Skessuhorn


Skessuhorn - 13.08.2014, Qupperneq 20

Skessuhorn - 13.08.2014, Qupperneq 20
20 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2014 Mikil makríl- veiði var við Snæfellsnesið á laugardaginn. Flestir bátarnir voru að fá þetta um tíu tonnin. Mikið var að gera við löndun í Ólafsvík og voru um tíma þrír lyftarar notaðir. Margir bátanna fóru svo út strax að löndun lokinni og voru við veiðar nóttina eftir. þa Nýjasta leið útlendinga, sem sí- fellt reyna að finna nýjar leiðir til að svíkja út úr fólki peninga, er að þykjast vera Íslendingur í nauð- um á erlendri grundu. Senda þeir fólki tölvupóst og segjast vera nafn- greindir einstaklingar sem raun- verulega eru til, gefa upp nafn, heimili og netfang viðkomandi. Í öllum tilfellum á viðkomandi að hafa lent í því að tösku með vegabréfinu hafi verið stolið. Biður þjóf- urinn fólk að senda pen- inga eins hratt og verða má til að leysa við- komandi út úr p r í s u n d i n n i , ógreiddum hót- elreikningi. Þetta er semsé ný leið til að plata út úr fólki pen- inga og ástæða til að vara fólk við. Hér að neðan er eitt þessara tölvu- skeyta, orðrétt: „Ég vona að þú færð þetta hratt, ég er í Bristol, Bretland og ég hafði töskuna mína stolið ásamt vega- bréfi mínu og kreditkort í sendi- ráði it.The er reiðubúinn að láta mig fljúga án vegabréfið mitt. Ég er bara að borga miða og greiða fyr- ir hótel reikningana. Því miður hef ég enga peninga, kredit kortið mitt hefði hjálp en það er líka í pokan- um. Ég hef nú þegar hafa samband tekið með bankanum mínum en þeir þurfa meiri tíma til að senda mér nýjan. Ég þarf að fá næsta flug. Ég vildi spyrja þig ef þú gefur mér £ 1450 lán eins fljótt og auðið er getur að ná ko s tnað i m í n u m , ég gef það til baka til þín þegar ég er þar. Féð frá MoneyGram er festa og besta möguleika ég hef núna. Ég get sent upplýsingar sem hægt er að senda mig money.You getur haft sam- band við mig með tölvupósti eða með því að hringja í afgreiðslunni á hótelinu Henbury Lodge Hotel + 447031704705.“ Ég bíða svar þitt. Kær kveðja XXXXX Magnúsdóttir [netfang og heimilisfang]“ Fjölskylduhátíðin Danskir dagar í Stykkishólmi stendur nú á tíma- mótum. Að þessu sinni verður hún haldin í 20. skiptið um næstu helgi. Að venju er það félagið Efl- ing Stykkishólms sem stendur fyr- ir Dönskum dögum. Í ár gekk hins vegar erfiðlega að fá fólk til að skipuleggja hátíðina og var um tíma útlit fyrir að ekkert yrði af stórafmælishátíð Danskra daga. Það var ekki fyrr en í júlí þegar hjónin Ágústa Jónsdóttir og Mattí- as Þorgrímsson (Matti í Drauga- bönunum) tóku að sér stöðu fram- kvæmdastjóra Danskra daga að hjólin fóru að snúast. „Upphaflega vildum við koma að þessu með ein- hverjum hætti en sáum ekki fyr- ir okkur stjórnunarhlutverk. Enda höfum við aldrei áður komið að skipulagningu bæjarhátíðar. Við fórum að tala við þá aðila sem hafa séð um hátíðina síðustu ár og koma okkur aðeins inn í hlutina. Við komumst fljótlega að því að eng- inn virtist ætla að sjá um skipulagn- ingu Danskra daga í ár. Þar sem við vorum komin örlítið inn í hlutina ákváðum við að taka stöðu fram- kvæmdastjóra að okkur og reyna að skipuleggja hátíðina á þeim litla tíma sem við höfðum. Í ár er stór- afmæli í uppsiglingu og því fannst okkur alveg nauðsynlegt að hátíð- in yrði haldin en það var ekki fyrr en í enda júlí sem þessi ákvörð- un er tekin,“ segja þau Mattías og Ágústa. Fjármagnið ræður för Mattías starfar sem stýrimaður á ferjunni Baldri og Ágústa er sjúkra- liði á dvalarheimilinu í Stykkis- hólmi. Þau hjón eru því ekki bein- línis vön störfum framkvæmda- stjóra stórrar fjölskylduhátíðar. „Við vorum að renna alveg blint í sjóinn með þetta. Við byrjuðum á að gera Facebook-síðu Danskra daga og tókum strax eftir að það væri mikill áhugi fyrir hátíðinni. Eftir aðeins nokkra daga voru fleiri en þúsund manns búnir að „læka“ síðuna. Við höfðum ýmsar upplýs- ingar frá skipulagningu Danskra daga í fyrra svo að við gátum að stórum hluta fylgt uppskriftinni af þeirri hátíð. Eini gallinn var að við höfðum mun skemmri tíma en for- verar okkar sem hófu vanalega störf í apríl eða maí. Við þurftum því að forgangsraða og lögðumst fljót- lega í þá vinnu að tengja saman að- ila sem skipta máli fyrir framgang hátíðarinnar. Auk þess að ganga í fyrirtæki og selja auglýsingar til að safna fjármagni fyrir hátíðina. Þeg- ar það var komið var orðið auð- veldara að sjá hvað við höfum bol- magn í að gera.“ Ásamt þeirri vinnu er á hverju ári gefið út sérstakt há- tíðarblað í tengslum við Danska daga sem selt er íbúum og gestum. Þar er að finna dagskrá hátíðarinn- ar ásamt öðrum nytsamlegum upp- lýsingum. „Útgáfa blaðsins finnst okkur vera mjög skemmtileg hefð og er salan á því ein helsta fjáröfl- un Danskra daga. Við vildum því alls ekki sleppa blaðinu í ár,“ segja hjónin Ágústa og Mattías. Undirbúa Danska daga á mettíma Sviðsetja meint vandræði Íslendinga til að plata út peninga Nóg að gera við löndun á makríl Fjöldi fólks lagði leið sína á hátíðarsvæðið í Stykkishólmi í fyrra. Ljósm. Eyþór Ben. Fjölskylduhátíð en ekki útihátíð Þau Mattías og Ágústa segja að þrátt fyrir lítinn tíma hefur undir- búningur og skipulagning geng- ið mjög vel. „Við vissum að tím- inn væri naumur þegar við hófumst handa en það er ótrúlegt hvað hægt er að gera á stuttum tíma. Vinnan á bakvið Danska daga höfum við þurft að sinna að mestu leyti á milli vakta í dagvinnunni okkar. Sem betur fer er þó hægt að gera mikið af þess konar vinnu í gegnum síma og tölvur nú til dags. Það var smá stress í byrjun en við fórum í þetta verkefni með jákvæðu hugarfari og það hefur í raun allt gengið alveg frábærlega. Við hefðum aldrei get- að þetta án þess að fá aðstoð frá öllu því góða fólki sem hefur lagt hönd á plóg á síðustu vikum. Við sögðum alltaf að það yrðu Danskir dagar í ár og í versta falli yrðu þeir smærri í sniðum en vanalega. Til allra ham- ingju kom ekki til þess og er dag- skráin öll að koma til. Hátíðin verð- ur því svipuð þeim sem hafa verið síðustu ár þó við höfum gert nokkr- ar skipulagsbreytingar. Okkar helsti áherslupunktur er að Danskir dagar séu fyrst og fremst fjölskylduhátíð, en ekki útihátíð. Það hefur því ver- ið lögð mikil vinna í að hafa þétta og skemmtilega dagskrá fyrir börn. Þar má nefna hoppukastala, leiktæki og þekkta gesti svo sem Sveppa og Villa og Jón Arnór töframann svo eitthvað sé nefnt. Það verður svo að sjálfsögðu dagskrá fyrir fullorðna á kvöldin með dansleikjum og til- heyrandi skemmtun.“ Hátíðin mikilvæg hefð Þau hjón telja að hátíðir líkt og Danskir dagar skipti gríðarlegu máli fyrir bæjarfélag eins og Stykk- ishólm. „Að hafa svona hátíð gerir heilmikið fyrir bæjarfélagið. Þetta er frábært tækifæri fyrir fyrirtæki að láta ljós sitt skína og bjóða fram þjónustu. Bæjarbúar geta sýnt gest- um bæinn sinn í sparibúningnum. Þá sækja margir brottfluttir íbú- ar hátíðina. Þess vegna viljum við fá heimamenn í Hólminum með okkur í lið. Það er mjög mikilvægt að allir hjálpist að í svona verkefn- um. Margt smátt gerir eitt stórt og hvetjum við alla bæjarbúa til að taka þátt með að skreyta hús, götur og garða,“ segja þau Ágústa og Mattí- as að endingu, full tilhlökkunar fyr- ir Dönskum dögum í Stykkishólmi um næstu helgi. jsbHjónin Mattías og Ágústa sjá um skipulagningu Danskra daga í ár. Ljósm. jsb. Lions-aksjónin sívinsæla í fyrra. Ljósm. Eyþór Ben.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.