Skessuhorn


Skessuhorn - 30.07.2014, Blaðsíða 39

Skessuhorn - 30.07.2014, Blaðsíða 39
39MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2014 Litlar breytingar verða í herbúðum Skagamanna í 1. deildinni í leik- mannaglugganum sem opnaðist 15. júlí sl. og lokast 1. ágúst. Þó mun Andri Júlíusson snúa aftur á Skag- ann en hann hefur búið og spilað í Noregi síðustu árin. Andri hefur æft með ÍA í nokkrar vikur og mun spila með félaginu í einn mánuð áður en hann snýr aftur til Noregs. Lánsmarkmaður hefur verið feng- inn í meistaraflokk kvenna í Pepsí- deildinni. „Eins og staðan er í dag munum við ekki bæta við fleiri leik- mönnum en Andra í meistaraflokk karla. Það verður spilað áfram á þeim hópi sem myndaður var í vor. Gulli þjálfari er vitaskuld að kíkja eftir mönnum sem gætu styrkt liðið til framtíðar,“ segir Har- aldur Ingólfsson framkvæmda- stjóri Knattspyrnufélags ÍA. Reyndar mun leikmanna- hópurinn frá því í vor minnka þegar Andri Adolphsson og Einar Logi Einarsson fara til Bandaríkjanna til náms í næsta mánuði, eins og sagt hefur ver- ið frá hér í Skessuhorni áður. Haraldur segir að ákveðið hafi verið að bandarísku leikmenn- irnir þrír sem hafa spilað með Skagakonum í Pepsídeildinni í sumar leiki sinn síðasta leik með ÍA þegar liðið mætir FH á Akranesvelli 29.júlí [í gær]. Þá er fyrirliðinn Ingunn Dögg Eiríksdóttir einnig farin frá fé- laginu í bili en hún er flutt bú- ferlum til Írlands. Breski bak- vörðurinn Laken Duchan Clark mun hins vegar spila með liðinu út tímabilið. Haraldur seg- ir varðandi bandarísku leikmenn- ina að vitaskuld hefði verið von- ast eftir að þeir myndu styrkja lið- ið meira en raunin hafi orðið. „Það hefur komið í ljós að deildin hérna er það sterk að þótt leikmenn þyki góðir í bandarískri háskóladeild þá dugar það ekki til,“ segir Harald- ur. Einn leikmannanna bandarísku er markvörður og segir Haraldur að félagið hafi fengið Ástu Vigdísi Guðlaugsdóttur, markvörð Breiða- bliks að láni og mun hún taka við sem markvörður Skagakvenna út tímabilið. þá Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA Litlar sem engar breytingar hjá ÍA í leikmannaglugganum Haraldur Ingólfsson framkvæmdastjóri KFÍA. Víkingur í toppbaráttuna eftir sigur á Selfossi Víkingur frá Ólafsvík sigr- aði Selfoss aust- an heiða með tveimur mörk- um gegn engu þegar liðin mættust á föstudaginn í fyrstu deild karla í knattspyrnu. Leikurinn byrj- aði hressilega og áttu heimamenn fyrstu sóknina. Þar kom hvert skotið á eftir öðru á mark gest- anna en Arnar Darri Pétursson, markvörður Víkings, varði glæsi- lega og bjargaði sínum mönnum frá því að lenda undir. Það voru hins vegar gestirnir frá Ólafsvík sem skoruðu fyrsta mark leiksins. Á 16. mínútu var Þorsteinn Már Ragnarsson felldur í teignum og vítaspyrna dæmd. Eyþór Helgi Birgisson steig á vítapunktinn og skoraði af miklu öryggi. Þannig var staðan í hálfleik. Seinni hálfleikur fór rólega af stað og lítið var að gerast fram- an af. Á því varð þó breyting um miðjan seinni hálfleik. Þorsteinn Már tók á rás og stakk varnar- menn Selfoss af og skoraði seinna mark Víkings. Víkingsmenn voru öruggir í sínum aðgerðum eftir markið og stýrðu leiknum til sig- urs. Þetta var þriðji sigur Víkings í röð og er liðið nú aðeins tveimur stigum frá öðru sæti deildarinnar. Næsti leikur Víkings Ó. er Vesturlandsslagur gegn ÍA á mið- vikudaginn. Spilað verður í Ólafs- vík og hefst leikurinn klukkan 20. Skagamenn eru í öðru sæti deild- arinnar og því má ljóst vera að ekki verður tomma gefin eftir. jsb Forsvarsmenn Sindra biðja hlutaðeigandi afsökunar Stjórn knattspyrnudeildar Sindra á Hornafirði hefur sent frá sér yfir- lýsingu í kjölfar líkamsárásar í leik 2. flokks félagsins og liðs Snæfells- ness sunnudaginn 20. júlí. Þar réð- ist leikmaður Sindra á leikmann Snæfellsness, barði hann og spark- aði í liggjandi manninn, með þeim afleiðingum að hann hlaut höfuð- áverka og var fluttur með þyrlu á sjúkrahús. Í yfirlýsingu Sindra harma forsvarsmenn félagsins at- vikið og biðja leikmann Snæfells- ness og fjölskyldu hans afsökun- ar. Þá segir að stjórn Sindra muni beita sér fyrir því að hjálpa leik- manni Sindra með hegðunarvanda- mál og leita til þess aðstoðar barna- verndaryfirvalda og fagfólks. Leikmaður Snæfellsness sem varð fyrir árásinni er nú á batavegi. Hann var útskrifaður af sjúkrahúsi nóttina eftir en hlaut m.a. heila- hristing. Aganefnd KSÍ hugðist á fundi sínum í gær, 29. júlí, kveða upp úrskurð í málinu en lögreglu- rannsókn fór strax af stað eftir at- vikið og má búast við að kæra verði gefin út vegna líkamsárásarinnar. „Það er von stjórnar knattspyrnu- deildar Sindra að atvik þetta verði ekki til þess að skaða gott orðspor knattspyrnunnar á Íslandi. Stjórnin mun nú sem endranær hvetja leik- menn, þjálfara og stuðningsmenn til að sýna háttvísi og heiðarleika. Þannig bætum við íslenska knatt- spyrnu.“ jsb Tuttugu tóku þátt í þríþrautinni Álmanninum Verðlaunahafar í Álmanninum 2014. F.v. Arnór Freyr Símonarsson, Símon Hreinsson, Sigurjón Ernir Sturluson, Helga Ingibjörg Kristjánsdóttir, Sigríður Gróa Sigurðardóttir og Anna Sólveig Guðjónsdóttir. Náttúran á Akranesi skartaði sínu fegusta þegar keppnin Álmaður- inn 2014 fór fram á laugardaginn á Akranesi. Þetta er í annað skipti sem þessi þríþrautarkeppni fer fram. Það er Sjóbaðsfélag Akraness sem stendur fyrir keppni í hjólreið- um, fjallgöngu og sjósundi. Alls voru 20 þátttakendur; sjö konur og þrettán karlar en keppt var bæði í karla- og kvennflokki. Sigurvegari í karlaflokki með miklum yfirburð- um varð Sigurjón Ernir Sturlu- son en hann sigraði einnig í fyrra. Fyrst í mark í kvennaflokki varð svo Helga Ingibjörg Kristjánsdótt- ir. Fengu þau að launum sérstakan verðlaunahleif sem hannaður var úr 200 gramma álhleifi frá Norðuráli og gjafabréf að auki frá versluninni Ozone. Í öðru sæti í karlaflokki varð Sím- on Hreinsson og í því þriðja Arnór Freyr Símonsson. Í kvennaflokki varð Sigríður Gróa Sigurðardótt- ir önnur og í því þriðja Anna Sól- veig Smáradóttir. Aðstandendur Álmannsins voru himinlifandi með veðrið og aðstæður en þeir höfðu gert sér vonir um að þátttakan yrði aðeins meiri, en hún var á pari mið- að við keppnina í fyrra. “Þetta er bara fyrst og fremst skemmtun, þraut sem allir geta tekið þátt í og tekur hálfa aðra til tvær klukku- stundir. Það var gríðarleg stemn- ing meðal þáttakenda og áhorf- enda sem voru fjölmargir þannig að við sjáum ekki annað en að þetta sé komið til að vera. Skorum bara á fleiri að koma og taka þátt að ári,” sagði Pálmi Haraldsson, einn af að- standendum keppninar. Hann vildi einnig koma á framfæri þakklæti til Björgunarfélags Akraness fyr- ir veitta aðstoð við að gæta örygg- is þátttakenda í sjónum og á fjallinu sem og annarra er komu að fram- kvæmd keppninnar. ibþ Birgir Leifur Íslandsmeistari í höggleik Skagamaðurinn og golfarinn Birg- ir Leifur Hafþórsson, sem nú leik- ur undir merkjum GKG, sigraði á Íslandsmótinu í höggleik sem lauk í Leirdalnum í Garðabæ á sunnudag- inn. Þetta var sjötti Íslandsmeistara- titill Birgis í höggleik en hann jafn- aði þar með árangur Úlfars Jóns- sonar og Björgvins Þorsteinssonar sem fögnuðu báðir Íslandsmeist- aratitlum sex sinnum. Birgir sigr- aði nokkuð örugglega á mótinu og hélt forystu frá fyrsta degi og end- aði samanlagt á tíu höggum undir pari vallarins. Kylfingurinn efni- legi úr Borgarnesi, Bjarki Péturs- son úr GB, spilaði einnig á mótinu en hann hafnaði í sjöunda til átt- unda sæti. Í kvennaflokki varð Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni í þriðja sæti, en hún var í forystu á mótinu eftir fyrsta daginn. Val- dís var nokkuð frá sínum besta ár- angri og lék síðasta hringinn á níu höggum yfir pari. Hún endaði því mótið samanlagt á 18 höggum yfir pari vallarins. Sigurvegari í kvenna- flokki varð Ólafía Þórunn Kristins- dóttir úr GR. jsb Ólafía Þórunn og Birgir Leifur. Ljósm. golf.is Andri tímabundið aftur til ÍA Andri Júlíus- son er geng- inn til liðs við sitt gamla fé- lag ÍA. Andri sem er upp- alinn Skaga- maður hef- ur spilað 188 leiki fyrir meistara- flokk ÍA og skorað samtals 72 mörk. Hann yfirgaf ÍA árið 2010 og spil- aði eitt tímabil með Fram en fór svo til Noregs. Þar hefur hann búið og spilað fótbolta í neðri deildum síð- ustu tvö ár. „Andri hefur æft með ÍA í nokkrar vikur og mun spila með fé- laginu í einn mánuð en þá snýr hann aftur til Noregs,“ segir Harald- ur Ingólfsson, framkvæmdarstjóri KFÍA. jsb Reynsluboltar til liðs við Kára Fjórðu deildar liðið Kári frá Akra- nesi gerði jafntefli við Álftanes í toppslag A-riðils á Bessastaðavelli á miðvikudaginn. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og marka- laust þegar flautað var til leikhlés. Káramenn komust svo yfir á 53. mínútu með marki frá Leó Daða- syni. Álftanes jafnaði þegar örfá- ar mínútur voru eftir af leiknum og reyndist það lokaniðurstaðan. Kári hefur fengið til sín liðsauka fyrir lokaumferðir tímabilsins, en í leiknum gegn Álftanesi voru nokkr- ir gamalreyndir knattspyrnumenn í leikmannahópi Kára. Voru þar meðal annars Pálmi Haraldsson, leikjahæsti leikmaður ÍA frá upp- hafi, og Guðjón Heiðar Sveinsson sem einnig hefur spilað fjölmarga leiki fyrir þá gulklæddu. Ásamt þeim eru Fjalar Örn Sigurðsson, Hjálm- ur Dór Hjálmsson og Stefán Örn Arnarsson einnig gengnir til liðs við Kára en þeir hafa allir leikið með ÍA í efstu deild. Kári er nú í efsta sæti A-riðils með 23 stig og er liðið enn ósigrað þetta tímabilið. Næsti leikur Kára er í dag, mið- vikudaginn 30. júlí, gegn Hvíta ridd- aranum á Akranesvelli klukkan 20. jsb Þorsteinn Már að láni til Víkings Grundfirð- ingurinn knái, Þ o r s t e i n n Már Ragn- arsson, hef- ur verið lán- aður frá KR til Víkings Ólafsvík út þetta keppnistímabil. Þorsteinn hefur einungis byrjað tvo leiki í liði KR á þessari leiktíð en hann hefur samt sem áður komið við sögu í níu leikjum. Fyrir í liði Víkings er m.a. bróðir hans Steinar Már. Þor- steinn er uppalinn hjá Víkingi Ólafs- vík og spilaði þar áður en KR fékk hann eftir góða frammistöðu hans í 1. deildinni. Árið 2010 skoraði Þor- steinn 18 mörk þegar Víkingur tap- aði ekki leik í 2. deildinni. Þetta er gríðarlegur styrkur fyrir Víkinga sem eru fyrir ofan miðja deild og ætla að sækja fast möguleikann á að komast upp um deild. mm

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.