Skessuhorn


Skessuhorn - 30.07.2014, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 30.07.2014, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2014 Hæstiréttur staðfestir einangrunarvist LANDIÐ: Hæstiréttur hef- ur staðfest fjögurra vikna gæsluvarðhaldsdóm Héraðs- dóms Vesturlands sem kveður á um einangrunarvist tveggja manna sem grunaðir eru um stórfelda líkamsárás í Grund- arfirði aðfararnótt 17. júlí sl. Ástæðan er sú að myndbands- upptöku af atburðinum og framburði árásarmannanna ber ekki saman. Telur lög- reglan að rannsókn málsins muni skaðast ef sakborningar gangi lausir á meðan rannsókn stendur yfir. Fórnarlambið úr árásinni í Grundarfirði, mað- ur á þrítugsaldri, liggur enn þungt haldinn á gjörgæslu- deild Landspítalans. Fram kemur í lýsingu frá héraðs- dómi 17. júlí í kjölfar ummæla vitnis og myndbandsupptöku að árásin hafi verið óvenju- lega hrottaleg. Árásarmenn- irnir séu grunaði um að hafa slegið fórnarlamb sitt með þeim afleiðingum að hann féll til jarðar. Slóst höfuð hans við jörðina. Þá hafi annar árásar- mannanna sest klofvega yfir hinn slasaða einu sinni eða tvisvar og slegið í höfuðið með krepptum hnefa. –jsb Langjökulsvegi lokað 12. ágúst BORGARFJ: Brúin yfir jö kul ána Geitá á Langjökuls- vegi nr. 551 ofan við Húsa- fell, verður lokuð frá 12. ágúst til 22. september. Til stendur að byggja nýja brú yfir Geitá. –mm Verslunarmannahelgin er framundan. Henni fylgir jafnan mikil umferð á þjóðvegum landsins, ekki síst á þeim leiðum sem liggja til besta veðursins. Nú er því spáð að um vestanvert landið verði besta veðrið um komandi helgi. Við trúum því og hvetjum um leið þá sem verða á faraldsfæti til að aka með gát. Munum að þolinmæði og árvekni í umferðinni er lykillinn að því að allir komi heilir heim. mm/ Ljósm. Þóra Sif Kópsdóttir. Skipulags- og umhverfisnefnd Akra- neskaupstaðar fór á fundi sínum sl. mánudag yfir athugasemdir sem bárust vegna auglýstra deiliskipu- lagsbreytinga á lóð við Heiðarbraut 40, gamla bókasafnshúsinu. „Skipu- lags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að tekið verði tillit til athugasemda nágranna sem bár- ust vegna deilskipulagsbreytinga á Heiðarbraut 40, með eftirfarandi hætti,“ segir í fundargerð nefndar- innar. Í fyrsta lagi að felldur verði niður fyrirhugaður byggingarhluti suðvestan við núverandi byggingu. Í annan stað að fyrirhugaður bygg- ingarhluti norðaustan við núver- andi byggingu verði tvær hæðir í stað þriggja. Loks leggur nefndin til að bílastæði við húsið skuli a.m.k verða jafnmörg og fjöldi væntan- legra íbúða. Í fyrrgreindri skipulagstillögu, sem auglýst var í maí síðastliðn- um, var lagt til að notkun hússins yrði breytt úr bókasafni í íbúða- byggð með 26 íbúðum. Til að ná fram þeirri breytingu var lagt til að byggingarhlutfall lóðar yrði auk- ið úr 0,4 í 0,87. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni stóð um tíma til að breyta húsinu í hótel en frá- farandi bæjarstjórn hafnaði hótel- byggingu á sínum tíma vegna and- stöðu íbúa í nágrenninu. Miðað við fyrrgreinda bókun skipulagsnefnd- ar mun verktakinn ekki fá fram þá breytingu sem óskað var eftir að gera á húsinu til að þar verði 26 íbúða hús. mm Vilja taka tillit til athugasemda nágranna Fækka grenndar- stöðvum BORGARBYGGÐ: Í framhaldi af því að sorpflokkun er nú hafin í dreifbýli Borgarbyggðar hefur ver- ið ákveðið að fækka grenndarstöðv- um um fjórar strax um þessi mán- aðamót. Þetta eru stöðvar við Hey- dalsafleggjarann gegnt Hraunholt- um, stöð við Vatnshamra í Anda- kíl, ein við félagsheimið Valfell í Borgarhreppi og loks við Baulu í Stafholtstungum. Í tilkynningu frá Borgarbyggð segir að ekki standi til að flytja þessa gáma á aðrar grennd- arstöðvar. –mm Tvær rafbækur frá Helga AKRANES: Helgi Guðmunds- son rithöfundur á Akranesi hefur skrifað tvær rafbækur sem nýver- ið komu út hjá emma.is. Þetta eru bækurnar Marsibil og Leópold sirkusljón hrellir borgarbúa. Hin fyrrnefnda er skáldsaga sem hent- ar ungum sem öldnum, en hin síðarnefnda er ærslafull barna- bók. Báðar ættu þær að henta vel í sumarfríum. Bækurnar komu á sínum tíma út hjá Máli og menn- ingu. –fréttatilk.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.