Skessuhorn


Skessuhorn - 13.08.2014, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 13.08.2014, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2014 Blindir og sjón­ skertir leiða gönguhóp AKRANES: Sunndudaginn 17. ágúst klukkan 14.00 verð- ur boðið upp á göngu á Akra- fjall undir leiðsögn blindra og sjónskertra göngugarpa úr gönguhópi Blindrafélagsins. Akraneskaupstaður samþykkti í vor nýja stefnu í mannrétt- indamálum þar sem áhersla er lögð á virka þátttöku allra íbúa í mann- og bæjarlífi. Blindra- félagið, sem þann 19. ágúst fagnar 75 ára starfsafmæli, stendur sameiginlega að við- burðinum með Akraneskaup- stað. Göngufólk safnast saman á bílastæði við rætur fjallsins kl. 14 og þaðan verður geng- ið sem leið liggur á Háahnjúk, þaðan niður í Berjadal og end- að á bílastæðinu aftur. Áætlað- ur göngutími er 3 – 4 klukku- stundir. –fréttatilkynning Ein sala á dag að jafnaði VESTURLAND: Á Vestur- landi var 31 kaupsamningi um húsnæði þinglýst í júlímánuði. Er það svipaður fjöldi samn- inga um fasteignir og mán- uðina þar á undan. Þar af voru sjö samningar um eignir í fjöl- býli, 18 samningar um eignir í sérbýli og sex samningar um annars konar eignir. Heildar- veltan var 558 milljónir króna og meðalupphæð á samning 18 milljónir króna. Af þess- um 31 voru 18 samningar um eignir á Akranesi. Þar af voru sjö samningar um eignir í fjöl- býli, tíu samningar um eignir í sérbýli og einn samningur um annars konar eign. Heildar- veltan var 367 milljónir króna og meðalupphæð á samning 20,4 milljónir króna. –mm Dæmdur í árs keppnisbann SNÆFELLSN: Leikmað- ur knattspyrnuliðs Sindra á Höfn, sem fæddur er 1998, var nýverið dæmdur í 12 mánaða keppnisbann vegna líkamsárásar á Hellissandi við lok leiks Sindra og Snæ- fellsness í öðrum flokki. Aganefnd KSÍ dæmdi í mál- inu. Leikmaður Snæfellsness hlaut höfuðáverka og var fluttur með þyrlu á sjúkra- hús. Hann er nú á batavegi en er ekki búinn að ná sér að fullu. –mm Fólk í sjálfheldu HAFNARFJALL: Björgun- arsveitir í Borgarfirði og af Akranesi fór sunnudaginn 3. ágúst og sóttu par sem lent hafði í sjálfheldu í göngu á Hafnarfjall. Gekk björgun- araðgerðin vel samkvæmt til- kynningu frá Landsbjörgu. –mm Breytt reglu­ gerð makríl­ veiða LANDIÐ: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hef- ur gefið út fjórðu breytingu á reglugerð nr. 376/2014 um stjórn makrílveiða íslenskra fiskiskipa árið 2014. Fyrsti töluliður fyrstu greinar hljóð- ar nú svo: „6.817 lestum skal ráðstafað til skipa sem stunda makrílveiðar með línu eða handfærum. Þeim skal skipt eftir veiðitímabilum sem hér segir: 1.800 lestir á tímabil- ið 1. til 31. júlí, 3.817 lest- ir á tímabilið 1. til 31. ágúst og 1.200 lestir á tímabilið 1. september til 31. desemb- er.“ Þá segir einnig að leyfi skipa til makrílveiða skv. 2. tl. 1. mgr. fellur úr gildi ef skip hefur ekki landað a.m.k. 50% af úthlutuðum aflaheimildum sínum 20. ágúst 2014. Þá er heimilt að flytja aflaheimildir á milli skipa sem falla undir 2. tl. 1. mgr. 2. gr. sem eru í eigu sömu útgerðar strax eftir að þau hafa veitt 50% af úthlut- uðum aflaheimildum sínum. –mm Óska tilnefn­ inga til hvatn­ ingarverðlauna LANDIÐ: Á alþjóðlegum degi fatlaðra 3. desember ár hvert hefur Öryrkjabandalag Íslands veitt Hvatningarverð- laun allt frá 2007. Markmið verðlaunanna er að skapa já- kvæða ímynd fyrir fatlað fólk og vekja athygli á þeim sem þykja hafa skarað fram úr og endurspeglað nútímalegar áherslur um jafnrétti, sjálfstætt líf og þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu. Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum; flokki einstaklinga, fyrirtækja/ stofn- ana og í flokknum umfjöllun/ kynning. ÖBÍ óskar nú eftir tilnefningum til Hvatningar- verðlauna Öryrkjabandalags Íslands 2014 sem berast þurfa fyrir 15. september næstkom- andi. Tilnefningar má senda rafrænt, eyðublað er að finna á heimasíðu ÖBÍ. –fréttatilk. Nú sér fyrir endann á viðgerð nokkurra gatna í eldri bæjarhlut- anum á Akranesi, en verkatakar hófu að leggja malbik á Skagabraut á mánudagsmorgun. Eins og íbú- ar á Akranesi hafa tekið eftir hafa framkvæmdir við lagfæringu gatna staðið yfir síðan í vor. Byrjað var á að fræsa steypt undirlag gatnanna í byrjun sumars. Eflaust verða því margir fegnir að yfirborð þeirra verður sléttara á ný. jsb/ Ljósm. ki Víða til sveita er farsíma- og net- samband stopult eða ekkert. Slíkt er engan veginn bjóðandi fólki því samskiptaleiðir nútímans byggja á þessari tækni. Hins vegar er það svo að símafyrirtækin eru mark- aðsdrifin. Ef fáir viðskiptavinir eru á tilgreindu svæði, þykir þeim ekki svara kostnaði að tengja svæð- ið þessum nútíma búnaði. Þannig er sem dæmi ekkert farsímasam- band á bænum Hítardal á Mýrum né inn við Hítarvatn, þangað sem fjöldi fólks leggur á hverju sumri leið sína til silungsveiða. Finnbogi Leifsson bóndi í Hítardal seg- ist yfirleitt fara nokkrar ferðir á sumri inn að vatni til að finna fólk, sem ekki hefur náðst samband við. „Það er mikið öryggisatriði að hafa síma. Fólk reiðir sig á þá. Aðstand- endur verða því skelkaðir ef ekki næst í ástvinina, sem er eðlilegt. Fólk hefur ekki skilning eða vitn- eskju um að það séu svona blettir á landinu þar sem ekkert símasam- band er.“ Sjálfur segist Finnbogi í nýlegri færslu á Fésbók sinni vera orðinn þreyttur á þessu ástandi. Hann situr í sveitarstjórn Borg- arbyggðar og sem slíkur fær hann mörg erindi inn á sitt borð. „Er al- veg að verða vitlaus á því að vera ekki í farsímasambandi, aðallega af því að þegar ég fer að heiman og kemst í samband á þriggja daga fresti eða svo, bíða mín allt upp í 50 skilaboð. Þá hringja sumir að því er virðist með afar stuttu milli- bili,“ segir Finnbogi en bætir við: „Vinsamlega hringið ekki í farsím- ann hjá mér, sendið frekar reyk- merki með Morse kerfinu!“ Nýlega sagði Finnbogi í sam- tali við blaðamann að einfalt væri að leysa þetta sambandsleysi. „Það er til einföld lausn á málinu. Þar horfi ég á hlöðuna í Fíflholtum. Þaðan er bein lína inn að gangna- mannakofanum inn við Hítarvatn. Þar er einnig endurvarp á Inter- neti þannig að kannski væri ekki mikið mál að bæta símasambandi við,“ segir hann. Aðspurður hvort til standi að bæta ástandið í síma- málum, svarar Finnbogi því til að hann viti ekki til þess, alltof marg- ar sveitir glími við sama vanda- mál. mm/bgk Byrjað að malbika Skagabraut Segir skilvirkara að senda sér reykmerki

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.