Skessuhorn


Skessuhorn - 13.08.2014, Page 8

Skessuhorn - 13.08.2014, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2014 Meira en hálf milljón ferða­ manna LANDIÐ: Um 144.500 er- lendir ferðamenn fóru frá landinu um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðast- liðnum samkvæmt talning- um Ferðamálastofu. Eru þetta 21.000 fleiri en í júlí í fyrra. Aukningin nemur 17% milli ára. Aldrei hafa jafn margir ferðamenn verið hér á landi í júlí og raunar aldrei fleiri í ein- um mánuði. Af þessu hópi voru Bandaríkjamenn fjöl- mennastir, en þar á eftir Þjóðverjar, Bretar, Frakkar, Danir, Norðmenn og Sví- ar. Af einstaka þjóðernum fjölgaði Bandaríkjamönn- um, Þjóðverjum, Bretum, Kanamönnum, Kínverjum og Svíum mest á milli ára. Þessar sex þjóðir báru að stórum hluta uppi aukn- inguna í júlí eða um 70% af heildaraukningu. Það sem af er ári hefur rúmlega hálf milljón ferðamanna farið frá landinu, nánar tiltekið 546.353 eða um 111 þús- und fleiri en á sama tíma- bili í fyrra. Um er að ræða 25,6% aukningu ferða- manna milli ára frá ára- mótum í samanburði við sama tímabil í fyrra. Um 39 þúsund Íslendingar fóru utan í júlí síðastliðnum, um 6.200 fleiri en í júlí árið 2013. Frá áramótum hafa 224.443 Íslendingar farið utan, eða 10,2% fleiri en á sama tímabili árið 2013. –mm Gistinóttum á hótelum fjölgaði LANDIÐ: Gistinætur á hótelum landsins í júní- mánuði voru 239.700 sem jafngildir 3% aukn- ingu miðað við júní 2013. Gistinætur erlendra gesta voru 90% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 6% frá sama tíma í fyrra á með- an gistinóttum Íslendinga fækkaði um 15%. Hér á samanlögðu svæði Vestur- lands og Vestfjörðum var fjölgunin 7% í júní en var mest á Suðurnesjum og Suðurlandi; 37 og 20 pró- sent. Á síðustu 12 mán- uðum hefur gistináttum á hótelum á Vesturlandi og Vestfjörðum fjölgað um 20%. Það er sama aukn- ing og á Suðurlandi en Suðurnesin höfðu vinn- inginn með 22% aukn- ingu. Á höfuðborgarsvæð- inu fjölgaði um 12% á 12 mánuðum, á Norðurlandi um 8% en athygli vekur að 6% færri gistu á hótelum á Austurlandi síðasta árið í samanburði við tólf mán- uðina þar á undan. –mm Óhefðbund­ in upphitunar­ aðferð GRUNDARFJ: Verslun- armannahelgin var frem- ur róleg í Grundarfirði eins og hún er venju samkvæmt þrátt fyrir að vera ein mesta ferðahelgi ársins á landsvísu. Straumur fólks þræddi hin- ar ýmsu hátíðir um land allt. Þó að engin skipulögð dag- skrá hafi verið í Grundarfirði þá var samt talsverður fjöldi fólks á tjaldsvæði bæjarins og vildi það væntanlega hafa ró og næði. Einmitt útaf þessu ágæta fólki var slökkvilið Grundarfjarðar kallað út að- fararnótt sunnudagsins. Þá hafði lítill hópur fólks talið það hina bestu hugmynd að kveikja varðeld á tjaldsvæð- inu. Það er að sjálfsögðu bannað nema með sérstöku leyfi frá yfirvöldum. Slökkvi- liðsmenn og lögregla brugð- ust skjótt við og fór það svo að lokum að gestir tjaldsvæð- isins, sem stóðu að eldinum, slökktu í glæðunum sjálfir og notuðu til þess guðaveigar sem þeir voru með við hönd. Eftir ávítur frá lögreglu lof- uðu viðkomandi að standa ekki í slíkum aðgerðum aftur til að hlýja sér. –tfk Aflatölur fyrir Vesturland 2. ­ 8. ágúst. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 14 bátar. Heildarlöndun: 5.371 kg. Mestur afli: Grímur AK: 1.252 kg í þremur löndun- um. Arnarstapi 40 bátar. Heildarlöndun: 184.810 kg. Mestur afli: Siggi Bessa SF: 15.329 kg í þremur löndun- um. Grundarfjörður 31 bátur. Heildarlöndun: 170.095 kg. Mestur afli: Hringur SH: 66.692 kg í einni löndun. Ólafsvík 46 bátar. Heildarlöndun: 135.523 kg. Mestur afli: Brynja SH: 12.566 kg í fjórum löndun- um. Rif 31 bátur. Heildarlöndun: 117.711 kg. Mestur afli: Magnús SH: 36.352 kg í fjórum löndun- um. Stykkishólmur 18 bátar. Heildarlöndun: 14.583 kg. Mestur afli: Fjóla SH: 6.995 kg í einni löndun. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Hringur SH – GRU: 66.692 kg. 7. ágúst 2. Helgi SH – GRU: 44.195 kg. 4. ágúst 3. Þórunn Sveinsdóttir VE – GRU: 33.740 kg. 7. ágúst 4. Magnús SH – RIF: 12.575 kg. 5. ágúst 5. Magnús SH – RIF: 9.901 kg. 6. ágúst. mþh Það er mikið um að vera við Grundar fjarðarhöfn þessa dagana. Löndunargengi Djúpakletts hafði í nógu að snúast á mánudaginn þeg- ar verið var að skipa út tvö þúsund brettum af frosnum makríl ofan í flutningaskipið Green Maveric á sama tíma og verið var að landa upp úr Helga SH. Svo var Grund- firðingur SH einnig væntanlegur til löndunar. Á meðan á þessu stóð fóru strandveiðibátarnir líka að tín- ast inn og það þarf að sjálfsögðu að þjónusta þá einnig. Dóra Henriks- dóttir hafði varla tíma til að spjalla við fréttaritara svo mikill var hama- gangurinn við höfnina. Dóra reikn- aði samt með að uppskipunin yrði eitthvað fram á nóttina ef ekki fram á næsta morgun. tfk Umhverfis- og framkvæmdasvið Akraneskaupstaðar hefur unnið að fegrun á Breiðinni í sumar. Gras hefur verið slegið, rusl hreinsað, gras hreinsað af stakkstæðum til að gera þau sýnilegri og ankerum rað- að á miðeyju við Akranesvita. Að- ferðin sem notuð hefur verið við að hreinsa stakkstæðin er að grasið er slegið með sláttuorfi og í kjölfar- ið er salti stráð til að eyða gróðri. Það verður að gera reglulega til að árangur náist og til að forðast að gróður vaxi þar aftur. Verkefnið er á tilraunastigi en vonast er til að það skili árangri, segir í frétt á vef Akra- nesbæjar. Einnig hafa verið sett upp fjögur skilti um sögu Breiðar- innar á veggnum við Hafbjargar- húsið og eiga þrjú til viðbótar eft- ir að bætast við. Þá er að auki búið að reisa nýja skreiðarhjalla á Breið- inni. Endurgerð þeirra var unnin í samráði við Minjastofnun og sam- kvæmt ráðleggingum húsasmíða- meistara voru gömlu skreiðarhjall- arnir dæmdir ónýtir. Af hjöllunum stafaði slysahætta miðað við ástand þeirra og var því ákveðið að ráðast í endurgerð hjallanna. Næst stendur til að fjarlægja báta- kerrur af svæðinu og hafa eigendur þeirra frest til 20. ágúst nk. til þess. Þeir geta fengið tímabundið leyfi til að geyma kerrurnar í sementsþró við Sementsverksmiðjuna í samráði við Akraneskaupstað. Að lokum er unnið að því að undirbúa varan- lega salernisaðstöðu fyrir sumarið 2015. Skipulag fyrir Breiðina er nú í auglýsingaferli og er frestur til að koma á framfæri athugasemdum til 28. ágúst nk. Gestum hefur fjölgað jafnt og þétt á Breiðinni undanfar- in ár og hafa yfir tólf þúsund manns skráð sig í gestabækur Akranes- vita að sögn Hannibals Hauksson- ar ferðamálafulltrúa Akraneskaup- staðar. grþ Leikhúshostelið í Frystiklefanum í Rifi var eitt 26 verkefna sem hlaut samfélagsstyrk úr samfélagssjóði Landbankans síðasta fimmtudag. Samfélagsstyrkjunum er ætlað að styðja við þá sem sinna mannúðar- og líknarmálum, menntamálum, rannsóknum og vísindum auk verk- efna á sviðum menningar og lista. Þá eru styrkir einnig veitir þeim sem vinna að forvarnar- og æsku- lýðsstarfi og sértækri útgáfustarf- semi. Alls var tíu milljónum króna varið í styrki og fékk Frystiklefinn hálfa milljón í sinn hlut. Alls bár- ust sjóðnum um 400 umsóknir. „Samfélagsstyrkir Landsbankans eru mikilvægur þáttur í stuðningi bankans við samfélagið. Með þeim leggur Landsbankinn einstakling- um, hópum og félagssamtökum lið við verkefni sem jafnan er sinnt af einlægni og ómetanlegum áhuga sem vert er að verðlauna,“ segir í fréttatilkynningu frá Landsbankan- um. Sjóðurinn veitir styrki tvisvar á þessu ári en umsóknarfrestur fyrir seinni úthlutun samfélagssjóðsins rennur út 6. október næstkomandi. jsb Erill í Grundarfjarðarhöfn Styrkþegar samfélagsstyrkja Landsbankans, eða fulltrúar þeirra, ásamt Guðrúnu Agnarsdóttur formanni dómnefndar lengst t.v. og Jensínu Kristínu Böðvarsdóttur framkvæmdastjóra Þróunar og mannauðs hjá Landsbankanum lengst t.h. Leikhúshostelið í Frystiklefanum hlýtur samfélagsstyrk Unnið hefur verið að því að snyrta og fegra Breiðina á Akranesi í sumar. Fegrunaraðgerðir á Breiðinni

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.