Skessuhorn


Skessuhorn - 13.08.2014, Page 18

Skessuhorn - 13.08.2014, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2014 Fimmtán ára vinna og reynsla farin, verði búinu lokað Rætt við Jóhönnu B. Þorvaldsdóttur geitabónda á Háafelli Það er mikið að gera á Geitfjár- setrinu á Háafelli í Hvítársíðu þeg- ar blaðamann bar að garði. Frá júní og út ágúst er setrið opið frá klukk- an 13 til 18. Brosandi og hlý tekur bóndinn, Jóhanna Bergmann Þor- valdsdóttir, á móti hverjum hópn- um á fætur öðrum. Útskýrir verð og vörur og hvað sé að sjá í hagan- um. Ekki megi hlaupa eða hafa hátt í kringum geiturnar þegar komið sé út fyrir og farið í gönguferð með ungu dömunum sem sýna gestum geiturnar. Því miður eru ostarnir allir löngu búnir og fólkið sem kom til að kaupa snakkpylsurnar gekk bónleitt til búðar. Þær hafa ekki verið til síðan á páskum. Ásóknin er mikil en ekki verið hægt að fram- leiða meira. Kjötið er búið. Á þess- um tíma eru milli 50 og 100 manns sem koma daglega í heimsókn á Geitfjársetrið og í litlu búðinni gef- ur að líta ýmislegt sem minnir á geitur. Nefna má handklæði með geitamyndum, boli, kerti og geita- myndir. Jafnframt gerir Jóhanna snyrtivörur úr geitatólg og völdum jurtum, þar á meðal arfa, sem hún segir jafn misskilinn og geiturnar. Á milli hópa gaf geitabóndinn sér tíma til að setjast niður með blaða- manni og ræða þá stöðu sem bær- inn og Geitfjársetrið er í. Ef allt fer á versta veg verður búinu lokað í september. Byrjaði allt 1999 Jóhanna geitabóndi á Háafelli var árið 1999 beðin um að taka að sér kollóttan, brúnan geitfjárstofn sem var í útrýmingarhættu hér á landi. Hún segir að hjá henni sé nú um 95% af þessum kollótta stofni og brúni liturinn væri ekki til ef hún hefði ekki tekið þær að sér. „Hér er einnig 22% af geitastofninum hýst- ur svo það er mikið í húfi,“ seg- ir Jóhanna. „Við höfum verið að rækta þetta upp og kynna afurðir geita, sem lítið var vitað um. Ekki var heldur mikil þekking til staðar á geitasjúkdómum, sem eru alls ólíkir þeim sem eru í sauðfé og sama gild- ir um meðferð við þeim. Krufning á skepnum hefur lítið hjálpað því menn vita ekki nóg. Dýralæknar vilja gjarnan hjálpa og sama gildir um erfðanefndir en vegna skorts á gögnum erum við í raun að læra af reynslunni, daglega. Sífellt að prófa okkur áfram. Hér hefur því verið aflað gríðarlegrar þekkingar á þess- um dýrum, þekkingar sem var týnd. Fimmtán ára söfnun í reynslubank- ann er ekki svo lítil.“ Hrunið og baslið Hjónin á Háafelli, Jóhanna og Þor- björn Oddsson eiginmaður henn- ar, höfðu tekið lán, eins og margur, og skulduðu töluvert þegar hrunið varð. Það lán hefur ekki gert neitt annað en að vaxa síðan. „Á árunum fyrir hrun vorum við að byggja hér upp. Bæta aðstöðuna og byggja hús undir skepnur. Það gekk þokkalega að borgar af láninu, þar til skell- urinn kom. Reynt hefur verið að halda í horfinu síðan, en ekki geng- ið sem skyldi. Skuldirnar hafa vaxið og vaxið og nú er svo komið að við missum þetta í september ef ekki tekst að gera eitthvað. Við höfum þó mætt velvilja víða, en hann einn og sér dugar bara ekki til.“ Vilja ekki bjarga einum bónda Sagt hefur verið að yfirvöld vilji ekki bjarga einum bónda, það gefi fordæmi. Ráðherra landbúnaðar- mála hefur einnig sagt að hann vilji setja geitbændur inn í sama kerfi og sauðfjárbændur en ekkert hef- ur heyrst síðan. Jóhanna segir það gott og blessað. „En það yrði bara of seint fyrir mig. Ég þarf úrræð- in núna. Hins vegar vil ég auðvit- að að menn sitji við sama borð í þessu, sauðfjár- og geitabændur. Stór hluti af þessum skuldum hjá mér eru vegna ónógs stuðnings af því að geitabændur eru ekki inni í landbúnaðarkerfinu. Ég sit einfald- lega ekki við sama borð. Tekjur er auk þess stopular og treysta verð- ur á það sem maður býr til sjálfur úr afurðum eða slíku. Fólk þekkti lítið geitaafurðir þegar ég byrjaði, hvorki kjöt eða mjólk. Mikið frum- kvöðlastarf hefur því verið unnið sem lengi vel skilaði litlu. Dropinn holar steininn svo sem betur fer er að verða breyting á.“ Vöruþróun og prófanir Eins og fram hefur komið var fólk hérlendis ekki vel kunnugt vörum unnum úr geitafurðum. Jóhanna hefur verið ólöt að segja fólki frá gæðunum. Geitamjólk hefur hjálp- að mörgum, kjötið er sagt góð bót við psoriasis og tólgin er mýkjandi og græðandi. Bæði vegna áhuga en kannski einnig neyðar hefur Jó- hanna prófað sig áfram við að nýta afurðirnar sem best. Úr tólginni hefur hún unnið sápur sem hún bætir jurtum í, krem sem ganga vel inn í húðina og nuddolíu sem lin- ar auma vöðva og tekur verki. Ost- ar hafa verið unnir úr mjólkinni og snakkpylsur úr kjötinu svo eitt- hvað sé nefnt Síðasttöldu vörunar hafa verið svo vinsælar að ekki hef- ur verið til nægt hráefni til að fram- leiða þær stöðugt. Fyrirtæki sem þarf að bera sig Jóhanna er þess fullviss að skuld- laust myndi fyrirtækið eða búið bera atvinnu fyrir tvær fjölskyld- ur. Staðan er þannig í dag að dóttir hennar og tengdasonur hafa áhuga á að koma inn í fyrirtækið og fram- tíðarplönin eru að finna leiðir til að kljúfa þetta fjárhagslega, m.a. með því að selja land úr jörðinni. En fyrst þarf að klára það sem hangir yfir núna. Jóhanna nefnir að skil- virka fjárhags- og rekstraráætl- un vanti. Það sé í undirbúningi að klára slíkt ásamt skýrri framtíðar- sýn. Ostarnir gefa innkomu og til að framleiða þá þarf betri aðstöðu. Draumur er að byggja hana síð- ar, en núverandi aðstaða dugar til að byrja með. Skemmtilegast er að gera vörurnar sjálfur, enda vaxandi áhugi fyrir vörum beint frá býli. Ýmsir hafa lagt hönd á plóg núna svo ekki þurfi að koma til uppboðs á jörðinni í september. Atvinnuráð- gjöf Vesturlands hefur lagt verk- efninu lið og kom sú aðstoð í gegn- um sveitarfélagið. Margt er því í gangi. Game of Thrones og fleiri góðir Tökur á þáttum úr sjónvarpsserí- unni Game of Thrones voru unnar hér á landi í fyrra. Þar fengu geit- ur frá Háafelli hlutverk. „Þær eru núna heimsfrægar,“ segir Jóhanna brosandi. En það eru fleiri sem hafa áhuga á geitum. „Á síðunni In- diegogo.com er hafin söfnun fyrir geitahjörð í útrýmingarhættu. Þetta eru frjáls framlög og stefnt að því að safna 90 þúsund dollurum. Þeg- ar hafa safnast tæp 13 þúsund, eða um 1,5 milljón íslenskra króna.“ Slow food samtökin hafa einnig um langa hríð stutt baráttuna fyr- ir geitunum á Háafelli. Þau koma hins vegar ekki inn með fjárstuðn- ing til Íslands, þar sem landið telst of efnað. Matreiðslubókin North, the new nordic cusine of Iceland, sem er um íslenskar matarhefðir, hefur einnig tileinkað geitunum á Háafelli einn kafla með spennandi uppskriftum. Matreiðslumeistarinn er Gunnar Karl Gíslason og útgef- andi er Jody Eddy, en bókin kemur út í september. Jody Eddy var einn- ig með þátt um Jóhönnu og geit- urnar hennar í matreiðsluþáttaröð sem hún gerði á Íslandi á síðasta ári og fannst mikið til koma. Ræktunarbú með afurðaframleiðslu „Margar hendur vinna létt verk og það eru margir að leggja hönd á plóg til að hjálpa okkur að kom- ast yfir þetta,“ segir Jóhanna. „Það grátlega er að eftir öll árin erum við í raun enn tekjulaus. Okkur lang- ar að vera með ræktunarbú með afurðaframleiðslu, bæta mjaltaað- stöðuna, bæta við kæli og frysti, sem sagt að byggja betri aðstöðu. Það eru í dag um 200 manns sem hafa geitur í fóstri og allur sá pen- ingur sem kemur inn þar fer í að- búnað fyrir geiturnar. Maður þarf ekki að sýna neinn rekstrarreikning fyrir slíkt og sama gildir um söfn- unina hjá Indiegogo, þar þarf ekki fjárhagsáætlun.“ Aðspurð hvort svona framlög væru skattlögð seg- ir Jóhanna svo ekki vera. „Þetta er bara eins og þegar fólk styrkir t.d. SOS barnahjálp eða eitthvað annað svipað. Eins og staðan er núna önn- um við ekki eftirspurn eftir kjöti og ostum. Það væri gaman að geta bætt þar við og í raun nauðsyn- legt, því þar liggja tekjurnar. Eins og ég sagði fyrr þá tel ég að þetta fyrirtæki gæti vel framfleytt tveim- ur fjölskyldum, væri það skuldlaust. Það er ekki hægt núna, sérstaklega af því að líka þarf að byggja upp. Það sem mér finnst grátlegast í öllu þessu, að ef allt fer á versta veg, þá myndi 15 ára vinna og uppbygg- ing fara í súginn. Þetta er vanmat á þekkingu og reynslu sem hér hefur verið safnað. Þekkingu sem ekki var til annarsstaðar. Það er staðreynd,“ segir Jóhanna Bergmann Þorvalds- dóttir geitabóndi á Háafelli. bgk Jóhanna á Háafelli. Í litlu búðinni á Geitfjársetrinu kennir ýmissa grasa af vörum tengdum geitum. Það er ekki einungis barist um völd og áhrif í mannheimum. Þessir tveir þurftu aðeins að reyna með sér, en allt í góðu. Casanova er mikill ljúflingur, sjónvarpsstjarna úr þáttaröðinni Game of Thrones sem heillaði alla við tökur þáttanna. Jóhönnu B. Þorvaldsdóttur líður best með kið í fanginu. Brúnar og kollóttar geitur voru í útrýmingarhættu og hér er einn fallega brúnn.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.