Skessuhorn


Skessuhorn - 23.07.2014, Side 1

Skessuhorn - 23.07.2014, Side 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 30. tbl. 17. árg. 23. júlí 2014 - kr. 600 í lausasölu „Við mælum með því að þú setjir ekki meira en ��� af ráðstöfunartekjum í húsnæði, aðallega vegna þess að það er dýrt að lifa.“ Jóhanna Hauksdóttir fjármálaráðgjafi ARION ÍBÚÐALAUSNIR Allt um íbúðalán á arionbanki.is Fæst án lyfseðils LYFIS Restaurant Munaðarnes Borgarfirði 525 8441 / 852 1601 Njótið veitinga í fallegu umhverfi S K E S S U H O R N 2 01 4 OPIÐ 12.00 – 22.00 Í HJARTA BÆJARINS VIÐ AKRATORG Matar- og antikmarkaður á Akranesi í sumar - Ekta markaðsstemning! Opið alla laugardaga kl. 13 - 17 Hér gæðir erlendur ferðamaður sér á hörpudiski beint úr skelinni í ferð með Pétri í Sæferðum um undraheima Breiðafjarðar. Blaðamaður Skessuhorns brá sér í ferð eins og lesa má um á bls. 16. Ljósm. jsb. Skessuhorn kemur næst út miðviku- daginn 30. júlí, þ.e. í næstu viku. At- hygli er vakin á því að vegna sumar- leyfa starfsmanna kemur EKKI út blað miðviku- daginn 6. á g ú s t . H e f ð er fyrir því frá upphafi ú t g á f u S k e s s u - horns að gefa öllu starfsfólki frí vikuna sem nær yfir verslunarmannahelgi. Vakt verður engu að síður á vef Skessu- horns þurfi fólk að koma áríðandi tilkynningum á framfæri. Starfs- menn koma til vinnu aftur 6. ágúst og fyrsta blað í ágúst kemur út mið- vikudaginn 13. ágúst. mm Hið bandaríska fyrirtæki Silicor Ma- terials tilkynnti í síðustu viku með formlegum hætti að það hyggist reisa og reka sólarkísilverksmiðju í landi Klafastaða við Grundartanga. Framkvæmdir munu hefjast strax í haust og stefnt að því að verksmiðj- an hefji rekstur sumarið 2017. Ís- lensk stjórnvöld, bæði ríki og skipu- lagsyfirvöld í Hvalfjarðarsveit, hafa áður tekið afar jákvætt í málaleitan fyrirtækisins um að reisa verksmiðj- una á Grundartanga. Á það jafnt við um ívilnanir í skattamálum sem og skipulagsmál. Eins og fram kom í ít- arlegri fréttaskýringu Skessuhorns í lok maí, þegar skrifað var undir vilja- yfirlýsingu milli Silicor materials og Faxaflóahafna um framgang verk- efnisins, er hér um stóriðju að ræða á íslenskan mælikvarða. Verksmiðj- an á að geta framleitt 17-19 þúsund tonn af sólarkísil á ári og skapar full- byggð ríflega 400 störf. Þá hefur ver- ið staðfest að Arion banki mun veita lán fyrir byggingu fyrsta hluta verk- smiðjunnar og að Orka náttúrunn- ar, dótturfyrirtæki OR, ásamt Lands- virkjun muni sjá verksmiðjunni fyr- ir raforku. Áætlað er að uppbygging Silicor materials muni kosta um 77 milljarða króna. Theresa Jester forstjóri Silicor ma- terials segir nokkrar ástæður fyrir því að Grundartangi á Íslandi hafi orðið fyrir valinu. Nefnir hún að innviðir í framleiðslu og flutningi séu á heims- mælikvarða hér á landi. Landið skaff- ar ódýra endurnýjanlega orku og segir Theresa að með því móti geti Silicor materials framleitt eina raun- verulega græna kísilinn í heiminum. Silicor materials hefur yfir að ráða einkaleyfisvarðri framleiðsluaðferð á sólarkísil. Krafist verður sérfræði- þekkingar þriðjungs til helmings starfanna sem þarna munu vinna. Eins og fram hefur komið nýtist græn orka í umhverfisvæna starfsemi, mannfreka, en engu að síður hóflega orkukrefjandi. Góð hafnaraðstaða á Grundartanga er talinn lykillinn að vali Silicor materials á Grundartanga umfram önnur svæði hérlendis. Þá er framleiðsla sólarkísils í þessari verk- smiðju sérstök að því leyti að efnið er hreinsað með bræddu áli og það síð- an selt til framleiðenda sólarrafhlaða. Í framtíðinni er stefnt að hráefnis- kaupum frá fyrirtækjunum sem þeg- ar eru á Grundartanga. Stjórnvöld afar velviljuð Fyrirhuguð lóð undir verksmiðj- una er í landi Klafastaða, sem er land norðan við hafnarmannvirkin og verksmiðju Norðuráls á Grund- artanga. Fyrirtækið mun fá úthlutað frá Faxaflóahöfnum, eiganda Klafa- staða, um þrjátíu hektara landi en af því munu verksmiðjuhúsin fullbúin taka 9,3 ha. Skipulagsmál á Grund- artanga heyra undir Hvalfjarðarsveit. Fyrrum sveitarstjórn þar lýsti fyr- ir kosningar í vor yfir stuðningi við hugmyndir um byggingu verksmiðj- unnar og tók jákvætt í ívilnun vegna byggingar hennar. Ríkisstjórnin mun einnig veita ívilnanir en þær geta fal- ist í lækkun tryggingagjalds, tekju- skatts og fasteignaskatts til ákveðins tíma. Hugmyndir Silicor materials byggjast á að þegar í október á þessu ári geti byggingarframkvæmdir haf- ist á Grundartanga. Ef skipulags- mál munu ekki tefja framkvæmdir er stefnt á að byrjað verði á byggingu fyrri áfanga verksmiðjunnar í októ- ber á þessu ári og honum lokið um mitt árið 2016. Síðari áfanginn verði síðan tilbúinn síðari hluta árs 2017. Ef áætlanir um byggingu ganga eftir mun framleiðsla verða komin í gang um mitt ár 2017, eins og áður segir. Viljayfirlýsing um orku- sölu til sólarkísilvers Fulltrúar Orku náttúrunnar, dóttur- fyrirtækis Orkuveitu Reykjavíkur, og Silicor Materials hafa skrifað und- ir viljayfirlýsingu um sölu á raforku til fyrsta áfanga fyrirhugaðs sólarkís- ilvers. Yfirlýsingin nær til 35 mega- vatta rafafls og á afhending þess að geta hafist 2016. „Engin áform um byggingu nýrra virkjana fylgja sam- komulaginu. Á næstu misserum renna út samningar um orkusölu til Lands- virkjunar, sem Orkuveita Reykjavíkur gerði á árunum 1997 og 2000. Með viljayfirlýsingunni er áformað að ráð- stafa þeirri orku til sólarkísilversins. Leiði viljayfirlýsingin til samnings hækkar það verð sem Orka náttúr- unnar fær fyrir rafmagnið,“ segir í til- kynningu frá ON. mm Sólarkísilverksmiðju valinn staður á Grundartanga Theresa Jester forstjóri Silicor materials og Gísli Gíslason hafnarstjóri kynntu í lok maí fyrirhugaða framkvæmd. Hér eru þau í landi Klafastaða þar sem nú hefur verið ákveðið að verksmiðjan rísi. Útgáfan næstu vikur

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.