Skessuhorn


Skessuhorn - 30.07.2014, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 30.07.2014, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2014 Víkingur hefur auðvitað alltaf verið glæsilegt skip Skipstjóri í ferð Víkings til loka- hafnar í Grenå í Danmörku var Gunnar Gunnarsson en hann var einnig skipstjóri á Víkingi á síð- ustu loðnuvertíðinni árið 2013. Gunnar er gamalreyndur skip- stjóri og lengst af var hann með Svan RE. „Ég byrjaði á Víkingi sumarið 2009 en þá fór ég sem stýrimaður til Magnúsar Þorvalds- sonar skipstjóra í makrílflutninga til Færeyja frá skipum HB Granda á miðunum suður- og suðaustur af landinu. Þetta var þegar menn kepptust við að veiða sem mest af makrílnum til að ná góðri viðmið- un á hvert skip áður en kvótinn yrði settur á. Ég var svo stýrimað- ur alltaf eftir það ef Víkingur var sendur í einhver verkefni. Á haust- vertíðinni 2011 þurfti Magnús að fara í land í hálfan mánuð eða svo og ég tók þá við skipstjórninni en hann kom aftur og var fram undir áramót. Eftir það var ég skipstjóri fram í lok vertíðar í mars 2013 en síðan hefur Víkingur legið bund- inn við bryggju.“ Lipurt og gott nótaskip Gunnar segir hafa verið gott að koma um borð í Víking sem sé talsvert stærra skip en hann hefði stjórnað áður. „Víkingur er auð- vitað glæsilegt skip og það hefur mér þótt hann vera allt frá því ég sá hann fyrst fyrir mörgum áratugum. Hann er glæsilegt sjóskip og gang- urinn engu líkur. Hann rann ljúft í gegnum allt og fór vel með mann- skapinn. Þegar ég kom þar um borð var, eins og alltaf, valinn mað- ur í hverju rúmi, allt reyndir sjó- menn. Víkingur er mjög lipur og gott nótaskip þannig að auðvelt var að athafna sig á honum.“ Gunn- ar segir alltaf hafa verið gaman að koma um borð í Víking þótt ver- tíðarnar hafi verið stuttar. Allt hafi gengið smurt þar um borð og allir gengið í sín verk sem þeir þekktu. Árin áður hafði Gunnar verið skip- stjóri á dýpkunarskipum hjá Björg- un hf en hann byrjaði á Perlu 2006. Lengst af áður hafði hann þó ver- ið hjá útgerð Svans RE eða í aldar- fjórðung og á tveimur skipum, fyrst stýrimaður en lengst af skipstjóri. Fæddur og uppalin Langnesingur Gunnar Gunnarsson er fæddur á Þórshöfn á Langanesi en uppalinn á Raufarhöfn. Hann segist, eins og aðrir strákar þar, hafa byrjað að snuðra í kringum bátana á staðn- um og fá að fara í róðra með trill- um í barnæsku. „Ég var svo fyrst munstraður á bát þegar ég var á sextánda ári og það var Sigurkarfi frá Njarðvík. Síðan var ég á ver- tíðarbátum þarna suðurfrá en svo lá leiðin á Faxa úr Hafnarfirði og Fífil. Þaðan fór ég til Óla Óskars útgerðarmanns á Óskar Halldórs- son RE en eftir það hjá Ingimundi Ingimundasyni á Svani RE fyrst stýrimaður og svo skipstjóri.“ Þetta er það sem búast mátti við Þegar hann er spurður hvernig það sé að fara með Víking í sína loka- höfn þar sem hans bíði niðurrif, glottir Gunnar aðeins. „Þú sérð það nú ég er búinn að vera með tár- in í augunum allan tímann í þess- ari ferð. Nei, þetta er bara það sem mátti búast við. Hann er nú búinn að skila sínu og er barn síns tíma en ekki mörg skip sem staðið hafa honum á sporði. Það þýðir ekki að súta það. Þetta er bara eins og lífið, maður á eftir að sakna þessa glæsi- skips enda glæsilegt á sjó.“ Gunn- ar hefur verið samfellt á sjó frá því hann var á sextánda ári og segist ekki viss um hvað taki við hjá sér núna. „Ég byrja nú bara á sumarfríi en þetta fer örugglega að vera nóg á sjónum enda búinn að vera þar í hálfa öld, þetta er orðið nokkuð þokkalegt,“ segir Gunnar Gunn- arsson skipstjóri eldhress. hb Gunnar í skipstjórastólnum á Víkingi. Við hlið hans er Sigurður Villi vélstjóri. „Rífum skipin með tilhlýðilegri virðingu“ Eyrbekkingurinn Þrándur And- ersen hefur búið í Danmörku í 27 ár. Síðustu 12 árin hefur hann unn- ið hjá Fornæs í Grenå. Hann seg- ir talsvert um að íslensk skip hafi komið til niðurrifs hjá Fornæs. „Ég hef nú ekki tölu á þeim en þau eru nokkuð mörg af ýmsum stærðum. Ég held þó að Víkingur og Beitir NK séu stærstu íslensku fiskiskip- in sem komið hafi hingað,“ segir Þrándur og bætir við að það sé nú ekki besta og skemmtilegasta verk- ið að rífa skip sem hann þekki eitt- hvað til. Mest hafi þetta þó verið útlend flutningaskip síðustu árin og þeim fylgi engin sérstök saga eða tilfinning. „Annars er það svo að við reynum að ganga með tillhlýði- legri virðingu um þessi skip þegar þau eru rifin. Ef eitthvað finnst um borð sem gleymst hefur að taka og okkur finnst merkilegt þá tökum við það til handargagns. Þetta með að rífa skipin er nú bara gangur lífsins, allt geng- ur úr sér og það á við um skipin jafnt og okkur mannfólkið.“ Verulega stór partasala Þrándur sýndi Víkings- mönnum þau húsakynni Fornæs sem hýsa vara- hlutalager fyrir skip en þar má sjá báta- og skipa- vélar af öllum stærðum og gerðum. Alls kyns aukahlutir úr skipum eru þar líka, skipstjórastólar, kýraugu, utanborðsmótorar af léttabátum og nánast allt sem hægt er að finna um borð í einu skipi. Allt er þetta vel skipulagt og merkt. Menn voru sammála um að hafa aldrei fyrr séð stærri partasölu enda er það svo að margir eigendur gamalla skipa og báta leita fyrst til Fornæs vanti þá einhverja varahluti. Stýrishúsin hafa selst vel síðustu ár. Oft eru þau notuð til að setja á gamla báta en einnig hafa mörg stærri stýrishús- anna verið seld sem sumarhús. Á útisvæðinu má sjá fastsetningartóg í rekkum og gúmmíbáta af ýmsum stærðum. Stálið úr skipunum er svo selt til endurvinnslu og Þrándur segir að undanfarin ár hafi mest af því far- ið til Tyrklands. Í Tyrklandi er ein- mitt verið að smíða tvö ný uppsjáv- arveiðiskip fyrir HB Granda og einnig er fyrirhuguð smíði þriggja ísfisktogara þar fyrir fyrirtækið. Því gæti farið svo að þýska eðalstálið úr Víkingi endi í einhverju hinna nýju skipa sem HB Grandi fær á næstu árum. hb Þrándur sýnir Gunnari skipstjóra Víkings hluta af varahlutalagernum hjá Fornæs. Myndskreyttur rafmagnsbíll í eigu Fornæs Menn kunna ýmislegt fyrir sér. Hér er Gunnar að gera sunnudagssteikina klára í lokaferðinni. Lambalæri að hætti kafteinsins. Kafteinninn er sögumaður góður. Hér segir hann viðstöddum eina góða á vara- hlutalagernum hjá Fornæs í Danmörku. Gengið frá tollpappírum við komuna til Danmerkur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.