Skessuhorn


Skessuhorn - 23.07.2014, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 23.07.2014, Blaðsíða 17
17MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2014 Breyting á aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006-2018 Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum 10. apríl 2014 að auglýsa tillögu að breytingum á aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006-2018. Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst eftir athugasemdum við tillögu að breytingum á aðalskipulagi Reykhólahrepps. Breytingar á aðalskipulagi Reykhólahrepps felast í að breyta skilgreindri afmörkun þéttbýlisins. Reitur V-3 er færður að Stekkjarvogi, gönguleiðir endurskoðaðar, ný náma, afmörkun nýrra hafnarmannvirkja og iðnaðarsvæðis. Í dreifbýlinu er gerð leiðrétting á númerum frístundabyggðar og frístundabyggðasvæði í landi Kirkjubóls, F-12 stækkað. Skipulagsuppdrættir og greinagerð liggja frammi á skrifstofu Reykhólahrepps frá 24. júlí til 5. sept 2014. Ennfremur verða gögnin aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins www.reykholar.is. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu Reykhólahrepps að Maríutröð 5a eða á netfangið skrifstofa@reykholar.is merkt “aðalskipulag” Reykhólar, 14. júlí 2014 Bogi Kristinsson Magnusen Skipulags- og byggingarfulltrúi SK ES SU H O R N 2 01 4 Fyrsta steypan í nýtt heilsárshótel á Húsafelli var sett í byggingar- mótin fyrir sökkla hót- elsins síðastliðinn mið- vikudag. Að sögn Þórð- ar Kristleifssonar verk- efnisstjóra miðar fram- kvæmdum vel. Þær hóf- ust í lok maímánaðar en jarðvegsframkvæmdirn- ar voru allseinlegar þar sem fleyga þurfti hraun- grjót úr húsgrunninum til að koma sökklunum fyrir. Talsverður upp- sláttur og steypuvinna verður við hótelbygginguna í sum- ar þar sem auk sökkla og grunn- plötu verða steyptir veggir fyrir fyrstu hæðina í kjarna byggingar- innar og loftplata þar ofan á. Létt bygging er síðan á aðalhæð hótels- ins þar sem byggingarálmur verða í tvær áttir út frá kjarnanum. Staðsetning hótelsins á Húsafelli er einstök þar sem það er að hluta fellt inn í landið í skógivöxnu landi í hjarta staðarins ofan við sund- laugina. Á hótelinu sem verður um 1.800 fermetrar að grunn- fleti verða 36 rúmgóð tveggja manna her- bergi, þar af sex svítur. Í hótelinu verður gesta- móttaka, bar og bjart- ur og fallegur veitinga- staður með útsýni yfir Húsafell og til fjalla. Á neðri hæð verður sér- inngangur sem teng- ist með aðkomutorgi við sundlaugina, golf- völlinn og þjónustumið- stöðina á staðnum. Þar verður miðstöð náttúruskoðunar og útivistar. Aðalverktaki við hótel- bygginguna er Eiríkur J Ingólfsson húsasmíðameistari í Borgarnesi. Áætlað er að hótelið verði opnað í júní 2015. þá Grunnur hótelsins sem fellt er inn í skógivaxið landið á Húsafelli. Fjær sést í gömlu bæjarhúsin á Húsafelli. Framkvæmdum miðar ágætlega við byggingu heilsárshótels á Húsafelli Þórður Kristleifsson verkefnisstjóri annar frá vinstri ásamt iðnaðarmönnum sem vinna að byggingunni; Jóhanni Þór Arnarsyni, Kristleifi Jónssyni og Símon Bergi Sigurgeirssyni. Fyrsta steypan rennur hér í mótin. Hér eru frændurnir Sigurður Ólafsson frá Gilsbakka og Kristófer Ólafsson frá Kalmanstungu, sem jafnframt er verkstjóri yfir framkvæmdinni fyrir EJI húsbyggingar. Ljósm. Þórður Kristleifsson. Alíslensk bók um ávaxtatré og berjarunna Helstu sölustaðir eru verslanir Eymundsson, Garðheimar og Blómaval og einnig hægt að panta bókina á www.rit.is Verð kr. 4.950.- Fossheiði 1, 800 Selfoss Sími 578 4800 – www.rit.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.