Skessuhorn


Skessuhorn - 23.07.2014, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 23.07.2014, Blaðsíða 13
13MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2014 Það er ekki alltaf sælan ein að vinna á lyftara eins og þessi lyftaramaður sem vinnur á fisk- markaðinum í Ólafsvik fékk að kynnast. Var hann að fara með þrjú kör af makríl áleiðis á hafnarvogina þegar þau duttu af lyftaranum og innihaldið dreifðist um planið. En góðir starfs- félagar hjálpa hverjir öðrum og fljótt kom einn greiðvikinn og rétti hönd við að moka makíln- um aftur í körin. af Sjórinn utan við höfnina og Langasand á Akra- nesi kraumaði á mánudaginn af makríltorf- um sem lónuðu í yfirborðinu. Þrátt fyrir að halda mætti að Þröstur Reynisson á smábátn- um Snarfara AK-17 væri einn af fjölmörgum makrílveiðibátum, er sú ekki raunin. Þröstur er á strandveiðum og var þarna að ná sér í beitu, samkvæmt upplýsingum sem Skessuhorn aflaði á hafnarvoginni á Akranesi. Makríll er úrvals- beita þar sem þetta er feitur fiskur og því nýtti Þröstur tækifærið, sigldi eina 70 metra út frá hafnarkjaftinum og bætti birgðastöðuna í beit- unni. mm/ Ljósm. gó Aldrei of varlega farið Olíukostnaðurinn í lágmarki www.bifrost.is Æskilegast er að umsækjendur búi á Bifröst eða í nágrenni. Nánari upp lýsingar veitir Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir í síma 894 1076 eða með tölvupósti til gudrunbjorg@bifrost.is. Umsóknir skulu sendar á rektor@bifrost.is. Umsóknafrestur er til 1. ágúst nk. Háskólinn á Bifröst er leiðandi í nýjum kennsluháttum og leggur áherslu á að mennta sam félags lega ábyrga stjórnendur og starfsmenn. Starf skólans mótast af þremur grunngildum: samvinnu, frumkvæði og ábyrgð. Spennandi störf við Háskólann á Bifröst Framkvæmdastjóri kennslu og þjónustu Helstu verkefni • Stjórn kennslu- og þjónustusviðs og þátttaka í nefndastarfi skólans • Gerð námsskráa, námskeiðslýsinga og kennsluáætlana í samstarfi við starfsmenn • Verkefni tengd kennslu, innritunum og brautskráningu, sem og umsjón með tölfræðilegum upplýsingum um nemendur • Umsjón með framkvæmd kennslumats og úrvinnsla þess • Samskipti við ráðuneyti, nemendur og kennara Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólapróf sem nýtist í starfi • Frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni • Reynsla af störfum í háskólaumhverfi æskileg, ekki síst á sviði kennslumála • Hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund • Góð tölvukunnátta • Góð íslensku- og enskukunnátta Námsráðgjafi Helstu verkefni • Námsráðgjöf, aðstoð við nemendur við skipulagningu náms • Aðstoða nemendur við að leita lausna í málum þeirra • Gæta að jafnræði meðal nemenda Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólapróf sem nýtist í starfi • Reynsla af náms- eða starfsráðgjöf er æskileg • Hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund • Góð íslensku- og enskukunnátta

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.