Skessuhorn


Skessuhorn - 13.08.2014, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 13.08.2014, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2014 Samtök meðlagsgreiðenda hafa með bréfi til fjölmiðla vakið athygli á að Innheimtustofnun sveitarfélaga greiðir ekki skatta eins og stofnun- inni er skylt lögum samkvæmt. Í svari við fyrirspurn, sem samtökin hafa frá Innheimtustofnun, kem- ur fram að stofnunin greiddi 1,4 milljón króna í fjármagnstekju- skatt árið 2012. Samkvæmt lögum og lögfræði áliti sem Samtök með- lagsgreiðenda hafa fengið ber Inn- heimtustofnun hins vegar að greiða 20% af öllum innheimtum dráttar- vöxtum í fjármagnstekjuskatt. Þá segir að Ríkisskattstjóri hafi stað- fest þetta í símtali við samtök- in. Samkvæmt ársreikningi Inn- heimtustofnunar námu innheimtir dráttarvextir 334 milljónum króna og hefði því greiddur fjármagns- tekjuskattur átt að vera að lágmarki 69 milljónir króna en ekki 1,4 millj- ón, að mati Samtaka meðlagsgreið- enda. „Við höfum tilkynnt málið til Ríkisskattstjóra og Tollstjóra sem sér um innheimtu skatta. Lág- markskrafa hlýtur að vera að Inn- heimtustofnun standi sjálf skil á opinberum gjöldum áður en hún dregur að sér úborguð laun með- lagsgreiðenda auk hvers kyns vel- ferðarbóta, vegna vangoldinna meðlaga, án þess þó að virða máls- meðferðarreglur stjórnsýslurétt- arins eins og andmælareglu og til- kynningaskyldu,“ segir í tilkynn- ingu samtakanna. Þá segja Samtök meðlagsgreiðenda að eins og þekkt sé orðið, þá búi meðlagsgreiðendur við langverstu kjörin í samfélaginu, 47% þeirra eru á vanskilaskrá og þar af eru 57% allra kvenna sem greiða meðlög í alvarlegum van- skilum. „Telja samtökin lágmark að þau stjórnvöld sem hafa það hlut- verk að sjá til þess að borgarar fari að lögum, fari sjálf að lögum, bæði í skiptum sínum við borgarana sem og við önnur stjórnvöld,“ segir að endingu í tilkynningu frá Samtök- um meðlagsgreiðenda. mm Skógrækt ríkisins gaf nýverið út bækling um Stálpastaðaskóg í Skorradal. Um þennan vinsæla, hlíðótta skóg liggja göngustígar með um þrjátíu merktum trjáteg- undum frá sjötíu stöðum á jörðinni. Áningarborð eru á nokkrum stöð- um. Fyrir þá sem lítið þekkja til þá er Stálpastaðaskógur í norðanverð- um Skorradal, svo til fyrir miðju Skorradalsvatns. Stálpastaðaskógur er á sam- nefndri 345 ha eyðijörð. Hún hef- ur verið í eigu Skógræktar ríkisins frá 1951 þegar Haukur Thors og kona hans ánöfnuðu Skógræktinni landið og var skógurinn þá frið- aður. Árið 1971 var reist minnis- merki um gjöf þeirra. Minnismerk- ið stendur miðsvæðis á Stálpastöð- um, rétt við þjóðveginn. Sagt er að jörðin hafi aldrei hentað vel undir hefðbundinn búskap, þar sem hún er meira og minna ein brekka, en öðru máli gegnir um skógræktina. Jörðin var fyrrum kjarri vaxin en mikið hefur verið gróðursett á henni frá sjötta áratug síðustu ald- ar. Byrjað var á því að grisja kjarr- ið sem fyrir var í landinu og gróð- ursetja í það, stærstu hríslurn- ar voru látnar standa og mynduðu þær skjól fyrir nýju plönturnar. Frá árinu 1952 hafa verið gróðursett- ar á Stálpastöðum rúmlega 600.000 plöntur af 28 tegundum frá 70 stöð- um úr veröldinni á rúmlega 100 ha lands. Nokkrir einstaklingar hafa í gegnum tíðina gefið fé til uppbygg- ingar á Stálpastöðum. Hafa þess- ar gjafir oft skipt miklu um fram- kvæmdargetu Skógræktarinnar. Árið 1952 gáfu hjónin Ingibjörg og Þorsteinn Kjarval peningaupphæð sem varið var til gróðursetningar. Um 1955 gaf Ludvig G. Braathen, stórútgerðarmaður í Ósló, í nokk- ur ár skógræktinni fé sem notað var til gróðursetningar. Einnig má nefna gjöf sem nemendur Bænda- skólans á Hvanneyri gáfu til minn- ingar um skólastjóra sinn, Halldór Vilhjálmsson. Þau svæði sem gróð- ursett hefur verið í fyrir þessar gjaf- ir hafa verið nefnd eftir gefendun- um. Á Stálpastöðum má því í dag finna; Kjarvalslund, Braathenslund og Halldórslund. Þá hafa stórfyrir- tæki styrkt einstaka verkþætti, ým- ist með peninga- eða vinnufram- lagi. Nú eru a.m.k. 30 trjátegund- ir á jörðinni, að mestu rauðgreni og sitkagreni. Úr skóginum koma mörg stærstu jólatorgstré landsins. Áhersla var frá upphafi á að gróð- ursetja sitkagreni og er nú á Stálpa- stöðum mesti skógur þeirrar teg- undar á landinu, þótt á sl. tíu árum hafi sitkagreni verið gróðursett í stærri svæði annars staðar. Stálpa- staðaskógur er fyrst og fremst dæmigerður timburskógur og hef- ur mikið fræðslugildi um ýmis at- riði varðandi timburframleiðslu úr sitkagreni hér á landi. „Stálpastaðaskógur er og verður mikilvægur vettvangur rannsókna og fræðslu. Tengist það ekki síst nálægð hans við Landbúnaðarhá- skóla Íslands á Hvanneyri, þar sem háskólanám í skógfræði er nýlega hafið. Má þar nefna rannsókna- verkefnið Skógvist sem gengur út á að skilgreina áhrif nýskógræktar á vistkerfi,“ segir m.a. í kynningar- texta í nýja bæklingnum. mm Athygli vakti að gríðarlegur fjöldi sótti í vor um starf sveitarstjóra Hvalfjarðarsveitar. Skúli Þórðarson fráfarandi sveitarstjóri í Húnaþingi vestra var ráðinn og byrjar hann í nýja starfinu 15. ágúst. Slegið var á þráðinn til Skúla sem hlakkar til að að hefja hið nýja starf. „Fjölskyldan hlakkar öll til að breyta til og flytja á nýjan stað. Við höfum þegar íbúð í sigtinu í Mela- hverfinu sem vonandi gengur eft- ir. Þá ættum við að geta flutt um mánaðamótin eða ekki síðar en um miðjan september. Það hefur aldrei verið spurning í mínum huga um annað en að búa í samfélaginu, enda grundvallaratriði að mínu mati,“ segir Skúli. „Þetta leggst allt afar vel í mig og mína. Nýr starfs- vettvangur að kynnast og takast á við og nýtt fólk og umhverfi til að mynda tengsl við.“ Best að lofa fáu í upphafi Eins og fram hefur komið kem- ur Skúli úr Húnaþingi vestra þar sem hann var sveitarstjóri áður. Að- spurður hvort þessi sveitarfélög séu mjög ólík, svarar hann að svo sé kannski ekki, ef grannt væri skoð- að. Á Hvammstanga sé hverfandi sjávarútvegur en uppbygging hafi frekar verið í iðnaði, landbúnaði og þjónustu ásamt ferðaþjónustu sem sé umtalsverð. Hann tekur þó fram að uppbygging iðnaðar sé ekk- ert sambærileg við það sem gerist í Hvalfjarðarsveit þar sem iðnaðar- uppbygging sé á allt öðrum skala en þekkist annarsstaðar á land- inu. Sveitarfélagið sé því vel stönd- ugt og eftirsóknarvert að fá að tak- ast á við þetta verkefni. Inntur eftir því hvort hann vilji lofa einhverju svona fyrirfram í áherslum hins nýja sveitarstjóra, segir Skúli að best sé að fara varlega í það. „Mig langar þó að stuðla að því að tryggja störf, treysta byggðina betur og fjölga íbúum. Gróft tekið er það framtíð- arsýnin til að byrja með.“ Fjölskylda, veiði og tónlist Skúli segist vera mikill fjölskyldu- maður og með henni uni hann sér best við leik og störf. Eiginkona hans er Sigurbjörg Friðriksdóttir sem verið hefur deildarstjóri á leik- skólanum Ásgarði á Hvammstanga. Saman eiga þau tvær dætur og fyr- ir á hún einn son. Barnabörnin eru orðin þrjú svo Skúli segist búa við mikið ríkidæmi. „Síðan hef ég gríð- arlega gaman af veiði, hvort sem er skotveiði eða stangveiði. Veiði bæði gæs og rjúpur og gjarnan í jólamat- inn. Því gæti verið að ég þurfi að huga að nýjum veiðilendum,“ seg- ir Skúli glettinn. Tónlistin er einn- ig stórt áhugamál. „Ég hef verið að leika mér að því að spila í hljómsveit með góðum félögum. Ekki ein- um af þessum frægu, en hljómsveit engu að síður. Þar er ég á tromm- unum. Við félagarnir gerðum mikið af þessu fyrir löngu, hættum svo um tíma, en komum saman aftur fyrir um tveimur árum og höfum hald- ið hópinn síðan. Það er gríðarlega skemmtilegt,“ segir Skúli Þórðar- son sem bætir við að endingu að hann sé einnig ástríðufullur útivist- ar- og bókmenntaunnandi. bgk Gönguleiðir um skóginn eru teiknaðar í nýja bæklinginn. Kynningarbæklingur gefinn út um Stálpastaðaskóg Stálpastaðaskógur er fyrst og fremst dæmigerður timburskógur og hefur mikið fræðslugildi um ýmis atriði varðandi timburframleiðslu úr sitkagreni hér á landi. Með eiginkonunni, Sigurbjörgu Friðriksdóttur og Skúla Hrafni Sturlaugssyni barnabarni þeirra úti í Viðey. Skúli Þórðarson er nýr sveitarstjóri í Hvalfjarðarsveit Segir nauðsynlegt að búa í samfélaginu Skúli Þórðarson, nýráðinn sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar er ástríðufullur útivistar- og bókmenntaunnandi. Innheimtustofnun sveitar félaga greiðir ekki fjármagnstekjuskatt

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.