Skessuhorn


Skessuhorn - 30.07.2014, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 30.07.2014, Blaðsíða 15
15MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2014 Gríðargóð aðsókn á Reykhólahátíð Norðurálsvöllur 1. deild karla ÍA – Þróttur R. Föstudaginn 8. ágúst kl. 19.15 Allir á völlinn SK ES SU H O R N 2 01 4 Aðalstyrktaraðili leiksins er ERREA Stykkishólmsbær Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst „lýsing” fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu. Lýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022, Austurgata 7. Um er að ræða breytingu á aðalskipulagi Stykkishólms. Skipulagsbreytingin takmarkast við lóðina Austurgötu 7. Fyrirhugað er að heimila gisti- og veitingaþjónustu á lóðinni með ákveðnum takmörkunum. Eftir sem áður verður ríkjandi landnotkun á svæðinu „svæði fyrir þjónustustofnanir” og því haldast skipulagsuppdrættir óbreyttir. Lýsingin verður aðgengileg á vef Stykkishólmsbæjar, www.stykkisholmur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingar- fulltrúa, Hafnargötu 3 á skrifstofutíma kl. 10-16 frá 30. júlí til 13. ágúst. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér lýsinguna og koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri skriflega til skipulagsfulltrúa Stykkishólmsbæjar að Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmi eða á netfangið bygg@stykkisholmur.is í síðasta lagi 13. ágúst 2014. Sigurbjartur Loftsson Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Stykkishólmi. Hafnargata 3 - 340 Stykkishólmur - Sími: 433-8100 SK ES SU H O R N 2 01 4 Reykhólahátíð fór fram um liðna helgi en hátíðin hefur verið haldin með pompi og prakt með vaxandi vinsældum undanfarin ár. Þorkell Heiðarsson skipuleggjandi hátíð- arinnar að þessu sinni er ánægður með þátttökuna. „Hátíðin hefur far- ið vaxandi og núna voru yfir þúsund manns sem mættu. Dagskráin var fjölbreytt en líklega hefur þunga- miðjan verið þaraboltinn sem segja má að eigi afar vel við þetta svæði, þar sem lifibrauðið er þang og þari. Þörungaverksmiðjan útvegar þar- ann og þangið og slökkviliðið bleyt- ir í. Svo reynir fólk að keppa í þessu sem er býsna erfitt. Sigurvegarinn að þessu sinni var Grundargengið.“ Meðal þess sem boðið var upp á var sýning á heldri dráttarvélum sem ekið er um í tegundaröð. Guð- mundur Ólafsson á Litlu Grund segir að fyrstur hafi farið Farmall cub vél, svona til að halda hrað- anum niðri, en elsta vélin, árgerð 1944, var ættuð úr Leirársveitinni, Farmal A frá Leirárgörðum, áður í eigu Njáls bónda þar. Athygli vakti nokkuð sérstakt tæki, Lanz Alldog, traktor með vagninn að framan sem meira að segja er hægt að sturta. Á sínum tíma komu 35 stykki af þessum vélum til landsins en þessi er frá Hamrahlíð í Skagafirði. Þorkell Heiðarsson sagði gam- an að sjá hversu mikla vinnu íbúar Seljaness og Litlu Grundar hefðu lagt í viðhald og uppgerð á vélun- um, en alls komu u m 30 vélar frá þessum tveimur bæjum. bgk/ Ljósm. Björn Anton Einarsson. Það var Farmall cub sem leiddi heldri dráttavéla-lestina, ekki síst til að halda hraðanum innan hóflegra marka. Núverandi eigandi vélarinnar er Hilmir Hjaltason á Akranesi Eigandi þessa tækis, Lanz Alldog, er Stefán H. Magnússon Seljanesi en ökuþórinn heitir Jóhann Vífill Magnússon, einnig frá Seljanesi. Þaraboltinn á vel við Reykhóla þar sem eina Þörungaverksmiðja landsins er starf- rækt. Prjónar, garn og bækur Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9 – 18 Lokað á laugardögum til 31. ágúst Ármúla 18, 108 Reykjavík - Sími 511 3388 SK ES SU H O R N 2 01 4 Gott útsýni af svölum úr pottinum af pallinum SÍ A 196 9 GLER OG SPEGLARSmiðjuvegi 7 Kópavogi • Sími 54 54 300 • ispan .is SKJÓLVEGGIR MEÐ GLERI Grunnskólinn á Hólmavík Við Grunn- og tónskólann á Hólmavík eru lausar stöður tónlistarkennara skólaárið 2014 - 2015 Meðal kennslugreina við tónskólann eru píanó, blásturshljóðfæri, gítar, bassagítar og söngur. Einnig kennsla í forskólahópi. Um er að ræða kennslu á grunn- og miðstigi. Leitað er eftir einstaklingum með góða skipulags- hæfileika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum. Starfið er fjölþætt, færni á fleiri en eitt hljóðfæri er mikilvægur eiginleiki og reynsla af tónlistarkennslu er æskileg. Umsækjendur skulu hafa hreint sakavottorð. Laun eru samkvæmt kjarasamningum LN og KÍ. Umsóknarfrestur er til 8. ágúst 2014. Nánari upplýsingar veitir: Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri í síma 696 3196, netfang skolastjori@strandabyggd.is Umsóknir með starfsferilsskrá og afrit prófskírteina ásamt upplýsingum um meðmælendur sendist Hrafnhildi Guðbjörnsdóttur á skolastjori@strandabyggd.is eða Grunnskólinn á Hólmavík, Skólabraut 20-22, 510 Hólmavík. Grunnskólinn á Hólmavík er samrekinn grunn- og tónskóli með um 70 nemendum í 1.–10. bekk þar sem lögð er áhersla á einstaklingsmiðað nám og samvinnu. Skólinn er Grænfánaskóli og er áhersla lögð á umhverfismennt og útinám. Við skólann starfar 20 manna samhentur hópur. Félagsmiðstöð ungmenna hefur aðstöðu í skólanum. Í Strandabyggð búa tæplega 520 manns þar af 380 manns í þéttbýliskjarnanum Hólmavík. Á staðnum er öll almenn þjónusta, góður leikskóli og glæsileg íþróttamiðstöð ásamt sundlaug með aðstöðu fyrir alla aldurshópa. Fjölbreyttir útivistarmöguleikar eru til staðar og náttúrufegurð mikil. Hólmavík er í einungis 233 km fjarlægð frá Reykjavík, sem er um 3 tíma akstur. SK ES SU H O R N 2 01 4

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.