Skessuhorn


Skessuhorn - 30.07.2014, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 30.07.2014, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2014 Nýtt tæki komið á markað sem fælir burtu óæskilega fugla Fyrirtækið Fuglavarnir.is hóf í vor sölu á öflugum og skilvirkum fugla- fælum sem byggja á nýjustu hljóð- tækni. Búnaðurinn sem um ræðir kemur frá Scarecrow, Bio Acous- tic Systems í Bretlandi og er not- aður til að fæla í burtu ýmsar teg- undir fugla. Búnaðurinn er sá fyrsti sinnar tegundar á Íslandi en bygg- ir á yfir 20 ára reynslu Breta. Upp- haflega var þessi búnaður hannaður til að halda fuglum frá flugvöllum en hefur síðan fengið ólík hlutverk. Samkvæmt upplýsingum frá Jónasi Björgvinssyni, framkvæmdastjóra Fuglavarna.is, henta nýju fugla- varnirnar mjög vel fyrir íslenskar aðstæður. „Það er sífell að færast í aukana að fólk verði fyrir fjárhags- tjóni og óþægindum vegna ágangs fugla. Búnaðurinn inniheldur hljóð frá yfir 150 fuglategundum og er hægt að nota við ýmsar aðstæður. Síðan í vor hefur hann verið notað- ur af bændum til að fæla burt fugla af ökrum og túnum og af matvæla- fyrirtækjum til að fæla burt máva. Reynslan lofar góðu,“ segir Jónas. Búnaðurinn er tæknilega fremur flókinn og kostar frá þrjú hundruð þúsund krónum. Búið að bæta við varnar- hljóðum fyrir álft Fuglafælan gengur fyrir sólarorku og er með birtuskynjara svo ein- ungis þarf að koma honum fyr- ir þar sem hann myndar nokkurs konar hljóðgirðingu. Búnaðurinn stendur á um tveggja metra háum stálfæti og spilar hljóð sem herm- ir eftir varnarvæli einstakra fugla- tegunda. Þar með halda fuglarn- ir að um hættuástand sé að ræða og yfirgefa svæðið. „Flestir fugl- ar nota viðvörunarhljóð til að vara aðra fugla sömu tegundar við að- steðjandi hættu. Heyri þeir við- vörunarhljóð taka þeir ávallt mark á því og fara burt. Það er meðfætt í þeirra eðlisávísun. Þess vegna virkar búnaðurinn afar vel og fugl- arnir venjast aldrei hljóðunum,“ segir Jónas. Búnaðurinn hentar án breytinga fyrir íslenskar aðstæður þar sem mikið af þeim fuglum sem finnast í íslenskri náttúru er einn- ig að finna á Bretlandseyjum. Jón- as segir að búnaðurinn sé þó stöð- ugt í þróun og nú þegar sé búið að bæta við hljóðum sem ekki voru talin nauðsynleg í Bretlandi. „Álft- ir á túnum og ökrum bænda hafa verið vandamál á Íslandi síðustu árin. Þetta er vandamál sem menn virðast ekki vera að glíma við er- lendis. Við fórum því strax að þróa tækni til að bregðast við álftun- um. Gerðum rannsóknir á hljóð- um álftarinnar, tókum þau upp og sendum til Bretlands til frekari úr- vinnslu. Við höfum svo verið að beita hljóðum úr þessum rann- sóknum síðan í vor og lofa fyrstu tilraunir góðu.“ Til margs nothæfur Þótt búnaðurinn sé að mestu not- aður til að vernda matvælafram- leiðslu og samgöngur gæti hann einnig nýst við verndun varplanda og gegn ágangi fugla á almenn- ingsstöðum. „Búnaðurinn er til- valinn til að fæla í burtu vargfugl frá æðarvarpi án þess að æðarfugl- inn verði þess nokkuð var. Þá er með honum hægt að halda mávum frá tjörnum eða kríuvarpi, gæsum og fleiri fuglum frá golfvöllum svo dæmi séu tekin,“ segir Jónas að endingu. jsb Jónas Björgvinsson, framkvæmdastjóri Fuglavarna.is við búnaðinn sem stendur á um tveggja metra háum stálstandi. Minningargildi stafrænna ljósmynda viðhelst oft ekki Hér áður fyrr voru á flestum heim- ilum albúm sem geymdu sögu fjöl- skyldunnar og einstaklinga innan hennar. Hægt var að fletta og skoða, rifja upp atburði og hafa gaman af. Í nútímanum er þetta mikið breytt. Margir taka einungis myndir á sím- ann sinn eða á stafrænar mynda- vélar sem aldrei eru framkallað- ar, eins og sagt er, settar á papp- ír. Myndirnar eru geymdar í tölvu eða á flakkara og fáir skoða nema myndasmiðurinn. En hvað svo? Er þessi geymsluaðferð örugg? Hvað ef tölvan hrinur eða ný tækni og tengingar gera eigendum ókleift að komast í myndafjársjóðinn? Sumir geyma myndirnar sínar á Facebo- ok, en verður það samskiptafor- rit alltaf til staðar? Er upplausnin í myndunum nógu góð? Hvað verð- ur að endingu um myndina þína? Fyrir jól og fermingar Svanur Steinarsson hefur rekið Framköllunarþjónustuna í Borgar- nesi í 25 ár. Blaðamaður sló á þráð- inn til hans og spurði um þróun í framköllun. Er fólk alveg hætt að setja myndirnar sínar á pappír? Svanur segir þeim sem nota film- ur hafa fækkað mikið en þeir verða að láta framkalla. Sú vinnsla hefur dragist sífell meira saman og sama gildir í raun með stafræna fram- köllun. Síðustu árin hefur framköll- un dregist saman um ca. 15-20% árlega en einn og einn heldur þó utan um þetta og lætur setja mynd- ir á pappír. „Það er alveg brjálað að gera í nóvember og desember og síðan fyrir fermingar. Aðrir dagar eru nærri dauðir, hvað þetta varð- ar,“ segir Svanur. „Ég býst við að breyta einhverju hérna þar sem ég þarf að halda vélunum heitum all- an daginn þótt enginn verkefni komi inn og í dag hef ég það þann- ig varðandi framköllun á filmum að það er bara gert tvisvar í viku.“ Alltof litlar til prentunar Þróun í myndavélum og myndgæð- um hefur verið afar hröð síðustu árin. Svanur segir að gömlu gler- plöturnar sem margar af svart/hvítu myndunum séu geymdar á, haldi alveg geymslugildi sínu enn þann dag í dag. Ekki sé hægt að segja það sama um nútíma geymsluaðferð- ir. „Á eftir svart/hvítu myndunum komu svokallaðar slides-myndir. Þá settist öll fjölskyldan fyrir fram- an tækið og myndirnar voru sýnd- ar á tjaldi eða vegg. Svo komu lit- filmurnar og allt var sett á pappír, síðan í albúm sem fólk skoðaði. Svo kemur hið stafræna sem ég vil líkja við slides-ið forðum, kannski slides númer tvö. Allir skoða í tölvunni eða símanum en vandinn er hins vegar sá að myndirnar týnast oft. Fólk áttar sig ekki á því að inni á Fa- cebook eða Picasa, sem margir nota sem geymslustaði, fær það ekki að geyma mynd nema í lágmarksgæð- um sem er sammerkt með þessum fríu geymslusvæðum. Myndin lít- ur gríðarlega vel út á skjánum en er varla hægt að framkalla hana. Gæð- in eru einfaldlega of lítil til að það sé hægt, því miður. Skjárinn plat- ar þarna augað.“ Blaðamaður tek- ur undir þetta, því þekkt vandamál á prentmiðlum eins og Skessuhorni er einmitt það að fólk heldur að hægt sé að nota myndir af Facebo- ok til prentunar, en það er sjaldnast nothæfar myndir að stærð. Fikta á ný við framköllun Það eru afar fáir staðir á landinu eft- ir sem bjóða upp á framköllun. Lík- lega einungis Reykjavík, Akureyri, Egilsstaðir og Selfoss, ásamt Borg- arnesi. Svanur segir þetta afar eðli- legt þar sem gríðarlega mikið hef- ur dregið úr framköllun. Hann hafi til að mynda skorið niður hjá sér úr fimm stöðugildum niður í tæplega tvö. En ýmislegt fari þó í hringi í sögunni. „Ég hef verið að kynnast krökkum í dag sem vita varla hvað filmuvél er, en einnig öðrum sem eru farnir að skoða filmur. Krakkar þurfa alltaf að hafa eitthvað nýtt og nú er filman ný fyrir þau, þar sem þeir þekkja einungis hið stafræna kerfi. Sum hver eru meira að segja að byrja að framkalla sjálf eins og gert var fyrir löngu í mörgum skól- um. Þetta er athyglisvert.“ Facebook er ekki tryggur geymslustaður Horft til framtíðar, er umhugsun- arefni hvort nýbakaðir foreldrar í dag muni eiga myndir af börnun- um sínum, nýfæddum, þegar fram í sækir. „Ég get nú illa spáð fyrir um það,“ segir Svanur aðspurður og bætir við. „Þessi stafræna þró- un hefur verið svakaleg og magnað hvað allt breytist í tækninni sem er að mörgu leyti skemmtilegt. Staf- rænar myndir hafa alveg náð film- unni í gæðum en það er geymslu- málin sem ég hef áhyggjur af. Af því að þú nefnir myndir af börn- um. Það er hryggilegt ef myndirn- ar af börnunum þínum týnast bara. Sjáðu unga foreldra sem eru að taka myndir af barninu sínu. Allir skoða saman, setja inn á Facebook fyr- ir ömmur og afa og aðra ættingja til að skoða en svo hverfur mynd- in af Facebook einn daginn! Fjöl- skyldan á ekkert afrit, enga minn- ingu í myndum. Það er þetta verð- gildi minninga í myndum sem við- helst ekki og ástæða er til að hafa áhyggjur af.“ Eins og fram hefur komið eru fáir sem nota filmuvélar í dag, þó eru þær enn til. Einkum er það eldra fólk sem notar filmuvélarnar til almennra nota. „Þegar fólk kem- ur með filmur til mín, lætur það oft falla setningar eins og hvort það sé ekki síðast móhikaninn. Ég svara því þá gjarnan þannig að það sé með langbestu geymsluna og tapi ekki fjársjóðnum sínum. Eins og ég hef sagt, þessi þróun er flott, magn- að hvað hægt er að gera. En hvað ef tölvan hrynur, tengingar breytast eða Facebook hættir? Það er gríð- arlega sorglegt ef fólk tapar þessum minningum. Almennt verðum við að huga að geymslu þeirra, áður en það er of seint,“ segir Svanur Stein- arsson. bgk Svanur Steinarsson. Ein gömul og góð frá árin 1910. Myndageymslur frá þeim tíma halda alveg enn. Ljósmynd Svanur Steinarsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.