Skessuhorn


Skessuhorn - 30.07.2014, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 30.07.2014, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2014 Norðmenn hafa gríðarlega mikinn áhuga á Snorra Sturlusyni. Ekki síst vegna þess að verk hans höfðu mjög mikil áhrif í sjálfstæðisbar- áttu Norðmanna á sínum tíma. 200 ár eru nú liðin síðan þeir fengu stjórnarskrá. Af því tilefni var há- tíðardagskrá haldin í Reykholti í samvinnu Snorrastofu og norska sendiráðsins sl. laugardag. Áhrif Snorra í Noregi eru lík- lega meiri en margan Íslending- inn grunar. Sagt var að ef til væru tvær bækur á norsku heimili hér fyrr á tíð, væru það Biblían og Heimskringla Snorra Sturluson- ar. Norðmenn segja að án Snorra ættu þeir ekki sögu því Heims- kringla fjallar m.a. um norsku konunga fyrri alda. Með skrifum Þann 1. janúar 2015 tekur gildi ný skipan umdæma lögreglustjóra og sýslumanna. Nú liggur að mestu fyrir hverjir skipa munu þessi emb- ætti í hverju umdæmi fyrir sig. Hins vegar á eftir að taka endan- lega ákvörðun um hvar starfsstöðv- ar einstakra embætta verða. Fyrir liggur umræðutillaga frá innanrík- isráðuneytinu hvar starfsstöðvarn- ar verða. Á heimasíðu ráðuneytis- ins er haft eftir ráðherra að „allan þann tíma sem unnið hefur verið að þessu máli höfum við lagt áherslu á náið samráð við hlutaðeigandi að- ila, þ.e. embættin sjálf, sveitarstjór- nir, landshlutasamtök og fleiri. Það samráð hefur gefist vel og málið verið unnið í mikilli sátt“. Bæjarstjórn Akraness hefur ekki tekið þátt í neinu samstarfi er varð- ar staðsetningu umræddra emb- ætta á Vesturlandi að öðru leyti en því að alltaf hefur verið látið að því liggja að annað embættið yrði stað- sett á Akranesi. Þegar svo umræðu- tillaga ráðherrans birtist, kemur í ljós að sniðganga á stærsta sveitar- félagið á Vesturlandi sem mér virð- ist vera einsdæmi þegar skoðaðar eru áætlaðar staðsetningar í öðrum landshlutum. Með hvaða rökum ráðherra kýs að sniðganga Akranes kemur ekki fram. Bæjarstjórn Akra- ness hefur að sjálfsögðu mótmælt þessum áformum harðlega. Akranes er langfjölmennasti byggðakjarninn á Vesturlandi með tæpa 7.000 íbúa. Að auki er Grund- artangi í næsta nágrenni með fjöl- mennustu vinnustöðum landshlutans eða á annað þúsund manns samtals. Á Akranesi er því eðlilega langfjöl- mennasta lögreglulið á Vesturlandi og þar er staðsett rannsóknardeild fyrir allt Vesturland. Hvernig hægt er að komast að annarri niðurstöðu en þeirri að lögreglustjórinn á Vest- urlandi verði staðsettur á Akranesi er fullkomlega óskiljanlegt. Þar ræður eitthvað annað för en rökrétt hugsun. Það hvarflar óneitanlega að manni að þar sé um að ræða gamaldags pólitísk afskipti sem tilheyra ættu liðinni tíð. Verði lögreglustjórinn á Vestur- landi staðsettur annars staðar en á Akranesi liggur það ljóst fyrir í mín- um huga að innan ekki langs tíma muni rannsóknardeildin flytjast frá Akranesi. Akurnesingar krefjast þess að hið minnsta verði lögreglustjóra- embættið staðsett hér á Akranesi. Verði svo ekki getur ráðherra ekki skreytt sig með því að málið hafi ver- ið unnið í mikilli sátt. Einar Brandsson Höf. er bæjarfullrúi Sjálfstæðisflokksins á Akranesi. Hin árlega tónlistarveisla, Reyk- holtsátíð í Borgarfirði, fór fram um síðustu helgi. Hátíðin var að þessu sinni samofin dagskrá vegna 200 ára afmælis norsku stjórnarskrár- innar. Sigurgeir Agnarsson er list- rænn stjórnandi hátíðarinnar. Tón- leikagestir höfðu á orði að tónleik- arnir hefðu verið góðir og stemn- ingin einnig. Ekki væri hægt að gera upp á milli flytjenda sem allir hefðu verið frábærir. Meðal flytjenda að þessu sinni var Hanna Dóra Sturludóttir messósópran, sem flutti söngtón- leikana Þjóðlegar ástríður. Með henni voru Steinunn Birna Ragn- arsdóttir á píanó, Sif Margrét Tul- inius á fiðlu og Sigurgeir Agnars- son á selló. Gaman er að geta þess að þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hanna Dóra syngur í Reykholti, hinn fyrri flutningur var vð opnun Snorrastofu árið 2000. Á hátíðinni var frumflutt verk eftir Huga Guð- mundsson og að vanda var sr. Geir Waage sóknarprestur í Reykholti með hátíðarguðsþjónustu á sunnu- deginum. bgk/ Ljósm. bhs. Pennagrein Í mikilli sátt? Reykholtshátíð var glæsileg að vanda Glæsilegur tónlistaflutningur var á Reykholtshátíðinni að vanda. Hanna Dóra Sturludóttir og Steinunn Birna Ragnarsdóttir hafa báðar áður komið við sögu Reykholtshátíðar. Steinunn Birna stýrði hátíðinni fyrstu árin og er öllum hnútum kunnug. Prúðbúnar heimakonur á hátíðinni. F.v. Dagný Emilsdóttir, Steinunn Birna Ragnarsdóttir, Sigrún Þormar og Bryndís Geirs- dóttir. Fjallað um Snorra og norsku stjórnarskrána sínum staðfesti hann mikilvæg- an þátt í sögu landsins sem annars hefði glatast. Að sögn Bergs Þorgeirssonar forstöðumanns Snorrastofu vildu Norðmenn gjarnan gefa Snorra- stofu gjöf. Skyldi það vera af- steypa af einhverju úr dómkirkj- unni í Niðarósi, í tilefni 200 ára afmælis stjórnarskrárinnar. Fyr- ir valinu varð nákvæm eftirgerð af legsteini Skúla jarls, en hann og Snorri Sturluson voru vildarvinir og átti Skúli beinan þátt í því að Snorri var sæmdur norskri jarls- tign á sínum tíma. Ekki er langt síðan steinninn fannst en fjár- munir í verkið fengust m.a. í sam- vinnu við norska sendiherrann á Íslandi. Búið er að setja steininn upp á sýningunni um Skúla jarl og Snorra og smellpassar hann þar inn, að sögn Bergs. Aðsókn á dagskrána fór fram úr björtustu vonum Snorrastofu- fólks. Var hún í samvinnu Snorra- stofu og norska sendiráðsins og með styrk þaðan. „Við vorum að vona að kæmu 50 manns en gestir urðu 80. Við erum alveg himinsæl með það. Norski sendiherrann á Íslandi, sem sleit dagskránni, er að ljúka störfum hérlendis. Það var því einnig ánægjulegt að hann skyldi vera með.“ bgk/ Ljósm. bhs. Norðmenn gáfu Snorrastofu nákvæma eftirmynd af legsteini Skúla jarls sem var aldavindur Snorra Sturlusonar og átti þátt í að hann fékk jarlstign á sínum tíma. Olemic Thommessen forseti Stórþingsins norska flutti ávarp á hátíðardagskránni Sendiherra Noregs á Íslandi, Dag Wernø Holter, Per Landrø og Jon Gunnar Jørgensen.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.