Skessuhorn


Skessuhorn - 13.08.2014, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 13.08.2014, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 32. og 33. tbl. 17. árg. 13. ágúst 2014 - kr. 600 í lausasölu ARION APPIÐ ARION APPIÐ – GÓÐUR FERÐAFÉLAGI Ef þú þarft í bankann í fríinu er best að hafa Arion appið með. Það tekur ekkert pláss og leysir málið á nokkrum sekúndum. Sæktu Arion appið á arionbanki.is Einnig í Play Store og App Store Loratadin Fæst án lyfseðils LYFIS Restaurant Munaðarnes Borgarfirði 525 8441 / 852 1601 Njótið veitinga í fallegu umhverfi SK ES SU H O R N 2 01 4 OPIÐ 17.00 – 22.00 Guðrún Bjarnadóttir í Hespu- húsinu í Andakíl hlaut viðurkenn- inguna „sölubás ársins“ á árlegri handverkshátíð að Hrafnagili í Eyjafirði um síðustu helgi. Sýn- ingin hefur þá stefnu að vera vett- vangur fyrir allt handverksfólk, hvort sem það er að sýna hand- verk sitt í fyrsta sinn eða er lengra komið. Aðsókn á sýninguna var að venju góð og sóttu hana þúsund- ir gesta víðsvegar af landinu. Veitt voru verðlaun í þremur flokkum; handverksmaður ársins, sölubás ársins og hvatningarverðlaun. Í val- nefnd voru Arnar Árnason bóndi á Hranastöðum og stjórnarmað- ur Handverkshátíðar, Björg Eiríks- dóttir myndlistarmaður og kennari og Rósa Húnadóttir þjóðfræðing- ur og menningarmiðlari. „Marg- breytileiki og látleysi skapa fallega heild,“ var umsögn valnefndar um bás Hespu. Að launum fékk Guð- rún handgerðan verðlaunagrip eftir Einar Gíslason myndlistarmann frá Brúnum í Eyjafirði. grþ Hvalvertíðin í ár hefur staðið yfir síðan 15. júní og er nú búið að veiða 78 langreyðar og draga að landi í Hvalstöðinni í Hvalfirði. Kvótinn þetta árið er 154 dýr og er því búið að veiða rétt ríflega helming kvót- ans. Að sögn Gunnlaugs Fjólars Gunnlaugssonar, stöðvarstjóra í Hvalstöðinni, hafa veiðar og vinnsla gengið vel síðustu daga en ómögulegt sé að spá fyrir um lengd vertíðarinnar eða hvort náist að fylla kvót- ann. „Það er búið að vera þokkalegur gangur síð- ustu daga. Veiðar ganga vel núna en það hefur verið leiðinda tíð með brælu og þoku í sumar. Það er því ómögulegt að spá um hvenær vertíðin klárast og fer það mest eftir veðrinu. Ef allt gengur hins vegar upp mun það sennilega verða í september,“ segir Gunn- laugur og bætir við að mikil stemning sé í mann- skapnum í Hvalstöðinni nú þegar vertíðin er hálfnuð. „Hér eru allir kátir og tilbúnir að klára seinni helm- inginn.“ jsb Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra landbúnaðarmála, setti á fót starfs- hóp fyrr á þessu ári til að koma með tillögur um hvernig efla megi íslenska geitfjárstofninn, vernda hann og stuðla að viðgangi. Starfs- hópurinn hefur skilað tillögum til ráðherra í fimm liðum og kemur þar fram að nú þegar þurfi að veita meira fé til verndar geitastofninum með sérstöku framlagi ríkisins til erfðanefndar landbúnað- arins. Lagt er til að afnumd- ar verði tak- markanir á því hversu margar geitur njóti stuðn- ings á hverju búi en skilyrði fyrir stuðningi verður skýrsluhald. Áætl- að er að þetta muni kosta um tvær milljónir króna á ári. Starfshópur- inn leggur jafnframt til að við end- urskoðun á sauðfjársamningi ver- ið innleiddur sambærilegur stuðn- ingur og veittur verður til sauðfjár- ræktar. Þar þurfi að vera hvati til þess að geitabú verði af þeirri stærð að vinnsla afurða sé möguleg. Uppbyggingu á sæðisbanka með frystu hafrasæði verði haldið áfram, bæði til að styðja við markvissa ræktun, en einnig til að þjóna sem öryggisnet. Leggur hópurinn til að þessi tillaga komi til skoðunar við næstu endurskoðun búnaðarlaga- samnings. Að mati hópsins er brýnt að koma á fót rafrænni ættbók þar sem allar tiltækar upplýsingar um stofninn verði skráðar og að það verði skoðað við endurskoðun bún- a ð a r l a g a - s a m n i n g s . Að lokum leggur hóp- urinn til að stuðlað verði að auknum r a n n s ó k n - um á íslenska geitastofnin- um og afurðum hans. Þar verði sér- staklega skoðað erfðafræðileg staða stofnsins og sérstaða afurða. Starfshópinn skipuðu Torfi Jó- hannesson, sérfræðingur í atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneytinu sem jafnframt var formaður, Birna Kristín Baldursdóttir frá Erfða- lindasetri Landbúnaðarháskóla Ís- lands og Sigurður Eyþórsson frá Bændasamtökum Íslands. bgk Sölubás Guðrúnar í Hespu var litríkur og fallegur á hátíðinni. Ljósmyndin er fengin af vefsíðu Hespu á Facebook. Hespa með fallegasta básinn Leggja til að fé verði veitt til verndar geitastofninum Hvalvertíðin ríflega hálfnuð Strákarnir í hvalstöðinni sjást hér við vaktarlok þegar búið er að gera öll bein klár í pott. Ljósm. Valgeir Valdi Valgeirsson. Vallholti 5 • 300 Akranesi 434 1413 Opið: Virka daga kl. 12.00 – 18.00 Bara kökur Bara ódýrt Bakaríið Brauðval

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.