Skessuhorn


Skessuhorn - 30.07.2014, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 30.07.2014, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2014 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.480 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.150. Verð í lausasölu er 600 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir, blaðamaður gudny@skessuhorn.is Jóhann Skúli Björnsson, blaðamaður jsb@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Tinna Ósk Grímarsdóttir (vefauglýsingar) tinna@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Malbik og miðlun Nýir vendir sópa best. Það eru gömul sannindi og ný. Eftir síðustu sveit- arstjórnarkosningar á Vesturlandi urðu talsverð mannaskipti í sveitarstjór- num. Eðlilega og sem betur fer hurfu þó ekki allir af sjónarsviðinu sem setið hafa við völd, því þeir eru aldeilis nauðsynlegir með hinum. Gamlir vendir þurfa nefnilega ekki alltaf að vera slæmir. Engu að síður varð end- urnýjun og það talsvert mikil. Við stjórnvölinn sest nú fólk sem ég trúi að komi í stjórnmál af brennandi hugsjón fyrir að gera vel, sitt allra besta. Vinni byggðarlagi sínu gagn. Það að reka sveitarfélög getur verið býsna flókið mál. Oftar en ekki er fyrirfram búið að ráðstafa stórum hluta skatt- tekna, bæði í lögbundin verkefni og afborganir lána, og því lítið svigrúm til nýfjárfestinga. Þá gildir ráðdeildarsemi og rétt forgangsröðun. Tvennt er í því samhengi sem ég held að sveitarfélög ættu nú að berjast fyrir, án þess að því fylgi mikil fjárútlát fyrir sveitarfélögin sjálf. Þau þurfa að vera dug- legri en undanfarin ár í hagsmunagæslu út á við í málum sem tengjast íbú- um. Það þarf að efla hagsmunagæslu gagnvart ríkisvaldinu og það þarf að auka sýnileika okkar góða landshluta. Ég ætla því að nefna tvö atriði sem ég teldi æskilegt að menn settu í for- gang. Í fyrsta lagi vil ég nefna baráttuna fyrir auknu fé til viðhalds og end- urnýjunar vega. Hér um landshlutann aka sífellt fleiri og vegirnir verða sí- fellt lélegri. Í mínum huga er t.d. ekki boðlegt að malarvegir skuli vera stofnbrautir í fjölmennum sveitum. Sú er engu að síður víða raunin, eink- um í Borgarfirði og Dölum. Þá eru þjóðvegir í gegnum landshlutann óboð- legir fyrir þá umferð sem hleypt er um þá. Á hverjum degi verður maður t.d. vitni af hinni rússnesku rúllettu þegar hjólreiðafólkið er komið á vegina án þess að nokkuð einasta pláss sé fyrir það á þessum þröngu slóðum sem kallaðir eru þjóðvegir, álíka breiðir og hjólreiðastígar í útlöndum. Meðan ríkisvaldið telur sig ekki hafa peninga til að byggja þessa vegi sómasamlega upp er lágmark að banna þessa umferð. Forgangsmál er að bæta Vestur- landsveg, allt frá Mosfellsbæ og norður yfir Holtavörðuheiði. Við þurfum að berjast fyrir þessum sjálfsögðu vegabótum og láta þá sem um fjárveit- ingar fjalla skilja að óbreytt ástand endar með skelfingu og enn fleiri bana- slysum. Persónulega held ég að hvort sem menn velja 2+1 eða tvöföldun þjóðvega í fyrsta áfanga, þá sé nauðsynlegt að hefjast handa og það miklu fyrr en samgönguáætlun segir til um. Hægt er einnig að færa umræðuna á minni svæði og jafnvel einstök gatnamót. Ég nefni handvömm við hönnun vegamóta í Reykholtsdal þar sem bílar aka í röðum útúr T beygju. Ótrú- legt að ekki sé búið að setja franskan rennilás á girðinguna sem ekið er á að giska fimmtán sinnum í gegnum á ári. Ég nefni einnig stórhættuleg vega- mót þar sem ekið er til og frá Grundartanga og beint inn á sjálfan hring- veginn. Sá staður er tifandi tímasprengja. Nú eiga sveitarstjórnir sem vilja láta gott af sér leiða að taka höndum saman og berjast fyrir bættum veg- um, eðlilegum samgöngubótum, líkt og Reyknesingar gerðu með glæsileg- um árangri. Af hverju ekki að berjast fyrir því að vegurinn frá Hvalfjarð- argöngum verði lagður vestur fyrir Akrafjall og brú byggð yfir litla haftið fremst í Grunnafirði? Þá um leið yrði leyst úr vandamálinu með tengingu vegarins niður á Grundartanga. Með brú yfir Grunnafjörð myndu sam- skipti byggðarlaganna á Akranesi og Borgabyggð aukast til muna og allir græða á því. Á þessu sviði sváfu fyrrum sveitarstjórnarmenn á verðinum og alþingismenn einnig. Hitt atriðið sem ég kýs að nefna er aukið vægi í markaðssetningu Vest- urlands. Íbúar hér og sveitarstjórnir eiga t.d. ekki að sætta sig við að sjón- varpsstöðvarnar láti nánast eins og okkar glæsilegi landshluti sé ekki til. Á sama tíma og dælt er inn í fréttatíma þeirra tíðindum af t.d. Suðurlandi, mætti halda að Vesturland væri komið í eyði, vissi fólk ekki betur. Vissu- lega eigum við ríkari kröfu á RUV í þessu samhengi en hina sjónvarpsstöð- ina sem er jú einkarekin. Hins vegar finnst mér að báðar mættu gera betur. Kannski þarf frumkvæðið að koma frá okkur sjálfum, í það minnsta þrýst- ingur á aðgerðir. Það þarf að kynna Vesturland betur til að fleiri viti hvar best á landinu er að búa. Magnús Magnússon Sorphirða er hafin í dreifbýli Borgarbyggðar Sorphirða hófst í dreifbýli Borg- arbyggðar á mánudaginn í lið- inni viku. Byrjað var í fyrrum Kol- beinsstaðahreppi og endað í Anda- kíl í vikulokin. Á vef Borgarbyggð- ar eru íbúar beðnir um að sýna þolinmæði meðan allt er að kom- ast í eðlilega rútínu. Björg Gunn- arsdóttir, umhverfis- og landbún- aðarfulltrúi Borgarbyggðar, segir í samtali við Skessuhorn að einn- ig sé sorphirðudagatalið farið í póst og ætti að vera búið að berast íbúum nú. Aðspurð um svokallað- ar grenndarstöðvar segir Björg að þær muni að líkindum allar hverfa á endanum en það taki einhvern tíma, líklega fram á næsta vor. Nýj- ar gámastöðvar verði síðan settar upp í sveitarfélaginu, önnur sunn- an Hvítár og hin vestur á Mýrum, en það verði ekki á þessu ári. bgk Tunna fyrir almennt sorp og önnur stærri fyrir endurvinnanlegan úrgang. Slíkt tunnupar á að vera komið heim að öllum bæjum í dreifbýli sveitarfélagsins. Omnis semur við Microsoft um Azure Upplýsingatæknifyrirtækið Omn- is hefur samið við Microsoft um að gerast söluaðili fyrir Windows Azure. Samningurinn er liður í því markmiði Omnis að verða leiðandi í skýjaþjónustu en fyrirtækjum sem nota Azure tölvukerfið hefur fjölgað mjög hér á landi. Omnis er eitt af stærri fyrirtækjum lands- ins í rekstri tölvukerfa, með alls 35 starfsmenn. Það er með starfs- stöðvar á fjórum stöðum á suð- vesturhorninu, frá Borgarnesi til Reykjanesbæjar, og annast stór- an hluta af upplýsingatækniþörf nokkurra sveitarfélaga, stofnana og fjölda fyrirtækja. Eggert Herbertsson, fram- kvæmdastjóri Omnis segir að ein- staklingar séu farnir að geyma mestöll gögn sín í skýinu og það sé engin ástæða fyrir fyrirtæki að gera ekki slíkt hið sama. „Þau þurfa hins vegar að huga að ýmsu áður en þau taka skrefið; svo sem öryggi gagna og því að allir starfsmenn geti unn- ið í og nálgast sömu gögn á ein- faldan hátt. Azure, sem er sérstakt tölvukerfi í skýi Microsoft, er sér- staklega sniðið að störfum fyrir- tækja. Nær allt sem þau gerðu áður sjálf eða í ólíkum kerfum svo sem að reka SQL gagnagrunna, vefhýs- ingu, sýndarnetþjóna og gagna- svæði er innifalið í Azure. Það er í þokkabót svo vel hannað að allir geta lært að nota það, sem á móti minnkar mjög kostnað fyrirtækj- anna,“ segir Eggert. mm Sævar Haukdal sölustjóri netlausna Microsoft, Eggert Herbertsson framkvæmda- stjóri Omnis, Heimir Fannar Gunnlaugsson framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi og Bjarki Jóhannesson framkvæmdastjóri sölusviðs Omnis. Til gamans má geta þess að þessir herramenn eru allir Skagamenn og flestir búsettir þar. Ýmsar hættur sem að kríunni steðja Allt frá því krían verpir að vori og þar til ungar komast á legg og verða sjálfbjarga, má segja að hætt- urnar séu óteljandi sem að þeim steðja. Ungarnir eru háðir því að æti sé gott til að foreldrarnir færi þeim björg í bú. Þá geta veður, svo sem mikil úrkoma og sitthvað fleira grandað ungunum. Engin hætta er þó meiri en af ránfuglum af ýmsu tagi. Þessi svangi svartbakur gerðist boðflenna í kríuvarpinni í flóanum ofan við byggðina á Akranesi í síð- ustu viku. Þrátt fyrir að kríuung- inn væri orðinn talsvert stálpaður var hann étinn eins og hann stóð. Á sama tíma voru foreldrar ungans fjarri og vafalítið verið á sílaveiðum úti af Langasandi. mm/ Ljósm. gó. Kvartað yfir búfjárhaldi í þéttbýli Borgarbyggðar Töluvert hefur verið kvartað yfir lausagangi búfjár í þéttbýli Borg- arbyggðar. Kvartanir hafa eink- um beinst að búfjáreigendum á Hvanneyri og í Borgarnesi sem beita einkalóðir sínar eða annarra auk opinna svæða í eigu Borgar- byggðar sem ekkert samkomu- lag gildir um. Að sögn Bjarg- ar Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa sveitarfélags- ins er einkum um hross og sauðfé að ræða. Sveitarfélagið hefur ekki önnur ráð en að vitna til lögreglu- samþykktar um lausagöngu bú- fjár sem kveður á um að slíkt sé óheimilt nema með sérstöku leyfi sveitarfélagsins. Landbúnaðar- nefnd hefur unnið að reglugerð um búfjárhald í þéttbýli í tölu- verðan tíma en henni var hafnað af ráðuneytinu svo eina sem hægt er að grípa til að svo stöddu er lögreglusamþykktin, eins og áður segir. Í 33. og 34 gr lögreglusam- þykktar fyrir Borgarbyggð seg- ir að búfjárhald sé bannað í þétt- býli nema með sérstöku leyfi og skilmálum sem sveitarstjórn set- ur. Jafnframt að lausaganga búfjár sé bönnuð í þéttbýli. Eigendur eru því greinilega að brjóta þessa samþykkt, beiti þeir skepnum sín- um í garða innan þéttbýlisins. bgk

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.