Skessuhorn


Skessuhorn - 30.07.2014, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 30.07.2014, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 31. tbl. 17. árg. 30. júlí 2014 - kr. 600 í lausasölu ARION APPIÐ ARION APPIÐ – GÓÐUR FERÐAFÉLAGI Ef þú þarft í bankann í fríinu er best að hafa Arion appið með. Það tekur ekkert pláss og leysir málið á nokkrum sekúndum. Sæktu Arion appið á arionbanki.is Einnig í Play Store og App Store Loratadin Fæst án lyfseðils LYFIS Restaurant Munaðarnes Borgarfirði 525 8441 / 852 1601 Njótið veitinga í fallegu umhverfi S K E S S U H O R N 2 01 4 OPIÐ 12.00 – 22.00 Í HJARTA BÆJARINS VIÐ AKRATORG Matar- og antikmarkaður á Akranesi í sumar - Ekta markaðsstemning! Opið alla laugardaga kl. 13 - 17 Eins og fram kom í frétt Skessu- horns fyrr í sumar er búið að velja einkennisfugl Vesturlands. Það er branduglan sem varð hlutskörp- ust í vali aðstandenda sveitamark- aðarins Ljómalindar, sem stóð fyr- ir valinu. Nú er einnig búið að velja einkennisblóm Vesturlands og var baldursbrá fyrir valinu. „Val á ein- kennisblómi Vesturlands er með- al annars til að koma til móts við óskir erlendra ferðamanna sem vilja vita hvað er sérstakt við landshlut- ann okkar og ef til vill hafa með sér dálitla minningu um hann í tösk- unni heim,“ segir í tilkynningu frá Ljóma lind. Eftir að hafa ráðfært sig við Mark- aðsstofu Vesturlands og Náttúru- stofu Vesturlands, var sett upp ein- föld skoðanakönnun á fésbókarsíðu Ljómalindar í sumar. Þar var tek- ið við ábendingum og hugmynd- um. Tíu blóm voru tilnefnd og voru hvönn, mjaðjurt og hrafnaklukka þar á meðal. Gleym-mér-ei varð að sætta sig við annað sætið því það fór svo að baldursbráin fékk yfirgnæf- andi meirihluta til nefninga. Það er blómið sem flestir muna eftir að hafa plokkað í túttu á yngri árum og hefur jafnvel gengið undir því nafni, „Túttublómið.“ Einn kjósandinn sagði svo réttilega að baldursbrá- in væri blóm barnanna og minning- anna. Baldursbráin er þekkt lækn- ingajurt við ýmsum kvillum. „Nú er því tilvalið að nýta blómið til markaðssetningar og hönnunar á vörum frá Vesturlandi,“ segja að- standendur Ljómalindar. mm Johannes Marian Simonsen félagi í Sjóstangaveiðifélaginu Skipaskaga á Akranesi veiddi þyngsta þorsk sem veiðst hefur á sjóstangaveiðimóti hér við land á móti sem haldið var á Siglufirði um helgina. Þorskurinn sem Johannes veiddi reyndist 26,015 kíló. Þorskur Johannesar er síður en svo eini stóri fiskurinn sem hann hef- ur veitt á sjóstangaveiðimótum í sum- ar. Á móti í Vestmannaeyjum veiddi hann keilu sem vóg 11,96 kíló. Það er stærsta keila sem veiðst hefur á þessu sumri á stöng. Þá veiddi Johannes ýsu sem vóg 4,42 kíló og er stærsta ýsan á árinu, rúmu kílói þyngri en sú sem næst kemur. Johannes er nú í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn í sjóstangveiði en hann er í öðru sæti með 698 stig aðeins tveimur stigum á eftir þeim sem er í fyrsta sæti, Einari Inga Einarssyni úr Sjóstangaveiði- félagi Akureyrar. Einar er með 700 stig. Aðeins eitt mót er eftir sem gef- ur stig til Íslandsmeistaratitils en það er mót Sjóstangaveiðifélags Akureyr- ar sem haldið verður á Dalvík 15. og 16. ágúst. hb/ Ljósm: Hallgrímur Smári Skarphéðinsson. Skessuhorn fer nú í viku frí. Starfsfólk mætir aftur til vinnu 6. ágúst og næsta blað kemur út miðvikudaginn 13. ágúst. Áríð- andi tilkynningar á vef Skessu- horns sendist á skessuhorn@ skessuhorn.is. Bakvakt er í síma 894-8998. Fyrir fjórum árum, á fimmtíu ára afmæli uppsjávarveiðiskipsins Vík- ings AK-100, birtist hér í Skessu- horni sérblað um sögu þessa feng- sæla skips í hálfa öld. Til að skrifa lokakaflann í sögu skipsins fór Har- aldur Bjarnason blaðamaður með í ferðina til Danmerkur. Í Skessu- horni í dag er ferðasagan sögð og rætt við menn um borð sem hafa fylgt skipinu misjafnlega lengi, allt upp í 38 ár sami maður. Sagt er einnig frá fyrirtækinu sem keypti Víking, en hlutir úr honum verða nú settir á partasölu og ganga þann- ig í endurnýjun lífdaga. mm Það var líf og fjör hjá ungum sem öldnum á bæjarhátíðinni Á góðri stund í Grundarfirði sem fram fór um liðna helgi. Meðal atriða var froðudiskó í boði Saltkaupa og Slökkviliðs Grundarfjarðar. Nánar um hátíðina í máli og myndum á bls 33. Ljósm. tfk. Baldursbrá valin einkennisblóm Vesturlands Næsta blað Veiddi metþorsk Víkingur kvaddur

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.