Skessuhorn


Skessuhorn - 23.07.2014, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 23.07.2014, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2014 Pétur Ágústsson, framkvæmdastjóri Sæferða í Stykkishólmi og skip- stjóri á Særúnu, hefur farið með farþega að skoða eyjar og náttúru Breiðafjarðar síðan 1986. Pétur hóf siglingar um Breiðafjörð á smábát- um en síðan hefur fyrirtækinu vax- ið fiskur um hrygg. Undir merkjum Sæferða siglir nú farþega- og bíla- ferjan Baldur frá Stykkishólmi til Brjánslækjar með viðkomu í Flat- ey. Þá er á Særúnu siglt með ferða- menn í margskonar skemmtisigl- ingar um Breiðafjörð þar sem nátt- úran er skoðuð og jafnvel smakkað á skelfiski af botni fjarðarins. Ferð sem kallast Víkingasushi er vinsæl- asta ferð Sæferða um þessar mund- ir utan ferjusiglinga með Baldri. Blaðamaður Skessuhorn skaust í Víkingasushi ferð og ræddi um leið við Pétur. Sushi beint úr skelinni Lagt var af stað í Víkingasushi ferð- ina með Særúnu klukkan ellefu á fimmtudagsmorgninum. Báturinn getur borið 140 farþega og í ferð- inni á fimmtudaginn voru 104 far- þegar auk fimm manna áhafnar. Flestir voru erlendir ferðamenn og að sögn Péturs hefur þeim fjölgað mikið á síðustu árum. „Ferðirnar hafa breyst töluvert frá því að við byrjuðum fyrir nánast 30 árum. Er- lendum ferðamönnum hafi fjölgað ört á skömmum tíma og er ferða- þjónusta orðin stór atvinnuvegur í Stykkishólmi. Áður fyrr var bara töluð íslenska en nú heyrir maður hana nánast ekkert á meðal farþega. Nú er svo komið að mun fleiri út- lendingar eru í ferðunum og lýsi ég því sem fyrir augun ber bæði á ís- lensku og ensku. Þá erum við farin að veiða meira af skelfiski en áður og eru þær ferðir sem við bjóðum gestum að smakka fiskinn beint úr skelinni orðnar vinsælastar. Við veiðum í öllum ferðum en þær eru mismunandi langar með mismun- andi áherslur. Víkingasushi-ferðin klukkan ellefu að morgni er sú vin- sælasta.“ HM og veðrið hafði áhrif á Íslendinga Sæferðir bjóða upp á ferðir nánast allan ársins hring en aðeins er tekið hlé eftir miðjan desember og fram í janúar þegar Særún fer í slipp. Sumarið er mesti álagstíminn. Pét- ur segir að ýmsir þættir geti haft áhrif á komu farþega. „Það er búið að vera mjög úrkomusamt í sumar. Bleytan er alltaf leiðinleg og dreg- ur úr aðsókn, þá sérstaklega hjá Ís- lendingum. Í vor var mjög gott veð- ur og leit út fyrir að margir Íslend- ingar myndi fara í ferðir hjá okkur. Þá kom tímabil sem virðist enn vera að ganga yfir þar sem mikil rigning hefur verið. Auk þess var á sama tíma heimsmeistaramótið í knatt- spyrnu og höfðu þessir tveir þættir mikil áhrif á komu Íslendinga. Nú er keppnin í Brasilíu búin og hefur strax farið að fjölga Íslendingum þó veðrið hafi ekki skánað mikið.“ Náttúran mynduð og smökkuð Þegar búið var að telja alla farþega var lagt af stað í ferðina og var áætl- aður ferðatími tvær klukkustund- ir og korter. Pétur skipstjóri ávarp- aði farþega og farið var yfir örygg- isatriði. Það var gert á íslensku og ensku þar sem mikill meirihluti farþega var erlendir ferðamenn en einnig var þar þýskur leiðsögumað- ur sem þýddi orð Pétur fyrir þýsku- mælandi farþega. Fyrsti áfangastað- ur ferðarinnar var Þórishólmi. Pét- ur sigldi Særúni mjög nálægt eyj- unni og mátti þar sjá fjölda fugla; svo sem lunda, ritur og fýla. Þóris- hólmi er gamall gosgýgur og vakti Paradísarlaut er einstök gróðurvin í Grábrókarhrauni í Norðurárdal nokkru neðan við fossinn Glanna í Norðurá. Þar eru stórar og fal- legar lindir. Að Glanna og Para- dísarlaut er prýðilegur göngustíg- ur sem liggur frá golfskálanum í hrauninu. Tröppur liggja nið- ur að Paradísarlaut og útsýnis- pallur er á besta stað til að njóta hins fallega Glanna. Á góðum degi má svo sjá laxana taka tilhlaup og reyna við fossinn. Þetta ástfangna par var að njóta náttúrufegurðar- innar við lautina fögru á sunnu- daginn. Meira að segja sólin sást gægjast úr skýjaflákanum og lýsa enn meira upp tilveruna. mm Paradísarlaut hinna ástföngnu Ferðamenn hrifnir af náttúruperlum Breiðafjarðar stuðlaberg eyjunnar mikla athygli farþega. Pétur lýsti því sem fyrir augun bar og var dekkið þakið fólki með myndavélar á lofti. Fleiri eyjur voru skoðaðar á ferð skipsins innar í firðinum enda telja eyjar Breiða- fjarðar um 2700. Við hverja eyju bættust svo við fuglar og fleiri nátt- úruperlur í ljósmyndasafn farþega. Þegar um klukkustund var lið- in af siglingunni var komið að því að veiða. Plógur var látinn falla aft- an við skipið og hann dreginn eft- ir botninum í fimm til tíu mínútur. Eftir það var plógurinn dreginn um borð, fullur af góðgæti sjávar. Far- þegum var svo boðið að smakka á þessu góðgæti þar sem hörpudiskur og græn ígulker voru borðuð beint úr skelinni. Lét fólk vel af þessu uppátæki enda sjaldan sem slíkar afurðir fást svo ferskar. Snæddu far- þegar kræsingarnar með prjónum og boðið var upp á sojasósu, wasabi og engifer með líkt og þekkist með hefðbundnu sushi. Rann hörpu- diskurinn vel ofan í flesta og voru margir sem sötruðu hvítvín eða jafnvel íslenskt brennivín með. Að veislunni lokinni var siglt að Dímo- naklökkum en það eru hæstu eyjar í Breiðafirði. Þar er einnig að finna Eiríksvog, þaðan sem Eiríkur Rauði sigldi fyrstur manna til Grænlands fyrir meira en þúsund árum. Ekki fyrir óvana að sigla Siglingar nálægt eyjum Breiðafjarð- ar geta verið mjög varasamar. Að sögn Péturs eiga aðeins vanir menn að sjá um slíkar siglingar, sérstak- lega ef skip bera marga farþega líkt og Særún. „Hér er oft grunnt til botns á milli eyja og sterkir straum- ar. Munurinn á milli flóðs og fjöru getur verið allt að fimm metrum og því verða menn að þekkja aðstæð- ur til að vita hvert sé óhætt að fara. Við förum alltaf í ferðir á sama tíma og eru aðstæður ekki þær sömu. Straumar fylgja sjávarföllum og getur straumurinn orðið allt að 20 km/klst og þá er ekki gott að stýra skipum nálægt landi.“ Sjávarföll voru hagstæð í ferðinni á fimmtu- daginn og gott veður. Því gat hinn þaulvani skipstjóri komið Særúnu- að síðasta áfangastað í ferðinni. Á honum var að finna tilkomumikla lundabyggð á tveimur litlum eyjum og voru ferðmenn mjög hrifnir af lifnaðarháttum lundans. Margt hefur breyst í Breiðafirði Áður fyrr var byggð í eyjum Breið- fjarðar. Búið var í yfir 40 eyjum og þóttu þær mikil matarkista og ekki síður fjörðurinn. Nú er hins vegar öldin önnur, byggð er nánast engin í eyjunum og segir Pétur að náttúr- an hafi breyst þó eyjurnar séu alltaf á sama stað. „Það var búið í mörg- um eyjum allt til ársins 1980. Bú- skapur í eyjum Breiðafjarðar hafði ýmsa kosti og galla. Náttúran er gjöful og eyjarnar miklar matarkist- ur. Bændur í eyjunum voru aðallega með kindur en eyjarnar þykja gott beitiland. Hins vegar voru menn oft einangraðir og ef Hvamms- fjörð lagði komust menn ekki í land vegna hafíss í langan tíma.“ Það er ekki bara fólki sem hefur fækkað í eyjum Breiðafjarðar. Fuglum hef- ur einnig farið fækkandi. „Ástandið hefur ekki verið gott síðustu ár hjá mörgum fuglategundum. Það hef- ur þó verið betra hér en á mörgum öðrum stöðum. Sem dæmi er hér enn mikið af lunda sem er öfugt við þróunina í Vestmannaeyjum þar sem hann er nánast að hverfa. Fuglalífið er þó skárra en það hef- ur verið síðustu ár. Ég er að sjá meira af síli og því ættu fuglar eins og lundinn og krían að hafa meira æti,“ segir Pétur. Farþegar ánægðir með ferðina Á heimstíminu, sem tók u.þ.b. 25 mínútur, tók blaðamaður púlsinn á nokkrum farþegum. Þau Elisa- bet og Winston sem koma frá Fíla- delfíu í Bandaríkjunum sögðu að ferðin hefði verið frábær í alla staði og einstök upplifun. „Þetta var virkilega gaman. Við höfum ekk- ert þessu líkt á okkar heimaslóð- um. Skemmtilegast var að smakka hörpudiskinn og sjá lundabyggð- ina á síðasta áfangastað ferðarinn- ar.“ Frönsk feðgin tóku í sama streng en faðirinn var mjög hrifinn af ferðinni. „Við bókuðum ferðina í morgun og við sjáum svo sann- arlega ekki eftir því. Þetta var allt mjög fallegt og áhugavert.“ Að lokum var Særún svo bundin við bryggju í Stykkishólmi og far- þegar yfirgáfu skipið alsælir með upplifunina af náttúru Breiðafjarð- ar. jsb Pétur Ágústson framkvæmdastjóri Sæferða og skipstjóri á Særúnu í brúnni. Skelfiskur og aðrar sjávarlífverur voru veiddar í ferðinni og sýndar farþegum. Hér sést starfsmaður Sæferða sýna Aroni Kristjánssyni handboltaþjálfara og fjöl- skyldu krabba sem kom upp með aflanum. Yngsta farþega í ferðinni fannst skel hörpudisksins mun betri en kjötið.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.