Skessuhorn


Skessuhorn - 13.08.2014, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 13.08.2014, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2014 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.480 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.150. Verð í lausasölu er 600 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir, blaðamaður gudny@skessuhorn.is Jóhann Skúli Björnsson, blaðamaður jsb@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Tinna Ósk Grímarsdóttir (vefauglýsingar) tinna@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Hundrað ára baráttan Þjóðkjörið þing kom fyrst saman hér á landi árið 1845 og má segja að það hafi verið fyrsti vísirinn að sjálfstjórn Íslendinga. Þau skref sem á eft- ir komu voru nokkur og tók nærri hundrað ár að stíga. Undir forystu Jóns Sigurðssonar mótaði Alþingi kröfur um frekara sjálfstæði landsins, sem að nokkru fékkst framgengt með stjórnarskrá sem samþykkt var 1874. Eft- ir það hafði Alþingi löggjafarvald og réði fjárveitingum úr landssjóðum. Danska ríkisstjórnin var eftir sem áður stjórn Íslands. Um ráðherravald- ið í íslenskum málum snerist næsti þáttur sjálfstæðisbaráttunnar sem leiddi til heimastjórnar 1904. Jafnframt komst á þingræði, sem hefur síðan ver- ið hornsteinn að stjórnarfari landsins. Samningar náðust 1918 um fullveldi Íslands í konungssambandi við Danmörku. Ísland var orðið konungsríki út af fyrir sig og hafði samningsbundinn rétt til að segja upp sambandinu við Danmörku að aldarfjórðungi liðnum. Þann rétt nýttu landsmenn sér og fór að hilla undir lokatakmarkið. Árið 1944 var sambandinu við Dani loks end- anlega slitið og stofnað sjálfstætt lýðveldi. Það er ekki að ástæðulausu sem ég rifja þessa sögu upp, nú réttum sjötíu árum eftir að lokaáfanga var náð í sjálfstæðisbaráttunni. Flestum finnst það nefnilega skjóta skökku við að hópur landsmanna leggur það nú til í fúlustu alvöru að sótt verði um það til Noregs að þeir taki við okkur Íslendingum, náðarsamlegast! Á fésbókarsíðu þar sem málið er í fyrsta skipti formlega reifað opinberlega höfðu um liðna helgi 3.500 gerst félagar. Um hlutverk flokksins sem stendur á bakvið hugmyndina segir: „Fylkisflokkurinn vinn- ur að endursameiningu Íslands og Noregs með því að Ísland verði 20. fylki Noregs, íslenska verði eitt af ríkismálum Noregs, norska ríkinu beri sam- kvæmt stjórnarskrá að vernda og efla íslenska menningu og að Íslendingar njóti allra réttinda norskra borgara.“ Svo mörg eru þau orð. Ég hef skoðað fyrrgreinda fésbókarsíðu og fylgst með orðaskiptum sem þar hafa farið fram að undanförnu. Fylgismenn Fylkisflokksins er hópur einstaklinga sem hefur einfaldlega gefist upp á að verja hið sjálfstæða Ís- land. Hópur sem telur hag landsmanna betur borgið með því að verða lít- ið peð í stóru tafli og kjósa að veðja á Noreg af því í fyrsta lagi að lands- menn þar eru sterkefnaðir og hins vegar vegna þess að Norðmenn eru jafn agaðir og við erum það ekki. Séra Þórir Jökull Þorsteinsson býr og starf- ar í Noregi. Hann skrifar að í kirkjukaffi eftir guðsþjónustu á sunnudaginn hafi þessi hugmynd fylkisflokksfólks borið á góma. Norðmaður einn spurði prest af hverju Íslendingar væru virkilega að reifa svo fráleita hugmynd. Því svaraði prestur á þá lund að það væri af því að Íslendingar væru orðnir kúguppgefnir á eigin stjórnmálakúltur og kollsteypugjörningum hans. Svo- nefnd stjórn væri einlit hverju sinni og svonefnd stjórnarandstaða sömu- leiðis. Þannig að þegar þessar fylkingar skiptast á hlutverkum þá steypa þær stömpum hinnar sem á undan sat. Þrætustjórnmál leiða ekki til neins. Innst inni trúi ég að Íslendingar séu betur komnir með sitt sjálfstæði áfram fremur en að gerast sýsla eða fylki frá Noregi. En til þess að ég sé reiðubúinn að blása þá hugmynd endanlega út af borðinu þarf ýmislegt að breytast. Ég tek undir orð prestsins að ef kúltúr stjórnmálanna hér á landi fer ekki að lagast, þá munu sífellt fleiri tapa voninni um að betri kjör náist hér á landi. Þeir ríku verði enn ríkari á meðan almenningur er hnepptur í fjötra skulda og bágs efnahags. Slík staða er einfaldlega ekki raunin í Nor- egi. Um það vitna Íslendingar sem þangað hafa flutt og kjósa að tjá sig á fyrrgreindri fésbókarsíðu. Það er því stjórnmálamanna okkar að snúa þess- ari þróun við, þeir hafa völdin til þess. Eins og ég rakti í upphafi tók það Íslendinga 99 ár að berjast fyrir fullu sjálfstæði. Það væri dapurlegt ef nú, sjötíu árum eftir að hið meinta sjálf- stæði fékkst, að við neyddumst til að afsala okkur því vegna óagaðrar og heimskulegrar háttsemi þeirra sem ráða ríkjum. Hins vegar ef almenn- ingi hér á landi mun áfram finnast réttlætið fótum troðið, mun ekki líða á löngu þar til fylgjendur Fylkisflokksins verða margfalt fleiri en þeir eru í dag. Magnús Magnússon Berjaspretta afar misjöfn eftir landshlutum Ljóst er að bláberjasprettan í ár verði með minna móti í Borgar- firði og víða á Snæfellsnesi vegna tíðarfarsins í vor og sumar. Meiri sól gæti þó gert herslumuninn að bláber nái þroska. Krækiberja- spretta er hins vegar víða afar góð og virðist sem úrkoma, dumb- ungur en milt veður henti þeim prýðilega. Í Dölum, á Vestfjörðum en einkum um norðanvert land- ið stefnir hins vegar í góða berja- sprettu, jafnvel þá mestu í árarað- ir. Skessuhorn hvetur íbúa til að senda blaðinu fréttir og myndir af berjamó. mm Dráttarvél ónýt eftir bruna Stór dráttarvél á bænum Efri Brunná í Saurbæ í Dölum brann til kaldra kola laugardaginn 2. ágúst sl. Daníel Jónsson bóndi var að rúlla og pakka heyi þegar eldur kom skyndilega upp í vél- inni. Náði hann að koma sér út áður en dráttarvélin varð alelda. Sambyggð rúllu- og pökkunarvél skemmdist einnig í brunanum. Í samtali við fréttavef RUV segist Daníel reikna með að tjónið leiki á um 20 milljónum króna. „Það er auðvitað mjög slæmt að verða fyrir þessu tjóni, en það er einn- ig bagalegt að þurfa að gera hlé á því að hirða heyið,“ sagði Daníel. Slökkvilið var kallað út frá Búðar- dal og þá komu nágrannar Daní- el til aðstoðar, en litlu var hægt að forða frá eldinum. mm/ Ljósm. Sjöfn Sæmundsdóttir. Þurrkurinn flýtti sér þá loks hann kom Þurrkurinn er ýmist of eða van, þótt í sumar hafi hann aðallega verið „van“ hér um vestanvert landið. Ekki höfðu komið sam- felldir þurrkagar síðan um miðj- an júní og fram undir lok júlí og því hefur sumarið verið afar erfitt til heyskapar. Á sunnanverðu Snæ- fellsnesi, Borgarfirði og e.t.v. víðar hvessti fimmtudaginn 31. júlí sam- hliða norðan þurrki. Bændur sem að vonum voru orðnir óþreyju- fullur eftir flæsunni höfðu slegið tún sín allt hvað af tók. Svo loks- ins þegar þurrkurinn kom, blés heldur mikið sumsstaðar og fuku hey. Eitthvað endaði í skurðum og á girðingum eins og hér má sjá. Myndin er við bæinn Ystu Garða í Kolbeinsstaðarhreppi á fimmtu- dagsmorgun. iss Varð vélarvana norður af Rifi Á áttunda tímanum síðastliðinn mánudagsmorgun barst björgunar- sveitinni Lífsbjörgu í Snæfellsbæ til- kynning um að vélarvana bátur væri á reki 12 mílur norður af Rifi. Var björgunarbáturinn Björg send á vett- vang til þess að koma trillunni Fön- ix SH til aðstoðar. Að sögn Eggerts Arnar Bjarnasonar skipstjóra á Björgu gekk vel að koma bátnum til hafnar í Ólafsvík þrátt fyrir slæmt veður, en 12-14 metra norðaustanátt var þegar óhappið átti sér stað. Eggert sagði í samtali við Skessuhorn að hældrif hafi bilað þegar báturinn var á leið á mið- in. Hér sést Björg koma með Fönix til hafnar í Ólafsvík á ellefta tímanum. af Leki kom að báti Leki kom upp í Íslandsbersa, litlum báti með einum manni um borð, þar sem hann var á veiðum út af Hólahólum á Snæfellsnesi síðdeg- is á sunnudaginn. Björgunarskip- ið Björg frá Rifi sigldi strax áleiðis á staðinn sem og smærri bátar sem voru í nágrenninu. Þá var áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar á æf- ingu skammt frá og var henni beint á staðinn. Þyrlan tók dælur um borð úr Björgu og flaug að hinum leka báti. Greiðlega gekk að dæla úr bátnum en hann reyndist vélarvana og tók Björgin hann í tog til hafnar. Veður var gott meðan björgun stóð yfir. mm Björgin kom með Íslandsbersa til hafnar í Rifi um kvöldmatarleitið. Ljósm. þa.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.