Skessuhorn


Skessuhorn - 30.07.2014, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 30.07.2014, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2014 Vel sótt Sturluhátíð í Saurbænum Félagsheimið Tjarnarlundur við Staðarhólskirkju í Saurbæ í Döl- um var þétt setið á sunnudaginn þegar þess var minnst að 800 ár eru liðin frá fæðingu Sturlu Þórð- arsonar sagnaritara, skálds og lög- sögumanns. Líklega hafa verið hátt í 200 manns á hátíðinni sem eru mun fleiri en aðstandendur hátíð- arinnar höfðu þorað að vona.Vig- dís Finnbogadóttir fyrrverandi for- seti Íslands var sérstakur gestur há- tíðarinnar. Sveinn Pálsson sveitar- stjóri Dalabyggðar setti hátíðina en síðan tók Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis til máls og að því loknu Olemic Tommessen forseti norska stórþingsins. Einar Kára- son rithöfundur og Guðrún Norð- dal forstöðumaður Árnastofnun- ar fjölluðu um Sturlu Þórðarson. Elísabet Haraldsdóttir menningar- ráðunautur sagði frá Sturluþingi barna sem efnt verður til í sam- vinnu við grunnskóla á Vesturlandi í vetur og þau Halla Steinólfsdótt- ir bóndi og Sumarliði Ísleifsson sagnfræðingur ræddu um Dalina og framtíðarsýn. Milli atriða fluttu Steindór Andersen og Hilmar Örn Hilmarsson rímur. „Gripum hugmynd Kjartans“ Dalamaðurinn Svavar Gestsson fyrrverandi alþingismaður og ráð- herra sagði í samtali við Skessu- horn að loknum hátíðarhöldum í Tjarnarlundi að sín aðkoma að þessu væri sú að hann væri einn þriggja sem skipaðir hefðu ver- ið í undirbúningsnefnd enda hefði hann sérstakan áhuga á þessu verk- efni sem þróunarverkefnið um Sturlu Þórðarson og Sturlusetur er. „Kjartan Ragnarsson nefndi þetta við mig fyrr á árinu að nú væri af- mæli og hvort Dalamenn ætluðu ekki að halda upp á það. Auðvitað gripum við þessa góðu hugmynd hans. Sturla Þórðarson er auðvitað þjóðareign en við Dalamenn vilj- um að þjóðin öll veiti honum at- hygli og Dölunum líka í því sam- hengi.“ Svavar sagði að sér fynd- ist hafa vel tekist til. „Ég er bara svakalega ánægður með þetta. Að- sóknin er stókostlega og framar öllum vonum. Við röðuðum hérna upp 110 stólum í gær og það var setið í hliðarsal að auki og hérna frammi. Einhverjir hurfu svo frá vegna þrengsla. Þetta er eitthvað sem við bjuggumst ekki við. Ég er líka ánægður með að við skyldum fá alla þessa glæsilegu ræðumenn, að Vigdís Finnbogadóttir skyldi vera hér með okkur allan tímann og forseti Alþingis og norska stór- þingsins. Erindi Einars Kárason- ar og Guðrúnar Norðdal voru eig- inlega bara stórtíðindi líka,“ sagði Svavar Gestsson. Þetta er allt tóm dásemd Dalabyggð stóð að hátíðinni en þar er unnið að þróunarverkefni um Sturlu Þórðarson og Sturlu- setur í samvinnu við Háskóla Ís- lands. Sveinn Pálsson sveitarstjóri var að vonum ánægður eins og Svavar. „Við skipuðum nefnd til að undibúa þessa hátíð með góðu fólki en hugmyndin kom til okkar eins og Svavar Gestsson sagði frá hér áðan. Við getum ekki annað en verið hamingjusöm með þennan dag því hér er mikið af góðu fólki saman komið og við höfum feng- ið skemmtilega fyrirlestra. Veðr- ið hefur leikið við okkur og þetta er allt tóm dásemd, allt eins og það á að vera. Auðvitað vonuðumst við eftir góðri þátttöku og töluðum um að við gætum fengið hingað fjörutíu manns eða fleiri en þetta er framar öllum björtustu vonum. Það var fullt hús hér og það geta verið um 200 manns. Nú er nefnd að störfum sem á að skila af sér upp úr áramótum og þá fáum við von- andi hugmyndir um hvernig við getum unnið úr þessari miklu arf- leifð sem Dalirnir eiga og hér hef- ur verið kynnt, sem er auðvitað al- veg stórkostlegt,“ sagði Sveinn Pálsson. hb Salurinn í Tjarnarlundi var þétt setinn og ríflega það því að auki var setið í hliðarsal og staðið á gangi. Minnismerkið og kirkjan í Saurbæ. Hilmar Örn Hilmarsson og Steindór Andersen fluttu rímur. Heimafólkið úr Dölunum, Halla Stein- ólfsdóttir bóndi og Sumarliði Ísleifsson sagnfræðingur. Olemic Tommessen forseti norska stórþingsins. Sveinn Pálsson sveitarstjóri. Svavar Gestsson. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis. Einar Kárason rithöfundur. Guðrún Norðdal forstöðumaður Árna- stofnunar Í lok hátíðarinnar var gengið að Staðarhóli þar sem Sturla bjó um árabil og er jarðsettur. Magnús Sigurðsson minjavörður hélt þar tölu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.