Skessuhorn


Skessuhorn - 23.07.2014, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 23.07.2014, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2014 Félagsmenn í golfklúbbnum Leyni á Akranesi og velunnarar Valdís- ar Þóru Jónsdóttur atvinnukylfings hafa sett á laggirnar „Fuglaklúbb“ sem er stofnaður til að styrkja Val- dísi við keppnisferðir og ferðalög á LET Access mótaröðinni. LET Access mótaröðin er næst-sterkasta atvinnumótaröð kvenna í Evrópu og er Valdís Þóra eina íslenska kon- an sem er að leika á atvinnumóta- röð. Í tilkynningu vegna stofnun- ar klúbbsins segir að þessi „fugla- klúbbur“ virki þannig að fólk heim- sækir heimasíðu Leynis og smell- ir á auglýsingu sem finna má á for- síðu heimasíðunnar. Þegar búið er að virkja þessa auglýsingu eru þar helstu upplýsingar um hvaða fram- lagi viðkomandi er tilbúinn að skrifa sig fyrir. Stuðningsmenn Valdísar vona að félagsmenn Leynis og aðr- ir velunnarar Valdísar Þóru styðji við hana. Valdís keppti á dögunum á mótum í Tékklandi og Belgíu en náði þar ekki að komast í gegnum niðurskurðinn, en hársbreidd mun- aði að það tækist á mótinu í Prag. Hún er nýkomin heim og verður meðal keppenda á Íslandsmótinu í höggleik sem hefst nk. fimmtudag á Leirdalsvelli, velli GKG á mörk- um Kópavogs og Garðabæjar. Það verður eitt af örfáum mótum sem Valdís Þóra tekur þátt í hér á landi á þessu ári. þá Lúxussnekkjan Vive La Vie átti um fjögurra tíma viðdvöl í Stykk- ishólmshöfn á mánudagskvöldið. Snekkja þessi var smíðuð í Þýska- landi árið 2009 og er í einkaeigu. Eigandi snekkjunnar er Svisslend- ingurinn Willy Michel sem auðg- ast hefur á hönnun og þróun á in- súlínsprautum sem notaðar eru til að meðhöndla sykursýki. Auðæfi Willys er metin á um 700 milljónir bandaríkjadala. Snekkjan kom til Stykkishólms- hafnar um klukkan hálf tólf á mánudagskvöldið frá Reykjavík þar sem hún var bundin við bryggju um helgina. Að sögn Hrannars Péturs- sonar, hafnarvarðar í Stykkishólmi, dvaldi Willy ásamt fjölskyldu sinni í Stykkishólmi í fjóra tíma. Lét hann vel af Stykkishólmi og kvaðst ætla að heimsækja hann aftur heim að ári liðnu. jsb Þrír sjósundsmenn frá Ólafsvík tóku sig til og syntu til Ólafsvíkur frá Bulluskeri, um 3,1 kílómetra leið. Smári Björnsson, Jón Krist- inn Þórsson og Rúnar Már Jó- hannsson fóru með báti að skerinu og stungu sér til sunds. Tók það félagana einn tíma og fimmtán mínútur að synda að landi. Rún- ar Már fékk reyndar krampa þeg- ar um 100 metrar voru eftir af sundinu og varð að hætta. Smári Björnsson sagði í samtali við fréttaritara að hann hefði synt á marglyttu sem var út um allan sjó og hafi það gert sér erfitt fyrir í lok sundsins. Vilhjálmur Birgisson og Óli Ol- sen voru þeim félögum til halds og trausts á bátnum Þernu SH. Vilhjálmur stökk síðan af bátnum og synti með þeim Smára og Jóni síðustu 500 metrana. af Næstkomandi laugardag verður í annað sinn haldin þríþrautakeppni á Akranesi. Í þrautinni er farið um náttúruperlur Akraness; Langa- sand og Akrafjallið. Hjólað er til og frá Akrafjalli, hlaupið eða geng- ið á fjallið og þrautin endar síðan með því að syntir verða 400 metr- ar meðfram Langsandi þar sem þrautin hefst og endar. Það er Sjó- baðsfélag Akraness sem skipulegg- ur keppnina ásamt Björgunarfélagi Akraness, en þrautin er haldin með stuðningi Akraneskaupstaðar og Norðuráls og ber nafnið Álmaður- inn. Pálmi Haraldsson, einn for- svarsmanna þríþrautarinnar, seg- ir að hún hafi verið haldin í fyrsta sinn í fyrra og þá í tilraunaskyni og ekki verið mikið kynnt. Þá hafi um 25 tekið þátt og þátttakendur ver- ið mjög ánægðir með braut og vett- vang. Pálmi segir að vonast sé eft- ir góðri þátttöku núna en hámarks- fjöldi verður 50 manns. Skráning verður á hlaup.is og þátttökugjald er 2.000 krónur. Keppnin hefst klukk- an 13 á laugardaginn við Langa- sand en kynning á keppnisleið byrj- ar klukkan 12:15 í Jaðarsbakkalaug við Langasand og þar verður að- staða fyrir keppendur. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið almad- urinn@gmail.com til að fá frekari upplýsingar um þrautina. Þríþrautin Álmaðurinn skiptist í að hjólað verður frá Langasandi 5,5 km leið upp að Akrafjalli, þar af 1,3 km eftir malbiki. Gengið eða hlaupið er upp á Háahnjúk í Akra- fjalli 550 metra, skrifað þar í gesta- bók, og farið sömu leið til baka. Þá verður aftur farið á hjólið og haldið sömu leið til baka niður að Langa- sandi þar sem þrautin endar á 400 metra sundi. Grunnsævi er á þeirri leið og geta keppendur gengið ef þeim fipast sundið. Hjálparsveit- armenn verða á Akrafjalli og bát- ur frá Björgunarfélagi Akraness til taks við Langasand. Tímataka er og drykkjarstöðvar á leiðinni. Boð- ið verður upp á drykki og hressingu við Akrafjall og Langasand. Þess má geta að síðasta sumar luku þátt- takendur þrautinni á bilinu einni og hálfri til tveimur klukkustundum. þá Freisting vikunnar Reyktur makríll Dag ur í lífi... Nafn: Marinó Ingi Ey- þórsson Starfsheiti/fyrirtæki: Leiðsögumaður/Spotter hjá Láki Tours Fjölskylduhagir/bú- seta: Giftur. Konan mín heitir Ragnheiður Krist- jánsdóttir og eigum við tvo stráka, Mikael Inga Davíðsson 6 ára og Ey- þór Henrý Marinósson 14 mánaða. Áhugamál: Fjölskyldan, vinirnir, vatnasport, golf, ferðalög, hvala- skoðun og margt fleira. Vinnudagurinn: Fimmtudagur- inn 17. júlí 2014. Mætt til vinnu og fyrstu verk: Ég mæti í vinnu kl 8:00 á Hót- el Framnes. Byrja yfirleitt dag- inn með tveimur kaffibollum og stundum einni möffins, ef hann Addi leyfir. Síðan leggjum við af stað útí Ólafsvík þar sem hvala- skoðunarbáturinn Brimrún liggur við bryggju. Kl. 10:00: Leggjum við af stað í fyrri ferð dagsins út úr Ólafsvíkurhöfn og hefj- um leit af hvölum. Við kom- um í land um kl. 13 og flýt- um okkur á veitingastaðinn Hraun til að snæða hádegis- verð áður en við leggjum af stað í seinni ferð dagsins. Kl. 14:00: Þá leggjum við af stað í seinni ferðina. Við komum svo í land um kl. 17 og göngum frá bátnum. Vinnudeginum lýkur með góðum rúnti aft- ur heim til Grundar- fjarðar. Hvað stendur upp úr eftir vinnudaginn? Þegar farþegarnir komu ánægðir aftur í land. Var dagurinn hefð- bundin: Já, svona er mjög hefðbundinn vinnudagur hjá mér. Hvenær byrjaðir þú í þessu starfi? Ég hef starfað hjá Láki To- urs frá því í ágúst árið 2013 og líkar það rosalega vel. Ótrúlega hressir yfirmenn og samstarfs- fólk. Er þetta framtíðarstarfið þitt? Ég hef mjög gaman af því að spjalla við fólk og fræða það um landið okkar og allt sem náttúran býður upp á. Hver veit nema ég haldi mig í þessu starfi til fram- tíðar. Leiðsögumanns Makríll er nýr valkostur á borð- um Íslendinga. Þar sem hann er í vaxandi mæli uppi í flæðarmáli í kringum landið er ekki úr vegi að gefa uppskriftir af þessum fiski sem mörgum þykir lostæti, ekki síst reyktur. Snakk á milli mála Eitt flak reyktur makríll, brauð- sneið, hvítlauksolía og tómat- mauk. Skerið brauðið og ristið í hvítlauksolíunni á heitri pönnu. Setið síðan tómatmaukið á brauð- ið og makrílinn yfir. Gott á milli mála. Reyktur makríll með nýjum kartöflum 50 gr. smjör, 16 kartöflur, 1 van- illustöng, 2 svartar kardimomm- ur, 4-6 gulrætur, 150 ml gul- rótasafi, 150 ml appelsínusafi, 4 grænir tómatar, 4 flök af reyktum makríl. Til skrauts er steinselja og brasilíuhnetur. Aðferð: Sjóðið kartöflurnar þar til þær eru næstum tilbúnar. Sker- ið þær í tvennt og haldið hýðinu á. Setjið smjörið á pönnu og bræð- ið þar til það byrjar að freyða og karamellast. Skerið vanillustöng- ina í tvennt, skafið innan úr henni og bætið út í smjörið ásamt kardi- mommum. Raðið kartöflum á pönnuna með sárið niður. Steik- ið þær í u.þ.b. 5 mín. Bætið smá- vegis af smjöri á pönnuna svo að það brenni ekki. Skerið síðan gul- ræturnar gróft niður og bætið út í, ásamt gulróta- og appelsínusafa, bætið í pönnuna og sjóðið nið- ur um helmingi. Skerið tómatana í bila, bætið einnig út í og sjóðið í smá stund. Roðflettið að lokum makrílinn og brjótið niður í pönn- una. Saxið steinseljuna fínt, krydd- ið með salti og bætið seinseljunni og brasilíuhnetunum út á. Gjörið þið svo vel. (Uppskrift er fengin úr Matarklúbbi Hrefna Sætran). Reyktur makríll er að margra mati herramannsmatur. Myndin er ekki af uppskriftinni sem hér fylgir heldur fengin á veraldarvefnum. Hjólað er til og frá Langasandi að Akrafjalli og hlaupið eða gengið á fjallið. Ljósm. Guðmundur Bjarki. Þríþrautin Álmaðurinn á Akranesi um næstu helgi Fuglaklúbbur til styrktar Valdísar Þóru á LET Access Komið að landi eftir langt og erfitt sund; Vilhjálmur, Smári og Jón. Þess má geta að Jón ætlar að taka þátt í Drangeyjarsundinu sem fer fram um næstu helgi. Syntu af Bulluskeri til Ólafsvíkur Lúxussnekkjan Vive La Vie í höfninni í Stykkishólmi. Ljósm. Stefán Ólafsson. Lúxussnekkja á ferð í Stykkishólmi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.