Skessuhorn


Skessuhorn - 30.07.2014, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 30.07.2014, Blaðsíða 23
23MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2014 Þökkum útgerð og áhöfn farsæl og ánægjuleg viðskipti í 54 ára sögu Víkings AK-100 Við komu Víkings AK–100 til Akraness 21. október 1960. Ljósm. Ólafur Árnason Noregsströndum. Eftir að hafa ver- ið tvisvar á reki leyst skipstjórnend- um ekki á að halda lengra án þess að taka olíu því framundan var hafs- svæði nálægt landi þar sem mikil skipaumferð er og því ekki fýsilegt að vera þar á reki. Styst var að fara til Lindesnes í Noregi en því fylgdu þau vandkvæði að þá þyrfti toll- afgreiðslu þar og svo aftur í Dan- mörku. Ákveðið var því að halda til Skagen í Danmörku og taka þar olíu áður en haldið yrði síðustu 80 sjómílurnar til Grenå. Svo slæmt var ástandið orðið að allar olíu- síur voru á þrotum og vélstjórarn- ir búnir að þrífa þær sem hægt var að þrífa. Því keyrðu þeir aðalavél- ina síðustu mílurnar til Skagen án olíusíja. Haft var samband við land og óskað eftir bryggjuplássi og olíu en í ljós kom að Skagenhöfn var full af skipum og því myndum við fá senda olíu með báti út á ytri höfn- ina þar. Þegar nær dró sáum við að ytri höfnin var full af skipum, mest var þar af olíuskipum sem greini- lega voru að bíða eftir verkefnum. Olíuævintýrið í Norðursjó setur svip sinn á þann sögufræga útgerð- arbæ Skagen í Danmörku líka. Akk- eri var varpað og ekki þurfti að bíða lengi eftir olíubáti sem færði okk- ur olíu og nýjar olíusíur. Eitthvað fannst Gunnlaugi Pálmasyni vél- stjóra hann kannast við olíubátinn og hann sá fljótt að á þessum báti hafði hann verið skipverji hér við land en hann hét fyrst Skeljungur og síðan Esja í eigu Olíudreifingar, þar sem Gunnlaugur starfaði. Heill skógur vindmylla í hafinu Þegar búið var að fá olíu og nýjar olíusíur við Skagen gekk ferðin þær 80 sjómílur sem eftir voru til Grenå eins og í sögu. Áfram var þó keyrt á sömu ferð en nú fór að birta til og sjást betur til lands þó smá hi- tamistur birgði langa sýn. Siglt var framhjá miklum skógi af vindraf- stöðvum þarna úti fyrir ströndinni en hver slík framleiðir víst um þrjú megavött sem er svipað og margar minni vatnsaflsvirkjanir hér á landi eins og Andakílárvirkjun, Lagar- fljótsvirkjun og Grímsárvirkjun svo einhverjar séu nefndar. Þarna tald- ist okkur til að væru ríflega hundrað vindmyllumöstur svo ekki er fjarri lagi að þarna séu framleidd um 300 megavött, sem er svipað afl og talað er um núna að þurfi fyrir sólarkísil- verksmiðju á Grundartanga og kís- iliðjur í Helguvík og við Húsavík til samans. Þarna út grillti líka í eitt- hvað sem líktist olíuborpalli en var að öllum líkindum stjórnstöð eða spennivirki fyrir vindmyllurnar. Þegar þetta kom í ljós var Gunnari skipstjóra að orði: „Þeir eru snjall- ir Danirnir, farnir að bora eftir raf- magni líka!“ Ferðalok Eftir að komið var að bryggju komu um borð bæði fulltrúi frá Bluewa- ter sem annaðist móttöku og fyrir- greiðslu skips og áhafnar og fulltrúi frá Fornæs endurvinnslustöðinni sem keypti skipið. Þeir höfðu á orði að forstjóri Fornæs hefði ver- ið á bryggjunni þegar lagst var að og dáðst af skipstjórninni því hann hefði ekki séð svo stórt skip koma til þeirra áður og renna upp að bryggju án tafar og án þess að þurfa neina aðstoð frá lóðs eða dráttar- báti. Kvöldinu eyddu skipverjar svo yfir góðum málsverði á útiveitinga- húsi við höfnina en morguninn eft- ir var ítarleg og góð skoðunarferð um athafnasvæði Fornæs, sem nán- ar er gerð skil í annarri grein. Um hádegið voru skipverjar svo sóttir á bíl og fluttir á Billund flugvöll það- an sem flogið var heim. hb Greinarhöfundur með Víking í baksýn. Áhöfnin í lokaferðinni F.v.: Gunnlaugur Pálmason, Pétur Baldvinsson, Gunnar Gunnarsson, Haraldur Bjarnason, Sigurður Villi Guðmundsson og Magnús Þorvaldsson. Beðið á bryggjunni eftir bíl til að flytja áhöfnina á Billund flugvöll. Vindmylluskógurinn utan við Grenå eins og hann kom fram á radarnum. Víkingur í lokahöfn í Grenå.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.