Skessuhorn


Skessuhorn - 30.07.2014, Blaðsíða 37

Skessuhorn - 30.07.2014, Blaðsíða 37
37MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2014 Grundarfjörður – miðvikudagurinn 30. júlí Skemmtiferðaskipið Le Austral er væntanlegt klukkan 7. Borgarbyggð – fimmtudagurinn 31. júlí Hreinsun fjörunnar í Englendingavík. Sjálfboðaliðar, mætum í fjöruna í Englendingavík kl. 16 og fjarlægjum grjót og fegrum víkina. Kveðja Víkurvinir. Sjá nánar í frétt Skessuhorns 23. júlí. Dalabyggð - fimmtudagurinn 31. júlí Frjálsíþróttaæfingar í Búðardal. Frjálsíþróttaæfingar verða kl. 17 – 18 á mánudögum og fimmtudögum undir stjórn Guðna Alberts Kristjánssonar og til aðstoðar verður Guðbjartur Rúnar Magnússon. Æfingarnar verða a.m.k. út júlímánuð, í „Dalnum“ í Búðardal. Dalabyggð - fimmtudagurinn 31. júlí Fótboltaæfingar í Búðardal. Fótboltaæfingar verða kl. 18 – 19 undir stjórn Guðna Alberts Kristjánssonar og til aðstoðar verður Vésteinn Örn Finnbogason. Æfingarnar verða a.m.k. út júlímánuð, í „Dalnum“ í Búðardal. Borgarbyggð – föstudagurinn 1. ágúst Nú er lag á Varmalandi. Félag harmonikkuunnenda í Reykjavík kemur saman á Varmalandi í Borgarfirði og heldur hátíð um verslunarmannahelgina. Sjá nánar auglýsingu hér í Skessuhorni. Akranes – laugardagurinn 2. ágúst Myndlistarsýning Ragnheiðar Guðjónsdóttur í Akranesvita á Breið. Myndlistasýningin, TILBRIGÐI VIÐ SÆINN verður opnuð í Akranesvita 2. ágúst kl. 13:00. Verkin eru tileinkuð bernskuárum hennar á Akranesi en þar er hún fædd og uppalin. Borgarbyggð - laugardagurinn 2. ágúst Engjaganga á Hvanneyri kl. 14. Sérstaklega verður minnst kaupakvenna og kaupamanna þar fyrr á tíð, starfa þeirra og hlutskiptis. Sagt frá engjalöndunum með Hvítá, nýtingu þeirra og þýðingu fyrir mannlíf og byggð í héraðinu. Mæting við Landbúnaðarsafnið. Borgarbyggð – sunnudagurinn 3. ágúst Guðsþjónusta verður í Reykholtskirkju kl. 14 og orgel- og trompet tónleikar kl. 16. Á tónleikunum munu Stéphane Rigat píanóleikari og organisti og Olivier Gillet trompetleikari frá Frakklandi halda tónleika. Sjá nánar fréttatilkynningu. Borgarbyggð - sunnudagurinn 3. ágúst Messa á Borg um verslunarmannahelgi Í Borgarkirkju kl. 14. Prestur er Þorbjörn Hlynur Árnason. Verið velkomin til helgihaldsins. Akranes – þriðjudagurinn 5. ágúst Leikskólinn Vallarsel verður opnaður eftir sumarleyfi kl. 6.45 og leikskólinn Garðasel kl: 7.30. Borgarbyggð – fimmtudagurinn 7. ágúst Leikskólinn Klettaborg verður opnaður á ný eftir sumarleyfi kl. 07:45. ATVINNA ÓSKAST Þakviðgerðir nýsmíði eða breytingar Öll þakvinna, föst tilboð, tímavinna. Pappi, sink, læstur kopar, alublikk, bára eða járn. Allt sérsmíði af fagleik og reynslu. Velkomið að hafið samband, skoða að fá tilboð. S.Ólason. S 860-0036 eða 783-8731. Einbýlishús til leigu / Akranesi Leitum að góðu fólki til að leigja húsið okkar í Jörundarholti 126 í 1-2 ár frá 1.ágúst, mögulega eitthvað fyrr. Húsið er 159 fermetrar (íbúð 119 m2 og bílskúr 40 m2), 3 svefnherbergi, suðurgarður og rúmgóður pallur. Bað- herbergi nýtekið í gegn og eldhús að hluta endurnýjað. Frábært hús á góðum stað. Leigan er 190 þús + hiti og rafmagn, uppgefið. Skráning á elisabet. ingadottir@gmail.com Óska eftir íbúð á Akranesi Þrír sveitadrengir óska eftir að geta leigt 3 svefnherbergja íbúð eða hús- næði á Akranesi frá ágústlok/septem- ber byrjun til maí 2015. Verðhugmynd í kringum 100 þús til eða frá. Skilvirkum greiðslum heitið. Reyklausir og reglu- samir. Hafa skal samband á net- fangið jonnigj@hotmail.com eða síma 8618521-Jónas. Íbúð til leigu óskast á Hellissandi Er að leita að íbúð til leigu á Hellissandi. Ein kvk 31 árs, reglusöm og ábyrg. Hægt að hafa samband á alma.sif. kristjansdottir@gmail.com. Einbýlishús til leigu Við leitum að heiðarlegum og reglu- sömum leigjanda að eigninni okkar. Þetta er glæsilegt 130fm2 4 herbergja heilsárshús á stórfenglegum stað í Hafnarskógi við Borgarfjarðarbrú. Aðeins 5 mínútna akstur er í Borgarnes 20 mínútur á akranes og um 50 mín- útna akstur frá höfuðborgarsvæðinu. Húsið er skráð sem íbúðarhús og nýtur þannig allrar þjónustu sveitarfélagsins. Leiguverð 140.000 á mánuði. Netfang: peturhall@hotmail.com. Óska eftir Bílskúr á Akranesi Er að leita að bílskúr til að leigja til lang- tíma skoða allt S:8463981. 4 herbergja íbúð óskast til leigu Mig vantar 4 herbergja íbúð til leigu í Borgarnesi frá og með 1. september fyrir mig og tvo syni mína. Er ekki með gæludýr, er reyklaus, reglusöm og skilvís. Vinsamlegast hafið samband við Guðrúnu Björgu í síma 894-1076 eða á netfangið gudrunbjorg@bifrost.is Óska eftir íbúð eða húsi með bílskúr til leigu Óska eftir 3 herbergja íbúð eða húsi með bílskúr, þó ekki skilyrði, til leigu á Akranesi eða í nágrenni. Er með hund þannig að það verður að samþykkjast. Hafið samband í síma 696-2731 eða svanur16@gmail.com Viltu losna við bjúg, sykurþörf og léttast líka ? Þá er Oolong- og Pu teið eitt það albesta. 1 pakki með 100 tepokum kostar 4.300. Ef keyptir eru 2 pk. er verðið 7.800. Sykurþörfin minnkar og hverfur oftast eftir nokkra daga. Gott fyrir líkamlega og andlega heilsu. ATH, þetta eru 2 tegundir af tei sem virka vel saman. S: 845-5715 Nína. Fjölþjálfi Til sölu nánast ónotaður fjöl- þjálfi. Keyptur í Húsasmiðjunni. Verðhugmynd 15 þúsund. Upplýsing- ar í síma 650-3310 eða 893-3094. Flísasög Til sölu flísasög í mjög góðu ástandi. Nánari upplýsingar í síma 893-3094. Til sölu felgur og ísskápur Til sölu felgur á Toyota Landcruiser árg. 2007. Verð alls 80.000.-. Á sama stað til sölu tvöfaldur ísskápur AEG Santo, hæð 148 breidd 55 sm. Upplýsingar í síma 865-2177. Sófi 3ja-sæta Sófi til sölu fyrir lítið. Uppl. 435-0170 Hótel Grásteinn Reykjanesbæ Hótel Grásteinn Reykjanesbæ býður landsmönnum öllum úrvalsgistingu og geymslu á bíl meðan ferðast er erlendis. Pantanir í síma 421-5200 hotelgrasteinn.is Leita af gamalli kamínu Er að leita af gamalli kamínu sem að heitir Jotul 602 og var mikið notað í vinnuskúra hjá Vegagerðinni til dæmis. Væri gaman ef að einhver veit um eða á svona stykki að láta okkur vita. Netfang: ingvar@icecom.is. Á döfinni LEIGUMARKAÐUR TIL SÖLU Markaðstorg Vesturlands ÝMISLEGT Nýfæddir Vestlendingar Getir þú barn þá birtist það hér, þ.e.a.s. barnið! www.skessuhorn.is 11. júlí. Drengur. Þyngd 4.444 gr. Lengd 52 sm. Foreldrar: Sólrún Perla Garðarsdóttir og Sigurður Ásbjörn Pétursson, Bifröst. Barnið fæddist á LHS. 21. júlí. Stúlka. Þyngd 3.204 gr. Lengd 51 sm. Foreldrar: Stefanía Margrét Vilbergsdóttir og Jón Davíð Ragnarsson, Mosfellsbæ. Ljósmóðir: Soffía G. Þórðardóttir. (Leiðrétt vegna rangs heimilisfangs í seinasta blaði). 24. júlí. Drengur. Þyngd 3.280 gr. Lengd 50 sm. Foreldrar: Berglind Ósk Pétursdóttir og Jón Vilhelm Ákason, Akranesi. Ljósmóðir: Anna Björnsdóttir. 24. júlí. Drengur. Þyngd 3.456 gr. Lengd 53 sm. Foreldrar: Jóna Kolbrún Einarsdóttir og Sveinn Frímann Ágúst Birgisson, Akranesi. Ljósmóðir: Helga R. Höskuldsdóttir. 26. júlí. Stúlka. Þyngd 3.714 gr. Lengd 53 sm. Foreldrar: Katrín Björk Þórhallsdóttir og Sindri Már Atlason, Akranesi. Ljósmóðir: Erla Björk Ólafsdóttir. Með á myndinni er Ólafur Atli stóri bróðir. 26. júlí. Stúlka. Þyngd 4.180 gr. Lengd 53 sm. Foreldrar: Lilja Ingimarsdóttir og Örn Viljar Kjartansson, Hafnarfirði. Ljósmóðir: Soffía G. Þórðardóttir. 28. júlí. Stúlka. Þyngd 4.005 gr. Lengd 52 sm. Foreldrar: Eva Dögg Ingadóttir og Daníel Stefán Halldórsson, Mosfellsbæ. Ljósmóðir: Anna Björnsdóttir. S K E S S U H O R N 2 01 4 - L jó sm . G Ó Orgel- og trompettónleikar sunnudaginn 3. ágúst kl. 16.00 Stéphane Rigat píanóleikari og organisti og Olivier Gillet trompetleikari flytja verk eftir Torelli, Vivaldi, Hummel and Böhme. Reykholtskirkja Verið innilega velkomin í Reykholtskirkju Messa sunnudaginn 3. ágúst 7. sd. e. trin. kl. 14.00 Dalabyggð – sunnudagurinn 10. ágúst Ólafsdalshátíð í Ólafsdal verður haldin kl. 13-18. Á dagskrá eru ávörp, Leikhópurinn Lotta flytur leikritið Hróa hött, tónlistaratriði og skemmtu, handverks- og matarmarkaður, grænmetismarkaður Ólafsdalsfélagsins og fleira. Dalabyggð - sunnudagurinn 10. ágúst Óskar Guðjónsson og Skúli Sverrisson verða með tónleika á Laugum í Sælingsdal kl. 21.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.