Skessuhorn


Skessuhorn - 13.08.2014, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 13.08.2014, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2014 Þórólfur yfir Samgöngustofu LANDIÐ: Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkis- ráðherra hefur skipað Þór- ólf Árnason rekstrarverk- fræðing í embætti forstjóra Samgöngustofu. Alls bár- ust 24 umsóknir um starf- ið og kom það í hlut hæfis- nefndar að fara yfir umsókn- irnar og meta hver væri hæf- astur. Þórólfur hefur á síð- ustu árum starfað sem sjálf- stætt starfandi ráðgjafi, ver- ið stjórnarformaður Isavia, unnið að stofnun jarðvarma- klasa með Gekon og sinnt fleiri verkefnum. Þá sinnti hann verkefnastjórn við sam- einingu Flugstoða og Kefla- víkurflugvallar og við stofn- un Isavia árið 2010. Áður hafði Þórólfur verið forstjóri Skýrr, Icelandic Group, Tal og borgarstjóri í Reykjavík árin 2003-2004. -mm Skólablað í næstu viku SKESSUHORN: Mið- vikudaginn 20. ágúst fylgir Skessuhorni sérblað um skóla á Vesturlandi, líkt og gert hefur frá upphafi þeg- ar skólasetningar eru í nánd. Fjallað verður um leik- og grunnskóla, framhaldsskóla, háskóla og Símenntunar- miðstöð Vesturlands. Efni til birtingar í skólablaðinu þarf að berast fyrir næstu helgi á netfangið skessuhorn@ skessuhorn.is. Pantan- ir á auglýsingum eru í síma 433-5500 eða á netfangið palina@skessuhorn.is mm Einn á nagla­ dekkjum LBD: Í liðinni viku voru 29 ökumenn grunaðir um um- ferðarlagabrot í umdæmi lögreglunnar í Borgar- firði og Dölum. Langflestir voru grunaðir um hraðakst- ur en auk þess var eitt öku- tæki ennþá á nagladekkjum. Þá kom upp atvik þar sem um ótryggt ökutæki í um- ferð var að ræða. Sá sem ók hraðast mældist á 131 km/ klst þar sem hámarkshraði er 90 km. Upp komu átta um- ferðaróhöpp og fjögur ým- iskonar frítímaslys, víða um umdæmið. Í flestum tilvikum var um litla eða minnihátt- ar áverka að ræða. Erlendur ferðamaður var þó fluttur, að því talið var, nokkuð slasað- ur á sjúkrahús en hann missti stjórn á fjórhjóli sínu með þeim afleiðingum að hjólið valt og hann kastaðist af því á Kaldadalsvegi. –jsb Um næstu helgi halda Hólmarar sína tuttugustu bæjarhátíð undir merkj- um Danskra daga. Upphaflega var há- tíðin hugsuð til að lengja ferðatímabilið sem þá var að mestu búið um verslun- armannahelgi. Hátíðin hefur hins vegar þróast og eflst og er hið prýðilegasta átt- hagamót þar sem gleði ræður ríkjum og fjölskyldan er í fyrirrúmi. Sjá má viðtal við framkvæmdastjóra hátíðarinnar í Skessu- horni í dag. Í dag verður norðlæg átt og bjartviðri hér um vestanvert landið og hlýtt. Á morgun, fimmtudag er spáð fremur hægri suðvest- lægri eða breytileg átt. Skýjað um landið vestanvert og smásúld með ströndinni, en bjart með köflum í öðrum landshlut- um. Hiti 10 til 15 stig. Á föstudag er spáð breytilegri átt, 3-10 m/s. Rigning verður um vestanvert landið. Á laugardag verður norðlæg átt, rigning norðan- og austan- lands, en annars skýjað með köflum. Hiti 4 til 15 stig, hlýjast sunnanlands. Búast má við slyddu á norðanverðu hálendinu. Á sunnudag verður norðlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s. Dálítil súld öðru hvoru norð- austan- og austantil, en annars bjart með köflum. Hiti 5 til 15 stig og hlýjast suð- vestanlands. Í síðustu viku var könnuð afstaða fólks til samruna Íslands og Noregs í eitt ríki, eins og hópur fólks undir merkjum Fylkis- flokksins leggur til. Athygli vekur að nán- ast jafn stór hópur fólks telur hugmynd- ina fráleita, eins og sá sem vill skoða mál- ið betur. „Frábær hugmynd“ sögðu 30,4%, „Þokkaleg hugmynd“ sögðu 15,66% og „Fráleit hugmynd“ sögðu 46,47%. 7,47% höfðu ekki hugleitt málið. Í næstu viku er spurt: Hvernig á að taka á því þegar forsvars- menn ríkisstofnana fara yfir fjárheimildir? Hjónin Völundur Sigurbjörnsson og Signý Rafnsdóttir eru Vestlendingar vik- unnar. Þau sýndu ferðafólki í vanda ein- staka hjálpsemi. Sjá bls. 22. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Laugardaginn 28. júní í sumar breyttist líf Ragnars Egilssonar svo um munaði. Seinni part þess dags lenti hann í mótorhjólslysi rétt fyr- ir utan Akranes sem skilur hann eft- ir í dag lamaðan fyrir neðan háls. Ragnar var á gjörgæslu í rúmar fjór- ar vikur eftir slysið þar sem baks- lögin komu hvert á fætur öðru. Fyrst lungnabólga og síðan ítrekuð hjartastopp þar til hann fékk gang- ráð. Lungabólgan lét svo loks undan og eftir að Ragnar fékk gangráðinn var hann fluttur yfir á lungnadeild Landspítalans. Það tók á hann því allar breytingar í svona aðstæðum eru erfiðar. Svokallaður miðlægur hiti, sem er afleiðing af slysinu, hef- ur verið að leika Ragnar grátt og leit ástandið verulega illa út um tíma, en talið er að það versta sé afstað- ið. Hann hefur þurft að fá blóðgjaf- ir og er enn í öndunarvél, er þó far- inn að reyna að kyngja sem er gott. Best væri þó að hann færi að geta andað með vélinni til að fá talventil því eins og er eru aðstandendur og hjúkrunarfólk að lesa af vörum eða nota stafrófið sem er búið að raða upp á stórt spjald. Gert er ráð fyrir að styttist í að hann fari á Grensás og hefst þá hans vinna fyrir alvöru. Ekki það að hann sé ekki búinn að þurfa að hafa aðeins fyrir lífinu síð- ustu vikur. Þar verður hins vegar ströng og löng endurhæfing til að gera hann aftur að virkum þátttak- anda í lífinu. „Við í fjölskyldu Ragnars höf- um staðið þétt við bakið á honum og er hann ekki mikið einn því hon- um líkar það illa eins og er. Skiljan- lega, þar sem hann er enn að læra að nota hljóð og annað til að gera vart við sig. Okkur í fjölskyldunni hef- ur líka verið það dýrmætt að vera hjá honum og höfum við lært heil- mikið af því. Það hefur verið og er mikill kostnaður í kringum Ragn- ar eftir slysið og því tók ein frænka hans, Inga Lára Gylfadóttir, uppá því að óska eftir að fá að stofna félag í kringum hann til að styrkja hann og hans nánasta fólk í því sem koma skal. Sjóðurinn verður m.a. notaður til að kaupa tæki sem gagnast Ragn- ari en Tryggingastofnun greiðir ekki,“ segir í fréttatilkynningu frá sjóðnum. Föstudaginn 8. ágúst sl. var svo stofnað félag sem heitir Styrktar- sjóður Ragnars Egilssonar. Söfnun- inni verður formlega startað í Reykj- arvíkurmaraþoninu 23. ágúst næst- komandi þar sem Inga Lára Gylfa- dóttir mun hlaupa 21 kílómeter fyr- ir frænda sinn. Einhverjir fleiri ætla að fylgja henni í hlaupinu. „Síðan er að sjálfsögðu öllum frjálst að leggja beint inn á reikninginn þegar þeim hentar. Við vonum að viðbrögðin verði góð við söfnuninni og að sjálf- sögðu verður farið vel með allt sem í sjóðinn kemur. Fyrir hönd sjóðsins: Anna, Egill, Örn, Ragnar, Margrét, amma, afi, frænkur, frændar, makar og börn.“ Reikningur hins nýja söfnun- arsjóðs er: 0186-26-10224 og kt. 480814-0370. mm Síðastliðinn miðvikudag varð þriggja bíla árekstur á þjóðveginum við Kjalardal, norðan við Akrafjall. Enginn slasaðist alvarlega en fólkið í bílunum gekkst engu að síður und- ir læknisskoðun. Vegurinn var lok- aður um hríð meðan rannsókn lög- reglu og hreinsunarstarf fór fram. Óhappið vildi þannig til að fremsti bíllinn hafði sveigt í veg fyrir bíl sem var að fara framúr. Þriðji bíl- inn lenti síðan aftan á honum. Bíl- arnir eru mikið skemmdir, einkum sá sem varð á milli, BMW fólksbíll sem sjá má á meðfylgjandi mynd. jsb Þriggja bíla árekstur við Kjalardal Slitlag Hvalfjarðarganganna lagað í haust Hér sést syðri gangnamunni Hvalfjarðarganganna en framkvæmdir munu hefjast norðanmegin í haust. Forsvarsmenn Spalar, sem á og rekur Hvalfjarðargöngin, hafa nú ákveðið að laga skuli slitlag gang- anna í haust. Er það í fyrsta sinn í sextán ára sögu þeirra að slitlag verður endurnýjað. Gísli Gísla- son stjórnarformaður Spalar seg- ir að verkið verði unnið í nokkrum áföngum þar sem það muni raska verulega umferð í gegnum göng- in og ljóst að kostnaður við verk- ið muni hlaupa á tugum milljóna. „Í haust verður fyrsti hlutinn lag- aður, frá norðurenda gaganna við rætur Akrafjalls og til suðurs í átt til Reykjavíkur, en það er sá hluti ganganna sem þarfnast mestra lagfæringa. Útboð á verkinu ætti að hefjast í enda ágúst eða byrj- un september þar sem við gerum ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í október. Sú tímasetning er ekki gripin úr lausu lofti heldur erum við að reyna að nýta þann tíma þar sem umferð er í lágmarki. Fram- kvæmdirnar munu hafa veruleg áhrif á umferð í gegnum göngin og verður þeim hugsanlega lokað um stundarsakir á meðan mesta vinn- an fer fram.“ Að sögn Gísla var fyrir opn- un ganganna 1998 talið að skipta þyrfti um slitlag á fjögurra ára fresti. Slitlagið hefur hins vegar haldið sér mun lengur jafnvel þótt umferð um göngin hafi stórauk- ist frá opnun. „Það hefur komið í ljós að slitlag sem er yfirbyggt end- ist lengur en vegir sem eru úti. Þá var sérvalið og sterkt slitlag lagt í göngin á sínum tíma og hefur það reynst mun betur en við þorðum að vona og er áætlað að nota aftur samskonar slitlag. Það er auk þess ótrúlegt hvað slitlagið hefur haldið sér þrátt fyrir að umferð hafi auk- ist töluvert á síðustu árum. Í fyrstu var áætlað að um göngin færu á bilinu 1800 til 2000 bílar á einum sólarhring en nú fara þar í gegn um 5000 bílar á dag,“ sagði Gísli í sam- tali við Skessuhorn. jsb Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar. Ragnar er hér við Seljalandsfoss sumarið 2011 og leiðir systkinabörnin sín þau Vigni Gauta og Dagnýju Báru. Stofnaður hefur verið söfnunarsjóður fyrir Ragnar Egilsson Ragnar er enn í öndunarvél á lungnadeild Landspítalanum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.