loknu á laugar- daginn var svo slegið upp heljar- innar grillveislu þar sem Steinar Þór Alfreðsson grillaði kræsingar fyrir mótsgesti. jsb Hestaþing Snæfellings fór fram síð- astliðinn laugardag á Kaldármelum. Rúmlega 50 skráningar voru á mót- ið og þar var í fyrsta sinn keppt í C- flokki. C-flokkur er keppnisgrein sem er verið að prufukeyra á þessu keppnisári og verður e.t.v. skráð sem lögleg keppnisgrein fyrir næsta keppnistímabil. Keppnin er hugs- uð fyrir minna vana keppnis knapa og geta fleiri hestgerðir hentað til keppninnar. Forkeppnin er rið- in þannig að keppendur hafa tvo hringi þar sem þeir sýna fet, tölt og eða brokk og stökk. Einnig er gefin einkunn fyrir vilja og fegurð í reið. Keppendur mega nota písk og snúa við einu sinni. Heppnaðist keppnin vel og verður vonandi haldið áfram með þetta á næsta ári. Helstu úrslit á Hestaþingi Snæ- fellings voru þessi: A úrslit í A flokki 1. Atlas frá Lýsuhóli, Lárus Ástmar Hannesson, Snæfellingur, 8,69 2. Haki frá Bergi, Jón Bjarni Þor- varðarson, Snæfellingur, 8,60 3. Sprettur frá Brimilsvöllum, Gunnar Tryggvason, Snæfelling- ur, 8,54 A úrslit í B flokki 1. Hrynur frá Hrísdal, Siguroddur Pétursson, Snæfellingur, 9,06 2. Hrafnkatla frá Snartartungu, Halldór Sigurkarlsson, Skuggi, 8,57 3. Fjöður frá Ólafsvík, Iðunn Svans- dóttir, Snæfellingur, 8,42 Ungmennaflokkur 1. Hrefna Rós Lárusdóttir, Hnokki frá Reykhólum, Snæfellingur, 8,49 2. Maiju Maaria Varis, Gára frá Snjallsteinshöfða 1, Snæfellingur, 8,34 3. Sigrún Rós Helgadóttir, Kaldi frá Hofi I, Skuggi, 8,26 A úrslit unglingaflokkur 1. Guðný Margrét Siguroddsdóttir, Reykur frá Brennistöðum, Snæfell- ingur, 8,58 2. Róbert Vikar Víkingsson, Mosi frá Kílhrauni, Snæfellingur, 8,43 3. Inga Dís Víkingsdóttir, Sindri frá Keldudal, Snæfellingur, 8,36 A úrslit barnaflokkur 1. Tinna Guðrún Alexandersdóttir, Garpur frá Ytri-Kóngsbakka, Snæ- fellingur, 8,42 2. Benedikt Gunnarsson, Snót frá Brimilsvöllum, Snæfellingur, 8,20 3. Fjóla Rún Sölvadóttir, Bliki frá Dalsmynni, Snæfellingur, 7,86 Úrslit í C flokki 1. Saga Björk Jónsdóttir, Dimma frá Vesturholtum, Snæfellingur, 8,37 2. Nadine E. Walter, Krummi frá Reykjólum, Snæfellingur, 8,28 3. Edda Þorvaldsdóttir, Gram frá Lundum, Faxi, 8,12 Texti og myndir: iss Þrír leikir fóru fram í vikunni sem leið þar sem lið af Vesturlandi léku í fjórðu deild karla í knattspyrnu. Í A-riðli hélt Kári frá Akranesi sigurgöngu sinni áfram þegar lið- ið vann Lummuna með þrem- ur mörkum gegn engu í Kórnum í Kópavogi. Sá leikur fór fram á miðvikudaginn. Á sama tíma tók Snæfell á móti Hvíta Riddaranum á Stykkishólmsvelli. Sá leikur var allt annað en spennandi og töp- uðu heimamenn með fimm mörk- um gegn engu. Kári er sem áður í fyrsta sæti A-riðils með 19 stig og Snæfell í fimmta með átta stig. Á fimmtudaginn kepptu svo Skallagrímur og Örninn í C-riðli. Leikið var í Fagralundi, heima- velli Arnarins og unnu Skalla- grímsmenn 2-4. Skallagrímur er nú í öðru sæti C-riðils með 12 stig. Liðin þrjú leika svo öll í kvöld, miðvikudaginn 16. júlí. Skalla- grímur tekur á móti Elliða á Skalla- grímsvelli klukkan 20 og á sama tíma verður spennandi Vestur- landsslagur milli Snæfells og Kára á Stykkishólmsvelli. jsb KV ætlar að reynast liðunum af Vestur- landi erfiður and- stæðingur í sumar en liðið sigraði Víking frá Ólafsvík með þrem- ur mörkum gegn tveimur þegar þau mættust á föstudaginn í fyrstu deild karla í knattspyrnu. Liðs- menn KV byrjuðu leikinn af mikl- um krafti og skoruðu fyrsta mark leiksins strax á fimmtu mínútu. Áfram hélt svo stórsókn Vestur- bæjarliðsins og þegar um stund- arfjórðungur var liðinn voru liðs- menn þess búnir að skora þrjú mörk. Leikur Víkingsmanna batn- aði eftir það en fleiri urðu mörk- in ekki áður en flautað var til hálf- leiks. Í seinni hálfleik var meira líf í Víkingsmönnum og náðu þeir að minnka muninn á 67. mínútu þeg- ar Eyþór Helgi Birgisson skoraði úr vítaspyrnu. Hann var svo aft- ur á ferðinni á 84. mínútu þegar hann skoraði annað mark Víkings. Það reyndist síðasta mark leiksins og lokatölur 3-2 fyrir KV. Víking- ur Ó. er eftir leikinn í sjötta sæti deildarinnar með 15 stig. Víkingur lék í gærkveldi við Hauka á Ólafsvíkurvelli, en leikn- um var ekki lokið þegar Skessu- horn var sent í prentun. jsb Víkingur Ó. tapaði fyrir KV Káramenn sitja nú í efsta sæti A riðils fjórðu deildar. Útivallasigrar í fjórðu deildinni Sigurvegarar í fyrsta flokki kvenna. Frá vinstri Dóra Henriksdóttir, Jófríður Friðgeirdóttir og Anna María Reynis- dóttir. Fleiri konur en karlar á Meistaramóti Vestarr Ný keppnisgrein á hestaþingi Snæfellings Saga Jónsdóttir sigraði í C flokki í nýju keppnisgreininni. Lárus Hannesson og Atlas frá Lýsuhóli sigruðu í A flokknum þriðja árið í röð. Hrefna Rós Lárusdóttir sigraði í ungmennaflokki og var jafnframt valin efnilegasti knapinn. Danskur sigur í Stykkishólmi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.