Skessuhorn


Skessuhorn - 30.07.2014, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 30.07.2014, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2014 „Fólk vill sjá að skipulagið fari í gegn og samningar verði kláraðir“ Magnús H. Ólafsson arkitekt hefur teiknað og hannað stærstu mannvirki á Akranesi og nágrenni Frá haustinu 2008 þegar efnahags- legar hamfarir áttu sér stað á Íslandi með falli bankanna hefur verið beð- ið eftir því að landið fari að „rísa“ að nýju. Þess sjást nú teikn ekki síst með byggingakrönum sem rísa hver af öðrum á höfuðborgarsvæðinu. Væntingar eru líka í loftinu á öðr- um svæðum svo sem á sunnanverðu Vesturlandi, ekki síst sem tengjast Grundartanga þar sem áform eru um að hefja byggingu sólarkísilverk- smiðju. Einn er sá maður sem kom- ið hefur að hönnun flestra stærri mannvirkja á þessu svæði síðustu áratugina. Það er Magnús H. Ólafs- son arkitekt á Akranesi. Aðalhönn- uður mannvirkja og skipulags svæð- is Norðuráls á Grundartanga, einn af fjórum hönnuðum Hvalfjarða- ganga og hönnuður fjölmargra bygginga skóla, fyrirtækja, stofn- ana og íbúðarhúsnæðis á Akranesi og víðar. Magnús ætti að hafa púls- inn á væntingum byggingaaðila og verktaka, sem væntanlega vilja vera í startholunum þegar veruleg upp- bygging hefst aftur á svæðinu. Þess vegna hafði Skessuhorn samband við Magnús til að forvitnast um slíkt. „Ég verð ekki var við að bygg- ingafyrirtæki eða fjárfestar séu farnir af stað vegna væntinga um sólarkís- ilinn. Ég held að aðilar hér á þessu svæði hafi dregið sinn lærdóm af því sem gerðist í Reykjanesbæ þar sem bæjaryfirvöld fóru fram úr sér vegna væntinga um álver og aðra stóriðju í Helguvík. Hérna vill fólk sjá að skipulagið fari í gegn og allir samn- ingar verði kláraðir. Fyrr verði ekki farið af stað,“ segir Magnús. Fyrirvarar enn varð- andi Grundartanga og Helguvík Aðspurður segir Magnús að niður- staða könnunar á fornleifum sem nú er unnið að lögum samkvæmt í landi Kataness gætu orðið til þess að ekkert verði byggt þar. Hann hafi á sínum tíma gert skipulag fyrir bygg- ingu skautverksmiðju sem áformað var að byggja á svæðinu og þá vitað til þess að 48 fornleifapunktar voru í landi Kataness. „Mér hraus hug- ur við því að það gæti þá stoppað áformin,“ segir Magnús og blaða- maður spyr þá hvort fornminjar sem þarna fyndust gætu hugsanlega stoppað það að þarna yrði byggt. „Já, blessaður góði, það gæti fund- ist þarna ný „Stöng,“ landnáms- bær þeirra Bresasona,“ segir Magn- ús og hlær. Hann segist þó hafa fulla trú á að áformin um sólarkís- ilverksmiðju á Grundartanga gangi eftir. Hann segist reyndar standa frammi fyrir svipuðu dæmi sjálfur, en hann er nýbúinn að setja stafina sína, sem arkitekt og aðalhönnuður ásamt verkfræðifyrirtækinu Verkís, undir viljayfirlýsingu um byggingu kísil vers í Helguvík. Þar eru eins og með sólarkísilinn á Grundartanga enn 2-3 fyrirvarar þótt jarðvegs- framkvæmdir séu hafnar í Helguvík og stefnt á byrjun byggingafram- kvæmda í haust. „Það væri flott ef þetta gengi eftir á Grundartanga myndu væntanlega reitast út allur þessi fjöldi lóða sem Akraneskaup- staður á tilbúnar og mikil uppbygg- ing myndi eiga sér stað hér norðan Hvalfjarðarganga. Væntanlega yrði það sama þróun með sólarkísilinn eins og hefur verið með núverandi verksmiðjur á Grundartanga, að um 65% starfsmanna búi norðan ganga en 35% á höfuðborgarsvæðinu. Framleiddi íbúð á tíu daga fresti Eins og áður segir hefur Magnús H. Ólafsson komið að hönnun og byggingu flestra stærri bygginga á Akranesi og nágrenni og hefur starfað á svæðinu frá árinu 1980, þegar hann réðst til starfa hjá Verk- fræði- og teiknistofunni á Akranesi, þar sem hann starfaði í fimm ár. Frá 1985 hefur hann rekið eigin arki- tektastofu á Akranesi og var lengst af með þrjá menn í vinnu. Magn- ús stundaði sitt arkitektanám í Eng- landi, Þýskalandi og Sviss. Eftir að námi lauk vann hann fyrstu tvö árin hjá Byggingastofnun landbúnaðar- ins, árin 1978-1980. Þá segist hann hafa hann kynnst landsbyggðinni ágætlega og alltaf haft þangað taugar síðan. Greinilegt er að Magnús hef- ur verið mjög afkastamikill. Þegar til að mynda blaðamaður fór í bíl- túr með honum um Akranes hafði Magnús varla við að benda á þær byggingar sem hann hannaði eða kom að byggingu. Það eru til dæm- is allar nýbyggingar við Fjölbrauta- skóla Vesturlands, viðbyggingar við bæði Brekkubæjar og Grundaskóla, viðbyggingar við Höfða og Heil- brigðisstofnun Vesturlands, Síld- arverksmiðja HB auk fjölbýlishúsa og fjölda einbýlis- og íbúðarhúsa í flestum hverfum á Akranesi. Að ónefndu safnaðarheimilinu Vina- minni, sem var eitt fyrsta hönn- unarverkefni hans sem sjálfstætt starfandi á Akranesi. Einnig hann- aði hann safnaðarheimili Ingjalds- hólskirkju við Hellissandi og safn- aðarheimili Hvalsnessóknar í Sand- gerði. Magnús segir að á „gróðær- istímanum“ sem margir kalla frá 2004-2007 hafi verið hreint brjál- æðislega mikið að gera. „Þá fram- leiddi ég hús eins og ég kallaði það, mjög ört. Það var samþykkt teikn- ing frá mér fyrir íbúð á tíu daga fresti. Fæstar þeirra voru á Akra- nesi.“ Hannaði kerfishúsin eftir hrunið Minna varð síðan að gera hjá Magnúsi við hrunið. Þá var það lít- ið að gera að launin voru ekki nema 25-30% miðað við venjulegt ár- ferði. „Til að skapa mér verkefni fór ég út í það að hanna svoköll- uð „Rammahús“ sem ég hef selt í gegnum Byko. Ég hannaði bygg- ingaaðferðina og byggingakerfið. Búið er að reisa og selja 65 svona hús og ekkert þeirra er eins. Hönn- un á þessum húsum, stækkun og breytingar á Höfða og vinna fyrir Norðurál hafa verið stærstu verk- efnin mín síðustu árin. Ef bygging kísilversins í Helguvík gengur eft- ir, sem til sendur að ég hanni ásamt Verkís, þá kæmi ég ekki til með að sinna fleiri verkefnum, kæmist ekki yfir meira,“ segir hann. Veðjuðu um hvort barn hefði orðið til Spurður um upprunann segir Magnús að hann hafi fæðst og alist upp í Reykjavík. Átt heima í Laug- ardalnum og gengið í Laugarnes- skóla, tekið landspróf í Gaggó Vest og síðan orðið stúdent frá MR. Hann átti tengdir á Skagann og til er saga sem hann hefur verið óspar að segja en hún er kenning um að hann hafi verið búinn til á Akra- nesi. „Ömmusystur mínar Sigríður og Herdís Ólafsdætur bjuggu í hús- inu Dvergasteini sem er Vesturgata 88. Síðsumars 1949 komu foreldr- ar mínar í heimsókn ásamt þremur börnum sínum. Þau gistu í herbergi á efri hæðinni og um morguninn er sagt að þær systur Herdís og Sig- ríður hafi veðjað um það hvort barn hafi orðið til um nóttina. Ég fædd- ist síðan á vormánuðum árið eft- ir,“ segir Magnús og hlær. Hann kynntist síðan Akranesi betur, því á námsárunum 1970-1978 var hann framkvæmdastjóri og leiðsögumað- ur við Laxá í Leirársveit. „Þá fór ég um það bil þrisvar sinnum í hverri viku á Akranes. Við Laxá sá ég um daglega stjórnun, leiðsögn og að- drætti. Ég var því óhræddur við að sækja um arkitektastarf á Skaganum árið 1980. Hér hef ég verið í tæp- lega 35 ár þótt ekkert hafi bundið mig hér, sem segir að ég hef kunnað ágætlega við mig hérna.“ Komið mikið að skipu- lagsmálum Magnús hefur auk þess að teikna hús og byggingar unnið mikið að skipulagsmálum í starfi sínu sem arkitekt. Til dæmis má nefna að hann skipulagði öll sumarbústaða- hverfin að Eyri, Kambshóli og Glammastöðum í Svínadal. Einnig vann hann aðalskipulag fyrir Akra- nes á árunum 1994-1995. Um og fyrir miðjan síðasta áratug liðinn- ar aldar, vann hann að svæðisskipu- lagi með Guðrúnu Jónsdóttur fyr- ir sveitarfélögin sunnan Skarðheið- ar sem þá voru fimm. Slíkt skipulag var talið nauðsynlegt til að styrkja stöðu Grundartangasvæðisins fyr- ir framtíðina. Í framhaldinu vann hann í undirbúningi skipulagsvinnu vegna gerðar Hvalfjarðarganga, við deiliskipulag gangna munna sitt- hvoru megin við Faxaflóa. Síðan vann hann nýtt aðalskipulag fyrir Grundartangasvæðið og varð aðal- hönnuður Norðuráls. Magnús hef- ur komið mikið að skipulagsmál- um á Akranesi. Hann er þeirrar skoðunar að því fólki sem velst til starfa í sveitarstjórn og fagnefnd- um hjá sveitarfélögum veiti ekk- ert af þremur árum bara til að læra hvernig eigi að standa að ákvörð- unum. Skipulagsmálin séu mjög vandasöm mál og mikilvægt að til þeirra sé vandað. Góður tími settur í Sementsverksmiðju- reitinn Magnús segir að Akurnesingar standi nú frammi fyrir mjög spenn- andi og skemmtilegu verkefni við hönnun Sementsverksmiðjureits- ins, sem hann segir að sé eitt flott- asta byggingasvæðið á landinu, skjólgott og stórt svæði tengt hafn- arsvæði og gömlum miðbæ. Hann er þeirrar skoðunar að gefa þurfi góðan tíma til að skipuleggja Sem- entsverksmiðjureitinn. „Ég held að bæjaryfirvöld ættu að gefa sér að minnsta kosti þrjú ár áður en þau taka neinar ákvarðanir um skipu- lagningu. Þann tíma eigi að nýta í að setja markmið, vinna hug- myndavinnu og áætlanagerð. Þá verði kannski komin stóra mynd- in á verkefnið. Þá verði hægt að gera skipulagsáætlanir til næstu áratuga,“ segir Magnús. Sjálfur er hann þeirrar skoðunar að það væri glapræði að horfa til þess að nýta mikið af mannvirkjum Sements- verksmiðjunnar. Hann segist gjarn- an vilja halda í sementstankana og sé þegar búinn að grófhanna þar flotta hótelbyggingu. Meistarakokkurinn Þegar Magnús er spurður út í áhugamálin kemur í ljós að hann stundaði þjóðaríþrótt Íslendinga hér á árum áður og sýndi glímu ásamt hópi undir stjórn Þorsteins Einarsonar á EXPO í Montreal í Kanada árið 1967. Stundaði sína íþrótt hjá Umf. Víkverja í Reykja- vík ásamt Hjálmi Sigurðssyni og fleiri glímuköppum. Það orð fer af Magnúsi að hann sé lystakokk- ur mikill. „Já, ég get ekki neitað því að ég hef eldað marga góða máltíðina bæði fyrir brúðkaup og stærri veislur. Þessi mataráhugi minn er tilkominn vegna þess að ég hef ákaflega gaman af því að borða góðan mat. Til að tryggja það þarf ég oft að elda hann sjálf- ur. Ég státa mig af því að hafa ver- Magnús H. Ólafsson arkitekt með Sementsverksmiðjureitinn í baksýn, sem hann segir að verði að vanda mjög til skipulags á. Rammahús, sex saman í lengju sem byggð voru að Árnesi við Höfn í Hornafirði. Viðbyggingar á Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili, eru meðal bygginga sem Magnús hefur hannað.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.