Skessuhorn


Skessuhorn - 13.08.2014, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 13.08.2014, Blaðsíða 15
15MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2014 Tiltekt í Englendingavík gekk vel Vaskur hópur sextán Borgnesinga lagði leið sína í Englendingavík í Borgarnesi fyrir skömmu. Var fólk- ið m.a. vopnað hjólbörum, skóflum og hrífum. Erindið þessara sjálf- boðaliða var að grjóthreinsa vík- ina og afraksturinn um 10 tonna grjóthrúga sem ekið verður í burtu áður en haustveður skella á. Þor- leifur Geirsson er einn af hvata- mönnum að verkinu. Hann sagði í samtali við Skessuhorn að nærri hvern dag gengi hann um svæð- ið og hefði lengi langað til að vík- in yrði gerð snyrtilegri. Í samtali við fólk komst hann fljótt að því að margir voru sömu skoðunar og ár- angurinn varð tillögur um hvern- ig gera mætti gera Englendingavík snyrtilegri. „Við vorum sammála um að byrja á því að hreinsa grjótið, sem verður fjarlægt hið fyrsta,“ segir Þorleifur. „Svo þarf að laga grjót- kantinn sem heldur við bílastæð- ið. Hann er uppspretta alls þess grjóts sem í víkina hefur komið. Annað hvort er hægt að raða þarna stóru grjóti með vél, eða gera það sem væri allra flottast, raða stein- um eins og er í steinabryggjunni. Nauðsynlegt er jafnfram að skila til baka í víkina öllum þeim sandi sem tekinn var í burtu á sínum tíma þegar unnið var að lagfær- ingu svokallaðs Klettshalla og í lokin væri ekki verra að fá vatns- krana, bæði til að skola af sér og fá sér að drekka. Væri þetta allt gert, myndi Englendingavík verða þekkt sem sá sælustaður sem hún er. Þarna er hægt að njóta sólar og blíðu þótt varla sé hundi út sigandi í öðrum bæjarhlutum. Bæði nátt- úran og húsaskipan sjá til þess.“ Aðspurður hvort fjármagni hafi verið veitt í verkið segir Þorleif- ur að það liggi ekki á hreinu enn. „Við höfum talað við yfirvöld í sveitarfélaginu og svör hljóta að berast fljótlega. Við munum senda greinargerð til yfirvalda og von- andi kemur eitthvað út úr því.“ bgk/ Ljósm. þg. Margar hendur vinna létt verk. Hér er hópurinn að störfum við hreinsun Englendingavíkur. Verður er verkamaðurinn launanna og gott að fá sér grillaðar pylsur eftir annir dagsins. Persónuleg og góð þjónusta við landbúnað, sjávarútveg, íslenskan iðnað og einstaklinga Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 544 5466 Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00. KÍKTU Í KEMI OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ! – Þekking og þjónusta í 20 ár Hannyrðavörur í úrvali Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9 – 18 Lokað á laugardögum til 31. ágúst Grensásvegi 46 - 108 Reykjavík - Sími 511 3388 SK ES SU H O R N 2 01 4 Stundatöfluafhending/birting verður 19. ágúst kl. 11-12:30. Þriðjudaginn 19. ágúst kl.10 – 14 verður nýnemum kynntir helstu þættir skólastarfsins. Skólasetning og fyrsti kennsludagur á haustönn 2014 er föstudaginn 22. ágúst kl. 8:30. Að lokinni skólasetningu hefst kennsla samkvæmt stundatöflu. Töflubreytingar verða 25. ágúst – 29. ágúst. Upphaf skólastarfs FSN haustönn 2014 SK ES SU H O R N 2 01 4 S m á a u g l ý s i n g a r - a t b u r ð a d a g a t a l - f r é t t i r www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.