Skessuhorn


Skessuhorn - 13.08.2014, Side 11

Skessuhorn - 13.08.2014, Side 11
11MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2014 www.omnis.isAkranesi Dalbraut 1 Borgarnesi Borgarbraut 61 ReykjanesbæTjarnargötu 7 skólann Næstum alltfyrir Fartölvur af öllum stærðum og gerðum Árleg sumarferð Félags skógar- bænda á Vesturlandi var farin laug- ardaginn 9. ágúst sl. Í fyrra var far- ið í Dalina og skógarbændur þar heimsóttir en í ár var stefnan tek- in til skógarbænda í uppsveitum Borgarfjarðar. Það voru 33 félagar sem mættu í rútu hjá Sæmundi að morgni laugardags ákveðnir í að kynna sér hvað borgfirskir skóg- arbændur hefðu afrekað á undan- förnum árum. Fyrsti bærinn sem var heimsóttur er Efri Hreppur í Skorradal og farið í Stallaskóg. Þar er mjög myndarlegur og vel hirt- ur útivistarskógur þar sem byrjað var að gróðursetja árið 1974. Í lok skógargöngu í Efri Hreppi var boð- ið upp á kaffi og konfekt. Þaðan var stefnan tekin í Lundarreykjadal og stafafurulundur frá 2001 heimsótt- ur á Tungufelli. Þá var á Oddsstöð- um skoðuð nytjaskógrækt sem sam- an stendur af lerki, furu, greni, elri og birki en þar var byrjað að gróð- ursetja árið 1999. Á Oddsstöðum snæddi hópurinn nestið sitt í 101 árs gamalli hlöðu sem búið er að gera upp að hluta. Í Reykholtsdal var komið í lerki- skóg í Deildartungu frá 1997 og á Steindórsstöðum var komið í gamla skógarreitinn, sem byrjað var að gróðursetja í árið 1944. Ekið var fram að Skógarseli og skóg- ræktin þar kynnt en þar var byrj- að að gróðursetja árið 1985. Þaðan var farið að Rauðsgili í Hálsasveit, áð og fengið ketilkaffi og lummur sem bakaðar voru á pönnu við eld. Á Rauðsgili voru einnig skoðuð ávaxtatré og býflugnarækt kynnt. Þá var ekið sem leið liggur um Kol- beinsrófu og fram hjá skógræktinni á Úlfsstöðum og yfir í Hvítársíðu. Síðasti bærinn sem heimsóttur var er Kirkjuból í Hvítársíðu. Þar er nytjaskógrækt frá því um 2000. Að lokinni ferð var komið við í Fossa- túni í Bæjarsveit og fengu ferða- langar ljúffenga súpu hjá vertun- um þar. Ferð sem þessi hefur margþættan tilgang. Þetta er skemmtiferð jafnt sem fræðsluferð og eins til að fólk sem hefur sameiginleg áhugamál kynnist. Stjórn félags skógarbænda á Vesturlandi þakkar gestgjöfunum fyrir góðar móttökur og þátttak- endum fyrir ánægjulega ferð. Fyrir hönd stjórnar FsV, Guðmundur Sigurðsson. Ljósm. Þórarinn Svavarsson, Tungufelli. Sumar­ ferð Félags skógar­ bænda á Vesturlandi www.skessuhorn.is Fylgist þú með? Áskriftarsími: 433 5500

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.