Skessuhorn


Skessuhorn - 13.08.2014, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 13.08.2014, Blaðsíða 19
19MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2014 ÍAV hf. | Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | s. 530 4200 ÍAV óskar eftir að ráða trésmiði til starfa á Akranesi. Um er að ræða verkefni til allt að eins árs sem veitir góð laun fyrir rétta aðila. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 530 4200. Umsóknareyðublöð má finna á heimasíðu okkar - www.iav.is TrÉSMIÐIr Icelandair Hotel Hamar Icelandair Hotel Hamar - 310 Borgarnes Pantone 631 CMYK 67 0 12 2 RGB 48 176 207 Merkið í sinni smæstu mynd. Lágmarks breidd er 2 cm Icelandair Hotel Hamar LOGO OG LITUR S K E S S U H O R N 2 01 4 Vantar starfsfólk í aukavinnu Nánari upplýsingar í síma 433-6600 eða á hamar@icehotels.is Kvöld og helgar: Eldhús / uppvask / aðstoð í sal Dagvinna: Herbergisþrif FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Búðardalur 2014 Bifreiðaskoðun verður hjá K.M. þjónustunni ehf. Vesturbraut 20 Fimmtudaginn 14. ágúst Föstudaginn 15. ágúst Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 Tímapantanir í síma 570 – 9090 SK ES SU H O R N 2 01 4 Hermann Ingi Stefánsson er tíu ára og er mjög áhugasamur veiðimaður þrátt fyrir að eiga við hreyfihöml- un að stríða. Fyrir nokkrum dög- um veiddi hann maríulaxinn sinn í Hörðudalsá í Dölum. Á myndinni er hann með afa sínum séra Gunn- laugi Stefánssyni. gb „Eruð þið að rækta grænmeti, eða að framleiða eitthvert góðgæti sem vinir og ættingjar taka ekki leng- ur við? Eigið þið stútfulla geymslu af fótanuddtækjum? Eða eruð þið bara leið á gæludýrunum ykkar,“ þannig spyrja forsvarsmenn sveita- markaðirns Ljómalindar í Borgar- nesi og segjast hafa lausnina: „Við seljið þetta allt saman á skottsöl- unni okkar laugardaginn 30. ágúst. Þá verður hægt að leggja bílnum sínum við húsnæði Ljómalindar að Sólbakka 2, opna skottið og selja varninginn gestum og gangandi.“ Bílastæðin fyrir skottsölubílana verða ókeypis en Ljómalind biður fólk samt um að senda þeim línu á netfangið: islandur@yahoo.com eða hringja í síma 695-2583 og til- kynna komu sína. „Um að gera að leggja heilann í bleyti og taka þátt í þessum skemmtilega viðburði, ef- laust eiga margir falin verðmæti sem aðrir gætu nýtt sér.“ mm Byggðarráð Dalabyggðar hefur samþykkt að nýtt þjónustuhús og stærra tjaldsvæði verði tilbúið í Búð- ardal fyrir 1. maí á næsta vori. Bogi Kristinsson byggingafulltrúi segir jarðvinnu þegar hafna en bygging hússins verði boðin út síðar. Stækk- un á tjaldstæðinu kemur einkum til vegna gífurlegrar fjölgunar ferða- manna um Dali. „Við erum ein- ungis að svara aukinni umferð um svæðið því núverandi tjaldstæði er sprungið. Viðbótin er ekki síst fyrir húsbíla og stærri aftanívagna, okk- ur vantar tilfinnanlega pláss fyrir svoleiðis tæki. Fráveita fyrir húsbíla var lögð á síðasta ári svo það er allt tilbúið.“ Bogi sagði ennfremur að vinna við þjónustuhúsið verði haf- in í haust eða vetur. Það mun ein- göngu þjóna tjaldsvæðinu, ekki vera miðstöð fyrir ferðamenn. Í húsinu verður salernisaðstaða fyrir karla og konur og gott aðgengi fyrir fatl- aða. Einnig sturtur og þvottvélar. Tjaldsvæðið í Búðardal er stað- sett rétt við aðalgötuna í gegnum bæinn. Á núverandi tjaldstæði eru tré sem skerma svæðið nokkuð frá veginum, veita skjól og draga úr há- vaða. Bogi segir að ekki verði nein breyting á varðandi nýja svæðið. Í útboði vegna þess er gert ráð fyrir að planta miklu af trjám. bgk Fékk maríulaxinn sinn Nýtt þjónustuhús og tjaldsvæði á að vera tilbúið næsta vor Hér er hluti hópsins sem stóð að opnun Ljómalindar á síðasta ári. Þeim hefur nú vaxið fiskur um hrygg og brydda sífellt upp á nýjungum. Ljósm. hlh. Ljómalind stefnir á skottsölu 30. ágúst Freisting vikunnar Þessi gerð af bökum kemur upp- haflega frá Ítalíu og er fyllt með ýmsu góðgæti. Hér er fyllingin bláber og rjómaostur en berjunum má skipta út fyrir önnur ber eða ávexti. Uppskriftin er bæði einföld og fljótleg og útkoman er unaðs- leg með vanilluís og/eða rjóma. Bláberafylling 350 gr. fersk bláber, 2 msk. sykur, ½ tsk. kanill, ½ tsk. sítrónusafi, 1 msk. hveiti. Blandið varlega saman bláberjum, sykri og kanil. Bætið sítrónusafanum saman við ásamt hveitinu og geymið. Botn 150 gr. hveiti, ¼ tsk. salt, ½ msk. sykur, ¼ tsk. kanill, 1 dl. ólífu- olía, 1 dl. mjólk ásamt 1. msk. til penslunar. Blandið saman í aðra skál, hveiti, salti, sykri og kanil. Bætið síðan ólífuolíu og mjólk út í og hrærið saman þar til deigkúla hefur myndast. Hnoðið deigið á hveitistráðu borði og fletið það út á bökunarpappír í u.þ.b. 30 cm. hring. Færið yfir á ofnplötu, kveik- ið á ofninum og stillið á 200°C. Rjómaostakrem 160 gr. rjómaostur, mjúkur, 2 msk. sykur, 1 tsk. vanilludropar. Hrær- ið saman rjómaosti, sykri og van- illudropum. Dreifið kreminu yfir botninn en skiljið eftir u.þ.b. 3 cm. rönd næst brúninni. Setjið bláberin varlega yfir rjóma- ostakremið. Brjótið upp á endana á botninum og þrýstið þeim að- eins niður svo síður leki úr kök- unni við bakstur. Penslið barm- ana með mjólk og bakið í u.þ.b. 25 mín eða þar til skorpan er orð- in gyllt. Berið fram með vanilluís og/eða rjóma. Uppskrift og myndir eru af síð- unni http://gulurraudurgraennog- salt.com/ Crostata með bláberjum Þegar deigið hefur verið flatt út er rjómaostakremið sett yfir og síðan bláberin. Brotið upp á endana og þeim aðeins þrýst niður. Bakað við 200°c í u.þ.b. 25 mín. Bláberja Crostata bráðnar í munni með vanilluís og/eða rjóma.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.