Skessuhorn


Skessuhorn - 30.07.2014, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 30.07.2014, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2014 Ferðasagan úr lokaferð Víkings til Danmerkur Haft var á orði einu sinni að ef Vík- ingur AK-100 hyrfi úr leguplássi sínu í „dokkinni“ við litlu bryggjuna á Akranesi þá þyrfti að breyta deili- skipulagi hafnarinnar. Skipið hlyti að vera inn á skipulaginu svo lengi hefði það legið þar. Upp úr hádegi föstudagsins 11. júlí lagði Víkingur AK-100 af stað í sína síðustu sjóferð eftir mikla farsæld og tryggð í tæp 54 ár en skipið kom fyrst til heima- hafnar 21. október 1960. Ferðin lá yfir hafið til Danmerkur, nánar til- tekið til Grenå á Jótlandi en end- urvinnslufyrirtækið Fornæs, sem þar er með bækistöðvar hafði keypt skipið. Fornæs sérhæfir sig í niður- rifi gamalla skipa og endurvinnslu alls þess sem hægt er að nýta úr þeim. Útgerð Víkings, HB Grandi, seldi skipið til Víkings fyrir 43 millj- ónir íslenskra króna og upphæðin er svolítið kunnugleg því kaupverð skipsins árið 1960 var 41 milljón ís- lenskra króna. Upphæðin er nán- ast sú sama en á þeim 54 árum sem liðin eru hefur gengi íslensku krón- ur verið fellt oftar en tölu verður á komið og tvö núll þar að auki tekin aftan af íslensku krónunni um ára- mótin 1980-81. En krónurnar segja lítið því verðmætin sem skipið hefur skapað í þessa ríflega hálfu öld eru ómælanleg. Á fimmtíu ára afmæli Víkings AK-100, fyrir fjórum árum, birtist hér í Skessuhorni sérblað um sögu þessa fengsæla skips í hálfa öld. Fyrr í þessum mánuði, skömmu áður en skipinu var siglt til Danmerkur þar sem það verður rifið, var ákveðið að Haraldur Bjarnason tíðindamaður Skessuhorns færi með í ferðina og ritaði lokakaflann. Hér og á næstu síðum er birt ferðasagan en auk þess rætt við menn um borð í þessari síð- ustu ferð skipsins. Þá er einnig sagt frá fyrirtækinu sem keypti Víking, en hlutir úr Víkingi verða settir á varahlutasafn þess. Fámenn en fjölbreytt áhöfn Um borð var aðeins sex manna áhöfn að þessu sinni á skipi sem upphaf- lega var mannað með 34 mönnum en lengst af 14-15 mönnum. Skip- stjóri á síðustu ferðinni var Gunnar Gunnarsson en hann var skipstjóri á Víkingi síðustu loðnuvertíðina sem hann var gerður út en loðnuveiðum skipsins lauk endanlega í mars 2013. Stýrimaður í ferðinni var Magn- ús Þorvaldsson, sem var skipstjóri á Víkingi næstu sjö árin þar á undan. Yfirvélstjóri var svo Sigurður Villi Guðmundsson en hann hefur lengst allra verið í skipsrúmi á Víkingi en þar um borð hefur hann verið vél- stjóri samfellt í 38 ár. Fyrsti vélstjóri var Gunnlaugur Pálmason, sem jafnframt var yngstur í áhöfninni og á pari við skipið sjálft, fæddur 1960. Hásetar voru svo skráðir Pét- ur Baldvinsson og Haraldur Bjarna- son, sá er þetta ritar. Himnarnir grétu er skipið kvaddi Akranes Eftir bjartan föstudagsmorgun þann 11. júlí þykknaði upp og þegar Víkingur lét úr Akraneshöfn, flóð- rigndi. Engu líkara var en himn- arnir grétu þungum tárum yfir því að þessi höfðingi legði af stað í hinstu för. Heldur birti til og land- sýn var við Reykjanes og með mest- allri suðurströndinni. Síðan fór að þykkna upp og nánast það sem eftir lifði ferðar var þungbúið, þoka og oft rigning. Ferðin yfir hafið gekk áfallalaust. Siglt var í sundið milli eyjanna norður af Suðurey, rétt við Stóra Dímun í Færeyjum. Menn höfðu haft vonir um að geta horft á úrslitaleik Þjóverja og Argent- ínumanna á heimsmeistarmótinu í knattspyrnu, en ekkert sjónvarp var lengur um borð nema eitt gamalt túpusjónvarp sem stoðaði lítt þar sem loftnetstengingar voru engar fyrir gerfihnött. Gamla langbylgjan í útvarpinu dugði vel og var hlustað á hana í gegnum talstöðina. Send- ingin frá Eiðasendinum náðist al- veg að ströndum Danmerkur með hæfilegum brestum og truflunum frá útlendum stöðvum. Ekki síst eftir úrslitaleikinn þegar sigurópin hljómuðu úr þýskri stöð. Gangtruflanir og olíuskortur Þegar komið var austur fyrir Hjalt- landseyjar fór að þykkna yfir brún- um yfirvélstjórans. Olía til farar- innar hafði verið útreiknuð ræki- lega en frekar naumt skömmtuð og nú sagði það til sín. Einhver óþverri var farinn að koma úr olíutönkun- um sem þýddi að drepa þurfti á vél og skipta um síur. Þegar lengra dró versnaði þetta ástand og vélin drap á sér rétt áður en komið var að Víkingur siglir í sína hinstu ferð. Ljósm. jsb. Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna fylgdi Víkingi út fyrir bauju á báti sínum, Jóni forseta. Síðasta áhöfn Víkings AK-100 skömmu fyrir brottför frá Akranesi. Á myndina vantar Gunnlaug Pálmason en hann var upptekinn í vélarrúminu. Ljósm. jsb. Góð landsýn var við Reykjanes. Súlur voru áberandi ferðafélagar í þokunni við landið og í hafinu. Vindmyllurnar með stjórnstöðinni, sem svipar til olíuborpalls. Flutningaskipin á legunni við Skagen. Mættum Norrænu í þokunni austur af Hjaltalandseyjum. Vitinn og vitavarðarbústaðurinn í Grenå. Siglt inn til Grenå.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.